Dagur - 19.03.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 19.03.1936, Blaðsíða 2
46 DAGUR 12 tbl. spurningin: Hvernig stóð á því, að Farisearnir og fræðimennirnir, sem Jesú átti aðaliega í höggi við og kallaði syni djöfulsins, eftir þvi sem Sæmundur segir — hvernig stendur á því, að þeir skyldu hafa vit á því, að velja þessar bækur, þegar regluritasafnið var rnyndað — því það voru þeir, sem gerðu það? Er það þá djöfullinn, sem hef- ir hjálpað þeim til að veija hið guð- innblásna orð handa Sæmundi? Eg mundi í sporum Sæmundar vera logandi hræddur við að lesa bibli- una og óttast það, að hinn »gamli óvinJ< hefði ekki verið sem hollastur i ráðutn og beitt sinni alkunnu bragðvísi. En látum það nú jafn- vel gott heita, að þessir »djöfulsins synir« hefðu hitt á að velja einmitt hið guðinnblásna, óskeikula orð — hver vill þá taka að sér að skilja það og útskýra rétt? Hver hefir þá óskeikulu skynsemi, sem til þess þarf? Hver þann alvísdóm, sem skilur guðs leyndardóma, er mann- legri skynsemi eru ofurliða? Svar: Sæmundur Q. Jóhannesson. Hinn rökfræðilegi kjarni sérhverr- ar bókstafstrúar á óskeikult rit er alltaf hugmyndin um sinn eigin ó- skeikulleik. Aðeins óskeikull maður er fær um að skilja rétt óskeikult rit. Enda þótt Sæmundur þykist hafa einkatíma í guðfræði hjá sjálfum drottni, ætla ég að láta lesendurna um það að úrskurða, hve líklegur þeim þykir hann til þessa. En allar sannanir hans með biblíuorðum byggjast fyrst og fremst á skilningi hans á þeim. Það getur svo sem vel verið, að postularnir hafi trúað á óskeikul- leik biblíunnar og jafnvel Jesús um eitthvert skeið æfinnar, því börnum hefir auðvitað verið innrætt þetta almennt. En hitt er jafnvíst, að þeir, sem ákafast héldu þessu fram og með mestri þröngsýni og smámuna- semi, voru einmitt Farisearnir, þess- ir megin andstæðingar Jesú. Og í andstöðunni við þá tekur Jesús smám saman að hafna þessari kenning eindregið. Það er ekki að- eins að hann hafni skýringu fræði- mannanna og leggi alveg nýja og miklu fegurri og andlegri merking inn í ýms ummæli ritningarinnar. Hann beinlínis andmælir lögmálinu, eins og ég benti á í síðustu grein. í 5. kap. Matt. gerir hann þetta ekki minna en sex sinnum (v. 22, 28, 32, 34, 39, 44). Allir muna hvernig hann hélt helgi hvíldardagsins. Hann kenndi, segja guðspjöllin, ekki eins og fræðimennirnir, heldur eins og sá sem vald hafði. Þess vegna undruðust menn kenning hans, urðu forviða og sögðu: Hvað er þetta? Ný kenning! Eg eyði ekki fleiri orðum að þessu, svo auðséð sem það er, enda varð það ágreiningurinn við bókstafstrú- armennina, sem varð Jesú að bana. Þeir þoldu ekki hinar »nýju kenn- ingar« hans. En hvernig stendur þá á því, að lærisveinarnir skuli halda áfram að vera bókstafstrúarmenn? Það byggist sunrpart á því, að þeir skildu aldrei Jesú til fulls, fylgdust ekki með í þroska hans, en sumpart er það nátengt kristniboði þeirra meðal Gyðinga og allri þeirri guð- fræðistefnu, er þeir tóku upp. Kristniboðið meðal Gyðinga hlaut að ekki svo litlu leyti að vera kom- ið undir því, að þeir gætu komið Jesú í samræmí við ritninguna, al- veg eins og Jóhannes gerir Jesús að orðinu (logos), sem var algengt trúarlegt hugtak í hellensku menn- ingunni. Gyðingar voru biblíutrúar- menn, og ef hægt var að sanna þeim það, eða gera það líklegt, svo að þeir tryðu því, að Jesús væri sá Messías (Kristur), er þeir væntu, þá var björninn unninn. Vafalaust hefir og Jesús tengt einhverskonar Messíasarhugmynd við köllun slna og kenning, og er þetta það, sent kemur postulanum inn á þessa braut. Hinsvegar er það inikið rann- sóknarefni að ákveða hvers konar Messíasar hugmynd það hefir ver- ið, sem Jesú batt við starf sitt. Hann, sem ávallt skildi hvert hug- tak með nýrri skilning, hafði vafa- laust allt annan skilning á þessu en Farisearnir. Þeir væntu Messíasar, sem væri mikill og glæsilegur her- konungur, sem frelsaði þjóðina undan erlendu valdi. Vafalaust hef- ir og þessi verið huginynd ýmsra fylgjenda Jesú til að byrja með, jafnvel nánustu lærisveina hans, t. d. Júdasar og líklega Péturs, sem gekk með sverð. En þegar fram- ferði og hátterni Jesú sýndi ekkert, er samsvaraði þeirri fyrirfram hug- mynd, er menn gerðu sér um hann, þá yfirgaf fólkið hann, Júdas sveik hann og Pétur afneitaði honum. Aleinn og yfirgefinn gekk hann á rnóti sínum ómildu örlögum. En eft- ir dauðann þykir lærisveinunum sem Jesú birtist sér á ný, og þá blossar upp á ný kærleikurinn tii hans og trúin á hann. Samskonar atburður gerðist með Sál á leiðinni til Dam- askus. Þessir menn fara nú að rann- saka ritningarnar á ný og finna þar allskonar spádóma eða ummæli, er þeir þykjast geta heimfært upp á meistarann. Margt af þessu var auð- vitað hreinn misskilningur og byggðist á ónógri þekkingu á þeim ritningarköflum, er um var að ræða. En það var nóg, að inenn þóttust nú finna ástæður fyrir dauða Jesú, sem mönnum hefir án efa gengið erfið- lega að sainræma Messíasartign háns. Þessu hafði einnig verið spáð í ritningunum. Eldgamlar fórnar- hugmyndir úr barnæsku kynstofns- ins, eða af erlendum uppruna, blönduðust inn í, til að skýra þenn- an annars eðlilega atburð, að Mess- ías skyldi verða margt að líða og vera krossfestur. Allir hinir fornu Messíasarspádómar eru leitaðir uppi og reynt að heimfæra þá á Jesú. í allri frumkristninni helzt þessi við- leitni og í guðspjöllunum sjáum vér greinilega tilhneiging (tendens) i þá átt, að teygja til frásagnirnar, til þess að rætist einhver ritningarorð, sem menn héldu að ættu við Messi- as. 1 21. kap. Mattheusarguðspjalls er skemmtilegt dæmi um þessa guð- fræði. Þar eru tveir asnar gerðir úr cinum, og Jesús látinn ríða á báð- um í einu, til þess að rætist grein úr Sakaría spáinanni (9, 9). En að þetta er ekkert annað en guðræki- legur tilbúningur sést á því, að í upprunalega handritinu er aldrei talað um nema einn asna. Seinni setningin er aðeins endurtekning hinnar fyrri eins og algengt er í rit- um Gyðinga. F.n af þessu eina dæmi er auðvelt að ráða, hve mikið er hægt að byggja á guðfræði postulanna og frumkristninnar. Messíasarhugmynd- irnar og Messíasarvonirnar höfðu í aldanna rás breytzt ýmislega með þjóðinni. Stundum hélt hún, eins og Farísearnir, að Messías tnundi vera bara maður, voldugur herkonungur af ætt Davíðs, er endurreisti hið forna veldi hans, stundum var það hálfguðleg vera, komandi í skýjum himins (mannssonurinn), stundum héldu þeir jafnvel, að það mundi vera Guð sjálfur (Jahve), er tæki í taumana og stofnsétti mikið friðar- ríki á jörðu. Af öllum þessum skoðunum finn- ast leifar í Gamla testamentinu, og þegar guðfræðingar frumkristninnar eru svo að vitna í þetta og heimfæra það upp á Jesú, gera þeir það allt í belg og biðu, án þess að skilja sögulega þróun og samhengi hug- myndanna, eða reyna að gera sér nokkra grein fyrir því, hverskonar Messíasarhugmynd það hefir verið, sem Jesús aðhylltist. En í slíkri bók- stafstrúaðri og gagnrýnislausri guð- fræði má alltaf búast við fjölda- inörgum axarsköftum á borð við það, að gera einn asna að tveim. Þegar aldir líða, geta asnarnir orðið hundrað. Annars nenni ég ekki að fara að rekja lið fyrir lið röksemdir Sæ- mundar fyrir því, að Jesús hafi ver- ið »annars eðlis« en vér. Allar þær röksemdir vantar undirstöðuna, fyrst og fremst af því, að þær taka sem gefið það, sem þær eiga að sanna. Það eru aðeins hugmyndir þessara löngu Iiðinna höfunda frumkristn- innar um Jesú, en margar af þeim ,segja ekkert um það, að Jesús sé annars eðlis en vér, heldur aðeins að hann sé Messías eða Guðssonur. Þetta er líka aðalatriðið og þessu trúum við Sæmundur báðir, þó að það sé aðeins sitt upp á hvorn hátt. Um þetta atriði ættum við því að geta sameinast, og um þetta atriði væri eðlilegra að allir kristnir menn sameinuðust, fremur en að hanga í hárinu hver á öðrum út af þessari eilífu spurningu: hvcrnig, sem aldr- ei verður leyst að fullu og aldrei er hægt að leysa fyrir hverjum einstak- lingi, nema að því leyti, sem sam- svarar skilningi hans og þroskastigi. Það er skoðun mín, að sæmra sé fyrir alla kristna menn að leitast við að sameinast um kenningar Jesú og reyna að berjast fyrir að hrinda ein- hverju af hugsjónum hans í fram- kvæmd, en að standa í fávíslegum guðfræðilegum deiluin um hann, hvernig hann fæddist o. s. frv. Menn skyldu fyrst vita full skil á því, hvernig þeir hafa fæðst sjálfir, áður en þeir ætla að rifna yfir því, hvern- ig menn hafi fæðst aftur í öldum. Slíkt málþóf um keisarans skegg snertir ekkert kjarna málsins og kemur ekkert við vandamálum menningarinnar. Það er aðeins heimskulegþ ónytju erfiði fyrir þá, sem í myrkrunum sitja. Sæmundi þykir það »óumræðilega hræðilegt, að til skuli vera nokkur mannssál, sem ekki elskar Drottinn Jesú Krist«, og er það auðfundið, að hann hyggur sjálfan sig elska hann meir en aðrir. Ég veit nú ekki, hvað Sæmundur leggur inn í þetta orð, oð elska. Það er til margskonar ást — alt frá því að vera fullkomin eig- irigirni og til þess að vera fullkomin fórnfýsi. Það hefir verið bent á Jesú, sem dæmi hinnar fórnfúsu ástar, spámann, sem vildi leita að hinu týnda og frelsa það. Hinsvegar má taka Pétur, m. k. lengi framan af, s,'m dæmi hinnar eigingjörnu ástar. Hann var einn af þeim, sem fylgdi Jesú í von um að hljóta mannvirð- ingar í himnaríki. Hann skildi fátt af hugsjónum Jesú. »Ást« hans leiddi hann til þess að reyna að telja meistaranum hughvarf, er hann sá, að hann varð að ganga sinn þyrni- veg til enda. Loks afneitaði hann herra sínuin á hættunnar stund. Allt bendir á, að ást hans hafi verið af- brýðissöm og eigingjörn eins og gerist hjá óþroskuðu fólki. Enda var Jesús oft hastur við hann og lét hann endurtaka játningu sina þrisv- ar, áður en hann tök nokkurt mark á henni. Þetta er sú ást á Jesú, sem Sæmundi þykir til fyrirmyndar. Jesús mæltr hinsvegar: »Ekki mun hver sá, sem við mig segir: herra, herra, komast inn í himnaríki, held- ur sá, sem gerir vilja föður míns, sem er í himnunum«. »Og einhver sagði við hann: »Sjá, móðir þín og bræður þínir standa fyrir dyrum úti og vilja ná tali þínu. Og hann svarar þeim og segir: Hver er móð- ir mín og bræður mínir? Og er

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.