Dagur - 19.03.1936, Blaðsíða 4
48
DAGUR
12. tbl.
* •' • • « ♦- 4
cm. djúpur flór. 50 cm. á br., frá
trogi að dyrum stíunnnar, sem
eru hafðar 1.15 m. á br., svo hurð-
in, sem í þeim er, geti alveg náð
yfir ganginn og skift honum.
Annað gólfpláss stíunnar er upp-
hækkað um þessa 3—5 cm., þó
þannig, að það hOMÍð, sem fjærst
liggur trogi og flór, er halt hæst. Hail-
inn er heppilegastur: 1:20 8Ö tlór
og 1:40 að trogi.
Að hallinn þarf lika að vera i
áttina að trogi, kemur af því, að
svínin leggja oft frá sér þvag,
meðan þau eru að éta, og má
það alls ekki renna út i það
hornið, sem þau liggja mest í,
en það fyrirbyggir ofantalinn hal i,
þó ekki sé mikill, ásamt aðal-
hallanum að flórnum. Undir í
legupalli þessum, er haft timbur-
rusl, kassafjalir eða þ. u. I., og
siðan steypt og stálsléftað minst
3ja cm. þykkt lag þar ofan á.
Hlutverk timbursins er að varna
kulda úr grunninum upp i svínin,
en sem auðveldlega legði annars
gegnum steinsteypuna. Dyrastafir
stiunnar eru greyptir í gólfið (að
neðan) og festir í þakviði (að
ofan), svo svínin, sem oft vilja
klóra við þá, ryðji þeim ekki
burtu. Þannig útbúin stia, með
ganghólf útundan, gerir hirðing-
una miklu léttari en ella. Svínin
venjast á að nola ganginn að
mestu til þarfa sinna, leguplássið
og það, sem í það er stráð, moð,
hey, hálmur, mómylsna, o. s. frv.
helst svo þurrt, sem kostur er
Svínin haldast þurr og heit og
líður miklu betur, en þegar þau
eru blaut og köld, og þrifast þar
af leiðandi betur.
Áður hefi eg minst á nauðsyn
þess að hafa útidyr út úr gang-
hólfi hverrar stíu, því verður
sjálfsagt örðugra að koma við á
torfveggjum en timbur- eða
steinveggjum, en sjáifsagt má það
takast, ef hagsýni er með. Bezt
hygg eg sé að hafa litlar útidyr
60—70 cm br. og 120 cm. á hæð)
á hliðarveggjunum, gegnt útidyr-
um, þá þurfa svínin ekki að fara
í neina króka, þegar þau ganga
út og inn. Útmokstur yrði auð-
veldari, þar sem þær lægju beint
fyrir flórnum, lorfveggurinn ekki
skorinn sundur nema á einum
stað á hliðinni, því milli dyranna
yrði aðeins sameiginlegur dyra-
stafur.
Að vetrinum væru svo hafðar
tvennar hurðir, bæði i þessum
dyrum og aðaldyrum hússins,
að fóðurganginum, nema fóður-
geymsla sé byggð fyrir enda
fóðurgangsins, sem í raun og
veru er nauðsynlegt, þó um smá-
hús sé að ræða, 'en hún veitir
aftur sama skjól og tvennar
hurðir. Slík fóðurgeymsla færi
eftir þörf hússins, og mikil bót
mundi að skúr, sem hefði 2-j-3
m. gólfpláss. Væri síðan, eins og
áður er á minst, sérstakt hlaupa-
og beitarhólf útundan hverri stíu,
yrði hirðingin að sumrinu mjög
létt. En að því ber að stefna
eftir föngum, að spara sem mest
hina dýru vinnu, einkum um
bábjargræðistímann í sveitunum.
Eg er sannfærður um það, að
iivinahús, byggt á þann hátt, sem
eg nú hefi lýst, verður mun ó-
dýrara en jafnstórt hús byggt úr
steinsteypu, með tvöföldum veggj-
um, stoppuðum með mó, (ann-
að er ekki takandi i mál) eða
þá járnklætt timburhús stoppað
og bikað (hús K.E.A.) sem líka
er dýrt og alt etnið patl að flytja inn
(nema stoppið).
Og verði engin mistök við
byggingu þess, grunnurinn pur og frá-
rennsli gott, þarf ekki að óttast
um endinguna.
Sá, sem ætlar að setja upp
stórt bú, og sem hefir efni á því,
byggir samt úr steinsteypu, var-
anleikans og ýmsra hluta vegna,
því reynslan með timburhús (K.
E. A) bendir til slæmrar end-
ingar, vegna slagans.
Hirðing svínanna a. ö.l., er aðal-
iega að skaffa þeim þurt bæli,
bæði með góðu búsi og með
því að strá nægu rusli undir þau,
einnig að hreinsa húsið daglega.
Og sá, sem er svo heppinn að
eiga golt tlÚS handa svinunumsin-
um, kemst hjá mörgum örðug-
leikum, sem svínaræktinni eru
annars samfara og sem fylgja
rökum og köldum húsum.
Hin svonefnda húðarhirðing
svína er almennt ekki framkvæmd,
en gott þykir þeim þó að fá hana,
einkum á sumrin, að vera yfir-
sprautuð með köldu vatni.
En komi á þau IÚS, verður að
útrýma henni með því að baða
þau upp úr kreólinbaði eða
smyrja þau með lýsi eða annari
mjúkri feiti, og húsið hreinsað
vel. Unggrísir og undaneldisdýr
fái sem mest að hreyfa sig úti
að sumrinu, og liggja við opið,
ef auðið er að veita þeim það.
Sönn saga úr Reykjavík.
Fyrir skömmu hitti Norðlending-
ur einn, senr staddur var í Reykja-
vík, dálítiö þekktan íhaldsmann á
götu þar í höfuðstaðnum. Var t-
haldsmaðurinn glaður í bragði og
spurði tíðinda að norðan, en hinn
kunni engin að segja.
Hefirðu þá ekki heyrt nýjustu frétt-
irnar? spurði Reykvíkingurinn. Þæi
skal ég segja þér. Stefán á Varð-
gjá, sem verið hefir einn helzti
máttarstólpi Kaupfélags Eyfirðinga,
er félaginu tapaður, því hann er
genginn í Bændaflokkinn. Þar við
bætist, að nágranni hans, sem að
þessu hefir verið annar máttarstólpi
K. E. A., er farinn söniu leiðina, en
ekki man ég nafn hans. — Svo
mælti íhaldsmaðurinn. — Ekki mun
nafn hans vera Bergsteinn, mæltt
þá Norðlendingurinn. — jú, þarna
kemur það, Bergsteinn heitir hann,
svaraði íhaldsmaðurinn glaður í
bragði.
Norðlendingurinn skellti á lær
sér, svo mikið lézt hann undrast yf-
ir þessum nýju tíðinduml
Golt lierhergi
fil leigu í Oddeyrargötu 13.
Herbergi
fyrir einhleypan, til leigu
í Fjólugötu 6.
ÍBÚÐIR.
Þeir, sem vilja leigja Akureyrarbæ íbúðir handa styrk-
þegum bæjarins frá 14. maí n.k., eru beðnir um að senda
tilboð á skrifstofu bæjarstjóra sem fyrst og sé þar tiltekin
húsaleiga og lýsing á ibúðuDum.
Bæjarstjórlnn í Akureyri, 13. marz 1936.
Síeinn Steinsen.
Akureyrarhær.
sem kynnu a® v'*Ía taka a^ sér börn eða óvinnu-
9 færa menn, sem Akureyrarbær þarf að sjá um,
geri svo vel að segja til þess á skrifstofu minni sem fyrst.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 18. marz 1936.
Síeinn Steinsen.
Slys i Ólafsfirdi.
í gærmorgun fóru tveir menn í
ólafsfirði að vitja um grásleppunet
þar á firðinum. Þegar fram á dag-
inn kom hvessti allmikið. Urn há-
degisbilið í gær sáu menn úr landi
til bátsins, en síðan hefir ekkert til
hans spurzt. Hefir hans verið leitað,
en árangurslaust. Einnig hefir verið
leitað á fjörunr, ef eitthvað kynni að
hafa rekið úr honum, en það hefir
heldur engan árangur borið. Er nú
talið víst að báturinn hafi farizt. —
í bátnum voru, eins og áður er sagt,
tveir menn; hétu þeir Kristinn Ey-
fjörð Antonsson (Ásgrímssonar) og
Albert Þorvaldsson (Friðfinnsson-
ar), hinn fyrrnefndi 30 ára, en hinn
25 ára; báðir ókvæntir.
Viðskiptin við útlönd.
Samkvæmt bráðabirgðaskýrslum
Hagstofunnar nam verðmæti inn-
flutningsins í febrúar 3 milj. 233
þús. kr., en útflutningsins 3 milj.
312 þús. kr. í febrúar 1935 var inn-
flutningurinn 2 milj. 579 þús. kr., en
útflutningur 1 milj. 985 þús. kr.
Innflutningur í janúar og febrúar
1936 er samtals 4 milj. 920 þús. kr.,
en var 5 milj. 598 þús. kr. árið áð-
ur.
Utflutningur í janúar og febrúar
1936 er samtals 6 milj. 625 þús. kr.,
en var 3 millj. 448 þús. kr. árið
1935.
Verzlunarjöfnuðurinn er því hctf*-
stæður nú um 1 milj. 705 þús. kr.,
en var óliagstæður um 2 milj. 150
þús. kr. í febrúarlok 1935.
KIRKJAN. Messað á Akureyri n. k.
sunnudag (22. marz), kl. 2 e. h.
Dnlsbeyfamállð. Réttarrannsókn
stendur stöðugt yfir i njósnarmálinu og
hefir í för með sér upplýsingar um fleiri
og fleiri, sem við málið eru riðnir. Frv.
um eftirlit með loftskeytanotkun veiðiskipa
var fyrir nokkru til i. umræðu í efri deild.
Reyndi Magnús Jónsson að malda þar í
móinn og taldi óþarft að setja slílc lög.
Jónas Jónsson bað um nafnakall við at-
kvæðagreiðsluna, svo að ihaldsmenn gætu
sýnt hug sinn til málsins. Sátu þeir Magnús
Jónsson, Magnús Guðinundsson og Þor-
steinn sýslum. hjá við atkvæðagreiðsluna,
Pétur Magnússon iaumaðist burt, en Guð-
rún og Jón Auðunn greiddu atkvæði með
þvl að frv. yrði vfsað til nefndar.
Jarðræktarfelag Akureyrar
heldur
AÐALFUND
i Bæjarstjórnarsalnum,
sunnud. 22. þ. m., kl. 1 e.h.
Stjórnin.
Reiðtiiólapartar.
Dekk, slöngur, bretti, fetg-
ur, teinar, öxlar, sæti, frí-
hjól, m. m. fyrirtiggjandi
af öllum stærðum.
Vörur sendar um allt land
gegn póstkröfu.
Brninn Reykjavík.
Sími 4661.
Nýlegt os sott stofuorgel
til sölu. Verðið Iágt;
Ebenharð Jónsison
Laxagötu 3, Akureyri.
Xil leigu
á Sigurhæðum 2 herbergi
fyrir einhleypa.
Póll Bjarnason.
„Fyrsta fiðlm. Samkvæmt áskorunum
verður alþýðusýning á þessum vinsæla
gamanleik næstkomandi sunnudags-
lcvöld. Er þaó síðasta tækifærið til að
sjá hann.
Kwrl Sigurjónsson kirkjugarðsvörður
andaðist að heimili sínu hér í bænum á
sunnudaginn var. — Atorkumaður á
■sextugsaldri.
Hjálpræðisherinn. Sunnudag' kl. 10%
Helgunarsamkoma. Kl. 2 Sunnudaga-
skóli. KI. 8% Opinber samkoma. Um-
ræðuefni: Guðs ■ ríkidæmi. Flokksfor-
ingjarnir og, hermenn. Strengjasveitin
aðstoðar. Allir velkomnir.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Pientsmiðja Odds Björnssonar,