Dagur


Dagur - 30.04.1936, Qupperneq 3

Dagur - 30.04.1936, Qupperneq 3
18. tbl. DAGUB 71 og veg yfir Þórdalsheiði milli Skrið- dals og Reyðarfjarðar. — Norður- Þingeyingar. fá þjóðveg eftir Langa- nesi — Á sanra hátt, sem hér hefir verið lýst, er tekið á vegaþörf ann- ara landshluta. RAFVEITAN A AKUREYRI. Bæjarstjóri Akureyrar var nýlega hér á ferð í þeim erindum að undir- búa væntanlega virkjun í Skjálf- andafljóti vegna Akureyrar. Máll hans er tekfð vel á þann hátt, að allir hljóta að viðurkenna þörf Ak- ureyrar að auka raforku sína, eink- um til iðnaðar. En á hinn bóginn er hættan við stöðugar lántökur í út- löndum meiri en lítil, þegar fiskiafl- inn bregst uin helming, og það, sem fæst úr sjó, mætir hálflokuðum mörkuðum ytra. Meðan svo hagar til með gjaldeyri er óhyggilegt að bæta við erlendar skuldir, jafnvel til hinna nauðsynlegustu fyrirtækja. Að hinu leytinu mælir allt með, að þessí aðstoð verði veitt jafnskjótt og urn hægist með sölu erlendis. Utan Eyjafjarðar viðurkenna menn nauðsyn þess, að Akureyri geti orðið iðnaðarbær. Samband Isl. samvinnufélaga og Kaupfélag 'Ey- firðinga hafa riðið þar á vaðið. Og því erfiðari sem aðstaða Akureyrar er til sjávarútvegs, því meira verður að sinna iðnaðarvoninni. Til þess þarf aukna raforku í bæinn. En þar þarf líka vinnufrið. Og ef svo illa tekst til fyrir bæinn, að verulegur liluti af verkamönnum þar snúist frá friðsamlegri vinnu að byltingarráða- gerðum, þá myndi slíkt viðhorf i bænum stórlega vinna móti hags- niunurn bæjarins. JENSENS PILTAR. Við umræðu í neðri deild fyrir skömmu, deildu þeir hastarlega Hannes frá Hvammstanga og Thor Thors. Brá Hannes Thor um, að liann hefði komizt á þing með fé- gjöfum og öðrum slíkum ráðuin. Kom þá Ölafur Thors til skjalanna og lýsti á hendur sér því, að hann hefði flutt íhaldsfylgi yfir á Hann- es við síðustu kosningar, frá fram- bjóðanda íhaldsins, í því skyni að koma Hannesi að. Var þetta allt gert í óþökk og móti vilja þáver- andi formanns íhaldsflokksins, Jóns heitins Þorlákssonar. Sést á þessu, eins og Ölafur lýsti þarna yfir, að Kveldúlfur hefði búið til þessa tvo fluguinenn, Hannes og Þorstein. Ef hann hefði ekki heldur viljað þá en íhaldsmenn, myndi hvorugur þeirra nú sitja á þingi. Renna rná grun í hve þessir Jensens piltar standa nærri bændum og hve hollir þeir muni vera bændum, þegar þess er gætt, að þeir eru einskonar persónuleg eign Thors- bræðra og eiga þeim að þakka sína lítilfjörlegu opinberu tilveru. ÞINGSKÖPIN NÝJU. Þau voru afgreidd rétt fyrir páskana og fengu konungsstaðfest- ingu eftir hátíðina. Þau eru nö komin I gildi og mun ekki af veita síðustu dagana, ef íhaldið á ekki að ná að tefja úr hófi fram. Á þinginu fyrir jólin í vetur talaði Jakob Möll- er í fjórar klukkustundir í einu smámáli aðeins til að tefja það. Er þetta eitt dæmi um vinnubrögð í- haldsmanna á þingi, þegar þeir hafa ekki sæmilegt aðhald í þing- sköpum. En nú hafa umbótaflokk- arnir gert sitt til að bjarga sóma þingsins með því að koma á þrótt- miklum vinnubrögðum. Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugavatni er formaður fjárveit- inganefndar. Hefir nefndinni tekizt að vinna starf sitt á prýðilegan hátt. 2. uinræðu um fjárlögin var lokið á Þann 21. þ. m. var togaranjósna- málið til 3. umræðu í neðri deild Aiþingis. Bar þá til tíðinda að Pét- ur Halldórsson kvaddi sér hljóðs og gerði fyrirspurn til ríkisstjórnarinn- ar um það, hvort hlustað hefði ver- ið af hálfu hins opinbera eftir sam- tölum, sem farið hefðu fram við- einstök símanúmer þar i bæ í sam- bandi við áfengismál. Dómsmálaráðherra var þá ekkl viðstaddur. En daginn eftir svaraði hann fyrirspurninni »utan dag- skrár«, og urðu um málið allmiklar umræður. Ráðherrann skýrði frá því, að lögreglustjórinn í Reykjavík hefðí nýskeð kveðið upp úrskurð um það, að hlustað skyldi eftir samtölum til- tekinna símanúmera, og hefði hlust- unin verið framkvæmd af iögregl- unni samkvæmt þeim úrskurði, í því skyni að afla sönnunargagna viðvíkjandi ólöglegri vínsölu. Sjálf- ur kvaðst ráðherrann ekki hafa haft afskipti af þessu máli og ekki hafa fengið vitneskju um það, fyrr en honum hefði verið skýrt frá því síð- ar, enda væri það á valdi dómar- anna en ekki ráðherra að gera slík- ar ráðstafanir. Tilkynning uin námsskeÁð. Þriðju- daginn 23. júní n. k. hefst á Akureyri námsskeið fyrir kennara, og stendur væntanlega yfir 6—12 daga. Þar verð- ur aðaláherzlan lögð á reikning og móðurmál (lestur, stafsetningu og skrift), svo og teikningu, vinnubóka- gerð og ýmiskonar bekkjavinnu (leður- vinnu, pappírs- og pappavinnu og e. t. v. tréskurð). Ekki er enn fullráðið með kennaralið, en reikning- kennlr væntanlega sænskur kennari og uppeld- isfræðingur, Gustaf Sjöholm, og Frið- rik Hjartar skólastjóri mun sennilega leiðbeina í íslenzku, einkum stafsetn- ingu og skrift. Búast má við að kennslugjald verði um 10 kr. Komið getur til mála að námsskeiðs- menn hafi sameiginlegt mötuneyti í barnaskólanum, meðan á námsskeiðinu stendur, og mun á annan hátt verða reynt að hafa dvölina hér svo ódýra sem unnt er. Þeir kennarar, sem hafa í hyggju að taka þátt í námsskeiðinu, tilkynni það Snorra Sigfússyni skólastjóra fyrir 25. maí, og þá einnig, hvort þeir óski eftir aðstoð við útvegun fæðis og húsnæðis meðan á námsskeiðinu stendur. Steingrívim' Matthíasson héraðslækn- ir er heim kominn frá útlöndum. einum degi og atkvæðagreiðslu á tæpum tveimur klukkustundum. Áð- ur stóðu umræður um fjárlög oft i marga daga og allmikil hrossakaup milli þingmanna. Nú et tekið fyrir þá verzlun. Stjórnarflokkarnir standa fast saman vum afgreiðslu fjárlaganna og sýna í því styrk sinn. En þroska sinn og víðsýni sýnir meiri hlutinn með því að unna and- stæðingum sínum jafnréttis og ljta jafnt á þörf þeirra héraða, sem eru svo ólánssöm að styðja íhaldið. Ráðherrann hvað hinsvegar ekkí neitt vafamál, að lögreglustjórinn hefði haft rétt og skyldu til að kveða upp slíkan úrskurð, byggðan á rökstuddum grun um ólöglegt at- hæfi. Væri úrskurður þessi sanis- konar og þeir úrskurðir, sem þrá- faldlega væru kveðnir upp af dóm- urum um að rjúfa heimilishelgina og gera húsrannsókn, ef fyrir lægi rökstuddur grunur um lögbrot. Ýmsir íhaldsmenn tóku til máls og vildu þeir gera málið að árásar- efni á ríkisstjórnina. Þótti þá bert að út brytist niðurbæld reiði út af togaranjósnarmálinu. Við umræðurnar upplýstist, að þegar uppþotið varð í Reykjavík 1921 út af Ólafi Friðrikssyni, hefði verið iátin fara fram hlustun í bæj- arsímanum, líklega án dómsúr- skurðar. Þá var Jón Magnússon dómsmálaráðherra og Jóhannes Jó- hannesson rannsóknardómari í Reykjavík. Þetta frumhlaup íhaldsmanna að flytja inál þetta inrÞ’í Alþingi er fyr- ir neðan allar hellur, því þangað átti það ekkert erindi, þar sem hér er eingöngu um lögreglumál að ræða. U. M. F. Framtiðin sýnir í síðasta sinn sjónleikinn »Saklausi svallarinn« 1 þinghúsi Hrafnagilshrepps laugardag- inn 2. og sunnudaginn 3. maí kl. 9% e. h. — Dans á eftir. Aðgangur 1 ‘kr. Veitingar fást á staðnum. iíSannanirnm- fyrir upprim Kristsr, heitir fyrirlestur, sem Sæmundur G. Jó- hannesson flytur í Sjónaðarhæðarsal n. k. sunnudag kl. 5 e. h. Allir velkomnir, einkanlega vantrúar- eða efasemda- menn. Jarðarför Hansinu G. Hans- dóttur frá Guðrúnarstöðum, sem andaðist í Melgerði 26. þ. m., fer fram að Möðruvöllum þriðjudag- inn 5. maí n. k., kl. 3 e. h. Ættingjar. Tn nhnknr sð?u. — jón i unpoKur gddmann, Iðnskóla Akureyrar var sagt upp 22. þ. m. Yfir 80 nemendur hafa stundað nám í skólanum í vetur, þar af 35 iðn- nemar. Luku 9 þeirra burtfararprófi — allir úr 4. bekk skólans. Fara ein- kunnir þeirra hér á eftir: Ólafur Hallsson, trésmiður I. 8.75 Kolbeinn Árnason, trésmiður I. 8.50 l.ára Halldórsdóttir, hárgr.mær I. 7.93 Stefán Sinæbjörnsson, vélsmiður I. 7.88 Sigurbj. Árnason, húsgagnasm. II. 7.19 Jóhann Franklín, bakari II. 6.75 Þorst. Þórðarson, húsg.bólstrari II. 6.56 Halldór Pálsson, prentari II. 6.31 Halldór Bárðarson, járnsm. III. 5.64 Sunnudaginn 19. apríl s. 1. var mynd- arleg sýning á teikningum nemenda í skólahúsinu. Að gefnu tilefni skal þess getið, að ég hafði ekki hugsað mér að biðja Dag- fyrir fleiri greinar um ágreinings- mál okkar síra Benjamíns og hafði get- ið þessa við ritstjóra blaðsins. Sæmundur G. Jóhannesson, Dánardægur. Frú Petrea Þorsteins- dóttir, kona síra Sigfúsar Jónssonar al- þingismanns, andaðist að heimili sinu á Sauðárkróki 16. þ. m. Verður hennar nánar getið í næsta blaði. Kvennadeild Slysavamafélags lslands á Akureyri heldur afmælisfagnað sinn í Skjaldborg Laugardaginn 2. maí kl. 9 e. h. Áskrifendalisti liggur frammi í brauðbúð K. E. A. og þurfa konur að vera búnar að skrifa sig fyrir föstu- dagskvöld. Félagskonur áminntar um að mæta. Stafvilla á tveimur stöðum var í ræðu fjármálaráðherra um gengismálið, sem birt var í síðasta blaði, »kauphækkun« fyrir »kauplækkun«. Málsgreinin er rétt þannig: Verðhækkun, sem stafar af gengislækkun a. m. k. á öllum innflutt- um vörum, verkar hinsvegar sem kaup- lækkun og dregur úr kaupgetunni, ef framleiðslan ekki örvast svo, að at- vinnuaukning vegi upp kauplækkunina, eða kaupið sé beinlínis hækkað sem verðhækkuninni nemur. Gleymlð ekkl ■ að endurnýja happdrættismiða yðar. Endurnýjun til 4. mai. Nú vaxa og fjölga vinningar með hverjum drætti. — Stórlr vinningar falla í hverjum drætti i Aknreyrarumboði. — Nýir miðar seldir til 8. mai. Gleymid ekki að endiirnýfa. iinmin iminfn liuiuin lujiviva. L Æ K K A iðgjöldin yfirleilt. SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAGÍSLiANDS Umboð á Akureyri: KAUPFÉLAG BYFIRÐINGA. Oleyfileg vínsala I Kvík.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.