Dagur - 16.07.1936, Blaðsíða 3
29. tbl.
DAGUR
123
laga, að það er Alþingi, en ekki
einstakar stofnanir í landinu, sem
hefir löggjafarvaldið.
Staðreyndir, en ekki
eftirtölur.
Hr. Ól. J. reynir hvað eftir ann-
að að reyna að telja lesendunum
trú um, að ég telji eftir styrkinn
til Bf. Isl. og sjái ofsjónum yfir
því valdi, sem þessum félagsskap
hafi verið veitt og hann virðist
vilja heimta það, að ég sýni fram
á, að félagið hafi farið illa með
þetta fé eða misnotað þetta vald.
Allt eru þetta hreinustu staðleys-
ur. Ég hefi ekki með einu orði tal-
ið eftir styrkinn til Bf. ísl., né tal-
að um að það hefði of mikið vald.
En þegar Ól. Jónsson talar um of-
sóknir af hendi ríkisvaldsins á Bf.
ísl., þá bendi ég á þá STAÐ-
REYND, að félaglð fær í styrk og
til umráða meira fé úr ríkissjóði,
en nokkur önnur stofnun á land-
inu og að því er veitt meira vald
í meðferð opinberra mála en
nokkru öðru félagi eða einstakri
stofnun. Ég bendi á þetta, ekki til
að telja þetta eftir, eins og Ól. J.
segir, heldur til að sýna og sanna,
hvað mikil fjarstæða allt hans tal
um ofsóknir er. Ég hef sjálfur sem
þingmaður, samþykkt svo háan
styrk til félagsins, sem ég hef tal-
ið að fjárhagur ríkissjóðs frekast
leyfði á hverjum tíma og ég hef
samþykkt lög og lagaákvæði, sem
veita félaginu vald. Ég tel þetta
ekki eftir og sé ekki ofsjónum yf-
ir því, en ég kann illa við aðláta
kalla það ofsóknir.
Ég vil svo nota þetta tækifæri
til að benda á það, að í grein sinni
um „frelsi Búnaðarfélags íslands“
í 24. tölubl. íslendings, gerir hr.
Ól. J. alveg villandi samanburð á
styrk til félagsins fyrr og nú. —
Blekkingin liggur í því, að eftir að
jarðræktarlögin gengu í gildi 1923,
sleppir hann jarðrœktarstyrknum,
en hann hefði átt að teljast með
til að fá réttan samanburð við ár-
in 1900, 1910 og 1920. Jarðræktar-
styrkurinn er að vísu ekki veittur
félaginu beinlínis, en það hefir
hann til úthlutunar. Tilefnið til
þessa útreiknings Ólafs voru um-
mæli mín um það, hvað félagið
hefði í beinan styrk og til ráðstöf-
unar. Vill nú ekki hr. Ól. J. birta
skýrslu um það, hvað ríkið hefir
samtals veitt til landbúnaðarfram-
kvæmda, sem Bf. hefir haft um-
sjón með, frá aldamótum og til
þessa dags?
»Ríkis-ítökin« eru ekki til,
Hr. Ól. J. minnist enn á „ríkis-
ítökin“ og segist muni falla frá
sinni skoðun á því atriði, þegar
hann fái óyggjandi lögfræðilega
skýringu, sem afsanni hana. Hann
hefir nú byrjað með að slá þessari
kenningu fram, svo það virðist
hvíla meiri skylda á honum að
sanna hana, heldur en mér að af-
sanna, en hann er nú auðsjáan-
lega hættur að gera sér nokkra
von um að geta það. Það er að
vísu rétt, sem ég hef áður nefnt,
og Ólafur nefnir nú í grein sinni,
að hvorugur okkar Ólafs er lög-
ífræðingur. En ég hefi nú í vor
verið á fundum með tveimur lög-
fræðingum, þar sem rætt hefir
verið um jarðræktarlögin, og eru
þeir báðir andstæðingar mínir. Ég
hef lagt þá spurningu fyrir þá
báða, hvernig hægt væri að gera
þessi „ríkis-ítök“ gildandi eða
hverníg ríkið gæti notfært sér
þau. Annar þeirra svaraði vöflum
um það, að eignir væru til, sem
ekki væri hægt að gera neina
kröfu í. Hinn svaraði alls engu.
Höfðu þó báðir þessir menn bezta
vilja á því, að gera jarðræktarlög-
in eins tortryggileg og þeir frek-
ast gátu. Ólafur virðist og vera
farinn að sjá það og viðurkenna,
að ríkið fær engin ítök eða hlunn-
indi í jörðunum samkvæmt jarð-
ræktarlögunum, en hann segir að
ég ætti að vita það manna bezt,
að lög séu breytingum undirorpin
og þó ríkisvaldið nú virðist engin
hlunnindi hafa af þessu fé, þá geti
það skapað sér þessi hlunnindi
með einfaldri lagabreytingu þegar
hentugt tækifæri býðst. Öllu átak-
anlegri rökþrot en þetta get ég nú
varla hugsað mér. Við erum að
ræða um ákveðin lög, sem þegar
eru sett, og það á að vera sönnun
fyrir galla á þeim, að einhver önn-
ur lög kunni einhverntíma að
verða sett. Ég veit það vel, að lög-
um má breyta, en ég veit líka, að
það er viðtekin regla í allri okkar
löggjöf, að lög eru ekki látin
verka aftur jyrir sig, þannig gilda
ekki ákvæði nýju jarðræktarlag-
anna um fylgiféð, um þann styrk,
sem þegar er veittur. Eins mundi
það að sjálfsögðu verða, þó ný
jarðræktarlög verði sett einhvern-
tímaíframtíðinni, að minsta kosti
ef sama stjórnskipulag helst í að-
alatriðum eins og verið hefir. Nei,
þessi „ríkis-ítök“ eru ekki til sam-
kvæmt jarðræktarlögunum og hr.
Ó. J. hefir ekki tekizt að benda á
neitt, sem sýni í hverju þau eru
fólgin, sem og ekki er von.
Um það hver eigi fylgiféð
(styrkinn) þarf ekki að fjölyrða
nú. Ól. J. segir að ég segi í öðru
orðinu að býlið eigi það, en í
hinu, að auðvitað sé bóndinn eig-
andinn. Þetta er beinlínis rang-
færsla. Ég hefi sagt og skal endur-
taka það, að styrkurinn er veittur
býlinu og verður fylgifé þess, en
eigandi býlisins á hverjum tíma á
auðvitað einnig allt það, sem býl-
inu fylgir. Þetta er alls engin mót-
\sögn, og ekki sagt sitt í hverju
orðinu, heldur er það í fullu sam-
ræmi hvað við annað. Alveg eins
og ef jörð á t. d. upprekstur á af-
rétt (þess eru mörg dæmi), þá eru
þau réttindi eign eiganda jarðar-
innar á hverjum tíma.
Hr. Ól. J. talar um það, að hægt
ímuni vera að fara í kring um á-
kvæði jarðræktarlaganna við
jarðasölu. Því dettur mér ekki í
hug að neita. Það mun vera hægt
að fara í kring um flest lög og ég
þykist vita, að oft hafi t. d. verið
farið í kringum lögin um for-
kaupsrétt sveitarfélaga, einmitt
með fölsku verði, eins og Ól. J,
talar um. En þó lög séu brotin og
'farið í kringum þau af sumum
'mönnum, þá er það þó aldrei af
öllum og æfinlega er aðhald í
lagaákvæðum. Annars mundi ekki
þýða að hafa nein lög í landinu,
ef ekki mætti hafa önnur en þau,
sem ómögulegt væri að fara í
kringum, því slík lög hygg ég tæp-
lega til.
Vel veit ég það, að margar jarð-
ir seljast nú undir fasteignamats-
verði, en ekki get ég viðurkennt
að það, sem ég hefi sagt um sölu
jarðabótastyrksins sé fimbulfamb
og blekkingar, fyrir því, eins og
Ól. J. segir. Ef jörð selst undir
fasteignamatsverði, afskrifast
styrkurinn sem fylgifé, sem því
nemur. Ekki fæ ég séð að neinum
sé gerður skaði með því. Væri
svo um allar jarðir, hefðu þessi á-
kvæði ekki þurft og þá væri allt
tal um „ríkis-ítök“ því meiri vit-
,leysa. En þrátt fyrir allt hafa
sumar jarðir selst fyrir fasteigna-
matsverð og meira fram til þessa.
Og jarðir geta hækkað í verði aft-
ur. Þá koma þessi ákvæði til
greina, sem miða að því einu, að
láta styrkinn koma jörðinni að
notum til frambúðar.
Dæmi það, er Ól. J. tekur síð-
ast í grein sinni er villandi og á-
lyktanirnar sem hann dregur út
af því þar eftir.
Maður kaupir jörð á 10 þús. kr.,
leggur í umbætur á henni 25 þús.
kr. og fær til þess 5 þús. kr. styrk.
Við næsta fasteignamat er jörðin
metin á 25 þús. kr. Nú lætur Ólaf-
ur alla afskriftina af kostnaðar-
verðinu koma á umbæturnar, sem
er mjöghæpið,og verður afskriftin
10 þús. kr. eða 2/5 af kostn.verði
umbótanna. Þessi afskrift segir
hann að komi öll á það fé, sem
eigandi hefir lagt í umbæturnar
en ekkert á jarðabótastyrkinn, en
það er vitanlega algerlega rangt.
Samkv. 17. gr. jarðræktarlaganna
„skal meta, hvað mikið býli hefir
aukist að verðmæti fyrir styrk
greiddan býlinu.“ Ef jarðabætur,
sem hafa kostað 25 þús. kr. eru
metnar af matsmönnum á 15 þús.
kr., má gera ráð fyrir, að þeir hin-
ir sömu matsmenn meti, að 5 þús.
kr. styrkur hafi aukið verðmæti
býlisins um 3 þús. kr. Afskriftin
kemur því, við jarðamatið, hlut-
fallslega jafnt á báða hlutana.
Þetta hefir ekki mikla raunveru-
lega þýðingu, síst ef bóndinn á
jörðina áfram, en þó rétt að leið-
rétta það sem Ól. J. skýrði rangt
frá.
Hr. Ól. J. segir að ég slái því
föstu, að fasteignamatið sé nor-
malt verð á jörðum og að um sölu
á jarðabótastyrknum sé að ræða,
ef hægt sé að selja jarðirnar á
fasteignamatsverði. Ég veit að
vísu, að fasteignamatið getur ver-
ið hæpið, en það á þó að meta
jarðirnar svo vandlega sem unt er
og annar réttari mælikvarði er
jlæplega til. Hitt, að ég telji um
sölu á styrknum að ræða, ef jörð-
in selst fyrir fasteignamatsverð, er
hin mesta rángfærsla. Það er ekki
fyrr en kaupverðið er komið yfir
fasteignamatsverð, að slíkt kemur
til nokkurra greina samkvæmt
j arðræktarlögunum.
Ólafur endar grein sína með
lítið vinsamlegri kveðju til mín og
talar um skilningsskort á mjög
háu stigi eða vísvitandi blekking-
ar. Ég læt mér þetta í léttu rúmi
liggja. Ég hefi skrifað þessar
greinar málsins vegna og án allr-
ar persónulegrar áreitni og ég
legg það óhræddur í dóm óhlut-
drægra manna, hvor okkar hafi
farið með meiri blekkingar.
Bernh. Stefánsson.
Fundirnir i Eyfafirdi. . . .
(Framh. af 1. síðu).
viðstaddur fundarmaður gat um
það efast, að þetta væri gert að
yfirlögðu ráði, til þess að forðast
að tillögur yrðu samþykktar, sem
stjórnarandstæðingum kæmi illa.
Flóttinn undan slíkum tillögum
var fullkomlega greinilegur og al-
veg unnið fyrir gíg af ísl. að reyna
að dylja flóttann. ísl. reynir að af-
saka ofbeldið með því, að fáeinir
Framsóknarmenn háfi fyrr á
fundinum fengið að taka til máls,
þar sem hverjum voru skammtað-
ar 5 mínútur, og telur blaðið þetta
hafa verið nóg fyrir þá og að eng-
in ástæða hafi verið til að sinna
kröfum þeirra um meira málfrelsi.
Blaðið segir, að fundurinn hafi
verið orðinn nógu langur og að
honum hafi verið slitið af um-
hyggju fyrir kjósendum.
Ekki hefði það nú verið langrar
stundar verk, að taka við tilbún-
um tillögum og bera þær undir at-
kvæði og víst hefði það verið gert,
ef fundarboðandi hefði átt þess
von, að þær yrðu felldar, en hann
sá það 1 hendi sér, að þær yrðu
samþykktar með sterkum meiri-
hluta; þess vegna varð að forða
sér í tíma og leggja á flótta. Og
það var gert.
Flóttinn var rekinn með al-
mennum hlátri fundarmanna.
Eftir áðurnefndar játningar ísl.
tekur blaðið að halda því fram,
að Framsóknarmenn hafi ekki
þorað að koma fram með „traust“
„sökum hræðslu við að verða und-
ir.“ Hafa menn nokkurn tíma
heyrt annað eins mótsagnaþvaður
og þetta? Fyrst segir íhaldsmál-
gagnið, að Pálmi á Núpufelli hafi
óskað eftir að fá að bera fram
traustsyfirlýsingu fyrir hönd
Framsóknarmanna, en í næstu
línu segir þetta vesæla málgagn,
að Framsóknarmenn hafi ekki
þorað að koma fram með slíka til-
lögu!
Hvernig ætlar nú aumingja ísl.
að koma því heim og saman, að
Framsóknarmenn hafi óskað eftir
að fá að bera fram tillögu, sem
þeir „þorðu ekki að koma fram
með?“
Ef nokkur agnarögn af vitglóru
er eftir í hinum brjóstumkennan-
lega ritstjóra ísl., þá hlýtur hann
að sjá, að hann er kominn í þá
sjálfheldu, sem hann losnar aldrei
úr.
Á undan fióttanum.
ísl. rómar mjög frammistöðu