Dagur - 16.07.1936, Blaðsíða 4
124
DAGUR
29. tbl.
Garðars Þorsteinssonar á Saur-
bæjarfundinum, áður en hann
lagði á flótta. Sérstaklega er rit-
stjóri „ísl.“ skotinn í lygasögum,
sem G. Þ. var að segja af ílokks-
fundum Framsóknarflokksins á
síðasta þingi. Honum var þá bent
á það, að hann hefði áður borið
fram sömu lygina á fundi, þar
sem Bernharð Stefánsson var
mættur, og hefði hann rekið lyg-
ina eftirminnilega ofan í Garðar,
og hefði honum þá verið sæmra
að fitja ekki upp á henni í annað
sinn.
Annað dæmi um frækilega
frammistöðu G. Þ. á sama fundi,
áður en hann lagði á flótta, má
nefna þetta:
G. Þ. hélt því fram, að það hefði
ekkert leiðarþing verið haldið í
Saurbæ í vor, og því hefði engin
traustsyfirlýsing getað verið sam-
þykkt á leiðarþingi þar. Þetta
væri bara venjuleg ósannindi úr
ritstjóra Dags. Þetta blygðunar-
leysi G. Þ. gekk svo fram af fund-
armönnum, að þeir höfðu upp fyr-
ir honum fundarboðið, þar sem
boðað var til leiðarþings fyrir
Saurbæjarhrepp. Þegar G. Þ. sá,
að hann var kominn í skömmina,
kvað hann þetta engu máli skipta!
(þ. e. hvort hann segði satt eða ó-
satt). Þá hlógu fundarmenn.
En jafnframt því að ritstjóri ísl.
dáir þessa frammistöðu Garðars,
segir hann lesendum sínum, að
Framsóknarmennirnir frá Akur-
eyri hafi staðið sig skítt á fundin--
um, og til að gefa þeirri frásögn
sterka áherzlu, líkir hann frammi-
stöðu Framsóknarmannanna við
„moðpoka“. Líklega hefir ritstjór-
inn sett þetta orð í ógáti fyrir
„moðhausa“, því eins og kunnugt
er, hefir það nafn fyrir löngu fest
sig við Morgunblaðs-ritstjórana,
sem spýta því í ísl., er þeim sýn-
ist.
ísl. spyr, hvað Ingimar Eydal
hafi fengið fyrir að mæta á Saur-
bæjarfundinum. Því er fljótsvar-
að. Hann fékk þau laun, er honum
voru kærkomnust. Hann fékk þau
laun að sjá í óæðri endann á
Garðari Þorsteinssyni á flótta.
Og svo kvakar nazistaunginn l
„tslendingi“ þakkarorð til Garð-
ars og Sigurðar Kristjánssonar
fyrir komuna!
Th. Stauning,
forsætisráðherra Danmerkur og
Alsing Andersen, landvarnarráð-
herra komu hingað til Akureyrar
í gær.
Erindi forsætisráðherrans hing-
að til lands er aðallega að ræða
við íslenzku stjórnina um ýms
verzlunar- og viðskiptamál milli
Islendinga og Dana.
Síldaraflinn var síðastl. laugardags-
kvöld orðinn 508.580 hl. í bræðslu. Síld-
arútvegsnefnd hefir leyft 300 tunna
söltun á hverja herpinót frá 13. þ. m.,
að þeim degi meðtöldum. Lítil síld hefir
veiðst síðustu daga,
íhaldsróourinn
kveðinn niöur.
Þann 7. þ. m. sendi íslenzka
ríkisstjórnin dönsku ríkisstjórn-
inni eftirfarandi mótmælaskeyti
gegn fréttaburði Ekstrablaðsins:
„Blað hér í bænum sendi út
íregnmiða með símskeyti um
grein í „Ekstrabladet“, sem hefir
inni að halda ummæli um fjárhag
íslands, sem eru full af algerlega
ósönnum staðhæfingum og verða
að teljast illgirnislegar og upp-
lognar.
Þar sem svo fjandsamleg blaða-
skrif geta verið mjög skaðleg fyr-
ir tsland, ef þau ná meiri út-
breiðslu, mælist stjórnin til þess
við utanríkisráðuneytið, að það
skerist í leikinn og hindri slík
blaðaskrif.“
Danska stjórnin brást þegar vel
við þessari málaleitun og hefir nú
kveðið rógburð íhaldsins hér
heima, sem það hefir gert að út-
flutningsvöru, algerlega niður í
Danmörku.
Morgunblaðið hefir ekki gefið
út fregnmiða um þessa síðustu at-
burði.
Mjólkurvinnslustöð
Mjólkursamlags Kjalarnessþings
hefir verið tekin leigunámi sam-
kvæmt bráðabirgðalögum, er kon-
ungur gaf út 8. þ. m.
Astæðan til leigunámsins var
sú, að bændur, sem ekki eru i
Mj ólkursamlagi Kjalarnessþings,
voru gerðir afturreka frá geril-
sneyðingarstöðinni með mjólk
sína, með þeim ummælum, að
henni yrði ekki veítt viðtaka,
nema þeir gengju í samlagið.
Stóð Eyjólfur Jóhannsson, for-
stjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur,
fyrir þessum brottrekstri mjólkur-
innar.
Þessari kúgunartilraun Eyjólfs
var svarað með bráðabirgðalögum
um leigunám mjólkurvinnslu-
stöðvarinnar.
Samkv. ákvæðum 7. gr. mjólk-
urlaganna er löggilding mjólkur-
vinnslustöðvarinnar bundin því
skilyrði, að hún gerilsneyði mjólk
fyrir bændur, sem ekki eru i
Mjólkursamlagi Kjalarnessþings.
Þetta sveik Eyjólfur með fram-
ferði sínu. Vöktu þessar tiltektir
hans mikla gremju í nágrenni
Reykjavíkur.
Dánardægur. Marínó Hafstein fyrrv.
sýslumaður andaðist að Svarfhóli í
Borgarfirði 11. þ. m.
Trúlofun sína hafa birt ungfrú Svafa
Stefánsdóttir kennslukona og Geir Jón-
asson magister.
Möðnivallaklaustur: Sunnudaginn 26.
júlí verður útiguðsþjónusta að Reist-
ará í stað messu að Möðruvöllum og
hefst kl. 2 e, h.
Bændaskólinn á
Hólum í Hjaltadal
starfar í tveimur deildum næsta vetur. Kenndar verða aðalgreinar
búfræðinnar, auk stuðningsgreina. — Einnig smíðar, söngur og
leikfimi. Verkleg kennsla verður vor og haust. Umsóknir um
skólavist sendist undirrituðum fyrir lok ágústmánaðar, sem gefur
allar nánari upplýsingar.
Kristfán Karlsson
skólastjóri,
Hvalrengi
Nýtt hvalrengi verður selt — eftir pöntun (minnst 100
kg.) — hér á staðnum, úr næstu mánaðamótum.
Verð pr. kíló kr. 0.30—0.35 (nánar ákveðið síðar), er
greiðist við mótttöku.
Undirritaður tekur á móti pöntunum, í síma 87.
Sverrir Ragnars.
Hestar.
Danski sendiherrann
í Reykjavík hefir beðið
mig að kaupa nokkra
hesta til Grænlandsleið-
angurs Dr. Lauge Koch.
Hestarnir eiga að vera
á aldrinum frá 8—12
vetra. Aðeins óstyggir,
sterkir og ófælnir hest-
ar verða keyptir. Hest-
arnir afhendist 22. þ. m.
Akureyri 16. júlí 1936
Efloert Stefánsson.
Hertergi á Oddeyri
með húsgögnum óskast nú
þegar fyrir 1 mann. Fæði
getur komið til mála.
Upplýsingar gefur afgreiðslan. —
Allar skóaðgerðir
fljótt og vel af hendi leystar.
Lægsl verð, — í Strandgötu 19.
Brynjólfur Slefdnsson.
Kirkjan. Messað á Akureyri n. k.
sunnudag- kl. 12 á hádegi.
Verzlunarjöfnuðwriyin í lok júnímán-
aðar í ár var 2Vz millj. kr. hagstæðarí
en á sama tíma í fyrra.
Prentvilla var í kvæði Huldu, því er
birtist í 26. tölubl. Dags, 2. línu 2. er-
indis. Hún er þannig prentuð:
Þar aldraðar hetjur ríki vörðu.
En á að vera:
Þar aldoraðir hetjur ríki vörðu.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prcntsmiðja Odds Björnssonar.