Dagur - 23.07.1936, Side 1

Dagur - 23.07.1936, Side 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. •* • * » • •••••••«» ••»»•••■»••• XIX. ár. j -«■ *-tr •*---< Akureyri 23. júlí 1936. Verkleg menning. Verkleg menning birtist fyrst og fremst í kannáttulegri með- ferð og góðri hirðu þeirra hluta — lifandi og dauðra — sem vér höfum undir höndum. Skortur verklegrar menningar hefir löngum verið snöggi blettur- inn á okkur íslendingum. Auðvit- að höfum vér lært margar nýjar vinnuaðferðir, sérstaklega í veið- um og sjómennsku yfirleitt. Og einstöku menn eru fæddir með verklegri menningu í vöggugjöf að erfðum frá verkhyggnum og hirðusömum feðrum sínum og mæðrum. En almennt og yfirleitt blasir við tilfinnanlegur skortur á verklegri menningu — jafnvel þar, sem framfarirnar í fljótu bragði virðast hafa verið einna stórstígastar. Dráttarvélar, bílar, vélbátar, vinnuvélar o. m. fl. eru í sjálfu sér enginn menningarvott- ur, ef eigandi hvorki kann fylli- lega með þær að fara né hirða nauðsynlega. Og þannig er um allt annað. — Verkleg menning birtist fyrst og fremst í kunnáttulegri meðferð og góðri hirðu þeirra hluta — lifandi og dauðra — sem vér höfum undir höndum. Og það elur svo aftur af sér smekkvísi og fegurðarkennd. Lyftir mannsandanum á hærra menningarstig og í æðra jarðneskt veldi. Hér erum vér fslendingar furðulega skammt á veg komnir, þótt mörgu hafi hríðfleygt fram á síðustu áratugum, sérstaklega þó á takmörkuðum sviðum og af knýjandi ástæðum. En þjóðina skortir yfirleitt mjög þessa nauð- synlegu eiginleika og tamningu, til þess að geta talizt fullgild menningarþjóð þrátt fyrir mörg glæsileg tilþrif í bókmenntum, listum og vísindum. Enn þann dag í dag er ógnarlegur frumbýlis- bragur á flestöllum verklegum framkvæmdum vorum — sum verkfræðileg störf undanskilin — svo að hinn margprísaði 32. ættlið- ur vor aftur í forneskju stóð jafn- vel að ýmsu leyti oss nútíma- mönnum feti framar í verklegum framkvæmdum. Á því sviði höf- um vér yfirleitt staðið jarðfastir i þúsund ár með einstaka fjörkipp- um. Ég mun nú smám saman drepa á fjöldamörg dæmi úr daglegu lífi þjóðarinnar máli mínu til sönnun- ar. Eru þau flest smá og sérstak- lega valin sökum takmarkaðs rúms í blaðinu. Öll blasa þau dag- lega við galopnum sjónum vorum, en fæstir virðast sjá þau, sökum þess að þeir eru „litblindir11 fyrir flestu því, sem verklega menningu snertir. En hvert þessara dæma er v„ýkjulaus“ ljósmynd af skorti á verklegri menningu. I. REIÐHESTARNIR. Öðru hvoru í vetur og vor hafa tíðbornir hesthófar sungið um göt- urnar hérna, stæltir og fjaður- magnaðir. Takturinn tölt og skeið og yndisleg ónefnd „hýruspor“ inn á milli. Hefir þetta stundum verið hreinasta músík í eyrum hest- elskra hrossleysingja. Og er út var litið, var margt af þessu glæsilegir hestar og sumir afburða fagrar skepnur. En nær undantekningar- laust illa hirtir og óhirtir! Úfnir í háralagi, óklipptir og ókemdir — og skitnir! — Skitnir og klepróttir í lærum og nárum, stundum öll síðan fram á bóga — alveg eins og óhirt belja úr sóðalegasta bás. — Hreinasta hryggðarmynd. Og mað- ur var í vafa um, hvor væri aumk- unarverðari: Blessuð vanhirta skepnan eða „litblinda sálin“ eig- andans að sjá eigi ósómann og finna til hans. — Víðasthvar erlendis þar sem hestar eru notaðir á vetrum, eru þeir kemdir, stroknir og nuddaðir daglega, unz gljáir á þá, áður en farið er með þá út í vetrarkuld- ann. En hér heima er þeim riðið úfnum og skitnum og sveittum og ekkert hirt um, þótt vetrargjóstur- inn næði alls staðar inn á sveitt- an bjórinn. — Sem betur fer staf- ar þetta eigi af kaldgeðjuðu kær- ingarleysi og illmennsku nema að litlu leyti. En það er gersamlegur skortur á verklegri menningu í því, hvernig hirða eigi og beri „þarfasta þjóninn11 í þúsund ár! II. KERRUHESTAR OG KEYRSLA. Fyrir alllöngu komu ýmsir góð- ir Guðmundar (Hávarðssynir) til landsins með hestkerrur og sýndu landsmönnum hvernig þær væru notaðar. Þetta virðist nú eigi beint vandaverk né vandlært fyrir „hestamannaþjóð", en þrátt fyrir góðar gáfur vorar og ættgöfgi hef- ir það nú samt tekið oss um mannsaldur að læra það ekki! — En þann dag í dag er það afar sjaldgæft að sjá menn kunna að fara með hest og kerru! I 1000 ár höfum vér íslendingar teymt hestana á eftir oss — og það gerum vér enn — með kerruna aftan í. Ég hefi séð gilda bændur teyma taumþunga hesta fyrir kerru og svo að lokum bregða taumunum á öxl sér og strita und- ir drep við að teyma. En sömu hestar gengu liðugt fyrir kerru, ef aktaumum var bgitt, og ökumaður gekk aftanvert við hestinn eða kerruna. — I Reykjavík hefir til þessa verið algengt að sjá karlana ganga á undan „taumlötum bikkj- um“ og slá svo öðru hvoru aftur fyrir sig með svipunni — í sinn eigin rass — til að herða á skepn- unum. Og oft hafa þeir týnt öllu ækinu aftur úr kerrunni án þess að hafa hugmynd um það, þareð forsjóninni hafði ekki hugkvæmst að útbúa þá með augu í hnakkan- um, þótt þess hefði verið full þörf. En án gamans. Það er frámuna- leg heimska, sem auðveldlega verður að illmennsku að teyma hest fyrir þungu æki, og sérstak- lega í bratta. Skepnan getur alls eigi beitt sér né notið krafta sinna til fulls, þegar höfuð hennar og háls er teygt og togað fram á við af fílefldum fávita. Jæja, á 1000 árum erum vér nu ekki komnir lengra en þetta, að vér erum sem skyni skroppnir um einföldustu atriði .verklegrar menningar í meðferð hesta. III. TAMNING DRÁTTAR- HESTA. Henni er víðast hvar ákaflega á- bótavant. Virðist tíðast að dráttar- hestar hafi enga sértamningu fengið nema þá að vera „bandvan- ir“. Er það bæði synd og skömm um svo skynsamar skepnur og námfúsar, sem ísl. hestar eru yfir- leitt. Ég hefi iðulega séð lítt tömd- um — eða a. m. k. ósamtömdum dráttarhestum beitt fyrir plóg og vinnsluherfi á nýbroti. Leikurinn hefir verið þannig háður, að allur drátturinn hefir öðru hvoru mætt á duglegasta hestinum einum, sem stritaði undir drep í einu svita- löðri, meðan hinir tveir hlupu til :með rykkjum og stóðu kyrrir á milli. Þessa tamningarskorts gætir víðast hvar, nema ef til vill hjá | 30. tbl. NÝJABÍÓ Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Óður lífsins. Frarnúrskarandi skemmtileg söngvamynd sungin af glæsi- legasta tenorsöngvara Metropolitanoperunnar Xino Martini. Syngur hlutverk Cavara- dossi í »Tosca« auk fjölda annara. plægingamönnum, sem vinna með sömu hestum ár eftir ár. Annað dæmi þessa tamninga- skorts er það, að mjög fáir íslenzk- ir hestar kunna að ýta æki afturá- bak, og eigi er óalgengt að sjá fíl- eflda ökuþóra taka hestinn grana- taki — eins og mannýgt naut — og pína hann afturábak, eða jafn- vel berja framan í hann. Gefur að skilja, hvernig blessuð skepnan muni njóta sín undir þvílíkum kringumstæðum. Þessi almenni skortur á tamn- ingu lýsir sér ennfremur í því, að vér eigum engin — a. m. k. engin sameiginleg skipunarorð — um hreyfingar hesta: áfram, afturá- bak og statt kyrr. Eru þó hestar vorir með námfúsustu hestum í heimi og myndu fljótt læra að hlýða. (Orðin: Hott, hott! Attrr! Kyrr! myndu einna auðlærðust!) Það er því eigi furða, þótt hest- ar vorir séu taldir ótemjur, er til útlanda kemur, jafnvel þó „vanir séu fyrir kerru“. — Ber hér allt að sama brunni: Skortur á verk- legri menningu og skilningi á réttri meðferð hesta. Meir. Bystander. Measur í Grnndarþingum: Sunnudag- daginn 26. júlí á Möðruvöllum kl. 12 á hádegi. Mislingar eru á nokkrum heimilum hér i nærsveitunum, og- þó þeir leggist' yfirleitt ekki þungt á fólk, valda þeir afar miklum óþægindum nú um há- bj argræðistímann. Bræðslusíld, sem komin var á land um síðustu helgi, var um 600 þús. hl., og er það um 100 þúsund hl. meira en í fyrra. Almenn síldarsöltun byrjaði fyrir viku, en síðan hefir verið tregur afli og veiðitíð ekki hagstæð,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.