Dagur - 06.08.1936, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddag'i fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
XIX. ár.
<Í* -o—-
Akureyri 6. ágúst 1936.
32. tbl.
Ingólfur í Fjósatungu.
Pó forsjá veiti fararheill,
býr feigðin öllum höfðalag,
þeim hljóða manni, ef henni líst,
og hinum, er kveður brag.
Nú feldi hún minn frækna vin
í flýti á bæði hnén
og lagði á hann, læsti fast
með lykli, jarðarmen.
Við sátum fyrrum sama bekk,
er sóttum kenslustund;
á fótum var hann fastari en eg
og frárri á marga lund,
svo fljótur að nema, að frábært var
og fimur í hverjum leik,
og undan þeim, er ofar stóð
að aldri, hvergi veik.
Á Ingólf snemma yrtu spár,
að efni væri manns.
Eg þóttist vera í lofti lár,
er Ieit eg upp til hans.
Eg horfði meir’ en hálfa öld
á höfðinglegan mann.
Af yfirburðum, eigi fám,
eg öfundaði hann.
Af íturvexti og afli fyrst
og athygli, sinnisró,
og þeirri greind, sem þarfleg er
og þreki, ’er að sínu bjó.
Pá batnar sveitabragur að mun,
ef bóndi rúm sitt ver.
Á almannafæri er ávalt þörf
á auga, er mjög vel sér.
Úr böli þjóða bættist vel,
ef beztu manna yfirsýn
í hávegum er höfð, og þá
um híbýli manna skín, —
ef sundurþykkju er sökt á kaf
á sjötíu faðma djúp
en öfugsnúður útlægur ger
á Öræfajökuls núp.
En því er mið’r, að þróun öll
er þúsund ár að vinna bug
á þjóða-löstum, því að hún
er þeygi æfð við flug.
En fyrst er að temja og frama sig,
því fyrirheitna marki að ná;
á hleypidóma hinna svo
skal herja og sigra þá.
Með sínum augum sí og æ
á silfrið lítur hver og einn.
Ef út af því í odda skerst,
er uppi hnefi og steinn.
Við Ingólf, mann sem drýgði dáð,
var dælt að eiga og kljást,
því honum var ekki höndin laus —
í ham þann hvergi brást.
Hann valdi sér ’ína virku þögn
að vinu, í deild og sveit.
Við ættargöfga unnustu þá
hann aldrei trygðum sleit;
um hæfileika hirti neitt
á hólmi, er skjöldinn ber.
En harla fám eg hefi kynst,
sem hjálmur betur fer.
Á Ingólf lagði hamingja hug.
Hve heilladrjúgt að eignast mann,
sem hafði tiginn höfuðburð,
að hagsæld margra vann.
Og vörpulegur að vallarsýn
hann var og líka hugumstór,
í orði og verki æðrulaus —
og yfrum þannig fór.
Að mannvali, sem mo!d hefir gist,
er mikil eftirsjá.
Og vel mun fallinn dáðadreng
úr döggum hreinum þvá
í bjarkaskjóli bjarmanótt,
sem boðleið norður fer.
Með innileik og alúð hún
um Ingólfs minning sér.
Guðmundur Frið/ónsson.
er enn í fullum algleymingi og
sér ekki fyrir enda hennar.
Stjórnin þar tilkynnir við og við,
að hún eigi sigurinn vísan, en
uppreisnarmenn segjast taka höf-
uðborgina eftir nokkra daga og út
í frá er ekki hægt að segja hvort
sannara reynist. Eitt er víst, að
borgarastyrjöldin fer fram með
hinni mestu grimmd á báða bóga.
Fyrir nokkrum dögum stefndu
5 ítalskar flugvélar á leið til ný-
lendu Spánar í Marokkó; tvær
æirra komust alla leið, en þrjár
urðu að nauðlenda í franskri ný-
lendu á norðurströnd Afríku;
fórst ein þeirra með öllu. I ljós
kom við rannsókn að þær höfðu
meðferðis hergögn til spánska
uppreisnarhersins, en hvort í-
talska stjórnin hefir staðið þar á
bak við er enn ekki vitað. Hafa
þó þessir hergagnaflutningar vak-
íð mikla tortryggni í þá átt.
Franska stjórnin mótmælir
hinsvegar eindregið, að hún hafi
veitt stjórninni á Spáni stuðning
með hergagnaflutningi þangað, en
segir hinsvegar, að að því geti
rekið, ef það sannist, að fasista-
ríkin, ítalía og Þýzkaland, fari
svo að ráði sínu gagnvart upp-
reisnarmönnum á Spáni.
Fari svo, er ekki ástæðulaust að
óttast að borgarastyrjöldin á
Spáni geti leitt af sér Evrópustríð.
Kirkjan. Messað á Akureyri n. k.
sunnudag kl. 2 e. h.
NÝJA-BÍÓ
Fimmtudaginn 6. þ. m. kl. 9:
Þegar allir
aðrir sofa.
Aðalhlutverkin leika hinir
frægu leikarar: Ivan Petro-
witch Liane Haid og Georg
Alexander.
Niðursett verð. Sýnd i sfðasta sinn.
Síldarsöltun á miðnætti 3. ágúst var
sem hér segir:
Matéssíld 20.586% tn.
Grófsöltuð venjui. síld 40.742% —
Grófsöltuð stór síld 157 —
Magadregin síld 6.478 —
Hreinsuð síld 271 —
Kryddsíld kverkuð 876 —
Afhausuð kryddsíld 17.129% —
Afhausuð, magadr. síld 8.396 —
Sykursöltuð síld 3.215% —
Flött síld 1.459% —
Alls 99.311 y2 tn.
Síðan hefir allmikið verið saltað og
mun síldarsöltun nú orðin 110 þús.
tunnur að minnsta kosti.
1 bræðslu mun vera komið yfir 800
þús. hl.
H j álpræúisherinn á Akureyri fær
heimsókn dagana 16., 17. og 18. þ. m.
af ofursta R. Kristoffersen, herskóla-
stjóra í Noregi. Hann er mikill ræðu-
maður og afbragðsgóður tenor, sem
sungið hefir t. d. á grammófónplötur
og ennfremur opinberlega við mikla
aðsókn í Oslo. Það er því ómaksins
vert að koma á samkomur lians og
hlýða á hann. Lesið auglýsingarnar í
bænum og verið velkomin á allar sam-
komurnar. Th. Fredriksen kapteinn.
Hjartanlegt þakklæti
til allra þeirra mörgu, sem á svo
margvíslegan hátt hafa auðsýnt
okkur samúð pg hjálp við andlát
Bertu dóttur okkar, og sem heiðr-
uðu útför hennar með nærveru
sinni og blóma- og minningagjöf-
um.
Einnig hjartans þakkir öllum
þeim, sem glöddu hana í hinni
löngu legu, og léttu henni lífs-
byrðina svo lengi sem hægt var.
Jóhanna Ásgeirsdóttir.
Ólafur Árnason.