Dagur - 20.08.1936, Page 2

Dagur - 20.08.1936, Page 2
142 DAGUR 34. tbl. Nokkur orð um jarð- ræktarlögin og Ólaf Jónsson. Hr. Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri, skrifar enn grein um jarðræktarlögin og mig í 32. tölubl. ísl. og byrjar með því, að það sé nú ekki mörgu né miklu að svara í síðustu grein minni, en þó skrifar hann langa grein til að reyna að hnekkja henni, þó svo óhönduglega takist til, að hann glímir þar að töluverðu leyti við sjálfan sig og sínar eigin ímynd- anir, sem ég mun síðar benda á. Hann segir að ég leggi nú orðið aðaláherzluna á það, að telja mönnum trú um, að greinar hans séu skrifaðar í pólitísku áróðurs- skyni og heldur sig enn við það, að ef menn líti svo á, verði minna mark tekið á orðum sínum. Er það, eins og ég hefi áður bent á, að minnsta kosti engin meðmæli með þeim flokki, sem hann fylgir, ef minna mark er tekið á orðum þeirra manna, sem skrifa frá sjón- armiði flokksins og fyrir hann, heldur en ella mundi. Ólafur hóf þessar umræður. Mínar greinar hafa verið svör við greinum hans. Hann hefir því mestu ráðið um það, hvaða atriði við höfum aðallega rætt. í einni af greinum mínum lét ég þess að 7 vísu getið, sem augljóst var, að grein hans næst áður var fyrst og fremst pólitísk árás á Framsókn- arflokiknn. Ólafi verður svo mik- ið um þetta, að næst ver hann miklu rúmi í „íslendingi11 til að bera þessa ,,sakargift“(!!) af sér. Mér þykja afsakanir hans ekki fullnægjandi og tek þenna kafla greinar hans til athugunar og hrek hann, alveg eins og hina aðra kafla greinarinnar. Þetta kallar hann svo, að ég leggi höf- uðáherzluna á það, að hann skrifi í pólitískum tilgangi. Og þessu lík eru önnur „rök“ hans, einkum í hinum síðustu greinum. Ólafur spyr í hvaða ljósi eigi að skoða afstöðu mína til jarðrækt- arlaganna. Ég hygg að hún sé nú orðin sæmilega kunn, bæði af þátttöku minni í setningu þeirra á Alþingi og eins af greinum mín- um í „Degi.“ En líklega á hann við það, í hvaða tilgangi ég hafi skrifað þessar greinar. Ætti það þó ekki að vera honum né öðrum neinn leynda^dómur. Hann hóf í vor svæsna árás á þingmenn Framsóknarflokksins út af jarð- ræktarlögunum. Ég er einn af þeim og ég samþykkti lögin. Greinar mínar hafa því verið svör við beinni árás á mig sjálfan og minn flokk. Þá segir Ólafur að ég haldi því fram, að þingflokkur og land- flokkur sé eitt og hið sama og svo reynir hann með mörgum orðum að hnekkja þeirri skoðun. Ég veit nú ekki til að ég hafi nokkurn- tíma haldið þessu fram, heldur er það aðeins ímyndun Ólafs sjálfs, sem hann þarna er að berjast við. Þetta atriði hefir ekki borið á góma hjá okkur fyrr og ég sé enga ástæðu til að fara að ræða það hér, enda er ég honum sam- mála um sumt, sem hann segir um þetta. En líklega vill Ólafur þó ekki neita því, að þingflokkur sé flokkur. Og þegar deilt er á flokka fyrir gjörðir þeirra á þingi, er auðvitað átt við þingflokkana. Það stendur því jafn fast, sem ég hefi sagt, þrátt fyrir þennan útúrdúr Ólafs, að skrif hans voru pólitísk árás á Framsóknarflokk- inn (auðvitað þingflokkinn). Ann- ars skal ég taka það fram út af þessum hugleiðingum hans, að þingmenn og kjósendur Fram- sóknarflokksins eru vel sammála um jarðræktarlögin. Fyrir því eru margar sannanir komnar fram í vor og sumar. Það er víst tilgangslaust að ræða írekar við hr. Ól. J. um þau ákvæði jarðræktarlaganna, sem snerta skipulag Búnaðarfélags ís- lapds. Hann heldur því stöðugt fram að lögum félagsins hafi ver- ið breytt á síðasta þingi, þó hann hinsvegar játi, að félagið geti hafnað þeim breytingum og þar með, að lögunum hafi ekki verið breytt. Hann blandar þannig stöð- ugt saman lögum félagsins, sem enginn nema félagið sjálft getur breytt, og þeim skilyrðum, sem félaginu eru sett um skipulag sitt, ef það fer með framkvæmd þeirra mála, sem jarðræktarlögin fjalla um. Ég nenni nú ekki að endur- taká það oftar, sem ég hefi sagt um þetta. Læt nægja að vísa til þess. En Ólafur er nú fyrir löngu hættur að tala um það, sem hann hafði þó stór orð um í fyrstu, að þessi skilyrði (sem hann kallar breytingar á lögum félagsins) séu á neinn hátt óheppileg. Þykir mér þetta vel farið og bera vott um, að hann hafi fallizt á rök mín í því efni. Aðalatriði þessara skil- yrða er, eins og kunnugt er það, að bændur fái að hafa beinni á- hrif á störf félagsins, heldur en verið hefir. Skil ég því vel að Ól- afur er hættur að tala um efnis- hlið málsins, en reynir að gera- sem mest úr forminu, þó vörn hans sé þar einnig komin í mola. Ég hefi nú ekki beinlínis haft þau orð, að uppsögn starfsmanna Bf. Isl. sé pólitísk árás á stjórnina og Alþingi, eins og Ól. J. segir, en hitt veit ég, að meirihluti nú- verandi stjórnar Bf. ísl. hefir ekki neitt á móti því að bregða fæti fyrir landsstjórnina, ef þess gæf- ist kostur. Ég þarf og enga til- sögn frá Ólafi um það, að til eru fjárlög í'yrir árið 1937, þar> sem Bf. er veittur 180 þús. kr. styrk- ur. Efast ég ekki úm að félagið fær þann styrk, ef, stjórn þess kemur ekki viljandi í veg fyrir það. En orð mín um að fjárveit- ingavaldið væri hjá Alþingi en ekki hjá ráðherra lutu að því, að helzt var að skilja á Ólafi, að fé- lagið mundi verða svipt styrk í framtíðinni, ef það hafnaði skil- yrðum jarðræktarlaganna. Hvað snertir val Steingríms Steinþórssonar í búnaðarmála- stjórastöðuna, þá er það að segja, að mér er vel kunnugt um það, að fyrri hluta árs 1935 komst á jullt samkomulag um það milli landbúnaðarráðherra annarsvegar og meirihluta stjórnar Bj. ísl. hinsvegar, að Steingrímur -jengi stöðuna. Með bréfkafla þeim, er Ólafur tilfærir, gerir landbúnaðar- ráðherra því ekki annað en það, að ganga eftir að gjörður samn- ingur sé haldinn. Hann nefnir Steingrím í bréfinu af þeirri ein- földu ástæðu að það var aftalað áður, þó um tíma hefði komið nokkurt babb í bátinn fyrir utan- aðkomandi áhrif. Um fylgifjárákvæðið þarf ég ekki að fjölyrða nú. Ólafur er nú bættur öllum fyrri fullyrðingum 1 þvl efni og vill fá hæstaréttar- dóm. Er þetta vel farið. En hann reynir líka að bera á móti því, að hann hafi nokkurntíma fullyrt neitt um þetta. Það ætti hann ekki að gera, heldur bara játa yf- irsjón sína, því íslendingsblöðin, sem greinar hans eru í, eru enn- þá til og þar geta menn sjálfir séð það svart á hvítu eins og t. d.: „Þingmenn Framsóknar hjálpa sósíalistum til að koma ríkis-ítök- um á jarðeignir bænda.“ Það er svo sem ekki verið að tala um það hér, að þetta sé vafasamt og þurfi hæstaréttardóm. Heldur er þessi sleggjudómur kveðinn upp, þegar í upphafi einnar greinar hans. En sleppum því nú, úr því hann hefir tekið umbótum í þessu efni. Ég bað Ólaf síðast að ráða fyrir mig ofurlitla gátu viðvíkjandi að- stöðu Sjálfstæðismanna til fylgi- fjárákvæðis nýbýlalaganna. Hann hefir ekki orðið við bón minni, heldur svarað út í hött. Hann seg- ir að mönnum sé það í sjálfsvald sett hvort þeir vilja stofna nýbýli eða ekki. Það er að nokkru leyti rétt, þó menn geti nú reyndar verið neyddir til þess, ef ekki er um atvinnu eða aðra bjargræðis- vegi að ræða. En á sama hátt er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir vinna jarðabætur eða ekki, eða hvort þeir þiggja jarðræktar- styrkinn, og ekki verka jarðrækt- arlögin aftur fyrir sig í þessu efni. Hann segir að bændur geti ekki án styrksins verið. Það má segja það, en mundu frumbýlingar á nýbýli frekar komast af án styrks? Ég held ekki. En hvað sem um þetta er, þá er þetta eng- in ráðning á gátunni. Fylgifjár- ákvæðin eru að þessu sinni þau sömu í nýbýlalögunum eins og í jarðræktarlögunum. Annaðhvort er því um „ríkis-ítök“ að ræða í báðum tilfellunum eða hvorugu. Nú SAMÞYKKTU margir þing- menn Sjáljstœðisflokksins og Bœndaflokksins jylgijjárákvæði nýbýlalaganna. Voru þeir að sam- þykkja „ríkis-ítök“? Nú getur ný- býli orðið til á þann hátt, að t. d. bræður skipti jörð sinni í 2 alveg jafnstóra parta; önnur jörðin verður þá nýbýli. , Var það þá meining Sjáljstæðismanna, að annar bróðirinn yrði jrjáls og ó- háður óðalsbóndi, en hinn „ójrjáls ríkisþrœll, ejtir rússneskri jyrir- mynd?“ Maður skyldi næstum halda það, eftir gjörðum þeirra i nýbýlamálinu og orðum þeirra um jarðræktarlögin. En þó ég sé andstæðingur Sjálfstæðisflokksins, dettur mér ekki í hug að halda, að þingmenn hans hafi hugsað á þessa leið. Þeir taka þá heilbrigðu afstöðu að samþykkja fylgifjár- ákvæði nýbýlalaganna með okk- ur, til þess að reyna að koma í veg fyrir, að stuðningur ríkisins verði til að hækka býlin óeðlilega í verði síðar meir. Svo þegar þessi sama ráðstöfun er gerð í jarð- ræktarlögunum, þá, — þá fyrst er þessi grýla um „ríkis-ítökin“ fandin upp. Ekki af því að stjórn- arandstœðingar óttist hana eða trúi á tilveru hennar, heldur til að gera lögin tortryggileg í augum bænda á kostnað Framsóknar- flokksins, sem beittist fyrir þeim. Hitt er svo annað mál, að þetta herbragð heppnast ekki. Bændur sjá vel í gegnum þetta. Þetta er nú sannleikurinn í þessu efni. Ég ■HWfWWWIHHHIHHBI NÝTT! NÝTT! Þvottaduftið m ættu allir að nota. Pakkinn aðeins 55 aura. Fæst í Kaupfélagi Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. ftMUMftMlftftftftftftftftftftftÍW

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.