Dagur


Dagur - 20.08.1936, Qupperneq 4

Dagur - 20.08.1936, Qupperneq 4
144 DAGUR 34. tbl. Perla er koinin á markaðinn. Meðan á verkfallinu stóð, reyndi Sigfús að fara að vinna á þeim hluta veganna, sem hann var sett- ur yfir. Hindruðu verkfallsmenn, með aðstoð verkamanna frá Húsa- vík, hann í því að geta fram- kvæmt það. Fór sú stöðvun frið- samlega fram, en með fullri al- vöru. Reyndi vegamálastjóri að semja við stjórn „félags bænda og verka- manna“, um lausn vinnudeilunnar, og leiddi það til þess, að laust fyr- ir hádegi þann 23. júní tókust samningar milli hans og félags- stjórnarinnar. Fengu verkamenn kröfum sínum framgengt, og var vinna' þá þegar tekin upp aftur, — en verkfallið hófst um hádegi 18. s. m. Má því segja að verkfallið hefði fljót og tilætluð áhrif, þar sem Sigfús var aftur settur frá verkstjórninni, en Hjálmari falið aftur allt það, er af honum var tekið. Astæður fyrir því, að amast hef- ir verið víð afskiptum Einarsstaða- feðga, af vegamálum 1 sveitinni, eru eingöngu þær, að þeir hafa ekki það traust almennings, sem til þess þarf að standa fyrir svo ábyrgðarmiklu starfi, — en alls ekki af pólitískum ástæðum. Af framanrituðu er ljóst, að hér er ekki „hópur verkamanna á mjög háu kaupi“, að blanda „sér í mál annara vinnuflokka“, eða segja „hvaða mönnum þeir leyfi að vinna og hverjum ekki“. Hér hefir engum verið meinuð vinna, enda af verkstjóranum reynt að skifta vinnunni sem jafnast milli manna. En um það var barizt, og verður barizt framvegis, að þeim einum verði falin umsjón opinberrar vinnu í sveitinni, sem njóta til þess fulls trausts sveitarmanna, og móti því, að þeir menn fái um- sjónina í sínar hendur með per- sónulegu „baktjaldamakki“, sem ekki hafa til þess traust almenn- ings, hvað sem líður pólitískum lit. Það sem sveitarmenn hafa gert í þessu vegamáli, er því eingöngu það, að standa á móti því, sem þeir hafa álitið misráðið, en með samtökum sínum haft það fram, sem þeir álltu betur ráðið, þess vegna mun þeim í léttu rúmi liggja þó þetta sé kallað kommún- istiskt brölt, — það vopnið bítur ekki —. Og hefði verið æskilegt að höf- undur greinarinnar — fyrst hann fann ástæðu til að rita um þessa vinnudeilu — hefði byggt á betri heimildum, en hann virðist gera, og ritað af meiri sanngirni. G. H. ATHUGASEMD. í greininni „Tvær ólíkar starfs- aðferðir“ var vikið lítið eitt að vegavinnudeilunni í Reykjadal í vor. Það verður ekki séð, að fram- anrituð grein haggi nokkru því, er 'máli skiptir, sem þar var fram tekið. Þessi innanhéraðstogstreita um verkstjórn við vegavinnuna getur og naumast talizt það stór- mál að því hæfi löng blaðaskrif. Þrátt fyrir þetta hefir Dagur ekki viljað synja grein þessari um rúm, þar sem kunnugur maður er til frásagna um vinnudeiluna. Ritstjórinn. Verkleg menning. (Framhald af 1. síðu). Rað var 1930. Einn af bilstjór- um höfnðstaðarins var að »venda« í Tryggvagötu á all rúmgóðu svæði, en varð þó að »bakka«. Við ofanverða götuna var allstór trjáviðarköstur með aíliðandi halla íram að götunni. Bilstjórinn lét »gamminn geysat aftur á bak og áfram og »bakkaði« þrívegis langt upp í trjáviðarköstinn, svo að »buldi við brestur* og borð- um og plönkum rigndi niður yfir bílinn aftanverðan. En bölvaður skrjóðurinn var ekkert of góður til að þola þetta, enda tók hann því öllu með dæmalausu jafnað- argeði og virtist enda mörgu mis- jöfnu vanur eftir útlitinu að dæma. — Heill hópur útlendinga stóð og horfði á aðfarir þessar og undraðist stórlega — þótt þeir á hinn bóginn viðurkenni og hafi orð á, að hér á landi séu margir ágætir bílstjórar, sérstaklega á áætlunarbílum stóru bílstöðvanna. Það er þessi ofangreinda tegund bíla og bílstjóra, sem ekur yfir fólk og fé á »fullu blússi«, brýtur símastaura og veltir grjótgörðum og ekur á einu hjóli og tveimur langar leiðir, unz þeir koma niður á einhvern eudann af tilviljun. Allt þetta er villimennska menn- ingarleysisins eða hálfmenningar- innar, sem enn er svo rík í oss íslendingum, að eigi er að furða þótt útlendingar taki til þess og verði tíðrætt um. — Hinar góðu, glæsilegu og afar gleðilegu untian- tekningar í þessum efnum og öðru fleiru sýna greinilega, hve langt vér gætum náð í heild, ef þroski og skilningur væri nægilegur og almennur. Að því marki verður að stefna með opnum augum, og er hér þakklátt verkefni fyrir löggjafa vora. Það væri annars fróðleg skýrsla — en eigi að sama skapi gleði- leg — að sjá, hve margar mil- jónir króna »Járnöld hin nýja« hefir kostað íslendinga i vanhirðu á bátavélum og bilum, er »gengið hafa sér til húðar« á ótrúlega Perla er koniin á markaðinn. 2 stofur 09 eldfiús óskast til leigu frá 1. október næstkomandi. Upplýsingar hjá flrna Jóhannss. Kea. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Alullartuskur, hreínar, þurrar,, ófúnar, kaupum vér allan þennan mánuð. — Prjónaðar og ofnar aðgreinist. Veitt móttaka í kornvöruhúsinu. Perla er komin á markaðinn. Kaupfélag Eyfirðinga. skömmum tíma sökum vankunn áltu og hirðuleysis þeirra, er með þær áttu að fara! (Meira). Bystantíer. Engilbei-! Guðmundsson tann- læknir er kominn heim úr sumarfríi. KIRKJAN: Messað á sunnudaginn í I ögmannshlíð kl. 12 í hádegi og' á Ak- ureyri sama dag kl. 5 e. h. Kvenfélagið »Iðunn« í Hrafnagils- hreppi heldur danss-amkomu að Hrafna- gili, laugardaginn 29. ágúst n. k. kl. 9 eftir hádegi. Allur ágóði af samkom- unni rennur í sjúkrasjóð félagsins. Jörðiri Látur við Eyjafjörð fæst til kaups og ábúðar í næstu far- dögum. — Góð hús bæði raf- Iýst og rafhituð. Upplýsingar gefur Jngimund- ur Árnason Akureyri og eig- andinn Dánarfregn. Jón Guömundsson gest- gjafi á Hótel Akureyri hér í bæ and- aðist 13. þ. m. að heimili sínu, eftir langá legu. 150 ára afmæli átti Reykjavíkurbær 18. þ. m. Var þess minnzt á ýmsan hátt í höfuðstaðnum. Ráðunaut sinn í flugmálum hefir ríkisstjórnin ráðið Agnar Kofoed-Han- sen flugmann. Fyrst í stað vinnur hann að því að athuga lendingarstaði hér- Iendis og rannsaka önnur skilyrði fyr- ir föstum flugsamgöijgum innanlands. Prestsvígslur fengu þessir guðfræð- ingar í dómkirkjunni sl. sunnudag: Helgi Sveinsson að Hálsi í Fnjóskadal, Hólmgrímur Jósefsson til Skeggjastaða, Marinó Kristinsson til Vallaness og Þorsteinn Björnsson, sem verður að- stoðarprestur í Árnesi. Katfste kýr til si. Leifur Kristjánsson. Sjómenn óttast, að síldin sé á förum. Hefir allur flotinn leitað frá Langanesi til Siglufjarðar, en litla sem enga síld séð. Er því búist við að herpinótaveiði sé um garð gengin, en reknetaveiði er þó^nokkur á Siglufirði og við Eyjafjörð. Einnig er farið að veiða síld í reknet á Faxaflóa, og er meiri hluti hennar söltunarhæfur. Bræðslusíldaraflinn er nú orðinn nokkuð y fir i milj. hl. Síldarsöltun á miðnætti milli 17. og 18. þ. m. var sem hér greinir: Matéssíld 40040% tn. Grófsöltuð venjul. 59002% — Grófsöltuð stór 677% — Magadreg'in 7611 — Hreinsuð 423 — Kryddsíld kvérkuð 1511% — Kryddsíld afhausuð 25998 —, Saltsíld afh. og magadr. 12491% — Sykursöltuð 6753 — Flött 1459% — Alls 15S968 tn. Perla er komiii á mackaðinn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.