Dagur - 03.09.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 03.09.1936, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. -♦ H XIX. ár. i Akureyri 3. september 1936. Hernaðarbrjálæðið. Síðan heimsstyrjöldinni frá 1914 til 1918 lauk, eru nú liðin 18 ár. Um þá atburði hefir verið ritað og rætt feiknin öll, og allar þær. hörmungar, er þetta ógurlega blóðbað hafði í för með sér, dregnar fram í dagsljósið. Talið er að 13 miljónir manna hafi fallið í því stríði, en 28 milj- ónir dáið af völdum hungurs og sjúkdóma, sem af ófriðnum leiddu. Tvö þúsund milljarða króna er talið að ófriðurinn hafi kostað. Það er svo há tala, að flest okk- ar geta litla grein gert sér fyrir henni. Reiknað hefir verið út, að ef menn hugsuðu sér að þessari upphæð væri breytt í gullelfi, þar sem 22 kr. verðmæti rynni fram á hverri einustu sekúndu, og að þessi gullelfur hefði byrjað að streyma fram á dögum Krists og haldið stanzlaust áfram fram á vora daga, þá samsvaraði það því verðmæti, er til þess fór að þjá allt mannkynið í fjögur ár. Hugsum okkur að þessu feikna verðmæti hefði verið varið til þess að bæta mennina og draga úr böli þeirra í stað þess að beita því til milljónadráps og aukinna þjáninga manna, sem ógerningur er að meta til verðs. Það kostaði 120 þúsund franka að drepa hvern hermann í heims- styrjöldinni. Hvílík sláturlaun! Hergagnaframleiðendur fengu helminginn af þessum launum. Það eru þeir einir, sem græða peninga á styrjaldartímum — blóðpeninga. Heilbrigð skynsemi heldur því hiklaust fram, að menn hafi hlot- ið að læra að varast vítin af heimsstyrjöldinni. En það lítur út fyrir að menn hafi ekkert lært. Hernaðarbrjálæðið heldur áfram, eins og ekkert hafi í skorizt, og nýr heimsófriður er talinn yfir- vofandi. Tvö stærstu stórveldi álf- unnar, ríki kommúnismans og ríki nazista, Rússland og Þýzkaland, hafa fyrir fáum dögum gert ráð- stafanir til að auka her sinn um helming. Og fasistar á Spáni gera blóðuga uppreisn gegn löglegri stjórn og eru á góðum vegi með að leggja land sitt og þjóð í rústir. KIRKJAN: Messað á Akureyri n. k. sunnudag kl. 11 f. h. Síra Helgi Kon- ráðsson messar (kirkjufundarsetning). Heidarsöltun síldctr var til 1. sept. sem hér segir: Eyjafjörður 33.879% tn. Hólmavík 7.477 — Húsavík 3.536 — Ingólfsfjörður 13.625 — Reykjarfjörður 11.286 — Sauðárkrókur 1.295 — Siglufjörður 115.023% — Skagaströnd 8.197 — Vestfirðir 670 — Raufarhöfn 1.184 — Suðurland 3.993 « —■ Alls 200.166 tn. U msóknarfrestur um dósentsembætti við guðfræðideild Háskóla íslands er útrunninn. Þessir hafa sótt um stöð- una: Sr. Benjamín Kristjánsson, sr. Björn Magnússon, sr. Garðar Svafars- son og sr. Sigurður Einarsson. Frá Grxnmetisverzlun rílásins. Að gefnu tilefni er mönnum bent á, að samkvæmt lögum um verzlun með kart- öflur og aðra garðávexti o. fl., er fram- leiðendum heimilt að selja framleiðslu sína, af garðávöxtum, hverjum sem Morgunn, jan.—júní 1936, er kominn út. Efni ritsins er á þessa leið: Trú og spiritismi, eftir Einar H. Kvaran. — Hjálpin frá æðra heimi, eftir sr. Björn Magnússon. — Sigurður II. Kvaran, minningarorð eftir sr. Kristinn Daníelsson. — Dularfullur at- burður á heimili mínu, eftir sr. Jakob Jónsson. — Nútímakraftaverk, eftir sr. Kristinn Daníelsson. — Rökræður um spíritismann, Jakob Jóh. Smári íslenzk- aði. — Þjónusta englanna. — Gestur- inn, sem sagði sögu sína, eftir Einar Loftsson. — Ýmiskonar dulræn reynsla, eftir Sighvat Brynjólfsson. — Undra- lækningar, eftir Snæbjörn Jónsson. — Að síðustu er ritstjórarabb Morguns um hitt og þetta. x NÝJA-BÍÓ 36. tbl. ZKUm SKII Fimmtudagskvöld kl. 9. Ást og anÉsfepn. Ákafiega fjörug og fyndin gamanmynd sem tekur til meðferðar fegurðarþrá kven- fólksins. Aðalhlutverkið Ieikur Cary Grant ásamt fjölda ungra fagurra stúlkna. Myndin er mjög lærdómsrík og ættu sem flestar ungar stúlkur og giftar konur að sjá hana. Aukamyndir: 11. Stan^arveiði í sjó 2. Lif andi fréttablað I 3. Betty Boorn teiknimynd Eiðibýli. vera skal. Þess er því vænzt, að allar verzlanir, sem verzla með garðávexti, afli sér nægilegra sambanda innan- lands, og kaupi sem mest af garðávöxt- um, nú í haust, beint frá framleiðend- um. Á sama hátt er því beint til neyt- enda, að kaupa sem mest af kartöflum. Loks eru framleiðendur áminntir um, að afla sér sölusambanda eftir því sem þeir bezt geta, og selja sem mest til verzlana og beint til neytenda, en treysta ekki eingöngu á að Grænmetis- verzlunin kaupi framleiðslu þeirra. Innkaup hennar ættu ekki að verða, og' geta ekki orðið, nema lítill hluti af því, sem selja þarf. Vinnumiðlunarskrifstofan hér í bæn- um er tekin til starfa og' er opin á sama tíma og áður. Norðaustanslagveður og Jculdi hefir verið undanfarna daga og snjóað í fjöll hér um slóðir. Rússar kaupa Faxaflóasíld. Samn- ingar hafa náðst um sölu á 19 þús. tunnum af grófsaltaðri Faxaflóasíld til Rússlands. Kaupa Rússar síldina á 22 kr. hverja tunnu komna um borð. Morgunblaðið bölsótast út af þessu og heimtar, að síldin fari í Nazista á Þýzkalandi. í afdalnum liggja eyðiból, ilmgresið breiðist um laut og hól, berin þroskast við blikandi sól, bæjarústirnar þegja, en hafa þó sögu að segja. Þar grænka túnin hvert gróandi vor, og grasið vex yfir kynslóða spor, sem áttu frumbýlings þroskandi þor og þorðu við skortinn að glíma á harðasta hallæris tíma. Þar lögðu bændur um gerði garð, en gleymskan þeirra hlutskipti varð; af lífsstarfi hlutu þeir lítinn arð, en ljósgræna kotrústin stendur og vitnar um hug þeirra og hendur. Hún hrópar ennþá um djarfhug og dáð og dugnað, sem kunni við flestu ráð. — Við myrkur og kulda hörð var háð á hjarninu úrslitasenna; — í sporin er farið að fenna. Með forsjálni konurnar fæddu sín hjú og fóstruðu börn sín í kristinni trú. Þær lögðu alúð við lítil bú, þó löng væri skammdegis raunin, þær spunnu og spurðu’ ekki’ um launin. Þar léku sér börn á liðinni öld á. lækjarbakka um sumarkvöld, á meðan gullkögruð geislatjöld um græna kjarrhlíð sig breiddu, og hugann að himninum leiddu. Byggðin er eydd, og börnin öll, sem berin tíndu og léku um völl, og hófu sín augu mót himni og mjöll, þau hlæja þar ekki lengur. Af hörpunni hrokkinn er strengur. En lækur, sem rennur úr laufgrænni hlíð, kann ljóð þeirra og sögur frá elztu tíð, og annál um landnema æfi og stríð má enn lesa á vallgrónum rústum, á sígrænum sólnæmum þústum. F. H. Berg. Síðasta fring stóð yfir 85 daga og er það 15 döguni neðan við meðallag síð- ustu 12 ára þingsetu. Hin nýju þing- sköp eru talin að hafa átt góðan þátt í styttingu þingtímans, og voru þau þó aðeihs í gildi síðustu vikurnar og á- kvæðum þeirra lítið beitt. Samt höfðu þau áhrif á andstæðinga stjórnarflokk- anna í þá átt að koma í veg fyrir mál- tafir þeirra, sem þeir höfðu mjög tamið sér áður. Nýjustu fregnir af síldarsöltuninni herma að búið hafi verið að salta alls í landinu í gærkvöldi 206.188 tunnur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.