Dagur - 17.09.1936, Qupperneq 2
158
DAGUR
38. tbl.
og stjórn búnaðarfélagsins grein-
ir á um eitthvert það atriði, sem
framkvæmt er í umboði ríkis-
stjórnarinnar, þá, og þá aðeins,
megi leggja slíkt mál undir úr-
skurð ráðherra. Og verð ég að
segja, að það virðist ekki vera ó-
sanngjarnt, þar sem ríkisstjórnin
er í þessu tilfelli umboðsgjafinn.
Það er sjaldgæft að gefin séu um-
boð með öðrum hætti. Undir á-
kvæðin um val búnaðarmálastjóra
renna sömu rök. Á þessum ákvæð-
um og ákvæðum hinna gömlu
laga er því mikill munur, því að
eftir þeim lögum var svo að segja
allt vald tekið af Búnaðarfélaginu
með því að fá ráðherra vald til að
skipa meirahluta í stjórn félags-
ins, ekki aðeins um þau mál, sem
farið var með í umboði ríkis-
stjórnarinnar, heldur 'og þau mál,
sem voru hrein sérmál félagsins.
Nú fer aftur á móti, gagnstætt því
sem áður var, búnaðarþingið og
félagsstjórnin, íhlutunarlaust með
sín einkamál, og jafnframt íhlut-
unarlaust með þau mál, sem ekki
rís um ágreiningur milli búnaðar-
málastjóra og félagsstjórnarinnar,
þótt framkvæmd séu í umboði
ríkisstjórnarinnar. Það verður því
ekki um það deilt með neinum
skynsamlegum rökum, að þessi
breyting á lögunum er stórfelld
rét.tarbót fyrir Búnaðarfélag ís-
lands og frelsi þess frá því, sem
var samkvæmt gömlu jarðræktar-
lögunum.
JARÐRÆKTARSTYRKURINN
Hœkkanir og lœkkanir
Ég sé ekki ástæðu til þess að
fara mörgum orðum um þær
breytingar, sém gerðar hafa verið
á heildarupphæð jarðræktar-
styrksins. Styrkurinn hefir verið
láekkaður í 6 tilfellum, en hækk-
aður í 13, og í jafnmörgum tilfell-
um stendur hann í stað. Þessi á-
kvæði hafið þið fyrir framan ykk-
ur í hinum nýju lögum og getið
borið saman við hin eldri. Aðalat-
riðið í þessum breytingum er aðal-
lega það, að reynt er að tryggja
sem allra bezt þær framkvæmdir,
sem tryggja árangur umbótanna,
og má þar sérstaklega nefna þurr-
heyshlöður, votheyshlöður, þvag-
gryfjur, áburðarhús og framræzlu.
Samkvæmt hinum nýju reglum
mun styrkurinn hækka nokkuð
eftir því sem næst varð komizt og
samkvæmt þeim skýrslum, sem
aflað var áður en málið var af-
greitt, og einkum með tilliti til
þess, að styrkurinn mun að sjálf-
sögðu auka þær framkvæmdir,
sem styrkur hefir verið hækkaður
til og þó alveg sérstaklega þær,
sem enginn styrkur hefir verið
greiddur fyrir hingað til, en nú
verður greiddur styrkur til.
Eitt af þeim nýmælum í hinum
nýju lögum, sem talsvert hefir
verið um deilt, er, að nú skuli
greidd 20% uppbót á styrk býla
þeirra, er hafa fengið neðan við
1000 kr. styrk, en styrkurinn á
hinsvegar að lækka um 20% til
þeirra býla, sem samanlagt hafa
fengið kr. 4000.00 í styrk eða
meira. Þessi ákvæði eru sett til
þess að létta undir með þeim
mönnum, sem eru byrjendur í
jarðræktinni, og sem vegna fá-
tæktar, slæmra leiguskilmála eða
annarra slíkra ástæðna hafa ekki
hafizt handa hingað til. Aðstaða
þessara manna ýmsra hefir nú
verið að breytast vegna ábúðar-
laganna og laganna um erfðaábúð
og óðalsrétt. Ég álít að þetta á-
kvæði sé til mikilla bóta, því að
byrjunin í ræktun er oftast erfið-
asti hjallinn, en þegar byrjað er,
létta þær umbætur, er vel og skyn
samlega eru gerðar, undir með
framhaldinu, samkvæmt máltæk-
inu „hálfnað er verk þá hafið er“.
Og það er sannarlega mikils virði,
að mínu áliti, ef menn geta kom-
izt af stað, ef svo mætti orða það.
> Þrátt fyrir þessa breytingu, mega
menn ekki líta svo á, að býlin eigi
ekki rétt til sama heildarstyrks,
en þess hefir nokkuð gætt manna
á milli. í þessu sambandi þykir
mér rétt að benda á það, að meðal
styrkur á hvert býli er kr. 669.00
og 493 jarðir hafa ennþá ekki
fengið neinn styrk. Af þessum á-
stæðum má gera ráð fyrir því, að
heildarstyrkurinn hækki nokkuð,
sumpart vegna þeirrar örfunar,
sem þetta veldur hjá byrjendum,
og einnig vegna þess, að þeir sem
eru ennþá fyrir neðan 1000 kr. og
fá 20% styrkhækkun eru miklu
fieiri en hinir, sem eru komnir
upp fyrir 4000 kr. og fá 20% styrk-
lækkun.
5000 KR. HÁMARKIÐ.
í þessu sambandi þykir mér
einnig rétt að minnast á það, að í
nýju lögunum eru ákvæði um það,
að hámarksstyrkur til hvers býlis
skuli vera 5000 kr. Þetta ákvæði
í lögunum er byggt á þeirri skoð-
un, að það sé eðlilegt, að ríkið
styrki hvert býli þannig, að það
geti gefið viðunandi afkomumögu-
leika fyrir hverja meðalfjölskyldu,
en ríkið sér hinsvegar ekki ástæðu
til þess að svo stöddu, að styrkja
menn um tugi þúsunda til stór-
rekstrar í búskap. Rétt er og að
benda á það hér, að þessi styrkur
er miðaður við býli, en ekki jörð,
og getur því hver sá, sem gert
hefir jörð sinni til góða, þannig
að hann hafi fengið 5000 kr. sam-
anlagt í jarðabótastyrk, skipt jörð-
inni í fleiri býli t. d. til barna
sinna eða annarra skyldmenna,
eins og margir kjósa að gera, og
fengið þá styrk út á hið nýja býli,
er myndast þegar jörðínni er
skipí.
STYRKINN MÁ EKKI SELJA.
Það nýmæli er og í 17. gr. lag-
anna, að styrkurinn er veittur til
býlanna, en ekki til mannanna,
sem á þeim búa. Um þetta ákvæði
hefir gætt meira misskilnings en
um flest ákvæði laganna. Það var
fyrirsjáanlegt, að með ákvæðum
gömlu jarðræktarlaganna, þar sem
þeim, er styrksins nutu, var heim-
ilt að selja hann, hefði svo farið,
er eigendaskipti hefðu orðið á
jörðunum og næsta kynslóð tók
við, að þeir, sem við tóku hefðu
verið jafn settir og þeir, sem aldr-
ei nutu neins styrks til jarðabóta,
því að það þarf ekki að gera ráð
fyrir því, ef styrkurinn hefði ver-
ið seldur, að hann geri meira en
að svara- vöxtunum af þeirri upp-
hæð, sem hann var seldur fyrir.
Á það ber og að líta, að ef styrk-
urinn hefði framvegis, eins og
hingað til verið veittur einstökum
mönnum, sem síðan seldu nýju
kynslóðinni framlagið, þá hefði
vel getað svo farið, að mikið af
styrknum, sem veittur var til
jarðabóta, flyttist úr sveitunum til
kaupstaðanna með þeim, sem
seldu styrkinn, en bændurnir sætu
eftir með vaxtabyrðina af fram-
lagi ríkissjóðs. Þetta ákvæði nýju
jarðræktarlaganna miðar að því,
að þeir, sem framvegis stunda bú-
skap, geti notið framlags ríkisins
eins og þeir, sem veittu styrknum
móttöku, vaxta og afborganalaust.
Þetta mun verka þannig, að jarð-
irnar hækka síður í verði. Jafn-
hliða er það ákvæði í þessari gr.
laganna, að ef framlagið er selt,
rennur andvirðið í sveitarsjóð
hlutaðeigandi sveitarfélags. Það er
því engum efa bundið, að þetta
ákvæði verður til þess að létta
undir með sveitarfélögunum til
þess að kaupa þær jarðir, sem þau
vilja nota forkaupsrétt sinn að.
Því að ef jörð eða býli hefir notið
styrks, hefir sveitarsjóður þeim
mun betri aðstöðu en aðrir til að
kaupa er nemur því framlagi rík-
íssjóðs, er sveitasjóðnum ber.
Þetta getur hver og einn skýrt
fyrír sjálfum sér með því að taka
nokkur töludæmí. Þetta er áreið-
anlega mikið hagræði nú þegar
sveitasjóðirnir verða að vera á
verði í þessum efnum, einmitt,
vegna hinna nýju framfærslulaga.
Eg sé ekki ástæðu til að skýra
þetta ákvæði nánar, en ég vil þó
aðeins benda mönnum á, að lesa
með athygli ákvæðin í 17, gr. lag-
anna og munu menn þá sjá að þar
er reynt að gæta hinnar ýtrpstu
sanngírni, því að ef jörðin lækkar
í verðí, er framlag ríkissjóðs látið
lækka hlutfallslega að sama skapi,
og ef hún hækkar í verði af eín-
hverjum öðrum ástgeðum en þeim,
er stafa frá ríkisframlaginu, þá
kemur sá hagnaður að öllu leyti
jarðareiganda til góða. Og ég er
ekki í neinum vafa urn það, að
þessi ákvæði, eins og ég hefi leit-
azt við að skýra þau, og eins og
þau eru rétt skilin, eru nauðsyn-
leg réttarbót. Að sjálfsögðu geta
menn selt allt það framlag til eft-
irkomendanna, sem þeir hafa
fengið hingað til, því að lögin
taka ekki aftur fyrir sig, þótt
sumir hafi haldið það.
ÁHRIFAVALD BÆNDANNA
AUKIÐ.
Þá kem ég enn að atriði í þess-
um nýju lögum, sem virðist hafa
valdið nokkuð miklum ágreiningi,
og sem þó aðallega stafar af mis-
skilningi, en það er ákvæðið um
kosningu til Búnaðarþingsins.
Búnaðarfélag íslands hefir um
langt skeið verið sá félagsskapur,
sem hefir látið íslenzk landbúnað-
armál mikið til sín taka. Það
verður að teljast nauðsynlegt, að
sem allra bezt sé tryggt, að á-
hrifavalds bændastéttarinnar inn-
an þess félagsskapar gæti sem
réttlátast og bezt. Og til þess að
tryggja áhrifavald bændanna
þekkjum við enga aðra leið betri
en að bændur kjósi með beinum
kosningum fulltrúa til Búnaðar-
þingsins, en til þessa hefir kosn-
ingin verið óbein, eins og kunn-
ugt er, og mér þykja það fyrir
mitt leyti afar einkennileg rök,
sem komið hafa fram gegn þessu
ákvæði, að það sé þvingun gagn-
vart bændunum að auka með lög-
gjöf áhrifavald þeirra á þeirra
eigin stofnun, með því að lög-
tryggja beinan kosningarrétt, í
stað hins óbeina, og fá þeim jafn-
framt stóraukið vald yfir stofnun-
inni, Búnaðarfélagi íslands.
Og ég get ekki séð, að sá kostn-
aðarauki, sem þetta hefir í för
með sér, skipti svo verulegu máli,
að í það sé horfandi, þegar um
það er að ræða, að tryggja það,
að sem flestir menn, sem hafa sér-
þekkingu á málefnum landbúnað-
arins, staðháttum og þörfum, geti
fjallað um málefni hans, og að
Búnaðarþingið verði sem réttust
mynd af skoðunum og vilja bænd-
anna víðsvegar um landið.
Ég hefi nú minnzt á nokkur af
nýmælum nýju jarðræktarlag-
anna, einkum þau, sem höfð hafa
verið á oddi í blöðum, á mann-
fundum og í viðræðum manna á
milli.
■flHtWtlWIWfWWIWHI
| Fjallagrðs, s
fá§l i
hreinsuð, 3
3
Kaupfélagi Eyfirðinga.
Nýlenduvörudeild.
SlliiliSiiiiiÍiiiSliiSiUi