Dagur - 17.09.1936, Blaðsíða 4
160
D AGU R
38. tbl.
Ritfregnir.
Árbók Hins íslenzka Fornleifa-
félags fyrir árin 1933—36 er ný-
lega komin út í vönduðum bún-
ingi. Fyrsta grein heftisins: „Sýsla.
Sýslumaður“, er eftir Finn heitinn
Jónsson prófessor, og er einskonar
skýring á nöfnunum 1 yfirskrift-
inni. Skúli Guðmundsson frá
Keldum ritar „Athugasemdir um
landnám á Rangárvöllum og i
Fljótshlíð“, mjög fróðlega grein.
Önnur grein um sama efni hefir
yfirskriftina „Engá“. Þá er og
þarna smekkleg grein um „Ör-
nefni í Þríhyrningi“, eftir Helgu
Skúladóttur frá Keldum. — Forn-
minjavörður Matthías Þórðarson,
ritstjóri Árbókarinnar, skrifar
prýðilega skemmtilega ritgerð um
„Rannsóknir nokkurra forndysja“,
og aðra ritgerð, sem ekki er síðri,
er hann nefnir „Tvö Grettisbæli“.
Er sú ritgerð skrifuð um rann-
sóknir, er gerðar hafa verið í til-
efni af því, að Fornritafélagið er
að undirbúa hina nýju útgáfu af
Grettissögu. — Einar Eiríksson frá
Hvalnesi ritar um „Fornminjar á
Hvalnesi í Lóni“, og um „Minjar
um fjórðungsþing í Lóni“, fróð-
legar og merkilegar greinar. —
Jóh. Gunnar Ólafsson á þarna
grein um „Kirkjurnar í Vest-
mannaeyjum“. — Magnús Frið-
riksson frá Staðarfelli skrifar um
„Arnarbæli“, ágæta örnefnarit-
gerð. — „Örnefni á Flóa- og
Skeiðamannaafrétti“, eftir Þorst.
Bjarnason, og „Örnefni á afrétti
Hrunamannahrepps“, eftir Guð-
jón Jónsson, heita tvær næstu rit-
smíðar. — Þá skrifar Ólafur pró-
fessor Lárusson ritgerð um
„Nokkur byggðanöfn". — Næst
koma ritgerðir um „Örnefni á
Austur-Bleiksmýrardal“, eftir Sig-
urð Draumland, og „Örnefni á Að-
albólsheiði“, eftir Benedikt Jóns-
son. — Að lokum eru skýrslur
Fornleifafélagsins.
Árbókin er rúmar 140 blaðsíður
í stóru broti, prentuð á vandaðan
pappír, með fögru letri. Hún flyt-
ur feykilega mikinn menningar-
sögulegan fróðleik, íslenzkan, og
ættu menn að sjá sóma sinn í að
styðja hið fátæka og fámenna, en
svo afarþýðingarmikla félag, sem
gefur hana út. Árstillag er aðeins
þrjár krónur.
S. Dr.
Iðunn,
19. árg. 1936, 1.—2. hefti, er komin
út eftir eins árs hvíld, því ritið
kom ekki út síðastl. ár.
Efni þessara tveggja hefta er
sem hér segir:
Stefán Einarsson: Þorgils gjall-
andi (með mynd). — Jakob Thor-
arensen: Forboðnu eplin (saga).
— Alf Ahlberg: Þýzku miðstétt-
irnar og þjóðernisstefnan. — Jón
Leifs: íslenzk menntastefna. —
Otto Rung: Töflurnar (saga). —
Halldór Kiljan Laxness: Trúmála-
umræðurnar. — Ólafur Jóh. Sig-
urðsson: Á leið suður (saga), —
Iðnskóti Akureyrar
verður settur 15. okt. n. k., kl. 8
síðdegis. Eins og að undanförnu
tekur alþýðudeild skólans við
fólki til náms í íslenzku, dönsku,
ensku, reikningi og bókfærslu gegn
mjögsanngjörnu skólagjaldi. Fæst
þar hentug kennsla fyrir unglinga,
sem bundnir eru störfum að deg-
inum að meira eða minna leyti.
Far sem húsrúm er takmarkað,
ættu menn að tala sem fyrst við
undirritaðan, er gefur allar nán-
ari upplýsingar um skólann. — Til
viðtals í Hamarstíg 6, simi 264.
Jóliann Frímann
skólastjóri.
K v a r t e t t-k ó r.
Þeir karlar og konur, sem vilja
stofna ferfaldan kvartett-kór, eru
beðnir að gefa sig fram við
Robert Abraham,
Krabbastig 4, sem fyrst, helzt
næstk. laugardags- eðamánudags-
kvöld kl. 7,30 — 9.
K e n n s 1 a.
Eg byrja nú þegar að kenna
þýzku, píanó- og harmoniumleik,
einnig tónfræði. Einkatímar og
bópkennsla. — Eágt verð. — Til
viðtals í síma nr. 247 kl. 7,30—
8 síðd. Robert Abraham
Skór úr gúmmí og annar úr
rúskinni töpuðust á Akureyri 8.
sept. s.l. — Finnandi beðinn að
skila þeim í matvörudeild K.E.A.
Georg Gretor: Upphaf fasismans.
— Valdís Halldórsdóttir: Ferðalag.
— Bergsveinn Skúlason: Okur. —
Jóhannes úr Kötlum: Enn glímir
Jakob við Jehova. — Björn Páls-
son og Þorbergur Þórðarson: „Með
strandmenn til Reykjavíkur“. —
Enn eru í þessum heftum Iðunnar
ritdómar eftir Stefán Einarsson,
Kristinn E. Andrésson og Árna
Hallgrímsson, og kvæði eftir Jón
Þórðarson, Sigurjón Friðjónsson,
Guttorm J. Guttormsson, Guðm.
E. Geirdal, Sigurð Jónasson, Jón
Helgason og Jónas Jónasson.
Hjáljyræðisherinn hefir sína tvo
blómadaga föstudag og laugardag þ. 18.
og 18. þ. m. Vinsamlegast styðjið starf
vort með því að kaupa blóm af þeim
sem selja £ götum og í húsum. Það
mun verða tækifæri til þess að kaupa
blóm við hús Hjálpræðishersins. Söng-
ur og hljóðfærasláttur. Öllu því sem
kemur inn mun verða varið til þess að
borga skatta hússins. Kapteinninn.
Síldaraflinn. Síðastl. laugardagskvöld
vai- búið að salta á öllu landinu tæp
232 þús. tunnur síldar. Af því voru
rífar 1!) þús. tn. Faxaflóasíld.
Sigurður Nordal prófessor varð
fimmtugur 14. þ. m. Hann er af öllum
viðurkenndur sem einn af allra fremstu
fræði- og vísindamönnum þjóðarinnar
og Háskólanum til mikils sóma.
Skólar
Verzlun mín er og verður vel birg af af öllum
skólavörum og námsbókum, sem notað er við
kennslu í hverskonar skólum. — Snúið yður til
sérverzlunar þegar þér gerið innkaup til skóla,
þar er mest úrval og verðið lægst.
Bókaverzl. P Thorlacius.
E.s. NOVA
fer frá Bergen þann 26. þ. m. í síðustu
ferð til Islands á þessu ári. — Allir
heiðraðir viðskiftavinir mínir, sem ennþá
eiga eftir innflutnings- og gjaldeyrisleyfi
fyrir yfrstandandi ár, á:
Matvörumflífóðurvörum
ættu að láta mig vita sem allra fyrst, svo hægt sé að nota þessa ferð.
Umboðsmaður fyrir:
A.s. P. G. RIEBER & SÖN, Bergen,
Valgarður Stefánsson,
------------s í m i 3 3 2. ----------
„Kampóla"
heitir raksápan, sem þeir vandlátu nota. —
Ef þér eruð skeggsár og viljið nota góða
raksápu þá notið „K a m p 6 I a“.
Sverasta og erfiðasta skeggrót beygir sig í
auðmýkt fyrir „K a m p ó 1 a“. —
Sápuverksmiðjan Sjöfn
framleiðir „KampóIa“
Ein stola með eldunarplássi
óskast 1. okt. — Prenlsmiðjan vísar á.
Borðsalt.
Ódýrasta og bezta
borðsaltið í 25 aura
pökkum fæst í
Etliílfla,
Nýlenduvörudeild.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Rcy ht
Ysa,
Sild, 4tegunðir,
Lax.
Kjötbúð REÁ.
Prentsmiðja Odds Björnssonar,