Dagur - 17.09.1936, Page 3
38. tbl.
DAGUR
159
Hér með tilkynnist, að okkar
ástkæra dóttir og systir, Unnur
Friðriksdóttir, andaðist 9. þ. m.
á Kristneshæli. — Jarðarförin er
ákveðin laugardaginn 19. septem-
ber og hefst kl. 1 e. h. frá heimili
okkar, Strandgötu 45.
Halldöra Jónsdóttir. Fiiðrika Friðriksdóttir.
Karl Friðriksson.
Jarðarför Önnu Sigurðardóttur,
sem andaðist 9. þ. m., hefst með
húskveðju frá Hafnarstræti 20,
þriðjudaginn 22. þ. m. kl. 1 e. h.
Aðstandé'ndur.
AÐEINS TVÖ ATRIÐI.
En í raun og veru eru það að-
eins tvö atriði í jarðræktarlögun-
um, sem snúa að valdsviði Búnað-
arfélags íslands, þannig, að þau
geti nokkur áhrif á þau haft á
þessu stigi. Fyrra atriðið eru á-
kvæðinumstjórn búnaðarmálanna
og valdskiptingin milli landbún-
aðarráðherra og Búnaðarfélagsins,
og síðara atriðið er fyrirkomulag
á kosningu til búnaðarþingsins.
Um fyrra atriðið vil ég segja það,
að mér virðist það liggja þannig
fyrir:
Búnaðarþingið hefir um 12 ára
skeið samþykkt og þolað, að land-
búnaðarráðherra skipaði meira-
hluta í stjórn félagsins og réði
þannig, ekki aðeins þeim málum,
sem ríkisstjórnin í orði fól félag-
inu að fara með, heldur afsalaði
það jafnframt á þenna hátt um-
ráðunum yfir sínum eigin sérmál-
um í hendur landbúnaðarráðherr-
ans. Nú hefir félagið með lögum
77/1935 og nýju jarðræktarlögun-
um fengið vald til þess að skipa
sína eigin stjórn, og ekki aðeins
umráð yfir sínum eigin sérmálum
heldur og umboð til þess að fara
með ýms mál fyrir ríkisstjórnina,
þ. á. m. framkvæmd jarðræktar-
laganna, með þeirri einni tak-
mörkun, að ef búnaðarfélags-
stjórnina og búnaðarmálastjóra
greinir á, þá sker landbúnaðarráð-
herra úr. Þeir, sem ekki kynnu að
vilja fallast á þetta fyrirkomulag
nýju jarðræktarlaganna virðast
vilja snúa gömlu rangsleitninni
við og láta Búnaðarfélag íslands
ekki aðeins hafa vald til þess að
kjósa sína eigin stjórn og hafa
vald yfir sínum málum, sem það
nú hefir, heldur og ótakmarkað
vald yfir sumum þeim landbúnað-
armálum, sem ríkisstjórnin á að
fara með að lögum.
Um síðara atriðið vil ég segja
þetta:
Kosningafyrirkomulaginu er,
eins og áður segir, breytt í það
horf, að óbeinum kosningarrétti
bænda er breytt í beinan kosning-
arrétt, áhrifavald þeirra til að
velja fulltrúa er aukið, fulltrúum
þeirra er fjölgað og þar með á-
hrifavald bændanna á stofnunina
aukið svo og áhrifavald stofnun-
arinnar sjálfrar. Þeir, sem ekki
una þessu fyrirkomulagi, virðast
hafa eitthvert annað sjónarmið,
en aukið áhrifavald bændastéttai,’-
innar í landbúnaðarmálum. — En
þetta eigið þið nú að taka til yfir-
vegunar og ákvörðunar, háttvirtir
fulltrúar.
ÖFGAKENNDAR UMRÆÐUR.
Að lokum vil ég mega segja
það, að mér virðist í umræðum
þeim mörgum, sem farið hafa
fram um jarðræktarlögin nýju,
hafi gætt meir skapsmuna og öfga
en hóflegra og skynsamlegra rök-
semda. Túlkun laganna, sérstak-
lega ákvæðisins í 17. gr. og kafl-
ans um stjórn Búnaðarfélags Is-
lands og nýja kosningarfyrir-
komulagsins, hefir verið með fá-
dæmum villandi. Og hvað eftir
annað hefi ég hitt menn, sem hafa
verið, að því er virðist fyrir þessa
sök, fullir af misskilningi á laga-
ákvæðunum, og hafa ekki verið
lítið undrandi, er þeir fengu að
vita hið sanna. Áhrif þessara rang-
færslna hafa rénað verulega, síð-
an lögin voru send bændunum
sjálfum til athugunar og málið á
þann hátt lagt fyrir þá hlutlaust.
Ég tel, að með þessum lögum
séu gerðar verulegar réttarbætur
fyrir þá, sem eiga að þeim að búa,
og mér virðist, að með þeim sé
lagður grundvöllur, sem miklu
skipti: Það er beint og aukið á-
hrifavald bændanna sjálfra á Bún-
aðarfélag íslands, og sanngjarnt
og nauðsynlegt samstarf milli fé-
lagsins og landbúnaðarráðherra.
En gott og náið samstarf á milli
þessara þriggja aðila er nauðsyn-
legt, ef vel á að takast. Ég játa, að
þessi lög, eins og önnur löggjöf
eru náttúrlega ekki alfullkomin,
og muni þurfa athugunar og um-
bóta.
Við erum sennilega ekki sam-
mála um sum ákvæði þessara laga,
en vissulega er sá ágreiningur
ekki stór í sjálfu sér, ef rétt er
skoðaður og áður en við förum að
stækka hann í augum sjálfra okk-
ar og annarra. Og óendanlega
smár er hann, ágreiningurinn,
samanborið við þá miklu nauðsyn,
að þeir aðilar, sem eiga að vinna
að umbótum og framförum í ís-
elnzkum landbúnaði geti gert
samstillt átak honum til fram-
dráttar, því að þau hafa sjaldan
verið fleiri stórmálin í landbúnað-
inum, er kalla á lausn, en einmitt
nú, og hraði breytinganna skapar
stöðugt ný verkefni. Sum þessara
mála verða ekki leyst nema með
samstarfi. En ef vil viljum land-
búnaðinum vel, og ef við höfum
allir þann eina vilja að gera fyrir
hann það, sem við getum, hvers-
vegna skyldum við þá láta ágrein-
ing sitja í fyrirrúminu fyrir sam-
starfinu? Ég staðhæfi, að það er
ekki hægt að gera slíkt með skyn-
samlegri og rólegri yfirvegun,
heldur hlyti það að verða gert af
órólegum skapsmunum, það er
ekki gert jyrir hagsmuni íslenzks
landbúnaðar heldur gegn hags-
munum hans.
Loen-§ ly $ið.
Annað stór-slysið á þrjátiu árum.
Símskeyti bera fréttir um stór-
slys frá Loen í Norðfirði í Vestur-
Noregi. Er það nú í annað sinn
sem samskonar slys gerast í þess-
ari fögru sveit á skömmum tíma.
Árið 1905 þann 16. janúar klofn-
aði fjallstindur innarlega í daln-
um og féll niður í vatnið. Flóð-
bylgjan gekk langt á land upp og
sópaði með sér út aftur bæjum og
seljum, fólki og fénaði, eins og nu.
Fórust þá 60 manns. Lítill gufu-
bátur er gekk um vatnið fluttist
yfir hálfan kílómetra inn á mýr-
arnar við vatnsendann, og lá þar,
er ég fór þar um 7 árum síðar.
Loen er ein hin allra fegursta
og fjölsóttasta ferðamannasveit í
Vestur-Noregi. Sveitin liggur suð-
austur úr botni Norðfjarðar sem
er nyrzti fjörður í Firðafylki,
næst fyrir sunnan Stað. Liggja
dalir hennar tveir alveg inn und-
ir jökulinn Jostudalsbreða.
Loenvatnið er allstórt, um 10.5
ferkm. og gengur gufubátur um
það. — Þarna er Paradís erlendra
ferðamanna: Hrikaleg, snarbrött
fjöll með fossandi lækjum og jök-
ulám, skriðjöklar teygja sig ofan í
græna, skógi vaxna dali, grasivaf-
ið sléttlendi í dalbotnum og lauf-
skógur í hlíðum. — Skriður ganga
þarna iðulega haust og vor. Og
nú eru fullar líkur til að þessir
fögru dalir leggist alveg í eyði.
H. V.
Hörmulegt slys. Franska hafrann-
sóknaskipið »Pourquoi Pas« strandaði á
skeri úti fyrir Mýrum í fárviðrinu í
fyrrinótt. Öll skipshöfnin fórst að und-
anteknum einum háseta, sem rak á land
á fleka, mjög þrekaður. Mörg lík skip-
verja eru rekin á land upp.
Varðskipið Ægir og fleiri skip fóru
þegar á vettvang, er vitnaðist um
strandið, en engu varð bjargað og hið
strandaða skip nær á kafi í sjó.
Ufipreisnarmenn á Spáni hafa tekið
borgina San Sebastian án þess að til
verulegra bardaga kæmi. Stjórnarher-
inn hélt burt úr borginni og tók með
sér öll hergögn sem hægt var og hélt
til Bilbao, sem er nokkru vestar og í
höndum sjórnarinnar. Hefir stjórnar-
herinn sýnilega verið vonlaus um að
geta varið San Sebastian og því tekið
það ráð að yfirgefa hana, áður en til
bardaga kæmi og þyrma henni á þann
hátt
Pregnir herma, að atjórnarsinnar i
Biibao búizt nú til varnar af miklum
ákafa.
Það má kannske segja, að það
sé óþarft að brýna þetta fyrir
ykkur, góðir búnaðarþingsfulltrúr
ar, sem flestir eruð við aldur og
margir rólegir, hugsandi menn, en
ég vil nú heldur hafa gert það en
látið það ógert, því að öldur
skapsmuna og öfga rísa nú á tím-
um svo óeðlilega hátt. Og ég hefi
séð það í þessu máli ekki sízt, að
það er svo stundum, að það er
eins og menn deili til þess að
deila, og stækki ágreining til
skaðsemdar fyrir málefnin, þótt
ágreiningsatriðin séu sáralítils
virði. Og menn ganga jafnvel svo
langt, að búa til ágreiningsatriði
af engu, aðeins til þess að geta
deilt.
Að svo mæltu afhendi ég ykkur,
háttvirtu búnaðarþingsfulltrúar,
þessi lög til þess að þið getið gert
viðvíkjandi þeim þær ákvarðanir,
sem búnaðarþingið er nú kallað
saman til þess að gera, samkv. á-
kvæðúm hinna nýju laga.
Ég óska þess að það verk megi
fara ykkur farsællega úr hendi.
KIRKJAN: Messað n. k. sunnudag {
Lögmannshlíð kl. 12 á hádegi og á
Akureyri kl. 5 e. h.
Fárviöri af suðri og suðvestri gekk
yfir svo að segja allt land í fyrrinótt
og olli gífurlegum skemmdum víðsveg-
ar, þar á meðal stói’kostlegum heysköð-
um um allt Norður- og Vesturland.
Viðsvegar hefir þetta ofsarok einnig
valdið stórtjóni á bátum, veiðarfærum,
húsum og öðrum mannvirkjum, og mun
þó fjarri því að alstaðar hafi til spurzt
enn. Fjöldi báta af Siglufirði voru á
reknetaveiðum í þessu veðri, og fóru
togarar á vettvang þeim til hjálpar.
Síðdegis í gær voru margir bátamir
komnir að og til flestra hinna hafði
spurzt, en netatjón hafði orðið mjög
mikið.
1 Skaftafellssýslum fylgdi stórviðrinu
feikna mikið vatnsveður, og urðu á því
svæði stórskemmdir af vatnavöxtum.
Skriöufallið í Noregi. Á öðrum stað
hér í blaðinu er getið um eitt hræðileg-
asta slys af náttúrunnar völdum, sem
sögur fara af í Noregi. Það vildi til s.
1. sunnudagsmorgun á þann hátt, að
ógurleg skriða féll úr fjalli niður í
Loenvatn. Upp frá vatninu steig flóð-
alda með heljarafli langt upp í fjalls-
hlíðar og sópaði með sér bæði manna-
híbýlum og búpeningshúsum. Skelfing-
um þessum verður ekki með orðum
lýst. í flóðöldunni fórust 74 manneskj-
ur, þar af 30 börn, og margir aðrir
sköðuðust.
Undir eins og fréttir bárust af þess-
um ægilega náttúruviðburði, voru þeg-
ar sendar flugvélar frá Oslo og Bergen
með iækna og hjúkrunarkonur til Íijálp-
ar, en björgunarstarfið hefir reynzt af-
ar erfitt, þar sem allir vegir á þessum
slóðum eru eyðilagðir.
Heybrunar. Síðastl. laugardagsnótt
brann að Þorvaldsstöðum í Skriðdai 500
hesta hiaða með öllu heyi, sem í henni
var, og ennfremur stórt fjárhús áfast
við hlöðuna.
f Norðurhlíð í Aðaldal brann einnig
nýskeð hlaða með nokkru af töðu í.
Pálmi Pétursson kaupm. á Sauðár-
króki er nýlega látinn,
I