Dagur - 24.09.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 24.09.1936, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. ' Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. jútí. XIX t t -# . ár. ] Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 24. september 1936. 39. tbl. Klofið búnaðarþing Búnaðarþing það, sem háð var í Reykjavík fyrir nokkrum dög- um, klofnaði í meiri og minni- hluta um það, hvort Búnaðarfélag íslands skyldi taka að sér fram- kvæmd jarðræktarlaganna, með þar til settum skilyrðum. Vildi minni hlutinn að gengið yrði að skilyrðunum, en meiri hlutinn neitaði. í minni hlutanum voru þessir 5 fulltrúar: Jón Hannesson, Deildartungu. Kristinn Guðlaugsson, Núpi. Jón H. Fjalldal, Melgraseyri. Sigurður Jónsson, Arnarvatni. Björn Hallsson, Rangá. í meiri hlutanum voru: Magnús Friðriksson, Staðarfelli. Jakob H. Líndal, Lækjamóti. Jón Sigurðsson, Reynistað. Ólafur Jónsson, Akureyri. Sveinn Jónsson, Egilsstöðum. Magnús Finnbogason, Reynisdal. Guðm. Þorbjarnarson, S.-Hofi. Páll Stefánsson, Ásólfsstöðum. Magnús Þorláksson, Blikast. Allir meirihluta-mennirnir munu tilheyra Sjálfstæðisflokknum og varaliði hans. Samkvæmt þessum úrslitum búnaðarþingsins tekur ríkið að sér framkvæmd jarðræktarlaganna, en Alla síðastl. viku hafa fregnir verið að berast um manntjón og skaða af völdum ofsaroksins, er gekk yfir mikinn hluta landsins aðfaranótt 16. þ. m. í síðasta blaði var frá því skýrt að franska haf- rannsóknaskipið „Pourquoi pas?“ hefði farizt undan Mýrum með allri áhöfn, að undanteknum ein- um manni. Á skipinu var 40 manna áhöfn, þar á meðal hinn heimsfrægi hafrannsóknamaður dr. Charchot, sem starfað hefir að hafrannsóknum í íshöfunum í fjöldamörg ár. Nokkrir aðrir vís- indamenn fórust þarna með skip- inu. Fundizt hafa á land rekin 22 lík og hafa þau verið flutt til Reykjavíkur og franskt herskip komið þangað, sem flytur líkin heim til Frakklands. En því miður var þetta ekki eina sjóslysið hér við land í sam- Búnðarfélag íslands kemur þar hvergi nærri. Þessi niðurstaða meiri hlutans er meðal annars eftirtektarverð í sambandi við eitt atriði í forsögu málsins. Á Alþingi var allmikill ágrein- ingur um það milli stjórnarflokk- anna, hvort ríkið eða Búnaðarfél. ísl. ættu að hafa með höndum framkvæmd jarðræktarlaganna. Sósíalistar héldu því fram, að rík- ið sjálft tæki að sér framkvæmd- irnar, en Framsóknarmenn vildu að Búnaðarfél. ísl. hefði þær með höndum, og höfðu þeir sitt fram, að sósíalistum nauðugum. Nú er það alkunnugt, að „Sjálfstæðið“ og varaliðið hafa mjög haldið því á lofti, að það gengi glæpi næst, að veita nokkru áhugamáli sósía- lista nokkurn stuðning. En nú hef- ir það einkennilega fyrirbrigði gerzt, að fulltrúar á Búnaðarþingi hafa með framferði sínu gengið í lið með sósíalistum og þar með svikið stefnu þeirra flokka, sem þeir heyra til. Sósíalistar eru þeim þakklátir fyrir liðveizluna sér til handa og svikin við stefnu íhaldanna beggja. bandi við ofviðrið. Norskt sel- veiðaskip missti út 7 menn úti fyrir Snæfellsnesi; drukknuðu 5 þeirra, en tveimur var bjargað. Vélbáturinn „Einar“ frá Akureyri sökk á leið til lands, en skipshöfn- in bjargaðist í togara. „Dronning Alexandrine“ var á leið frá Akur- eyri til Siglufjarðar og mætti tog- ara, sem hafði vélskipið „Brúna“ í eftirdragi með brotið stýri. Tókst þá svo slysalega til, að „Drottningin“ sigldi á „Brúna“ og braut hann svo, að hann sökk samstundis. Tveir skipverjanna drukknuðu, en hinir björguðust upp á þilfar „Drottningarinnar“. Mennirmr, sem drukknuðu, 'voru Edvard Solnes vélstjóri frá Akur- eyri, kvæntur maður, 56 ára að aldri, og Júlíus Sigurðsson mat- sveinn, frá Grund í Svarfaðardal, tvítugur að aldri. Söguleg háskólasetning. Háskóli íslands var settur laug- ardaginn 19. þ. m. af núverandi háskólarektor, prófessor Níels Dungal. Hafði hann boðið Haraldi Guðm.undssyni kennslumálaráð- herra að vera viðstöddum skóla- setninguna, og þáði ráðherrann boðið. í setningarræðu sinni réðist rektor á ráðherrann út af veitingu hans í prófessorsembætti í laga- deild háskólans, en ráðherrann hafði veitt embættið ísleifi Árna- syni á móti vilja prófessoranna við háskólann. Fór rektor hörðum orðum um þessa veitingu. Að ræðunni lokinni bað kennslumála- ráðherrann um orðið, áður en setningarathöfninni væri lokið, en rektor neitaði. Að háskólasetning- arathöfninni lokinni kvaddi ráð- herrann sér hljóðs og flutti stutta ræðu, þar sem hann lét í ljós undrun sína yfir þessari fram- komu rektors og átaldi hana. Er búist við blaðahvelli út af þessu atviki. Tvo menn tók út af vélbátnum „Gotta“ frá Vestmannaeyjum. Náðist annar meiddur, en hinn drukknaði. Bátur fórst frá Bíldu- dal með þremur mönnum, og arukknuðu þeir allir. Vélbáturinn „Þorkell máni“ úr Ólafsfirði var einn þeirra báta, er úti voru í oí'viðrinu. Hefir ekkert til hans spurzt og leit eftir honum engan árangur borið. Er nú talið fullvíst að hann hafi farizt. Á bátnum voru 6 menn: Guðm. Magnússon formaður, Ártúnum, 48 ára, lætur eftir sig konu og 1 barn. Jón Stefánsson, Ártúnum, 63 ára, ókvæntur. Óli Magnússon, Tungu, 28 ára, lætur eftir sig konu og 1 barn. Sigurbjörn Jónsson, Hofi, 25 ára, lætur eftir sig konu og 1 barn. Bergvin Jónsson, Skeggjabrekku, 21 árs, ókvæntur. Tryggvi Ólafsson, vélstjóri úr Glerárþorpi, 28 ára, lætur eftir sig konu og 2 börn. Allir hinir voru úr Ólaísfirði. Auk hins mikla mannskaða olli ofviðrið feiknatjóni víðsvegar um landið, bátar fuku og # brotnuðu eða sukku á höfnum inni, þök fuku víða af húsum og mannvirki með ströndum fram stórskemmd- ust af sjávarróti, mikið af veiðar- færum týndist. Á Suður- og Aust- urlandi fylgdi ofviðrinu hellirign- Slysfarir og tfón af TÖldum tárviörisins. NÝJA-BÍÓ Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Njósnari nr. 13. Afarspennandi njósnara- saga úr borgarastyrjöld Bandaríkjanna. Tekin af Metro-Cxoldwyn-Mayer. — Aðalhlutverkin leika: Garry Cooper 0g Marion Davies ásamt hinum heimsfrægu Mills Brothers. Börn innan 12 ára fá ekki aögano- □ .*. Rún. Pf.li •*. □ 59369268 Kirkjan: Messað n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Þingkosningar eru nýlega um garó gengnar bæði í Danmörku og Svíþjóð. í Danmörku var kosið til Landsþings- ins og urðu úrslit þau, að sósíalistar sigruðu og náðu meirihluta með hlut- kesti um þingmannssæti í Borgundar- hólmi. Þessi kosningasigur sósíalista 1 Danmörku hefir það í för með sér, að Landsþingið verður afnumið, þar sem það þykir hafa verið hemill á umbótum i landinu. í Svíþjóð vann Alþýðuflokkurinn sig- ur, bætti við sig 300 þús. atkvæðum og vann 8 ný þingsæti. Hefir hann fleiri þingmenn en borgaraflokkarnir til sam- ans, en þó ekki meirihluta í þinginu, þvi kommúnistar eiga þar nokkur þing- sæti, en gert ráð fyrir að þeir styðji sósíalista til stjórnarmyndunar eða verði hlutlausir. ing, svo vöxtur mikill hljóp í ár og læki, sem olli miklum skemmd- um, og skriður féllu á Austfjörð- um. Óttast menn mjög, að þær hafi orðið fénaði að bana. Heyskaðar hafa orðið afskapleg- ir í fárviðri þessu. Óþurrkar höfðu gengið nokkurn tíma á und- an norðanlands og því mikil hey úti; fuku þau að mestu, jafnvel 100 til 300 hestar á sumum bæj- um. Að öllu þessu athuguðu er það sýnilegt, að heildarskaðinn af þessum náttúruhamförum er gíf- urlegur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.