Dagur - 24.09.1936, Side 2

Dagur - 24.09.1936, Side 2
162 DAGUR 39. tbl. Búnaðarþlngið Nýafstaðið Búnaðarþing liefir neitað að ganga að þeim skilyrð- um, sem sett voru í jarðræktarlög- unum nýju, fyrir þvi, að Búnaðar- félagi íslands yrði falin fram- kvœmd laganna. Þar með hefir Búnaðarþingið hafnað, fyrir hönd félagsins, að hafa framkvæmdina með höndum. Með þessu hefir það áþreifan- lega sannazt, sem ég var að reyna að sannfæra hr. Ólaf Jónsson framkvæmdarstjóra umtí sumar, að lögum félagsins væri auðvitað ekki breytt með jarðræktarlögun- um, heldur voru félaginu aðeins sett ákveðin skilyrði fyrir því, að því yrði falin framkvæmd lag- anna, skilyrði, sem Búnaðarþingið nú hefir neitað að ganga að. Hefði lögum félagsins verið breytt, eins og Ólafur Jónsson og fleiri héldu fram, þá gat ályktun síðasta Bún- aðarþings ekki komið til greina. Væri gaman að vita, hvort Ólafur vill enn halda hinu sama fram og í sumar, um þetta efni, og tala um „einræðisbrölt og ósvífni“ í því sambandi. Búnaðarþingið hafði auðvitað lagalegan rétt til að hafna skilyrð- um jarðræktarlaganna og þar með framkvæmd þeirra. Alveg eins og Alþingi hafði fullan rétt til að setja lögin og skilyrðin. Allt það, sem stjórnarandstæðingar hafa sagt um að Búnaðarfélagið væri með lögunum „þvingað undir rík- isvaldið og gerð ófrjáls stofnun“ o. s. frv. er því þegar af þeirri á- stæðu ekkert annað en blekkingar og bláber vitleysa, sem sennilega verður nú ekki endurtekin oftar. En þótt Búnaðarfélagið hafi að sjálfsögðu rétt til að hafna fram- kvæmd jarðræktarlaganna, þá er hitt annað mál, hversu heppileg sú ráðstöfun hafi verið og hvort frambærilegar ástæður hafi verið til þess. Búnaðarfélagið er félags- skapur allra bænda landsins og nýtur auk þess mikils styrks af ríkisfé. Málefni þess varða því alla þjóðina miklu. Það er því 1 alla staði réttmætt, að taka gjörðir Búnaðarþings til opinberrar um- ræðu, alveg eins og t. d. gjörðir Alþingis. Ég leyfi mér því að fara hér nokkrum orðum um þessa síð- ustu ákvörðun Búnaðarþingsins, að hafna framkvæmd jarðræktar- laganna. Ástæðurnar til þessarar ákvörð- unar ætti einna helzt að vera að finna í nefndaráliti meiri hluta nefndar þeirrar, sem Búnaðarþing setti í málið, og svo í ræðum þeirra Búnaðarþingfulltrúa, sem þessari stefnu fylgdu. Fyrri hluti nefndarálitsins er birtur í Morg- unblaðinu 16. þ. m. og blöð hn*o þegar tekið fram ýmislegt af því, sem fulltrúarnir höfðu fram að færa. Ástæðurnar, ef ástæður skyldi kalla, eru því þegar nokkuð kunnar, svo hægt er að taka þær til athugunar. Höfuðástæðan á að vera sú, að með því að ganga að jarðræktar- lögunum, verði Búnaðarfélagið ó- frjálsara og háðara ríkisvaldinu heldur en það var áður. Það sem fært er fram þessu til stuðnings er, að val búnaðarmálastjóra liggi undir samþykki landbúnaðarráð- herra, að þegar ágreiningur er milli hans og stjórnar félagsins um mál, sem félagið fer með í um- boði ríkisvaldsins, þá megi skjóta ágreiningnum til úrskurðar ráð- herra og svo er það að síðustu kosningafyrirkomulagið. Ég hefi nú tekið öll þessi atriði til athug- unar áður, í umræðum okkar Ól- afs Jónssonar um jarðræktarlögin, og get vísað til þess og því farið fljótt yfir sögu. En á það má þeg- ar benda, að ekkert af þessu er eiginlega nýmæli jarðræktarlag- anna, nema kosningafyrirkomu- lagið. Hvernig sem Búnaðarþings- fulltrúarnir líta á hin önnur at- riði, var engin sérstök ástæða til þess fyrir þá, að hafna fram- kvæmd jarðræktarlaganna nú, þeirra vegna, frekar en þegar þau voru sett. Núverandi búnaðar- málastjóri er skipaður með sam- þykki landbúnaðarráðherra sam- kvœmt fjárlagaákvœði frá 1935. Jarðræktarlögin breyta því í engu því ástandi, sem nú er hið raun- verulega í þessu efni, og engin sérstök ástæða virðist vera til þess að búast við búnaðarmálastjóra- skiptum mjög bráðlega. Hvað málsskotið til landbúnaðarráð- herra snertir, þá liggur það blátt ófram í hlutarins eðli, að hann hlýtur jafnan að hafa æðsta úr- skurðarvald (næst eftir Alþingi) í þeim landbúnaðarmálum, sem heyra undir ríkisvaldið. Jafnvel þótt ekkert væri um þetta ákveð- ið í jarðræktarlögunum, hlyti svo að vera í reyndinni. Lögin skerða í engu rétt stjórnar Bf. til að ráða öllum málum félagsins til lykta og í þeim m,álum er búnaðarmála- stjóri einungis undirmaður félags- stjórnarinnar. Hvernig það má verða, að Bf. verði ófrjálsara við það, að stjórn þess hafi einnig að minnsta kosti íhlutunarrétt um ýms mál, sem heyra undir ríkis- valdið, er víst flestum óskiljanlegt nema þessum 9 Búnaðarþing- mönnum. Ég hugsa að það sé dæmafátt, að umboðsmaður þyk- ist einn eiga að ráða og að um- bjóðandinn megi hvergi nærri koma. En í þeim málum, þar sem málsskotið kemur til greina, er Búnaðarfélagið aðeins umboðs- maður ríkisvaldsins. Þegar þess er gætt, að ríkisvald- ið skipaði áður meirihluta í stjórn Búnaðarfélagsins og réði því, í gegnum þá, alveg vali búnaðar- málastjórans, þá er ómögulegt að neita því, með nokkrum rökum, að félagið hefði orðið frjálsara og óháðara ríkisvaldinu, heldur en það var áður, þó það hefði gengið að skilyrðum jarðræktarlaganna, því samkvæmt þeim átti félagið sjálft að velja alla stjórn sína og skipun búnaðarmálastjóra aðeins að liggja undir samþykki land- búnaðarráðherra. Þessar ástæður Búnaðarþings- meirihlutans, sem ég hefi nú rætt um, eru því auðsjáanlega aðeins tylliástæður og geta ekki á neinn hátt hafa orðið þess valdandi, að Búnaðarþingið hafnaði fram- kvæmd jarðræktarlaganna. Allra sízt þegar þess er gætt, að margir fulltrúarnir virðast, eftir orðum þeirra að dæma, líta svo á, að heppilegast y^eri í sjálfu sér að fé- lagið hefði þessi mál með hönd- um. En þá er það kosningafyrir- komulagið og kjörgengisskilyrðin, sem jarðræktarlögin gera ráð fyr- ir. Það eru eiginlega þau einu ný- mæli laganna, sem snerta Búnað- arfélagið sérstaklega. Út af þeim hlýtur því þessi ákvörðun að vera tekin. Þessi ákvæði miða að því, og því einu, að bændur landsins fái meiri og beinni íhlutun um stjórn og málefni Búnaðarfélags- ins, heldur en verið hefir hingað til. Kjörgengisskilyrði til Búnað- arþings eru nánast þau að vera bóndi, að minnsta kosti jafnframt öðru, og bændur eiga að fá að kjósa fulltrúana á þingið sjálfir, með beinum kosningum, í stað þess að láta fulltrúa, sem kosnir eru með ýmislegt annað fyrir aug- um, kjósa fyrir sína hönd. Þetta finnst meirihluta Búnaðarþings svo hættulegt, að þess vegna og vegna þess eins, að því er séð verður, hafnar hann þeirri sam- vinnu, sem verið hefir um fram- kvæmd jarðræktarlaganna á milli Búnaðarfélagsins og ríkisins, síðan slík lög voru fyrst sett 1923. En er þetta þá svona hættulegt? Það hefir oft komið fram, jafnvel í blöðum núverandi stjórnarand- stæðinga, að Búnaðarfélagið væri og ætti að vera fyrst og fremst fé- lagsskapur bændanna. Ég álít að þetta sé alveg rétt, en er þá ekki bæði heppilegast og sanngjarnast að bændurnir ráði mestu í þessum félagsskap sínum? Það kemur fram í nefndaráliti meirihl. Búnaðarþingsnefndarinn- ar, að heppilegast muni vera að taka tillit til sérþekkingar í kosn- ingum til Búnaðarþings. Ég hefi ekki á móti því, en ég held bara, að bezta sérþekkingin í búnaðar- málum sé til á meðal bændanna sjálfra. Ég sé heldur ekki að önn- ur sérþekking sé útilokuð frá Bún- aðarþingi með ákvæðum jarð- ræktarlaganna. Margir fagmenn í búnaðarmálum munu án efa full- nægja kosningarréttar- og kjör- gengisskilyrðum laganna, t. d. hefi ég það fyrir satt, að svo muni vera um Ólaf Jónsson, framkvæmdar- stjóra, og ýmsa fleiri. Það sem bæði meirihl. Búnaðar- þingsnefndarinnar og fleiri segjast hafa aðallega á móti beinu kosn- ingunum er, að þær verði póli- tískari með því móti. Ekki er ég því meðmæltur, að gera kosning- arnar pólitískar, ef hægt væri að komast hjá því, en ég hef bara enga trú á því, að það sé hægt. Ég sé ekki betur, en að hinn svokall- aði „Bændaflokkur“ hafi komið svo mikilli pólitík inn í Búnaðar- félagsskapinn, eins og reyndar víðar, að þar verði varla við auk- ið. En ef kosningarnar eru póli- tískar á annað borð, og það verða þær án efa, þá mun enginn neita, að réttari niðurstaða fæst með beinum kosningum, heldur en ó- beinum. Hef ég sýnt fram á þetta áður í greinum mínum um jarð- ræktarlögin og sé því ekki ástæðu til að fjölyrða um það. Stjórnarandstæðingar hafa ekki hingað til haft á móti pólitíkinni, þar sem þeir geta komið henni við sér til framdráttar og svo mun einnig vera í Búnaðarfélaginu. Hin raunverulega ástæða til þess, að þeim er svo illa við beinar kosningar til Búnaðarþings er því ekki sú, að þeir vilji útiloka póli- tíkina, heldur hin, að þeir vilja halda þeim meirihluta, sem þeir hafa nú á Búnaðarþingi. Þeir vita, að þeir eru í minnihluta meðal bænda landsins og óttast því, að þeir tapi valdi sínu í Búnaðarfé- laginu, ef gengið verður til beinna kosninga. Þetta er það, sem án efa hefir aðallega ráðið úrslitum á ný- afstöðnu Búnaðarþingi. En stundum fer svo, að „skamma stund verður hönd höggi fegin“. Þrátt fyrir þá örðugleika, sem samfara eru hinum óbeinu kosningum, geta bændur, ef þeir vilja, smátt og smátt losað sig við núverandi meirihluta Búnaðar- þingsins. Sá meirihluti mun vera ýmislega tilkominn. Ég veit t. d. til þess, að maður var fyrir nokkr- um árum kosinn formaður í bún- aðarfélagi með mjög litlu fylgi; mnmmwmififmtm ' Niðursuðudósir " af öllum algengum stærð- um. Nauðsynlegar hverju heimili. Kaupfélag Eyfirðinga. járn- og glervörudeild. SiftUi

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.