Dagur


Dagur - 24.09.1936, Qupperneq 4

Dagur - 24.09.1936, Qupperneq 4
164 D AGUR 39. tbl. Flokkarnir og lýðræi Nú á dögum er ekki um annað tíðræddara en lýðræði og einræði, bæði hér á lahdi og annarstaðar, enda eru þeir atburðir nú að ger- ast í heiminum, sem gera þetta eðlilegt. Víða bera þeir stjórn- málaflokkar, sem hingað til hafa fylgt lýðræði (Demokrati), það hvor á annan, að þeir séu að verða einræðisflokkar. Hægri flokkarnir kalla stefnu vinstri flokkanna „kommúnisma11 og tala um „sam- fylkingu“ hins „rauða hyskis“, og vinstri flokkarnir bera aftur á hina að þeir séu „Nazistar11 eða „Facistar11. Þessa er einnig mjög farið að gæta í blaðadeilum hér á landi. Blöð stjórnarandstæðinga, eink- um Morgunblaðið, hafa nýlega fundið upp slagorð, er svo hljóðar: „Með lygum skal land vinna“. Þau leggja að vísu þessi orð stjórnarflokkunum í munn, en engu er þó líkara, en að bæði Morgunblaðið, „Framsókn“ og fleiri blöð stjórnarandstæðinga, trúi á kraft þessara orða og sigur þeirrar stefnu og starfsaðferðar, sem 1 þeim felst. Öll ósannindi þeirra í vor og sumar um land- helgisgæzluna, lántöku erlendis, jarðræktarlögin, komu Staimings hingað og margt fleira, geta varla verið af öðru sprottin. Eitt það nýjasta, sem Morgunbl. hefir fundið upp af þessu tagi, er „samfylkingin“, sem það segir að sé komin á, eða að minnsta kosti í undirbúningi, á milli Framsóknar- flokksins, Alþýðuflokksins og Kommúnista. Takmark þessarar samfylkingar á svo auðvitað að vera það að koma hér á kommún- istisku einræði. Á þessu hamrar svo blaðið dag eftir dag. Ég þarf nú varla að taka það fram, að allt það, sem Morgunbl. segir um þetta efni, eru rakalaus ósannindi. Ég hefi beztu heimildir fyrir því, að ekkert slíkt hefir ver- ið eða er á döfinni, að minnsta kosti hvað Framsóknarflokkinn snertir, og ég tel víst, að sama sé að segja um Alþýðuflokkinn, þó mér sé það ekki eins kunnugt. Stjórnarandstæðingar, bæði „Sjálfstæðismenn“ 'og aðstoðar- menn þeirra, hinir svokölluðu „Bændaflokksmenn“, hafa bæði í ræðu og riti borið stjórnarflokk- unum á brýn „einræðisbrölt og ofbeldi“ í sambandi við afgreiðslu þingmála, sökum þess, að þeir hafa stundum samþ. mál á Alþingi, sem allir stjórnarandstæðingar voru á móti. Þetta er auðvitað hin mesta fjarstæða, því það er einmitt ein af grundvallarreglum lýðræðisins að meiri hlutinn ráði. Ég skal að vísu játa, að minni hluti getur haft alveg eins rétt fyrir sér, en ef hann á að ráða, þá er það ekki lýðræði. Það er þó langt frá að ég vilji halda því fram, að minni hlutinn, hvort heldur er á þingi eða ann- arsstaðar, eigi að vera réttlaus. Þvert á móti væri æskilegt að sýna honum alla sanngirni og taka >•••••••••................. tillit til hans eins og hægt er, en skilyrði fyrir því verður þá auð- vitað að vera það, að hann vilji taka á sig hluta ábyrgðarinnar með meirihlutanum. En það hafa núverandi stjórnarandstæðingar ekki viljað gera. Þeir vilja fá að ráða, og hafa fengið að ráða sumu, t. d. um fjárveitingar, en þeir vilja jafnframt kenna stjórninni og stuðningsflokkum hennar um allt, sem miður fer, jafnvel hai'ðindi, aflaleysi, verzlunarhöft annarra þjóða og líklega einnig borgara- styrjöldina á Spáni, eða ætli það sé ekki stjórninni að kenna, að ekki er hægt að selja fisk til Spán- ar? Þetta ábyrgðarleysi núverandi stjórnarandstæðinga hefir meðal annars komið greinilega fram x fjárlagatillögum þeirra. Hver, sem kynnir sér þær óhlutdrægt, hlýtur að sjá að þeir hafa auðsjáanlega litið svo á, að það væri ekki þeirra verk að sjá fjárhag ríkissjóðs borgið, það ætti stjórnin og henn- ar menn einir að gera, og þó hefir ekki verið beitt neinni hlutdrægni um fjárveitingar á fjárlögum, það er auðvelt að sýna og sanna, svo ekki hafa stjórnarandstæðingar þá afsökun. Það er lýðræði, að meiri hlutinn í hverju máli ráði, en einræði, að völdin séu hjá einum manni eða mjög fáum. En hver er þá réttur minni hlutans í lýðræðislandi? Hann er einkum sá, að mega afla skoðunum sínum fylgis opinber- lega og óhindrað, eftir því sem hann getur. í einræðislöndunum er ekki skoðanafrelsi, ekki prent- frelsi né málfrelsi. En hvernig er þessu varið hér á landi? Það þarf ekki annað en lesa blöð stjórnar- andstæðinga til að sjá það. Þau ekki einasta deila á ríkisstjórnina fj'TÍr hverja einustu stjórnarráð- stöfun, sem hún gerir, heldur við- hafa þau hin verstu fáryrði um hana og hina ráðandi flokka. Ég er að vísu ekki kunnugur blaða- mennslu annarra þjóða, en ég ef- ast mjög um það, að nokkursstað- ar í heiminum sé annar eins munnsöfnuður leyfður um sjálfa ríkisstjórnina eins og viðhafður er af stjórnarandstæðingum hér á landi, og á ég þar reyndar ekki eingöngu við núverandi stjórnar- andstæðinga, heldur hefir tónninn verið svipaður í garð allra ríkis- stjórna í þau 32 ár, sem liðin eru síðan við fengum innlenda stjórn. Það sé langt frá mér að hæla slíku og án efa fylgir ýmiskonar spill- ing þeim óvandaða rithætti, sem hér er viðhafður, en þess ber þó jafnframt að gæta, að þetta getur aðeins viðgengizt vegna þess, að við höfum fyllra lýðrœði, heldur en líklega flestar aðrar þjóðir. Núverandi stjórnarflokkar eru lýðræðisflokkar. Hinir þingflokk- arnir segjast einnig vera það. Hér skal ekkert um það fullyrt; telja má þó fullvíst, að mikill hluti flokksmanna aðhyllist lýðræðið ennþá. Hitt er og auðsætt, að þeim flokkum, sem standa yzt, hvort heldur er til vinstri eða hægri, er hœttast við að smittast af öfga og nfbeldisstefnum til heggja hliða. Fimmtudaginn 1. október n. k. verða seldar við uppboð að í’órustöðum i Öngulstaðahreppi nokkrar kynbótakindur, tilheyr- andi sauðfjárræktarbúinu þar. — Uppboðið hefst kl. 1 eftir hádegi. Pórustöðum 20. september 1936. Eiríksson. Garðlönd. Éeir, sem kynnu að óska eftir að fá á leigu plægt land á Oddeyri til matjurtaræktar, sendi umsóknir fyrir 1, Okt, n. k, Akureyri, 21. Sept. 1936. Bæjarstjórinn. Þess vegna er Framsóknarflokkn- um minnst hætta búin í þessu efni, ailra flokka í landinu, af því hann er miðflokkur, flokkur, sem byggir blátt áfram tilveru sína á lýðrœðinu. En þó allir þeir flokkar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, kunni að vera lýðræðisflokkar, þá er hitt víst og öllum kunnugt, að einræð- is- og öfgastefnurnar hafa náð fót- festu hér á landi og að töluvert er gert til að útbreiða þær af fylgis- mönnum þeirra, einkum meðal æskulýðsins. Það sýnist að vísu mjög ólíklegt nú, að slíkar stefnur nái nokkru sinni tökum á þjóð- inni, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sínu? Að minnsta kosti er nú kominn tími til að gæta allrar varúðar í þessu efni, meðal annars með því að veita þessum stefnum ekki óbeinan stuðning, því hann getur orðið þeim alveg eins drjúgur til fram- dráttar eins og „agitationir" fylg- ismanna þeirra. Ekkert greiðir betur götu einræðisins en vantrú á ríkjandi skipulagi og virðingar- leysi fyrir lögunum og þeim venj- um og stofnunum, sem þjóðinni hafa verið helgar. Hinar taum- lausu pólitísku æsingar stjórnar- o.ndstœðinga og svívirðingar þeirra um ríkisstjórnina og Al- þingi mundu t. d. helzt hafa áhirf í þessa átt, ef áhrifin eru nokkur. „Sjálfstæðisflokkurinn“ segist vera lýðræðisflokkur og ég efa ekki, að fjöldi manna í þeim flokki vill að svo sé. Þessir menn ættu að athuga það, hvort blöð þeirra, eins og t. d. Morgunblaðið, greiða ekki, þó óbeinlínis sé, götu ein- ræðisins miklu betur, heldur en t. d. Nasistablaðið „ísland“ og blöð kommúnista. Það má að sjálfsögðu margt að lýðræðinu finna, enda öll manna- verk ófullkomin, og þingsjórnar og þingræðisfyrirkomulagið hefir auðvitað sína galla, enda ef til vill gengið of langt hér hjá okkur og reyndar víðar. En það er þó bezta stjórnarformið, sem mannkynið hefir ennþá fundið upp. Hvað okkur íslendinga snertir, þá ætt- um við að minnast þess, að ein- mitt undir þessu stjórnarfyrir- komulagi hafa orðið langsamlega meiri framfarir og umbætur hjá okkur, heldur en á 1000 árum áð- ur, þótt enn sé ekki allt fengið, og að olckar beztu menn hafa varið Uf) sínu til að berjast fyrir því Þakpapp þakjárn, saumur, hitunartæki. Gunnar Guðlaugsson. Vetrarstúlku vantar mig. Samúel Kristbfarnarson rafvirki. HERBEKGI óskast tilleigu nú þegar. helzt í miðbænum. — Upplýsingar í síma 133. Te nýkomið aðeins 95 aura pakkinn. Nýlenduvörudeildin. Svíð 'JT’ ,1"lr Hallgrímur járnsmiður. Heimavist lllenotasians á •j vantar stúlku við II matreiðslu í þrjá næstkomandi mánuði. — Upp- lýsingar hjá rádskonunni. tapaðist, í síðast- liðinni viku, á leiðinni úr mið- bænum og upp á brekku. Skilist til lögreglunnar gegn fundar- launum. fxelsi, sem fengið er, eins og t. d. Jón Sigurðsson. Þó lýðræðið hafi sína galla, þá býst ég við, að ef það væri afnum- ið, mundi sannast á þjóðinni, að „enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir“. Bernh. Stefánsson. ZION, Föstudaginn 25. sepfember, kl. 8,30 e. h.: Fyrirlestur um Jóhannes postula. Sunnudagínn 27. september, kl. 8,30 e. h.: Almenn samkoma. Allir eru hjartanlega velkomnir. Ritstjóri: Ingirnaa' Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.