Dagur - 01.10.1936, Qupperneq 3
40. tbl.
DAGUR
167
bát sinn eða báta, veiðarfæri o. þ.
h., enda eru bátar þar jafnan sett-
ir inn 'eftir hverja notkun. Er þar
allsstaðar góð bátavör með föstum
hlunnum (festir undir hliðar-
hleðsluna) alla leið úr flæðarmáli
og að naustdyrum, og er létt að
setja þurra og velhirta báta á
smurðum hlunnunum. Iðulega, a.
m. k. haust og vor, eru bátar
skafnir vandlega og bikaðir á ný,
og hefi ég séð þar áttrœða báta,
sem ungir væru að útliti og öllum
kostum. Þar eru menn hrœddir
um hátana sína. Varast að stíga í
súð, stökkva niður í hann, láta
hann liggja í fjörugrjóti, höggva
niðri e. þ. h.
Það er einn allra sorglegasti
vottur um rótgróinn skort verk-
legrar menningar að geta sætt sig
við ár eftir ár að setjast í sama ó-
hirta og hripleka bátinn, án þess
að hafast nokkuð að til endurbóta.
Auk þess sem líf eins manns eða
fleiri er oft og tíðum undir báts-
skelinni komið. Og margt er feigð-
ar-farið! —
Sama sagan endurtekur sig um
róðrarbáta víða með ströndum
fram á íslandi. Og hirðuleysið
nær einnig til trillubáta, vélbáta
og smáskipa, og mun þangað
mega rekja orsakir allmargra
slysa, því miður.
Ég held nærri því, að mér hafi
fundizt bátnaustaskorturinn einna
tilfinnanlegastur næst salerna-
skortinum hörmulega, sem Guðm.
prófessor Hannesson hefir ritað
einna mest um og bezt. Á því
sviði sést bezt, hve hið brothætta
skurn nútímamenningarinnar er
enn þunnt á oss íslendingum! —
(Meira). Bystander.
Vegavin í ReykjðdaL
í vor og sumar hafa verið að
birtast í nokkrum blöðum ýmsir
pistlar um vinnudeilur hér í
Reykjadal. En þar sem nafn mitt,
og okkar Einarsstaðafeðga, hefir
alloft verið nefnt í því sambandi
— sem annars málsaðila — óska
ég að mega leggja þar orð í belg.
Um 20. júní sl. kom út fregn-
miði á Akureyri að tilhlutun
kommúnistablaðsins „Verkamað-
urinn“, sem skýrði frá harðvítugri
vinnudeilu, sem stæði yfir í
Reykjadal. Verkfall var hafið og
félag stofnað, sem leitaði aðstoðar
verklýðssamtaka og Alþýðusam-
bands íslands. Er auðheyrð sam-
úðin með því að ofbeldi sé beitt
til þess að koma málum fram og
skorað á alla verkamenn á Akur-
eyri að standa með þeim, sem þær
aðferðir nota; ekkert tillit tekið
til málavaxta.
Síðar komu í kommúnistablöð-
um feitletraðar frásagnir um
vinnustöðvanir á Fljótsheiði, sigra
verkfallsmanna o. þ. h. auðvitað
ýkt og rangfært eins og þeim mál-
gögnum virðist eiginlegast, og var
auðheyrt að kommúnistar fylgdu
þessu sem sínu máli. Þá kom í Al-
þýðublaðinu grein eftir Sigurjón
Friðjónsson á Litlu-Laugum um
verkfall í Reykjadal. Var þar að-
allega sagt frá þeim þætti máls-
ins, er nokkrir menn tókust ferð á
hendur til þess að heimsækja okk-
ur, sem vorum að vegavinnu á
Fljótsheiði, og gerðu sér til erind-
is að tefja þar fyrir verki litla
stund. Saknaði ég þess úr þeirri
frásögn, að Fjallræður þær, er öld-
ungarnir fluttu þar, skyldu ekki
vera birtar, þó þær væru nokkuð
í öðrum anda, en fjallræða meist-
arans frá Nasaret sem geymzt hef-
ir nærfelt 2000 ár.
Helzt er að heyra á S. F., að
verkfallið hafi verið framið í mót-
mælaskyni við þingmann kjör-
dæmisins, Jónas Jónsson, sem
mjög hefir unnið að því, ásamt
vissum mönnum hér í sveitunum,
að viðhald veganna væri fram-
kvæmt af sveitarmönnum, sem til
skamms tíma var í höndum kaup-
staðarbúa. Ekki er að skilja að
hann viti neinar sakir á mig né
menn þá, er með mér unnu, sem
réttlæti það að til örþrifaráða hafi
þurft að grípa til þess að reyna að
hrekja mig frá því starfi, er mér
hafði verið falið að framkvæma.
í stað þess reynir hann að draga
Jónas Jónsson inn í þessa deilu og
telur orsökina þá, að hann hafi
sýnt vilja til þess að rétta heimili
í sveitinni hjálparhönd. Hér hlýt-
ur S. F. að meina sitt eigið heimili,
því vitanlega barðist J. J. manna
mest fyrir því, að Alþýðuskóli
Þingeyinga væri byggður á Litlu-
Laugum og tilraun gerð til þess
að nota laugarnar þar til upphit-
unar og ýmiskonar þæginda — allt
lánaðist það vel og hefir fært
Litlu-Laugabóndanum. drjúgar
tekjur í bú; þá mun J. J. m. a.
hafa stuðlað að því, að S. F. væri
veittur sérstakur skálda- eða rit-
höfundastyrkur, svo segja má að
þessi skrif hans séu framkvæmd
með styrk frá því opinbera. En
hvað þetta kemur þeirri árás við
er S. F. og aðrir samherjar hans
bófu á mig, mun fæstum skiljan-
legt, og hefði vafalaust mátt
sleppa því úr hans fréttabréfi að
þessu sinni.
Þá kemur nú hinn 20. ágúst
grein í Degi með fyrirsögninni
„Vinnudeilan í Reykjadal", eftir
G. H. Mun þar vera nágranni
minn á ferð, fyrrverandi brautar-
stjóri, Glúmur Hólmgeirsson í
Vallakoti.
í byrjun greinarinnar er svo að
skilja að hann vilji láta til sín
heyra um þessi vegamál af sann-
leiksást, og að hann einn „ekta
Ludvig David“ geti sagt sögu
málsins „frá upphafi til þessa
dags“. Þegar ég las þessi orð G. H.
datt mér strax í hug: Líklega
byrjar hann þá hjá forfeðrum
okkar, Kain og Abel, þar sem við
höfum fyrstu frásögn um árangur
af ofbeldisverknaði, sem framinn
var vegna hins smámunalegasta
metíngs og öfundar. Frá þeim
tíma hefir sagan alltaf verið að
endurtaka sig, ýmist í stærri eða
smærri myndum, runnum frá
sömu rót, að vinna sigur á með-
bróður með hnefa og hæl.
G. H. telur ástæðuna fyrir því,
að þessi uppreisn á sér stað þá, að
þeir, sem að henni stóðu, hafi ekki
haft traust á mér til þess að tak-
ast á hendur svo vandasamt starf,
að stjórna brautarvinnu. Rétt er
það, að ég leitaði ekki fyrirfram
eftir trausti eða vantrausti þeirra
manna, er ekki unnu hjá mér; en
þessi ummæli G. H. hafa komið
því til leiðar, að þeir menn, sem
hjá mér unnu, hafa fundið ástæðu
til þess að votta mér traust í yfir-
lýsingu, er hér fylgir og er hún
mér fyrir meiru en vantraustsyfir-
lýsing G. H. En einmitt vegna
þess að G. H. fer út á þessa braut,
kemst ég ekki hjá því, að minnast
á það, sem ég hefi heyrt um fortíð
hans sem brautarstjóra.
Á svipuðum aldri og ég stend
nú, var G. H. veitt brautarstjóra-
staða, ekki hefi ég heyrt þess get-
ið að á honum hafi hvílt vantraust
nokkurs manns þá og sjálfstraust-
ið, sem enn virðist nokkuð, mun
þá vart hafa vantað. En hvernig
G. H. auðnaðist að halda trausti
og virðingu í því starfi, vita allir
Reykdælir a. m. k. Þar má líka
enn sjá minnisvarða, síðasta hluta
þess vegar, er hann veitti for-
stöðu, hinn svokallaða „Glúms-
stúf“, sem liggur út í foraðsmýri
og óvissuna, þar sem hann endar
sem tákn ráðleysis og ómennsku.
Um það leyti var Hjálmari Jóns-
syni falin verkstjórn við veginn
og hefir G. H. fengið að hvíla sig
heima í Vallakoti með sínar mæl-
ingastengur og brautarstjóra-
mennt. Síðan þetta skeði er nú
víst liðið nokkuð á annan tug ára;
álítur því G. H. máske, að minn-
ingar frá þeim tíma séu að gleym-
ast og deyja, „en orðstír deyr al-
drei“, segir í Hávamálum og svo
mun hér reynast enn. — G. H. fer
í grein sinni að tilfæra umsagnir
eftir Hjálmari Jónssyni um mig
og ennfremur að segja úr „prívat“
samtali milli mín og hans, auðvit-
að treystandi því, að hann þurfi
ekki að bera ábyrgð á þeim orðum,
en geti látið söguna berast — sam-
anber söguna úr hænsnahúsinu
hjá H. C. Andersen.
Flestar frásagnir um þessi vega-
mál snúast um deilur, sem hér
hafi farið fram og endað með sigri
verkfallsmanna, sem unninn hafi
verið með aðstoð kommúnista á
Húsavík og oddvita Reykdæla-
hrepps.
Ekki mun verða fundið eitt
dæmi því til stuðnings, að deilan
hafi átt sér stað í þeim vinnu-
flokki, sem ég hefi sagt fyrir verk-
um; en þó hinir óróasömu menn,
ev heimsóttu okkur á' Fljótsheiði,
þar sem við vorum að vinna í friði
og spekt, rugluðu um ýms mál,
sem ekki komu brautarvinnunni
við, s. s. ungmennafélagsfor-
mannskosningu o. þ. h., má það
frekar teljast sveitarkritur og lýð-
æsingar, en vinnudeilur. Og enga
sök hafa uppreisnarmennirnir bor-
ið fram á hendur mér eða nokkr-
urs þess manns, er með mér var í
verki. Og hver er svo sigur Reyk-
dæla?
Með símskeyti dags. 17. júní sl.
var mér að fyrirlagi ráðuneytisins
veitt verkstjórn við vegina í Aðal-
dal og Reykjadal fram að Lauga-
skóla, svo og Fljótsheiði. Aðgerð-
um í Aðaldal og Reykjadal var þá
lokið, en eftir nokkurra daga
vinna á Fljótsheiði. í samtali, er
ég átti við vegamálastjóra, var
svo ráð fyrir gert, að vinnu þeirri
yrði lokið á þriðjudagskvöld 23.
júní, eða m. ö. o. siðari heimsókn-
ardaginn, þegar mér á að hafa
verið vikið frá. En að kvöldi þess
dags sendir vegamálastjóri mér
svohljóðandi símskeyti: „Sigfús
Jónssori, Einarsstöðum. Haldið á-
fram umbótum vegarins þessa
viku.“ Fór ég þá milli manna hinn
24. júní og bauð vinnu, meðal
annara G. H. og mörgum öðrum
úr liði uppreisnarmanna. Enginn
þeirra bar því við, að hann vildi
ekki vinnu undir minni stjórn, en
töldu vorannir við heimastörf
hindra það, að þeir gætu sinnt
brautarvinnu meira þetta vorið,
enda höfðu þeir margri dýrmætri
stundinni eitt undanfarna daga og
nætur í undirbúning við hið fyr-
irhugaða árásarstríð, sem fæstum
af liðsmönnunum ber saman um
í hvaða tilgangi hafi verið hafið.
— Dagana 25., 26. og 27. júní vann
ég svo á heiðinni með nokkrum
mönnum án nokkurra mótmæla.
í sumar hefi ég og annazt aðgerð-
ir á þessum vegum, þar sem
þeirra hefir verið þörf, og hefi
ekki orðið þess var að skipun sú,
sem út var gefin 17. júní, værx
afturkölluð eða breytt. Hefi ég og
enga ástæðu til þess að ætla að
stjórnarvöld þau, er fólu mér
þetta starf, fari að líkt og verk-
stjórinn, sem vék mér frá flokks-
stjórn án nokkurra saka, til þess
eins að þóknast fáeinum rauðleit-
um öfundssjúkum sálum, sem
voru að verki á allt öðrum stað —
í öðrum hreppi — og engin af-
skipti þurftu að hafa af mínum
vinnuflokk.
Eg get því glatt G. H. og aðra
hreinhjartaða nágranna mína með
því, að ef mér endist líf og heilsa,
vona ég að geta sem verkstjóri
boðið þeim vinnu við vegavið-
haldið hér í Reykjadal og á
Fljótsheiði, svo þeir af eigin
reynd geti borið um kosti mína og
ókosti — ég vona að þeim sjáist
ekki yfir hið síðarnefnda, en þurfi
ekki að stjórhast af innblæstri og
ímynduðum árásarefnum, sem
hafa gert þá svo hvatvísa og
fræga hið mikla styrjaldarár 1936,
þegar borgarastríð brýzt út á
Spáni og' hér í Reykjadal. Það
skal tekið fram hvað Aðaldals-
braut snertir, að ég tel sjálfsagt
að hi’eppsbúar í Aðaldal sitji þar
fyrir vinnu.
Að lokum þetta til G. H.:
Þar eð þessi mál virðast nú
fyrst og fremst vera ómerkilegur
nágranna- og sveitarkritur, held
ég að færi vel á því, að við, sem
vildum skeggræða hann frekar,
stofnuðum sveitarblað. Það mætti
t. d. heita „Brautarstjórnin“. Það
mundi varla spilla fyrir að fleiri
gæfu sig fram. Gæti svo útdráttur
úr beztu ritsmíðunum ásamt sig-
u rvinningafréttum haldið áfram