Dagur - 08.10.1936, Blaðsíða 3
41. tbl.
DAGUR
171
Skilnaða rkoeðja
við burtför
Sieingríms héraðslœknis Maíthíassonar
frá Akureyri.
Flutt i samsœti á Akureyri 29. september 1936.
Bliknar fróns feldur,
fölnar dags eldur.
Sígur haustfriöur
af himni niður.
— Sveiptur stjarn-ljósum
og segulrósum
glóir fjarðar-bœr
friðsœll og kœr.
Speglast leiftur-log
í lygnum vog.
Úti er kyrrt og hljótt,
því að að fer nótt.
En i gleðisal
góðvinatal,
setið að skilnaðsskálum
og skemmti-málum.
Þó er höfugt sinni
í hugum inni,
þeirra er hyggja á hag
við hniginn dag.
— Kvöldar og kólnar hér,
þegar kveðjum vér
mæring mjúk-ráðan
og menntum fjáðan.
Rík er minning hans
— hins reynda manns,
fróð hin forna rún
um föður-tún. —
Ungur lék hann sér,
þar sem unum vér
á fjarðar hleinum
og fjörusteinum.
Þá var þessi bœr
þjóðvegi nær
menntar, máttar
og manndóms-háttar.
— Út frá þeim arni,
er ornaði barni
fluttust frœgðar-órð
um fjarlœga storð.
Veittust frægðar-manni
í foreldra ranni
speki- og spádóms-orð
við sparneytið borð.
— Ei sú móðurást
í mannraunum brást,
er var þar að verki
undir vizku merki.
Brýndu unglings dug
og arnfleygan hug
fránar forn-glæður
og föður ræður. —
Fór að feðra líking
í frœði-víking
með mennta-þrá heita
megins að leita.
Hóf hann höndum tveim
í hernaði þeim
vizku veg-tama
og virkan frama.
— Unnin vona-gull
— verðmæti full —
bar hann að landi,
— bætur við grandi.
Of hann líknar-þáttu
þeim er lítils máttu,
bœtti sjúkra hag
sí-strangan dag.
Frœddi hollum greinum, —
og heilsu-meinum
bœgði bœnar-málum
og blikandi stálum.
Verðugt er að meta
þá er vakað geta,
fægt hin sollnu sárin
og sefað tárin. —
Lagði hann svefn og fjör
við sjúkra kjör;
— átti um áratugi
alþjóðar hugi.
Óskað er einum rómi
að almanna dómi:
ástir honum fáist
og af alhug tjáist
hylli heima-sveitar,
er hans hugur leitar
að fjarlægum löndum
frá fóstur-ströndum.
Vefji íslands sól
yfir Örœfa-stól
guðlegt geisla-skin
um vorn góða vin,
sem með sorg og þrá
á sonar brá
siglir sæ-ljóni
suður að Fjóni.
K. V.
>0«
Borgarastyrjöldin á Spáni snýst nú
aðallega um höfuðborgina Madrid. Hafa
uppreisnarmenn sameinað meginstyrk-
inn til átaka um borgina og er talið,
að þeir hafi 150 þús. manna her til
sóknar á þeim slóðum. Sækja þeir á-
kaft fram og hafa þegar gert nokkrar
flugárásir á Madrid. Alþýðufylkingin
býst til varnar eftir beztu föngum, en
mjög skortir stjómarherinn vopn og
verjur, en uppreisnarmenn hafa nægtir
af hvorutveggja frá Þýzkalandi, Italíu
cg Portúgal. Hlutleysissamningur ann-
ara ríkja kemur því eing'öngu niður á
stjórnarhemum, en hjálp fasistaríkj-
anna til handa uppreisnarmönnum á
Spáni má teljast opinbert leyndarmál.
Skólabömin eru beðin að ha.fa með
sér sálmabækur á laugardaginn kl. 2
við setningu skólans. Sömuleiðis óskar
skólastjórinn þess, að börn, sem tóku
fullnaðarpróf sl. vor, mæti til viðtals í
skólanum kl. 8V2 næstk. þriðjudags-
kvöld.
»Heimur versnandi íer«.
Oss nútímamönnum er víst ær-
*ið gjarnt að skoða þetta gamla
máltæki sem öfugmæli eitt og
bölsýni, er stundum grípi gamal-
menni, sem gleymt hafi sinni eig-
in æsku, er eflaust hafi haft skin
og skúrir á víxl eigi síður en á
vorum dögum. Og hin framgjarna
nútímaæska vill ekki einu sinni
gefa hornauga hinum „menntun-
arsnauðu“ tímum, er gamla fólkið
lifði á.
En hvað er svo um alla hina
marglofuðu menntun. Hefir hún
fært oss raunverulega menningu
og gert oss að nýjum og betri
mönnum? Hefir hún gert lífið
bjartara og ríkara, eflt bróður-
kærleika og andlegan þroska og
ást á öllu því, „sem er gott og nyt-
samlegt, lofsamlegt og gott af-
spurnar?“ Hefir hún gert lífið
fegurra og eftirsóknarverðara yf-
irleitt? Auðgað það að andlegu
verðmæti?
Lítum í kringum oss. Byrjum
að utan og færum oss inn á við,
unz vér stöndum rnitt í vorum
litla þrönga — þrönga hring lið-
lega hundrað þúsunda sálna. Hvað
ber fyrir augu vor og eyru? í
blöðum, útvarpi, síma o. fl. Hat-
ur, tortryggni, öfund, einræðis-
brölt og valdafíkn. Vígahugur,
hernaðaræði og ægileg hervæðing
stórþjóðanna. Geigvænlegur ótti
um nýja heimsstyrjöld í aðsigi.
Og hér heima leikum vér í orð-
um og innræti — og eftir megni í
verki — örlitla skrípamynd af
öllu þessu. Viljann vantar ekki.
Úlfúð hugans, kuldi hjartans og
kærleiksleysi er meira en nóg til
fullrar tortímingar ímyndaðra
andstæðinga, ef mátturinn væri
meiri.
Nei, „heimur vor“ hefir ekki
batnað. Menning vor hefir ekki
hækkað í samræmi við menntun-
ina. Vér erum ekki betri menn og
íslendingar en áður fyrri. Síður
en svo. —
En það er fróðlegt að litast um
og lærdómsríkt fyrir alla þá, er
sjá vilja og skilja og vita eftir
föngum deili á lífinu.
í fyrra gáfu 50 ára stúdentar
norskir út minningarrit allstórt.
Rita þar margir merkir menn og
víðkunnir. Eru í riti þessu marg-
ar ritgerðir fróðlegar mjög og
merkilegar, og fjalla sumar þeirra
einmitt um það efni, er ég hefi
hér drepið lauslega á. Eru sumir
þessara manna bjartsýnir, en aðr-
ir bölsýnir og daprir í huga af
vonbrigðum yfir lífinu og mönn-
unum yfirleitt.
Direktör Evensen, forstjóri hins
mikla geðveikrahælis að Gauts-
stöðum (,,Gaustad“), segir m. a.
á þessa leið:
„Það er ekki auðvelt fyrir þann,
er í daglegu starfi sínu sér mest-
megnis ranghverfuna á lífinu, að
varðveita bjartsýni sína og trú á
mennina. Einstaklingar eru all-
góðir, sumir meira að segja all-
merkir menn og elskulegir. En
Hfartkœr eiginkona min,
Svanlaug Jónsdóttir, lézt að heim-
ili sinu, Gilsbakkaveg 1 á Akur-
eyri, þann 4. þ.m. Jarðarförin
fer fram 14. þ.m. og hefst kl. 1
e. h. á heimili hinnar látnu.
fón íónasson.
sem heild standa þeir skör lægra.
Gamall fylgismaður persónulegs
frelsis lítur því með sorg og sökn-
uði á straumrás nútímans, þar
sem harðstjórn og einræði ríkir,
og krafizt er, að einstaklingurinn
sníði sér stakk eftir vexti fjöld-
ans, og að menn læri að hugsa í
takt. Er maður daglega sér og
reynir, hve mennirnir geta verið
heimskir, óærlegir, vondir, laus-
málugir og undirförulir, gegnsýrð-
ir af úlfúð og rógburði, tortryggnl
og öfund og valdafíkn, þá verður
manni ljóst, að vonzka heimsins
getur hæglega orðið hinum veik-
byggðu sálum um megn.
Að skapgerð eru hinir geðbil-
uðu eigi sjaldan betri en hinir,
sem utan hælis eru, a. m. k. með-
an veiklunin hefir eigi magnazt
og rifið niður upprunalega eigin-
leika þeirra. Það er einn hinna
fáu sólskinsbletta starfsins að
reisa við þá föllnu. — í hugarfari
mannanna verður engra framfara
vart. — Lítið aðeins til fornaldar-
innar og hinna 1500 ára gömlu
indversku sjónleikja: Sakúntala
og Leirvagninn. Það er víst lítil
von þess, að mennirnir verði betri
eða öðruvísi en þeir alltaf hafa
verið, jafnvel þótt viðhorf og um-
hverfi breytist með tímunum og
allt gangi í hring í bylgjum. Mað-
ur verður því að taka mennina
eins og þeir eru, og leitast við að
hjálpa þeim, sem eru hjálpar-
þurfi, og hefir maður þá orðið
einhvers góðs aðnjótandi í lífinu.
Vissulega er þetta fátækleg nið-
urstaða á lífsskoðun eftir svo
margra ára strit og erfiði; en sem
betur fer verður maður lítilþæg-
ur með aldrinum.
En svo lítilþægur að maður
visni með gleði — aldrei."
Hinn víðkunni norski verkfræð-
ingur, direktör Samuel Eyde
frumstofnandi „Norsk Hyrdo“) er
eigi mikið bjartsýnni. Hann segir
meðal annars:
„Síðan síðustu minningarhátíð-
ina (f. N. H.) hefi ég að mestu
leyti lifað sem privat maður i
sorg og gleði. Á sumrin hefi ég
verið heima á Bygðey (við Osló),
og á veturna erlendis, oftast i
villa „Les Mimosa“ í Cannes.“ —
„Ég get aðeins sagt það, að ég
verð þess eigi var, að heimurinn
hafi batnað. Vér höfum auðsjáan-
lega ekki tekið neinn verulegan
lærdóm af heimsstyrjöldinni, og
það eru sár vonbrigði að verða að
viðurkenna að vélrænar og vís-
indalegar framfarir stuðla aðal-
lega að því að auka hið ráðandi
eirðarleysi og óánægju.“
Bystander.