Dagur - 22.10.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 22.10.1936, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. XIX t # • t . ár. j Akureyri 22. október 1936. O (ÍOÝiO@OíiO®Ot> (fJ Hjartans þakklœti vottum við öllum þeim nœr og fjær sem glöddu okkur hjónin á gullbrúðkaups- Q degi okkar með heimsóknum gjöfum og heillaskeytum. (Sjk () öuð launi ykkur öllum. Elin Grímsdóttir. Árni Guðmundsson. Þórisstöðum. Bókafregnir. Jónas Þorbergsson: LJÓÐ OG LÍNUR. Degi er sérstaklega ljúft og skylt að benda lesendum sínum á þessa nýútkomnu bók. Allmikið af efni hennar í óbundnu máli birtist einmitt 1 þessu blaði á þeim árum, er höfundurinn var ritstjóri þess. Ritstjórnarstarf Jónasar Þorbergs- sonar var þannig af hendi leyst, að það skapaði það almennings- álit á honum, að hann væri fim- astur með pennann allra íslenzkra blaðamanna. ■ Auk stjórnmála- greina skrifaði hann oft ritgerðir annars efnis, svo sem æfiminning- ar og aðrar tækifærisgreinar, og þóttu þær frábærar að hugsun og frágangi, frumleiki hugmynda og ritháttur á óvenjulega háu stigi. I bók þessari, er að framan get- ur, birtast nú aftur ýmsar þessara frábærlega vel skrifuðu ritgerða og auk þess nokkrar, sem ekki hafa áður sézt. Má til nefna minn- ingargreinar um Hannes Hafstein, Tryggva Þórhallsson, Stefán skólameistara, Þórarinn á Hall- dórsstöðum og ekki sízt „Við banasæng“, minningarorð um sjúkling á Vífilsstaðahæli. Allar eru ritsmíðar þessar hver annari snjallari og enn fleiri, sem hér verða ekki upp taldar, geta menn gengið úr skugga um allt þetta með því að afla sér bókarinnar; það ættu allir unnendur snjalls máls og frumlegra hugsana að gera. Þá eru og í bókinni nokkur smá- kvæði og lausavísur og er snotur- lega frá því öllu gengið og öll er bók J. Þ., Ljóð og línur, hin eigu- legasta. (Framh. á 4. síðu). Svar frá Bernharð Stefánssyni alþm. til Ólafs Jónssonar framkvæmdastjóra bíður næsta blaðs. Kantötukór Akureyrar: Konur og menn, mætið öll í Skjaldborg föstudags- kvöld 23. þ. m. ki. 8% stundvíslega. □ Rún 503610278 — Frl.\ KIRKJAN: Messað í Lögmannshlíð n k. sunnudag kl. 12 á hádegi. Zion. Sunnudaginn 25. okt. kl. 10 f. h. sunnudagaskóli, öll börn velkomin. Kl. 8t4 e. h. almenn samkoma. Séra Frið- rik Friðriksson og tveir norskir stú- dentar taka þátt í samkomunni. Allir velkomnir. Athugasemd. Tómas Björnsson kaupmaður hér í bæ hefir fundið ástæðu til að semja og birta, í síðasta ísl., harðorðan dóm um píanóieik R. Abrahams á konsert í Nýja Bíó þriðjudaginn 6. þ. m. og virðist til- efnið vera vinsamleg ummæli í Degi um konsertinn, en dómur T. B- er sýnilega skrifaður af svo mikilli óvild í garð R. Abrahams að furðu gegnir, og af þeirri á- stæðu einni kemur ekki til mála að fara að rökræða við greinar- höfundinn um meðferð píanóleik- arans á viðfangsefnum sínum, en þar við má bæta, að greinarhöf. virðist hafa mjög takmarkaða þekkingu á efni því, sem hann er að dæma um. Skal því til sönnun- ar aðeins nefnt eitt dæmi: Greinarhöf. getur þess, að ung- frú Guðrún Þorsteinsdóttir hafi aldrei sungið eins vel og með jafnmiklu öryggi og að þessu sinni, og að hann hefði haft mjög mikla ánægju af að hlusta á söng hennar, ef hinn hryssingslegi leik- ur Abrahams hefði eigi varnað honum (greinarhöf.) að njóta söngsins. Nú veit hver maður, sem nokk- urt skynbragð ber á þessi efni, að það er með öllu ósamrýmanlegt, og söngur og öruggleiki söngvar- ans geti verið beztur og mestur, þegar undirleikurinn er svo slæm- ur, að hann spillir söngnum. En þetta segir þó Tómas Björnsson að hafi farið saman, en söngkonan sjálf er þar á allt öðru máli. Lengra svar hæfir ekki hinum umrædda hljómlistardómi Tómas- ar Björnssonar. X. Barnastúkan »Sakleysið« heldur fund n k. sunnudag' kl. IV2. Rætt verður um vetrarstarfið 0. fl. Æskilegt að sem flestir mæti. Konsert Guðrúnar Þorsteinsdóttur og' Robert Abrahams, sem þau höfðu 6. þ. m., verður endurtekinn í Nýja Bíó næstk. sunnudag, kl. 3 e. h. Robert Abraham biður þess getið, að konsertinn sé endurtekinn vegna þess hve áheyrendur hafi látið mikinn fögn- uð í ljósi yfir honum um daginn og meðal annars í tilefni af dómi um píanóleik R. A., er birzt hafi í síðasta tbl. »íslendings«. Vill hann að sem flestum gefist kostur á að dæma um réttmæti þess dórns. Frá Spáni. Fyrir nokkru tilkynntu uppreisnarmenn á Spáni, að þá og þeg- ar yrði árás hafin á höfuðborgina, Ma- diid, og myndi hún þá sæta sömu ör- lögum og aðrar þær borgir og þorp á Spáni, sem uppreisnarherinn hefir lagt i rústir, nema. að borgarbúar gæfust upp mótstöðulaust. Árás þessi hefir þó dregizt hing'að til, en skærur allmiklar hafa orðið umhverfis borgina og hefir ýmsum veitt betur, eftir því sem fregn- ir herma. Stjórnin hefir sett upp varn- ir umhverfis borgina eftir beztu föng- um. Fer úrslitaglíma borgarastyrjald- arinnar væntanlega fram á þessurn slóðum næstu daga. Matvælaskömmtun var fyrir nokkrum dögum hafin í Madrid og' fleiri borg- um á Spáni. Rússnesk skip hafa flutt allmikið af matvælum til Spánar til hjálpar Al- þýðufylkingunni, og er mikill fögnuður þeirra, sem rétt er hjálparhönd á þenna hátt. Vetur fer nú í hönd á Spáni, og hef- ir verið frost á hverjum degi á víg- stöðvunum. Getur vetrarveðráttan taf- ið fyrir hernaðarframkvæmdum. Dúmardægiw. Síðastl. fimmtudag and- aðist úr lungnabólgu Þórður Guð- mundsson, umsjónarmaður í Samkomu- húsinu um mörg undanfarin ár. Gegndi hann því starfi með stakri trúmennsku og reglusemi og var yfirleitt prýðilega kynntur af öllum, er til hans þekktu og' hinn grandvarasti í orðum og at- höfnum. Hann var lítið yfir sextugt að aldrl. t 43. tbl. NÝJA-BÍÓ H sýnir fimtud 22. þ. m. kl. 9 JónsmessuRæturdrauniar Þessi mynd hefir verið talin eitt stórkostlegasta listaverk á kvikmyndasviðinu. Guðbrandur Isberg, alþingismaður, kom hingað til bæjarins í gærkveldi og mun halda þingmálafund næstkomandi mánudagskvöld í Samkomuhúsi bæjar- ins. Gullb'i'úðkaup áttu 15. þ. m. hjónin Árni Guðmundsson og Elín Grímsdóttir að Þórisstöðum á Svalbarðsströnd. í tilefni dagsins heimsóttu gullbrúðkaups- hjónin um 80 sveitungar þeirra og vin- ir og' var öllum gestunum veitt af venjulegri rausn hjónanna. Skemmtu menn sér lengi dags við ræðuhöld og söng. Mörg heillaóskaskeyti og kvæði bárust hjónunum, og sveitungar þeirra færðu þeim að gjöf vandaða stunda- klukku með inngreyptum silfurskildi, er á voru letruð nöfn gullbrúðhjónanna á- samt hlýrri kveðju. Brúðhjónin þökk- uðu auðsýnda samúð og vinarþel og óskuðu sveitungum sinum allra heilla í nútíð og framtíð. Árni er 77 ára að aldri, en kona hans 70 ára. Hefir hann setið í hrepps- nefnd 18 ár, verið hreppsnefndarodd- viti 12 ár og hreppstjóri 43 ár. Einnig hefir hann verið formaður búnaðarfé- lags heppsins í mörg ár. Þau hjón byrjuðu búskap á Breiða- bóli, bjuggu þar í 6 ár, en á Þórisstöð- um hafa þau búið í 43 ár og geta nú með rósamri ánæg'ju litið yfir störf sín og farinn veg. Mistök á saltfiskssölu. Nokkrum dög- um áður en uppreisnin á Spáni brauzt út, ráðlagði umboðsmaður Sölusam- bands ísl. fiskframleiðenda í Lissabon, Fisksölusamlaginu að bjóða 80 þús. pakka af saltfiski til Portugal fyrir 31 shilling pakkann, og' var þetta um 12% hærra verð en meginið af saltfiski héð- an hafði verið selt fyrir síðastl. ár. Fisksölusamlagið neitaði að láta fisk- ir:n falan fyrir þetta verð. Afleiðingin af þessari ráðsmennsku hinna hálaunuðu forstjóra Fisksölu- samlagsins er sú, að nú bjóða þeir þenna sama fisk fyrir 27% shillings, sem þeir í sumar vildu ekki láta fal- ann fyrir 31 shilling. Tjónið, sem sjómenn og aðrir fisk- eigendur verða fyrir vegna þessarar ráðsmennsku er talið að nemi hundruð- um þúsunda króna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.