Dagur - 12.11.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 12.11.1936, Blaðsíða 2
190 DAGUR 46. tbl. K v i ( I u ii til Ólafs Herra Ólafur Jónsson heilsar enn upp á mig í 44. tölubl. „ís- lendings“ og þó varla verði sagt, að þar komi neitt nýtt fram og þessi síðasta ritsmíð hans sé eig- inlega útþynning hinna fyrri, þá mun þó kurteislegra að svara kveðjunni með fám orðum. En hann verður þó að afsaka, að ég geng fram hjá ýmsum endurtekn- ingum hans, sem ég er búinn að marg-hrekja, og eins, að ég nenni ekki að eltast við nema sumt af útúrsnúningum hans og rang- færslum á orðum mínum. Ég gat um það þegar í fyrri grein minni um Búnaðarþingið, að ég hefði þá aðeins séð fyrri hlut- ann af nefndaráliti meirihlutans, svo ég játa ekkert nýtt í þessu efni í síðari greininni, þó Ólafur reyni að láta líta svo út. Hinsveg- ar voru mér þá þegar kunn öll „rök“ Búnaðarþingsmeirihlutans, bæði af fyrri skrifum Ól. J. og annarra samherja hans, frásögn Morgunblaðsins af umræðum i Búnaðarþingi og fleiru, enda kom ekkert nýtt fram í nefndarálitinu. Ég tel mig því hafa haft fulla heimild til að taka gjörðir Búnað- arþings til athugunar og Ólafur hefir ekki heldur svo mikið sem gert tilraun til að sýna fram á, að ég hafi farið rangt með, er ég gat um ástæður þær, er búnaðar- þingsmeirihlutinn bar fyrir sig, heldur slær því bara föstu, með ekki meira en í meðallagi vönd- uðu orðbragði, að ekkert sé að marka það sem ég segi um þetta, af því ég hafi ekki verið búinn að sjá síðari hluta nefndarálitsins. Ég skora hér með á hann að nefna dæmi þess, að ég hafi far- ið rangt með um ástæður meiri- hlutans. Var Búnaðarþingið ólöglegft ? Ólafur heldur sig enn við það, að lögum Bf. ísl. hafi verið breytt á Alþingi, en þó er öll grein hans vörn út af því, að lögum félags- ins var ekki breytt á Búnaðar- þingi og að þau eru því óbreytt enn. Samkvæmt kenningu hans eru lögin því bœði breytt og ó- breytt. Hann virðist hafa „fengið þetta á heilann“ og engum söns- um ætla að taka og verður þá auðvitað við það að sitja, en flest- ir aðrir munu geta gert greinar- mun á því, að ríkisvaldið setur á- kveðin skilyrði fyrir því, að Bf. fari með framkvæmd jarðræktar- laganna, sem að vísu gera nauð- synlegt að Bf. breyti lögum sín- um, ef það fellst á skilyrðin, og aftur hinu, ef Alþingi hefði sett Bf. lög, eða breytt lögum þess að því forspurðu, eins og Ólafur seg- ir. — Búnaðarþingið breytti ekki lög- um Bf. ísl. í samræmi við jarð- ræktarlögin og tók ekki að sér Jónssonar. framkvæmd þeirra. Það er þessi á- kvörðtm Búnaðarþingsins, sem um er deilt. Virðist Ólafur nú vera farinn að sjá það, að þetta muni ekki verða vinsælt og þessvegna leggur hann nú megináherzluna á þá kenningu, sem hann einnig drap á í fyrri grein sinni, að Bún- aðarþingið hafi ekki haft heimild til að breyta lögum félagsins, af því það var aukaþing, því ef þessi kenning er rétt, þá eru fulltrúarn- ir auðvitað löglega afsakaðir — í þetta sinn. Er þá rétt að athuga þessa kenn- ingu nánar. í lögum Bf. ísl. stendur: „Lögurn þessum má breyta á Búnaðar- þingi.“ Þessi orð geta ekki skilist á annan hátt en þann, að hvert löglegl Búnaðarþing getur breytt lögunum, ef fyrir því er nægilegt atkvæðamagn, sem þarf að vera 3á fulltrúa. Þessi kenning Ólafs um að ekki hafi verið heimilt að breyta lögunum getur því ekki byggzt á öðru en því, að Búnaðar- þingið í haust hafi verið ólöglegt, enda heldur hann því beinlínis fram og byggir það á þessum orð- um laganna: „Búnaðarþing skal haldið annað hvert ár í Reykjavík, nema Búnaðarþingið samþykki annan fundarstað.“ Þarna er það gert að skyldu að halda þingið annað hvert ár, með öðrum orð- um: það má ekki halda það sjaldn- ar. Hitt er hvergi bannað, að halda það oftar, en segja má, að það sé ekki leyft heldur. Lögin taka ekk- ert fram um það atriði og að minnsta kosti er það ekkert lög- brot, að gera það, sem hvergi er bannað. En þegar skýr lagaákvæði vanta um eitthvert atriði, verður að fara eftir því, hvað heilbrigð skynsemi segir okkur um tilgang og vilja löggjafans. Eru þá nokkur líkindi til þess, að það hafi verið tilgangur þeirra, sem sömdu lög Bf. ísl., að banna aukaþing? Á- reiðanlega ekki, því alltaf getur komið fyrir að slíkt sé nauðsyn- legt og jafnvel óhjákvœmilegt. Bann við slíku hefði því verið hin mesta fásinna. En það sem eigin- lega tekur af öll tvímæli í þessu efni er það, að auk»biinaií- arþlng Iicíla* áður verið Italdið án þess nokkur maður svo mikið sem orðaði, að það vœri ólögfegt. Það gerði ályktanir um mjbg þýðingarmikil mál. Var það allt tóm markleysa? Ég held ekki. Ólafur talar um það eins og fjarstæðu, að aukabúnaðarþing ráðist í slíkt stórræði að breyta lögum félagsins. En hver er mun- urinn á aukabúnaðarþingi og Bún- aðarþingi. Það eru alveg sömu fulltrúarnir í báðum tilfellunum og hafa alveg sömu skilyrði. Ég hugsa að þeir séu alveg jafn vitrir á aukaþingi eins og á reglulegu þingi. Munurinn er í sjálfu sér enginn á þessu. Þessi ástæða Ólafs ei því ekkert annað en viðbára og firra, eins og ég hefi áður sagt. Búnaðarþingið í haust var löglegt í alla staði og hafði fulla heimild lil að breyta lögum Bf. ísl. En meðal annarra orða: Hvers vegna varJir. Ól. J. að fara á þing, sem hann taldi ólöglegt? Val búnaðarmála- sftfóra. Ég hefi bent á það, sem er og staðreynd, að þó Búnaðarþingið hefði gengið að skilyrðum jarð- ræktarlaganna um val búnaðar- málastjóra, þá hefði það engu breytt frá núverandi ástandi. Þessu neitar Ólafur og ber fyrir sig að búnaðarmálastjórinn sé skipaður samkv. fjárlagaákvæði, sem aðeins gildi til eins árs, og tekur dæmi af því, ef stjórn notar ekki heimild fjárlaga, þá fellur hún úr gildi eftir árið. En fjár- lagaákvœðið 1935 um val búnaðar- málastjóra var nú einmitt notað og Steingr. Steinþórsson ráðinn sam- kvæmt því og hann er ennþá bún- aðarmálastjóri. Það er því blátt áfram staðreynd, sem ég hefi sagt, að ákvæði laganna um þetta hefðu engu breytt frá núverandi ástandi, nema ef það er meiningin að reka Steingrím frá starfi, en um það hefur ekkert heyrzt. Olafur osí’ búnaðar- þingskosningarnar. Ólafur telur ríkinu jafnheimil afskipti af kosningafyrirkomulagi í félögum hvort sem þau njóta mikils eða lítils stuðnings af ríkis- fé, og hvort sem þau framkvæma mörg eða fá mál í umboði ríkisins. Ég hygg að fáir muni nú fallast á slíka fjarstæðu með honum. Það er yfirleitt viðurkennt að réttindi og skyldur eigi að fylgjast að; ég býst við að jafnvel Ólafur játi það, að sjálfsagt sé að ríkið setji ýms skilyrði fyrir því að geta orðið op- inber starfsmaður, þó þau komi ekki til greina við einkarekstur. Á sama hátt hljóta afskipti ríkisins af félögum að vera því meiri, sem þau njóta hærri styrks af ríkisfé og þó einkum ef þau beinlínis starfa í þjónustu ríkisins. Þetta er svo einfalt mál og sjálfsagt, að jafnvel flestir samherjar Ólafs munu játa það. Nú hefir Bf. ísl. algerlega sérstöðu, bœði hvað snertir styrk af ríkisfé og þó eink- um og sérstáklega þau opinberu störf, sem því hafa verið falin til þessa. Afskipti ríkisins af Bf. ísl. eru því jafn sjálfsögð, eins og það er sjálfsagt, að ríkið skipti sér ekkert af þeim félögum, sem eink- is styrks njóta af ríkisfé og eru ekki á neinn hátt í þjónustu rík- isins, ef þau starfa að öðru leyti á löglegum grundvelli. Með þessu hef ég þó ekkert á móti því, að beinar kosningar séu alls staðar heppilegri og réttlátari, en lög- gjafarvaldið hefir bara ekki að- stöðu eða rétt til að gera kröfu um þær í félögum, nema þau njóti svipaðs stuðnings þjóðfélagsins eins og Bf. ísl., en svo er ekki um neitt annað félag sem stendur. Ólafur reynir að draga dár að ummælum mínum um það, að kosningar til Búnaðarþings nú í haust hefðu bezt skorið úr um vilja bænda í þessu máli og biður mig í því sambandi að útskýra hvernig þessu sé hagað á Alþingi, þegar það er að ræða um að breyta stjórnarskránni. Já, ég skal gera það. Því er hagað nákvæm- lega á sama hátt og ég tel að Bún- aðarþingið hefði átt að gera: Ef Alþingi samþykkir breytingu á stjórnarskránni, þá er rofið þing og málið borið undir kjósendur landsins með nýjum kosningum. Nýkosið þing getur svo fellt breytinguna, ef kosningar hafa fallið svo, alveg eins og næsta Búnaðarþing hefði getað fært lög Bún.fél. ísl. í hið fyrra horf, ef sá hefði orðið vilji meirihluta bænda, þó Búnaðarþingið í haust hefði gengið að Jarðræktarlögun- um. Ég sé ekki að þetta sé neitt „öfuguggalegt.“ Það var þvert á móti hið eina rétta, ef nokkuð átti að fara eftir vilj^a bænda í mál- inu, en Búnaðaiþings- meirihlntinn þorðl nú eininitt ekki að bera málið undlr þá, a. m. k. ekki á þann hátt, sem bezt gat skorið úr um vilja þeirra. Ólafur reynir með mörgum orð- um að sýna fram á það, að það gegni allt öðru máli um Alþingis- kosningar, heldur en Búnaðar- þingskosningar, vegna þess að hinar fyrrnefndu kosningar hvíli á „alhliða viðhorfi einstakling- anna til þjóðmála.“ En eru nú ekki landbúnaðarmálin einmitt ■nwniwnwHHinHni Skóhlífar, barlmanna og nng> linga. Verð kr. 3.60. w* Inniskór, kvenna, mikið úrval. Kaupfélag Eyfirðinga. Skódeildin. skódeildm. |g| ÍMMiHIMMMMIIIIIMa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.