Dagur - 12.11.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 12.11.1936, Blaðsíða 3
45. tbl. DAGUR 187 hluti þjóðmálanna? Og þó Búnað- arþingskosningar verði ekki „póli- tískar", eins og Ólafur segist vona, þá verða menn sjálfsagt ekki sammála um hin ýmsu mál land- búnaðarins, frekar en annað, og er þá hverri stefnu í þeim málum miklu betur tryggður réttur með beinum kosningum, heldur en með núverandi fyrirkomulagi, al- veg eins og sjálfsagt þykir að tryggja rétt hinna póiltísku flokka i Alþingiskosningum. Ef sjálfsagt er að hafa Alþingiskosningar bein- ar, og jafnvel hr. Ól. J. virðist hallast að því, geta beinar kosn- ingar til Búnaðarþings varla verið nein vitleysa eða goðgá, þó Ólaf- ur vilji svo vera láta. Ólafur segist ekkert hafa sagt um sannleiksgildi þess, sem ég hefi sagt um misfellur á kosning- um innan búnaðarfélaganna, enda er ég sannfærður um, að hann veit að það er rétt. Samt leyfi hann sér að kalla þetta „slúðursögur“ og „aðdróttanir“. Með því segir hann óbeinlínis að að ég fari með lýgi, því sannar sakargijtir er engin heimild til að kalla þessum nöfnum. Annars hefi ég aldrei talað um kosningasvik til Búnaðarþingsins sjálfs, heldur um misfellur á kosningum til að- alfunda búnaðarsambandanna, og skal.ég standa við allt, sem ég hef sagt um það efni. Ólafur vill fá sannanir „án allrar málssóknar“. Hversvegna án máls- sóknar? Er ekki einmitt bezt að fá framburð manna um þetta stað- festan fyrir rétti og úr því skorið með dómi. Hafi ég haft í frammi „aðdróttanir af lélegustu tegund“ eins og Ólafur segir, þá er ég tvímœlalaust sekur við landslög. Ég skora því enn á Ólaf að láta höfða meiðyrðamál á móti mér fyrir hönd Bf. ísl, en að öðrum kosti að taka orð sín aftur. Á orðum mínum skal ég taka ábyrgð hvar sem er. „Að reikna ekki í árum en öldum“. Ólafur segir að sín afstaða til þessa máls sé sú, „að reikna ekki í árum en öldum“ og svo láti hann það liggja á milli hluta, hvort hann „alheimti daglaun að kvöld- um.“ Það er nú svo. Þessari hugsun skáldsins er einmitt reynt að ná með ákvœðum 17. gr. jarðrcéktarlaganna. Þar er gerð tilraun til að tryggja það, að jarðræktarstyrk- urinn komi sveitum lands- ins að notum í aldir, í stað þess að næsta kynslóð þurfi að kaupa hann fullu verði, eins og oft hefir átt sér stað áður. Á ekkert atriði jarðræktarlaganna hefir Ólafur ráðizt eins hatram- lega eins og þetta. Ég er honum ekki svo kunnugur persónulega, að ég viti neitt um það, hvort hann framfylgir þessari kenn- ingu, sem í ljóðlínunum felst, í var fæddur 19. okt. 1855 að Sörla- tungu í Hörgárdal og á þeim slóð- um ólst hann upp fram um ferm- ingaraldur; námsgáfur hafði hann ágætar og nokkurrar tilsagnar mun hann hafa notið, fram yfir það, sem þá var almennt. Haustið 1874 lagði stór hópur manna af stað til Vesturheims. Það haust kom fyrsta skipið tií ís- lands til að sækja vesturfara; það hét St. Patrick eða Patrekur helgi. Skipið tók 365 vesturfara og með- al þeirra var F. B. A. einn. Eftir 13 daga útivist hafnaði Patrekur helgi sig í Quebec í Canada, en það var 23. september um haustið. F. B. A. settist að í Austur-Ca- nada; er sennilegt að hann hafi að einhverju leyti notið aðstoðar frænda síns, Jóhannesar Arn- grímssonar prests að Bægisá, sem þá var í þjónustu Canadastjórnar Qg flutzt hafði vestur árið 1872. Strax eftir komu sína til Canada, hóf F. B. A. skólanám. Eftir sjálfs hans sögn byrjaði hann nám við Lindsey High School í Wictoria County, veturinn 1875—6 og hélt því áfram 1876—77. Árið 1879 stundaði hann nám við Ottawa Normal School, en 1881—82 við St. Chatarines College Institute. 1883 er hann við Hamilton College In- stitute og 1884 við Háskólann í Toronto. Að skólagöngunni lokinni gerð- ist F. B. A. starfsmaður Canada- stjórnar, og ritaði og þýddi bæk- ling fyrir stjórnina, en efni hans var lýsing á Norðvesturlandinu, eins og norðvesturhluti Canada var þá nefndur. Honum áskotnað- ist nokkurt fé fyrir starfa sinn, og sneri sér þá að öðrum verkefnum. Árið 1886 er F. B. A. í Winnipeg og þá stofnaði hann blaðið Heims- kringlu. Kom fyrsta blað hennar út 9. sept. 1886. Félagar F. B. A. voru þeir Eggert Jónannsson, er áður hafði að nokkru leyti haft 'umsjón með útgáfu Leifs — blaðs er þá var hætt að koma út — og Einar Hjörleifsson — nú Kvaran, en hann hafði komið vestur um haf frá Kaupmannahöfn sumarið 1885. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson segir í bók sinni: Vestmenn, að einkalífi sínu. Það má vel vera að hann geri það, en hitt er víst, að i umræðunum um jarðræktarlög- in hefir hann kvatt bændur til að reikna í árum en ekki öld- um og til að alheimta daglaun að kvöldum. En Framsóknarflokkurinn hefir í þessu máli haft það sjónarmið, „Að reikna ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum, því svo lengist mannsæfin mest.“ Bernh. Stefánsson, þessir menn hafi haft ritstjórn Heimskringlu á hendi. Hann læt- ur þess einnig getið, að stofnand- inn — F. B. A. — hafi ætlazt til að blaðið yrði fræðandi og skemmt- andi og færir til orð stofnandans sjálfs, er hann ritaði 1916 þegar Heimskringla varð 30 ára, en þar komst F. B. A. svo að orði, að blaðið hefði átt að vera „fréttablað Isl. í Vesturheimi og vernda það sem gott er og trútl og fagurt í íslenzku og norrænu þjóðerni, málið, söguna og skáldskapinn, dugnaðinn og hugrekkið, en ekki að kasta steini á kyn vort.“ Ekki varð F. B. A. auðugur af fyrirtæki þessu, nema þá af reynslu. Blaðið bar sig ekki fjár- hagslega ög E. H. Kvaran hætti að starfa við blaðið þegar 14. tölublað þess kom út og varð þá 4 mánaða uppihald á útkomu Heimskringlu. F. B. A., sem aldrei vildi skulda neinum, seldi þá Eyjólfi nokkrum Eyjólfssyni og öðrum samstarfs- mönnum sínum blaðið, en svo tók F. B. A. aftur við blaðinu 22. des. 1887 og hélt því út til 15. nóvem- ber 1888, en þá selur hann meðrit- stjóra sínum, Eggert Jóhannssyni, og prenturunum blaðið, varð þá Eggert aðalritstjóri, en F. B. A. flytur alfarinn úr Winnipeg um jólaleytið, en 22. des. héldu íslend- ingar 1 Winnipeg honum kveðju- samsæti. Kemst Þ. Þ. Þ. í bók sinni Vestmenn þannig að orði: „Missa íslendingar þar einn hinn fjölhæf- asta, áhugamesta, einlægasta og ó- eigingjarnasta menntamann úr hópi sínum, er Frímann B. Arn- grímsson flytur frá þeim.“ F. B. A. hafði, sama árið og hann flutti frá Winnipeg, stofnað félag meðal ísl. í borginni, og hét það Hið íslenzka þjóðmenningarfélag, en tilgangur þess var að efla bók- lega og verklega menntun; félag þetta varð þó ekki langlíft, er stofnandans naut ekki lengur við, 'og leið það undir lok, en hafði þó komið sér upp dálitlu bókasafni. Sjálfsagt myndi mörgum þykja fróðlegt að fá nákvæma frásögn af æfi F. B. A. og ekki er óhugs- andi að til séu þeir, sem ritað gætu sögu þessa merkilega manns, en ástæða er að ætla að það reynist erfitt verk. Sjálfur ritaði hann fátt um dvöl sína í öðrum löndum, og hann mun ekki heldur hafa sagt neinum svo greinilega frá henni, að þar séu ekki eyður í, sem tor- velt verði að fylla. Árið 1915 lét hann prenta á Ak- ureyri lítið kver, er hann nefndi Asters and Violets. Kverið er að- eins 32 bls. í litlu broti og hefir að geyma, auk formála og skýringa, 14 kvæði sem öll eru ort á ensku. I formálanum stendur: „Eftirfar- andi vers og kvæði hafa vaxið í hugmyndagarði mínum á síðast- liðnum 40 árum, þrátt fyrir óblíð- ar kringumstæður." Þetta 40 ára tímabil, sem höfundurinn talar um, er sá tími, er hann dvaldi er- lendis, eða frá 1874 til 1914, en þá kom hann heim, En í skýringun- um aftan við kvæðin segir höf- undurinn skýrt og bert, að hann hafi dvalið 14 ár í Canada, 5 ár og Jarðarför Frímanns B. Arn- grímssonar, sem andaðist 6. þ. m., fer fram n. k. laugardag, og hefst með húskveðju að Bjarma- stíg 15, kl. 1 e. m. Skyldmenni. 7 mánuði í Bandaríkjunum, 2Vs ár á Bretlandi, 17 ár 214 mánuð á Frakklandi og fulla 6 mánuði í skandinaviskum löndum, en þetta gerir 39 ár, 9Vz mánuð. Þegar litið er yfir kvæðin, sem flest bera með sér hvar og hvenær þau eru ort, fær maður dálitla hugmynd um æfiferil höfundarins — en kvæðin ná yfir tímabilið frá 1885—1914. Öll eru kvæðin góð, og þó að Frímann B. Arngrímsson hefði aldrei ritað neitt annað, eru þau nægileg til að halda nafni hans á lofti. Lengsta kvæðið, The Franklins Bound, er ort og prent- að í London 1897; segist höfundur þá hafa verið einstæðingur en ver- ið að reyna að ryðja sér braut til frama- meðal enskra manna og hafa margir verið dáðir fyrir minna afrek, og liðtækur myndi sá þykja nú í bókmenntastétt þessa lands, er jafn gott kvæði sendi frá sér á erlendri tungu. Við eitt af hinum 14 kvæðum, er kverið geymir, hefir höf. ritað skýringargrein, sem hver sá er les, mun nema staðar við, og Sem verða mun umhugsunarefni. — Kvæðið heitir Dawn. Ég læt það fylgja þessum línum í íslenzkri þýðingu, sem, þó ófullkomin sé, getur gefið þeim, sem ekki lesa ensku, hugmynd um þá hlið Frí- manns B. Arngrímssonar, sem ekki var til sýnis á strætum og gatnamótum. DAGRENNING. Eitt sinn stóð ég út við hafið einn um þögult nætur skeið, hlýddi á mjúka marar niðinn, morgunljóma dagsins beið. Sá eg dýrleg sólna kerfi, svipa bjartra klæðafald. Skynjaði hárra hnatta söngva, hjartslátt lífs og segulvald. Innra dulin draumkennd vitund djúpt í huga kveikti bál. Spurði: Hvað er líf? Hið ljúfa lifandi hnatta mál og sál? Hljótt varð allt á himni ogjörðu, hvergi virtist svar að fá. Lífið, sem mín löngun þráði, lá fyrir handan djúpin blá. Dagrenningin roða rúnum ritaði þá á hvolfið breitt: Hugur, fegurð form og elska og faðir lífsins, Guð, er eitt. * Aftur heyrði eg ölduniðinn, — sem engilrödd í þetta sinn. —. Og á hafsins hljóðu ströndu, hljótt eg tilbað Drottin minn. Boston 1890. Athugasemd höfundar er á þessa leið: „Hið stutta kvæði Dawn, sem ort er á heitum sumardegi í Bos-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.