Dagur - 19.11.1936, Blaðsíða 2
194
DAGUR
47. tbl.
»••••••• -
>--•"•■•• •
Slarl§sksrá
AlþýHuflokksins.
Er flokknum alvara
með að hfálpa íhald-
inu til þess að mynda
stfórn ?
Frá því var skýrt í síðasta blaði
að sambandsþing Alþýðuflokksins
hefði samþykkt starfsskrá fyrir
flokkinn og skal nú vikið að því
máli nokkru nánar.
Ályktun sú, sem Alþýðusam-
bandsþingið gerði í þessu efni, er
í tveimur köflum. Fyrri kaflinn
er þó raunar ekki annað en nokk-
urskonar inngangur eða forspjall
að hinni eiginlegu starfsskrá. Er
þar í alllöngu máli fram settar al-
mennar hugleiðingar um ástandið
í landinu og segir þar meðal ann-
ars:
„En það er sannfæring vor, að
auk hinnar skipulagslegu eining-
ar verkalýðsins í Alþýðusambandi
Islands og jafnframt því sem hún
myndast, sé það óhjákvæmileg
nauðsyn að fundinn sé málejna-
grundvöllur, sem allir frjálslyndir
menn og konur í landinu, hverrar
stéttar sem þau eru og hvaða póli-
tískan flokk, sem þau hingað til
hafa fyllt, geti sameinast um, til
þess að safna þannig öllum kröft-
um, sem unna lýðræði og frelsi og
vilja af einlægni vinna gegn í-
haldi og fasisma, til sameiginlegra
átaka til verndar lýðræðinu í
stjórnmálum og sköpunar lýðræð-
is í atvinnumálum og fjármálum.“
Allt er þetta skynsamlega mælt.
Lögð er mikil áherzla á, sem alveg
er rétt, að leggja þann málefna-
grundvöll, sem allir frjálslyndir
menn í landinu geti sameinast um,
til þess að vinna gegn íhaldi og
fasisma og til verndar lýðræðinu.
Eftir slíka yfirlýsingu mætti ætla
að varazt væri að setja í málefna-
grundvöllinn nokkur þau atriði,
sem fyrirfram er vitanlegt að
valda muni ágreiningi og sundr-
ung meðal frjálslyndra manna.
En því miður hefir reyndin orðið
þessi. Að vísu er það svo, að í öðr-
um kafla ályktunarinnar, sem fel-
ur í sér hina eiginlegu starfsskrá
eða málefnagrundvöll, er margt,
sem Framsóknarmenn hafa ekkert
við að athuga og eru að sjálfsögðu
fúsir til samvinnu um við Alþýðu-
flokkinn, en hitt verður jafnframt
hiklaust og ákveðið að segjast, að
sum atriði starfsskrárinnar eru
þannig vaxin, að Framsóknar-
menn vinna ekki að framkvæmd
þeirra á þá leið, sem Alþýðu-
flokksmenn ætlast til. í raun og
veru er þetta ofur eðlilegt. Þó að
núverandi stjórnmálaflokkar, sem
myndað hafa ríkisstjórn, eigi
mörg áhugamál- svipuð eða sam-
piginleg, þá eru samt sjónarmiðin
að ýmsu leyti ólík. Þar sem Al-
þýðuflokkurinn þykist eygja úr-
lausnir vandamálanna gegnum
sem mest afskipti ríkisvaldsins,
þar vilja framsóknarmenn fara
aðra leið og byggja á frjálsum
samtökum almennings til umbóta.
Þeir vilja fara samvinnuleiðina.
Þessi er aðalkjarninn í ágreiningi
í stefnumálum hinna tveggja um-
bótaflokka. Eigi þeir að geta unn-
ið saman, verður sú samvinna í
aðalatriðum að byggjast á samn-
ingagerð beggja aðila, en ekki á
því að annar aðili semji starfsskrá
í sínum anda og heimti, að hinn
aðilinn samþykki hana í öllum
greinum.
Eins og áður er tekið fram, stað-
hæfir Alþýðusambandsþingið í
fyrri kafla ályktunarinnar, að nú
sé brýn þörf þess, að allir frjáls-
lyndir menn í landinu taki hönd-
um saman, til þess að verjast
þeirri hættu, sem nú stafar frá í-
haldi og fasisma. En hvernig í ó-
sköpunum dettur sósíalistum í
hug að bezta ráðið til sameining-
ar allra frjálslyndra manna í
landinu sé í því fólgið að setja
fram einhliða sósíalistiskar kröfur
og heimta, að frjálslyndir menn,
sem ekki eru sósíalistar, gangi að
þeim í öllum aðalatriðum, með
öðrum orðum: gerist sósíalistar?
Það er ótrúlegt að Alþýðusam-
bandsþinginu skyldi verða þessl
skyssa á, og þó er það satt. Það
stendur svart á hvítu í niðurlagi
hinnar umræddu ályktunar þings-
ins. Þar segir svo:
„Fyrir því felur 13. þing Al-
þýðusambands íslands sambands-
stjórn sinni og þingmönnum Al-
þýðuflokksins forustuna um fram-
kvæmd ofanritaðrar starfsskrár,
leggur fyrir þá að hefja þegar að
sambandsþingi loknu öflugt starf
fyrir framgangi hennar, en ef sýnt
verður innan þriggja mánaða frá
slitum sambandsþings, að hún fá-
ist ekki í öllum aðalatriðum lögð
til grundvallar löggjajarstarji og
stejnu núverandi ríkisstjórndr á
nœstu árum, að slíta samvinnu um
ríkisstjórnina. .. .“
Hvernig lízt mönnum á?
Samkvæmt þessum hluta álykt-
unar Alþýðusambandsþingsins er
það fullkomin meining þess að
slíta samvinnu um ríkisstjórnina
innan þriggja mánaða, ef Fram-
sóknarflokkurinn hefir þá ekki
fallizt í „öllum aðalatriðum“ á
starfsskrána, t. d. ríkisrekstur tóg-
ára. Er þá mönnum þeim, sem að
starfsskránni standa, ekki meira
alvörumál en svo með verndun
lýðræðisins og afstýring þeirrar
hættu, sem stafar af íhaldi og fas-
isma, að þeir ætli að sleppa hend-
inni af hvorutveggja, ef Fram-
sóknarmenn hafa ekki innan
þriggja mánaða fallizt á, að ríkið
kaupi nokkra togara og geri þá
út fyrir eigin reikning? Er það
virkilega skoðun þessara manna
að skárra sé af tvennu illu að lofa
fasismanum að leggja undir sig
landið en að missa af ríkisútgerð
togara? Eða halda þeir að togara-
útgerð á þessum grundvelli feng-
ist frekar, ef íhaldið og fasisminn
kæmust til valda? Auðvitað dett-
ur þeim ekki slíkt í hug. En hvað
meina þeir þá með hótuninni um
að samstarfi núverandi stjórnar-
flokka skuli vera lokið í síðasta
lagi eftir þrjá mánuði? Það er
eins og þeir hafi ekki hugsað þá
hugsun til enda. Hyggi Alþýðu-
flokksmenn að slíta samvinnunni
á næstunni og stuðla þann veg að
stjórnarskiptum, þá liggur ekki
annað fyrir en íhaldið myndi
stjórn. Þetta sjá vitanlega íhalds-
menn og iða af feginleik út af
þessari samvinnuslitahótun sósíal-
ista. Ætla þá sósíalistar eftir allt
hjalið um íhaldshættuna að hjálpa
íhaldinu til valda? Ekki er það
trúlegt. Á þessu vanta allar skýr-
ingar frá sósíalista hálfu og þær
er nauðsynlegt að fá, ef nokkrar
eru til, nema svo sé að hótunin
um samvinnuslit sé samin og sam-
þykkt af flumósa mönnum, sem
ekki vita, hvað þeir eru að gera,
sé aðeins fljótræðisfleipur og eng-
in alvara á bak við.
í fullri alvöru skal því um það
spurt: Hvort vill Alþýðuflokkur-
inn heldur áframhaldandi sam-
vinnu við Framsóknarflokkinn, þó
hann fallist ekki á „öll aðalatriði“
í margumræddri starfsskrá, eða
samstarf við íhaldið og fasismann?
Þessari spurningu þarf almenn-
ingur, og ekki sízt fylgismenn Al-
þýðuflokksins, að fá svarað ákveð-
ið og hiklaust.
Fáist henni ekki svarað á þann
veg, þá bendir það á, að foringj-
ar sósíalista viti ekki, hvað þeir
vilja.
Búnaðarfélag
Öngnlstaðahrepps
lýsir yíir fylgi sínu við Jarðræktarlögin
nýju með 36 afkvæðum gegn 16.
Síðastliðinn mánudag hélt Bún-
aðarfélag Öngulstaðahrepps fund
að Þverá, til þess að láta í ljós af-
stöðu sína til jarðræktarlaganna
nýju. Á fundinum voru mættir 53
félagsmenn, en alls eru þeir í fé-
laginu rúmir 60. Á fundinum
mætti og Ólafur Jónsson fram-
kvæmdastjóri. Aðalræðumenn
voru Einar Árnason og Ólafur
Jónsson; nokkrir fleiri tóku lítil-
lega til máls. Meðal annars lagði
Einar þá spurningu fyrir Ólaf,
hvort hann sem fulltrúi á Búnað-
aiþingi myndi haga sér sam-
kvæmt þeim vilja, sem fram
kæmi á fundum í hreppabúnaðar-
félögum héraðsins. Ólafur svaraði
því, að hann færi þar eingöngu
eítir sannfæringu sinni, en gat
þess um leið, að skeð gæti, að
hann skipti um skoðun.
Umræður urðu alllangar og fóru
vel og kurteislega fram, en þó
með fullri einurð og alvöru.
Að umræðum loknum lagði Ein-
ar Árnason fram eftirfarandi til-
lögu til fundarályktunar:
„Fundurinn lýsir yjir jylgi
sínu við jarðræktarlögin
nýju og telur sjáljsagt, að
Búnaðarjélag íslands jari
jramvegis með jramkvœmd
þeirra. Skorar jundurinn
því á nœsta Búnaðarþing að
breyta lögum Búnaðarjé-
lags íslands til samræmis
við gildandi jarðræktarlög.“
Tillagan borin undir atkvæði
fundarmanna með nafnakalli og
var hún þannig samþykkt með 36
atkvæðum gegn 16. Einn fundar-
maður greiddi ekki atkvæði.
£
m*
Jólakerti
Skrautkerti
Antikkerti
Altariskerti
Kaupfélag Eyfirðinga.
Nýlenduvörudeild.