Dagur - 26.11.1936, Blaðsíða 4
200
DAGUR
48. tbl.
-4»
Lorents Thors
dæmdur í 20 daga
fangelsi skilorðsbundið.
Ýmsa mun reka minni til þess,
að Korpúlfsstaðabúið varð uppvíst
að því að hafa selt mjólk í flösk-
um, sem tóku minna en á þær var
letrað, án þess að taka tillit til
þess í viðskiptunum. Urðu út af
þessu töluverðar umræður í sunn-
anblöðunum, og hélt Mbl. fram
sakleysi Korpúlfsstaðafeðga.
í rannsókn málsins sannaðist
það á bústjórann, Lorents Thors,
að honum hafði verið fullkunnugt
um þetta athæfi. Höfðaði réttvísin
því mál gegn honum og var hann
sýknaður í undirréttinum. Málinu
var áfrýjað til hæstaréttar.
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn
í þessu máli 11. þ. m. og dæmdi
bústjórann í 20 daga einfalt fang-
elsi og til þess að greiða allan
málskostnað. Fara hér á eftir nið-
urstöður og helztu röksemdir rétt-
arins:
Með því að senda á markaðinn
mjólk í undirmálsflöskum þessum,
leyna kaupendurna þess, að flösk-
urnar stóðust ekki það mál, sem á
þær var letrað, og taka gjald fyrir,
eins og um réttar eins lítra flöskur
vœri að ræða, hefir ákærður gerzt
brotlegur við 279. gr. 1. mgr. hinna
almennu hegningarlaga, og þykir
refsingin hœfilega . ákveðin 20
daga fangelsi við venjulegt fanga-
viðurvœri.
Eftir málavöxtunum þykir þó
mega ákveða að fullnustu refsing-
arinnar skuli írestað samkvæmt
lögum nr. 30 frá 1907 og að hún
skuli niður falla að 5 árum liðn-
um, ef skilyrði téðra laga verða
haldin.
Samkvæmt þessu verður að
dæma ákærða til að greiða allan
sakarkostnað í héraði, þar á meðal
100 krónur til talsmanns hans þar,
og allan áfrýjunarkostnað sakar-
innar, þar með talin málaflutn-
ingslaun skipaðs sækjanda og
verjanda fyrir hæstarétti, kr. 120
til hvors.
Frá Spáni
berast daglega útvarpsfréttir um viðureign
stjórnarhersins og uppreisnarmanna, sem
hafa Máraliðshersveitir frá Marokkó í
þjónustu sinni, en mjög eru fréttir þessar
ósamhljóða og sýnilega hlutdrægar til
béggja handa, eftir því hvar þær eiga
upptök stn.
Aðalviðureignin fer nú fram umhverfis
Madridborg, en þrátt fyrir ítrekað>r til-
raunir vi'ðist uppreisnarmönnum hvergi
takast að vinna bug á varnarlínum stjórn-
arinnar. Slðustu dagana hafa orustur verið
litlar vegna snjóa. Miklar skemmdir hafa
orðið í borginni, aðallega vegna flugárása.
Konur og börn flytja sig nú unnvörpum
úr Madrid.
NÆTURVÖRÐUR er í Akureyrar
Apóteki þessa viku. (Frá n. k. mánud.
er næturvörður í Stjörnu Apóteki).
í HAtJST var mér dregið
hvítt gimbrarlamb með minu
marki: tvístýft framan hægra,
biti aftan vinstra. — Lamb þetta
á eg ekki og getur réttur eigandi
vitjað andvirðis þess til mín,
greitt áfallinn kostnað og samið
um markið.
Akureyri 23. nóvember 1936.
Páll Magnússon.
fæst nú í
Kaupfél. Eyfirðinp.
Járn- og glervörudeild.
Gardínutau
í fjölbreyttu úrvali,
nýkomið. Verð frá kr.
1.80 meterinn.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vefnaðarvörudeild.
Jarðimar
Miðland og
Miðhálsstaðir
í Öxuadslsbreppi fást til á-
búðar í n. k. fardögum. —
Hreppstjórinn í Öxnadalshr. 24. nón 1936.
Elias Tómasson.
Jólatré
fáum við
um miðjan næsta mánuð.
Kaupfélau fyfirðinp
Járn- og glervörudeild.
Léreft
fiðurhelt og dún-
helt. — Lakaléreft,
fæst nú í
Vefnaðarvörudeild.
Skemmtisamkomu heldur kvenfélagið
Hjálpin 1. des. n. k. í nýja samkomu-
húsinu að Saurbæ. Til skemmtunar
verður: Tombóla, söngur (söngfélag'ið
Þröstur syngur), upplestur, dans. —.
Skemmtunin byrjar kl. 8.30 e. h. Að-
gangur kostar kr. 1.00. Veitingar seldar
á staðnum.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
I
Nýttf
Bláberfasulía
Bláberja & Appel§ínusuBa
Bláberja & Eplasulla
Bláberja & Babarbarasulla
í Iieil og hálf krukkumi.
Kaupfél. Eyfirðinga
Nýlcnduvörudeild.
LÍKKISTUR
ávallt fyrirliggjandi af ýmsum stærðum hjá
undirrituðum.Vönduð vinna, fljót afgreiðsla.
Eyþór H. To
I I
a§§on
trésmiðameistari. — Sími 357, heima.
Jörðin Skipalón
í Glæsibæjarhreppi er nú þegar til sölu og laus til ábúðar
í næstkomandi fardögum. - Semja ber við undirritaðan
eiganda og ábúanda jarðarinnar, sem jafnframt gefur
upplýsingar um jörðina.
Skipalóni 20. nóvember 1936.
Sfgurjón Kri§fln§son.
TilboH óskast
í mjólkurflutning úr Glæsibæjarhreppi, til Mjólkursamlags
K. E. A., frá 1. jauúar 1937. Upplýsingar um breytingar
á flutningi mjólkurinnar gefur mjólkurflutninganefndin, en
tilboðum sé skilað fyrir 15. desember næstkomandi til
Steindórs Pálmasonar Garðshorni.
Mjólkurflutninganefndin.
PERL A
losar vel óhreinindin úr þvottinum.
Perla skemmir hvorki þvott ne hendur.
Perla gerir þvottinn blæfagran og ilmandi.
Perla er ódýr og drfúg i notkun.
Perla fœst í öllum verzlunum, er láta sér
annt um ad selja góðar vörur.
Perla er þvottaduft hinna vandlátu.
Sápuverksmiðjan »SJ0FNs Akureyri