Dagur - 10.12.1936, Blaðsíða 1
D AGU R
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. desi
XIX. árg.
Akureyri 10. desember 1936.
50. tbl.
Æltingjum og vinum tilkynnist, að Anna Guðmundsdóttir andaðist
að heimili sinu Pétursborg 2. desember.
Jarðarförin er ákveðin miðvikudaginn 16. desember og hefst
með húskveðju klukkan 11.
Aðstandendnr.
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að móðir okkar
og tengdamóðir, Ólöf Bergrós Árnadótfir, andaðist á Siglufirði
2. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin að heimili hennar, Möðrufelli,
mánudaginn 14. desember næstk. og hefst kl. 12 á hádegi.
Börn og tengdabörn.
líBjöri
frá Hólshúsum.
1867, 7. jan. - 15. nóv. 1936.
ii.
Hví skyldi eg ei leyfa lífsins anda
að lýsa hug,
og vísa innri sjón til sólarlanda,
en sorg á bug?
Kví skyldi eg, sem hefi hrímið
a^5 Heljar skör, [kafað
I.
Árbók
Ferðafélags Islands.
fyrir 1936 er nýlega komin út.
Efni hennar að þessu sinni er ein-
göngu um Reykjavík og nágrenni
hennar, eða allt að takmörkum
landnáms Ingólfs Arnarsonar.
Fyrsta kaflann ritar dr. Mangús
Jón^son prófessor, og er hann um
höfuðstaðinn sjálfan, þ. e. Reykja-
vík. Kaflinn er að vísu ekki lang-
ur, en gefur þeim, er ekki hafa
sérstaklega kynnt sér uppvaxtar-
sögu höfuðstaðárins, ágætar upp-
lýsingar um það efni.
Annan kaflann hefir dr. Bjarni
Sæmundssbn prófessor skrifað og
nefnir hann Suðurkjálkann, en
það er Reykjanesskaginn. Bjarni
líkir strandlengju landsins frá
Bjargtöngum og suðúr að Reykja-
nesi við gapandi gin, þar sem
Vestfjarðakjálkinn er efri skoltur-
inn, Snæfellsnesið tungan en
Reykjanesskaginn eða Suðurkjálk-
inn neðri skolturinn. Bjarni lýsir
landslagi, jarðmyndun, örnefnum
og öðrum sérkennum skýrt og
skemmtilega og er fróðlegt að
fylgjast með honum um þetta
svæði. Meðal annars segir hann
frá vatni því, er Kleifarvatn heit-
ir, og telur það eitt hið merkasta
stöðuvatn heimsins.
Það liggur ca. 135 m. yfir hafi,
en hækkar um ca. 4 m. á fáum ár-
um, en lækkar svo smám saman
aítur á ca. 30, án þess menn viti
hvernig á því stendur.
Þriðji kaflinn er ritaður af Ólafi
Lárussyni prófessor og er hann
um Innnesin, en svo eru einu
nafni nefnd Álftanes, Seltjarnar-
nes og jafnvel Akranes. Mikill og
margháttaður fróðleikur er saman
kominn í ritgerð Ólafs um þennan
landshluta. Átthagafræði, sögu-
fróðleikur og fjölda margt annað,
sem hér er ekki rúm til að telja.
Fjórða kaflann, sem heitir Aust-
ur yfir fjall, hafa þeir ritað mag.
Steinþór Sigurðsson og Skúli
Skúlason. Þar er lýst þeim hluta
landnáms Ingólfs, er liggur austan
vesturmarka Árnessýslu, en það
er Reykjanesfjallgarðurinn frá
Grindaskörðum að Þingvallavatni,
og sveitunum austan fjallgarðsins,
Grafningi og Ölfusi.
Það má segja, að öllum köflum
Á.rbókarinnar séu þessir kostir
sameiginlegir: Skilmerkileg og ná-
kvæm frásögn, og þeir sem ritað
hafa, virðast gæddir þeirri gáfu,
Kveðja frá Karli Guðmundssyni.
Eg kom til þín í bernsku,
burðasmár,
þú blessun veittir mér, en
aldrei sár,
und vængjum þínum þrótt og
manndóm fékk,
af þínu brauði saddur burt
ég gekk.
Þinn ylur smaug um alla mína sál,
en ekki get ég túlkað hjartans mál,
eg höfði drýp og hljóða þökk
fram ber,
ó, hlusta þú á kveðjuna frá mér.
að geta gert landslagið vegina, ör-
nefnin og ýmsar minningar, sem
við svæðin eru tengdar, lifandi og
laðandi fyrir þann sem les. Er
hægt að kreíjast meira? Ekki með
sanngirni. Allir, sem láta sig
nokkru varða það, sem snertir ís-
lenzka náttúru, með allri hennar
breytilegu fegurð, verða að lesa
árbók Ferðafélags íslands, og þeir
munu vakna upp til nýs áhuga
íyrir sínum eigin héruðum og
landshlutum, sem þeim eru ekki
kunn nema að litlu leyti.
Þess skal að éndingu getið, að
Árbókinni fylgja tveir prýðilegir
u.ppdrættir af nágrenni Reykja-
víkur, þar að auki er fjöldi merki-
legra og fagurra mynda í bókinni.
F. H. Berg.
KIRKJAN: Messað n. k. sunnudag í
Akureyrarkirkju kl. 2 e. h.
nú gleyma, að rúnir flóknar fékk
með falslaus svör? [ég stafað
Nú skal af alhug húmi dauðans
af hjarta og önd, [hrynda
og systur minni blómaknippi binda
með bróðurhönd.
Þótt horfin sértu vorum ytri
þú ert oss hjá, [augum,
þín minning geymir ljós frá
svo björt að sjá. [brúnabaugum
Og margur geymir geisla af
við gleðifund, [brosum þínum
og hluttekning í dýpstu sárum
á sorgarstund. [sínum
Þú hlúðir títt að mörgu mannlífs
á marga lund, [blómi
og bjóst hjá oss sem byggðar
að banastund. [vorrar sómi
Margt heillaspor um hartnær
þér hróður bjó; [sjötíu árin
þú mýkja kunnir ytri og innri
með ást og ró. [sárin
Og því mun fjölþætt blessun um
úr borg og sveit, [þig breiðast
og ástarþökk í sama strenginn
svo sönn og heit. [seiðast
Far heil. — Þú vilt vér látum
vorn lýsa hug, [lífsins anda
og vísa innri sjón til sólarlanda
en sorg á bug.
. D. J.
Zion. í kvöld (10. des.) verður sér-
stök samkoma til ágóða fyrir hússjóð.
Efni: Erindi: Gunnar Sigurjónsson.
Söngur, blandaður kór. Kaffi. Aðgang-
ur 1 króna.
NÝJA-BÍÓ
Föstud.- laugard.- og
sunnudagskvöld kl. 9:
Par sem skamm-
byssan ræður.
Ákaflega spennandi tal- og
hljómmynd með
Tom Mlx og „Tony“
í aðalhlutverkinu.
Prentvilla i Islendingi.
ísl. skýrir frá því í síðustu viku,
að prentvilla hafi það verið, þegar
sagt var að Framsóknarblöðin
hefðu haldið Eysteini ráðherra
samsæti. í handritinu hafi staðið
Framsóknarfélögin. Þessu trúir
Dagur vel, en ekki gat hann vitað
um prentvilluna fyrirfram og eðli-
lega er farið eftir því sem stendur
í blöðunum, því að þeim hafa
rnenn aðgang, en ekki að handrit-
unum.
Um þessa villu fórust Degi svo
orð:
„Um þessa blaðaskemmtun hefir
ekki heyrzt fyrr en ísl. skýrir frá
henni, og mun hér eitthvað mál-
um blandað hjá blaðtetrinu.“
Annað eða meira var ekki um
þessa villu sagt. En ísl. segist svo
frá, að Dagur hafi „gert sér mat
úr þessu .... og ræðst nú á prent-
villuna með miklum kúnstum og
tilburðum. Virðist blaðið álíta, að
hér komi til greina annaðhvort
vanþekking eða vísvitandi rang-
færsla ritstjóra ,ísl.‘ “
Samvizkusamlega er nú frá
skýrt! Hvar er „maturinn“, hvar
„kúnstirnar" og „tilburðirnir“,
hvar brigzlyrði um „vanþekking“
eða „vísvitandi rangfærslu“ ritstj.
ísl. í ummælum Dags? Ekkert af
þessu er fyrir hendi, nema í heil-
anum á ritstjóra ísl. Það var því
hreinasti óþarfi af honum að vera
með þessar miklu kúnstir og til-
burði út af hinum meinlausu orð-
um Dags um villuna í ísl., sem nú
er upplýst að hafi verið prent-
villa.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hluttekningu, við andlát
og jarðarför litla drengsins okkar.
Sigurlfna Haraldsdðftir.
Sigtryggur Þorsteínsson.