Dagur - 10.12.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 10.12.1936, Blaðsíða 3
51. tbl. DAGUR 207 Pappír$¥Örur hentugar til j ó 1 a g j a f a höfum við. Sérstaklega má benda á: Kassa og möppur með bréfsefnum og umslögum, mjög laglega, en þö ódýra. Kanpfélag Eyfirðinga Járn- og glervörndeild. Jólainnkaupin ættu allir að gera í tíma. Höfum fallegt úrval af alls- konar karlmannafatnaði, svö sem: Manchettskyrtur, bindi, slaufur, hatta, lina og harða, hanzka, sokka, nærföt, trefla. Kaupfélag Eyfirðinga. V'efnaðarvörudeild. Til jólagjafa höfum við nú fengið mikið úrval af barnaleikföngum, svo sem: bíla, liesta, flugvélar, brúðiirúin, kerta- stjaka, jólatré (lfitil), kermr og margt fleira. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. Góð bók er bezta fólagjöfín. Af hinu mikla hrvali góðra bóka viljum vér benda á, sem hentugar og vélséðar j « I a g j a ft r: Ljóðmæii Bjarna Thorarensen i.-ll. Rit Jónasar Hallorímssonar I.—V. Ljóðmæli Guðm. Guðmundssonar. Ljóðmæii Gríms Thomsens. Skáldrit Einars Benediktssonar. Ljóðmæli Davíðs Stelánssonar. Noregskonungasögur í bandi. Minningabók Dorvaldai Thoroddsen. íslenzkir þjóðhættir — ogskáld- sögur Kambans, Halldórs Kilj- ans Laxness, Kristmanns Guð- muudssonar og Hagalíns. — Einnig mikið af barna- og unglingabókum. Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. I* h a 1 d s m e n n, sem jafnframt eru andstæðingar jarðræktarlaganna nýju, færa þau rök fyrir því, að ekki sé gjörlegt að taka upp í búnaðarfélögum beinar kosningar við fulltrúaval til Búnaðarþings, að slík kosninga- aðferð sé ekki viðhöfð í samvinnu- félögum. Úr því að samvinnufé- lögin hafi ekki beinar kosningar, gangi það óviti næst, að búnaðar- félögin bregði út af þeirri venju, og meðal annars séu jarðræktar- lögin óalandi og óferjandi af þess- um sökum. Það er sannarlega nýlunda að heyra það af munni íhaldsmanna að skipulag í samvinnufélögum sé svo fullkomin fyrirmynd, að sjálf- sagt sé að önnur félög feti í sömu slóð. Hingað til hafa íhaldsmenn ekki litið á samvinnufélögin sem hina æðstu fyrirmynd, en þetta virðist nú vera að breytast, ef af heilindum er mælt, sem margir draga mjög í efa. En hvað sem um það er, þá er það óneitanlega í samræmi við fyllra lýðræðisform að viðhafa beinar kosningar en óbeinar, enda hefir þjóðfélagið sjálft þá reglu og dettur engum í hug að amast við því. um það, hvað margir bœndur hafi greitt atkvæði með og móti jarð- ræktarlögunum á búnaðarfélags- fundinum í Glæsibæjarhreppi, eru næsta fávíslegar. Á fundinum fór ekkert nafnakall fram, og það var áreiðanlega ekki á nokkurs manns færi að skrifa upp og því síður muna hvernig allir einstaklingar greiddu atkvæði. Hvernig getur þá blaðið vitað, að af 40 mótstöðu- mönnum laganna hafi 32 verið bændur, en af 32 meðhaldsmönn- um þeirra hafi þeir aðeins verið 12? í liði íhaldsins og varaliðs þess voru nokkrir bændasynir, sem alls ekki geta sjálfir talizt bændur. Hafi nú þeir, sem ekki eru bændur, verið aðeins 8 í lið- inu samtals, má segja að eftir- tekja Stefáns Grímssonar hafi orðið lítil í Glerárþorpi eftir hálfs mánaðar þrotlausar „agitationir“ þar fyrir íhaldið, varla þá nema 3 til 4 menn. Nei, það er að gera of lítið úr Stefáni að segja slíkt. Annars hyggur „Dagur“, að í þessu búnaðarfélagi, sem öðrum, stundi flestir félagsmennirnir meira og minna landbúnað og geti því orkað tvímælis um allmarga, hvort telja á þá til bænda eða ekki. En tölur þær, sem „ísl.“ hafa verið gefnar upp um þetta, eru al- gerlega út í loftið. ^ Viðar nefnist nýtt ársrit, sem héraðs- skólarnir gefa út í sameiningu. Undanfarið hafa sumir héraðs- skólarnir gefið út ársrit, sem fjallað hafa um störf og sérmál hvers skóla. Er nú ætlast til að þessi ársrit hætti að koma út og hafa kennarar og nemendasam- bönd allra héraðsskólanna bundizt samtökum um útgáfu sameigin- legs tímarits. Að þessu sinni gat þó alþýðuskólinn á Eiðum ekki tekið þátt í þessari útgáfu. Ritstjóri ársritsins er Þóroddur Guðmundsson. Segir hann svo um tilgang ritsins: „Ritið á fyrst og fremst að veita skólunum, sem að því standa, auk- ið gengi til gagns fyrir þá sjálfa. Það á að efla félagsskap og áhuga kennaranna, ekki einungis fyrir menntamálum, heldur og öðru því, er gildi hefir. Það á að kynna starf skólanna þeim, sem um það vilja fræðast, samrýma þá og ná- lægja hvern öðrum. Loks er svo til ætlazt, að það flytji fréttir um menningarmál utanlands frá.“ Eftir þessu fyrsta ársriti, sem út er komið, að dæma, sýnist þessi lofsamlegi tilgangur nást prýði- lega. Auk margbreytilegs efnis, sem í senn er fræðandi og skemt- andi, er útgáfa ritsins vönduð að frágangi öllum og prýðir ritið fjöldi ágætra mynda af mönnum og mannvirkjum. „Viðar“ er prentaður í prent- smiðju Odds Björnssonar. Dánardxgur. Þann 2. þ. m. andaðist hjá dóttui' sinni og tengdasyni á Siglu- firði Ólöf Árnadóttir fyrrum húsfreyja í Möðrufelli, nálsegt hálfáttræð að aldri. — Ólöf var ekkja eftir Jón Jónsson, er lengi bjó rausnarbúi ( Möðrufelli, hús- aði þá jörð vel og- bætti á ýmsa lund. Sonur þeirra er Kristinn, sem nú býr í Möðrufelli, en dætur frú Axelína á Siglufirði og frú Árnína ísberg' á Rlönduósi. Tvo syni misstu þau hjón uppkomna. Ólöf sál. var á marga lund merk kona, trygg í lund, vinföst og raungóð í bezta lagi. Jarðarför hennar fer fram að heimili hennar, Möðrufelli (heimagrafreitur). Flokksþing hefir miðstjórn Fram- sóknarflokksins ákveðið að kalla saman í Reykjavík 12. febrúar næstkomandi. Sjötugsafmæli átti Sigui'geir Jónsson söng'kennari 25. f. m. Hann fluttist t hingað til bæjarins með fjölskyldu sína fyrir tugum ára og hefir verið búsett- ur hér æ síðan. Sigurgeir hefir meðal annars getið sér orðstír fyrir óeigin- gjarnt starf í þágu sönglífs bæjarins og hefir lengi stjórnað kirkjusöngnum. Á fleiri sviðum hefir gætt mikils áhuga hans, t. d. í bindindismálum. Ba-rnastúkan y>Sakleysið« heldur fund n. k. sunnudag kl. 1(4 í Skjaldhorg. Kýir félagar teknir inn. Mörg' skemmti- atriði. Fjölbreytt skemmtun. Næstk. laugar- dagskvöld efna sjúklingar á Kristness- hæii til fjölbreyttrar skemmtunar i Samkomuhúsinu, til ágóða fyrir styrlct- arsjóð sjúklinga. Tilhögunarskrá verð- ur auglýst á undan skemmtuninni og verður til liennar vandað. Vænta sjúk- lingar hæljsins þess, að bæja.rbúar sýni þeim sama velvilja og áður og fylli húsið þetta kvöld. EPLI koma með E.s. Dettlfoss. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild. Vágestur mikill er hin svonefnda horgfirzka fjársýki. Hefir hún di'epið fó í hrönnum í Borgarfirði og er einnig komin í Vestur-Húnavatnssýslu og er sögð þar allskæð. Reynt er að stemma stigu fyrir útbreiðslu veikinnar, en gengur örðugt. Arthur Gook biður þess getið, að hann ,sé neyddur til að svara hinni óvæntu og- ósanngjörnu árás á tiúarsannfæring margra bæjarbúa, sem gerð var í »Zíon« á mánudagimi. Fyr- irlestur flytur hann um þetta mál, sunnud. kl. 5 e. h. Allir velkomnir. NÆTURVÖRÐUR er í Akureyrar Apóteki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Stjörnu Apóteki).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.