Dagur - 23.12.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1936, Blaðsíða 2
214 DAGUR 52. tbl. Öllum þeim sveitungum minum og vinum, sem heiðr■ uðu mig með heimsókn d sjötugsafmœli minu, sendu mér vinsamleg bréf eða skeyti og fœrðu mér viðtœki að gjöf; votta eg hér með alúðarfyllstu pakkir, óska þeim gleðilegra jóla, og drs og friðar í framtíðinni. Ytri-Tjörnum 21. desember 1936. Kristján H. Benjamínsson. :# indi til, að allir yrðu á sama máli, þó að menn hefðu andlegan þroska til að gera þetta almennt og samvizkusamlega, því að skiln- ingur og upplag er svo misjafnt i mönnum. En stór ávinningur væri að því, ef sá grundvallarskilningur kæmist inn í sálir manna, að meira en sjálfsþótti, fræða- eða trúarmont einstakra manna, meira en kreddur og heypidómar ein- stakra flokka eða félaga gildir það, að ástunda að leita sannleikans og þjóna sannleikanum, byrgja aldrei augun fyrir ljósinu, hvaðan sem það kemur og útiloka aldrei neitt sem fásinnu, nema með gildum rökum, sem vér erum reiðubúnir að gera oss sjálfum eða öðrum glögga grein fyrir hvenær sem er. Vitanlegt er það, að í þeim mikla sæg sundurleitra lífsskoðana, sem haldið er fram og boðaðar eru nú á tímum sem hjálpræðis- og fagn- aðarerindi, hlýtur ein skoðunin að vera annarri betri, misjafnlega sterk rök hljóta að fylgja hverjum boðskap, sem fluttur er — mis- jafnlega mikið vit og sanngirni. Sumt kann að vera gott, en annað óhafandi og loks kann að hugsast, að eitthvað kunni að mega læra af hverri stefnu. Til þess að hver og einn geti gert upp á milli þeirra, þarf rólega íhugun og sæmilega dómgreind. Öll trúaræsing og of- urkapp í málaflutningi gerir eigi annað en blinda dómgreindina. Það þarf engum að þykja slægur í því, að troða fram kreddu, sem byggð er á misskilningi og engum skín gott af. Sannleikurinn ber alltaf sjálfum sér vitni vegna síns eigin ágætis. Því meir, sem menn eru á villigötum, því magnaðra sem vantraustið er undir niðri í sálinni — trúleysið á sinn eigin málstað, því æstari, hatrammari og fólskari verður maðurinn í kreddu sinni. Þegar hann van- treystir sannleikanum að skína með sínu eigin ljósi og mikilleik, finnst honum þurfa að nota afls- mun, berja fram þann málstað með hnúum og hnefum, sem hann hyggur að ekki sé nógu góður til að sigra hugina og hjörtun af sjálfsdáðum. Hverju málefni er ólið að því, að öðlast slíka málafærslu, því að í fyrsta lagi ber hún vott um van- traust á sjálfu málefninu og í öðru lagi amast hún við öllum hliðar- ljósum, sem aldrei geta gert ann- að en gott — annaðhvort leiðrétt persónulegan misskilning, sem iðulega er vafinn í hverja lífs- skoðun, eða varpað skýrara ljósi yfir málefnið sjálft, en oss auðn- aðist áður. Andmæli gegn góðu málefni er oft hinn bezti styrkur, sem hægt er að veita því og miklu miklu betri en skilnings- laus samsinning. Því að annað hvort eru andmælin byggð á rök- um og benda þá á einhverja raun- verulega agnúa, sem sjálfsagt er þá að laga — eða þau eru ekki byggð á öðru en misskilningi, en þá gefa þau líka tækifæri til að leiðrétta þann misskilning. Y. Og þessir tveir flokkar haldast við í mannfélaginu enn þann dag í dag. Allir kannast við Fariseana, ofstækismennina, sem sjá vítis- barn í öllum nema sjálfum sér, þykjast framganga óskeikulir í blindni kreddu sinnar, stórorðir, dómsjúkir og umburðarlausir við aðra, enda þótt þeir þurfi sjálfir á miklu umburðarlyndi að halda. Þeir koma fram á öllum sviðum þjóðlífsins, í trúmálunum og stjórnmálunum, alls staðar þar sem kappið og ofsinn er látið ráða meira en skynsemin, og ná oft nokkrum áhrifum vegna dugnaðar síns, en þegar þeir slást í för með hinum hógværa og lítilláta friðar- höfðingja, verður liðsinnið stund- um hjáleitt, og til lítils stuðnings eða skilningsauka á málefninu, fremur en fylgd þeirra þrumuson- anna: Jakobs og Jóhannesar, er þeir vildu hrópa á eld af himni til að tortíma Samverjunum, vegna þess að þeir veittu Jesú ekki við- töku. — Fagnaðarerindisboðun þeirra, sem gera vilja eldsmat úr öllum þeim, er ekki fallast á hverja þeirra kreddu er líkust kristniboði Ólafs Tryggvasonar og aðstoðarmanna hans, er helzt meiddu eða drápu alla þá, sem ekki tóku við trú. En hvorki hefir guðskristni né nokkru öðru mál- efni verið viðbjargað fyrr eða síð- ar með slíkum náðarmeðölum og kemur jafnan greinilegar í ljós í slíku framferði dramb mannanna og óbilgirni, en liðsinni þeirra við Krist. Arftakar Saddukeanna eru einn- ig margir á meðal vor, þeir sem ekki trúa á upprisuna. Það eru efnishyggjumennirnir og margir þeir, sem telja sig vísindamenn og heimspekinga. í þeim flokki eru einnig þeir, sem segja: Etum og drekkum og gleðjum oss í dag, því á morgun deyjum vér. Ekki skort- ir þessa menn að jafnaði fyrirlitn- ingu á trúarofsanum og allri þröngsýni hans. En þá skortir venjulegast annað. Þá skortir sjálfa trúna á það, að lífið sé nokkurs virði. Einnig þeir eru lokaðir í sínum kredduhring. Tök- um til dæmis vísindamennina svo nefndu. í hverju eru þeirra vís- indi fólgin? Þau eru venjulegast fólgin í því, að rannsaka hin ytri fyrirbrigði efnisheimsins og leitast við að draga af þeim ályktanir og finna reglur fyrir þeim. Flestir hafa tekizt þessa rannsókn á hend- ur á svo takmörkuðu og þröngu sviði, að þá skortir alla stærri yf- irsýn. Jafnvel hið smæsta svið er svo ríkt af fjölbreytni og viðfangs- efnum, að það gefur ærið rann- sóknarefni fyrir heila mannsæfi. En árangurinn af því, að einblína svo fast á takmörkuð svið efnis- fyrirbrigðanna gefur venjulega ekki glöggan skilning á lífinu í heild. Undantekningar eru auðvit- að fjölda margar frá þessu. Mörg- um er það gefið, að sjá einmitt hið undursamega í hinu smáa, engu síður en hinu stóra. En oft eru efnislíkamarnir sundurgreind- ir í frumefni sín og talið að líf þeirra sé útskýrt með því. Oft horfa menn svo fast á efnið, að andinn hverfur þeim sýn. Iðulega er horft svo ákaft niður í moldina að stjörnubjartur himininn gleym- ist. Því verður ekki neitað, að sá rnikli skriður, sem komst á efnis- vísindin á nítjándu öldinni höfðu i för með sér nýja efnishyggju- öldu meðal aimennings. Þorri vís- mdamannanna voru efnishyggju- menn og hugðu sig að því komna, að leysa hina síðustu gátu. Og þar sem þessir menn hinsvegar urðu frömuðir ýmissa verklegra fram- fara og gerðu oft kraftaverk í efn- isheiminum, hlutu þeir átrúnað fólksins sem nýir spámenn. Með hruni hinnar fornu heimsmyndar, héldu menn og að trúarbrögðin, sem henni höfðu orðið samferða hlytu einnig að farast. Þegar him- ininn hrundi fyrir nýrri þekkingu og jörðin varð allt í einu ^ins og örlítið krækiber í ómælisdjúpi geimsins, þá hrundi einnig um leið fyrir mörgum trúin á guð og ann- að líf en það, sem á jörðu er lifað. Auðvitað þurfti þetta ekki að leiða hvað af öðru. Það voru að- eins hugmyndirnar um hið ytra íyrirkomulag alheimsins, sem tóku stakkaskiptum, og sú umbreyting varð reyndar á þann hátt, að sá heimur sem kom, varð stórum mikilíenglegri og dásamlegri, en sú veröld, sem hvarf. En þrátt fyr- ir það varð þetta svo mikil bylting í hugmyndalííinu, að trúin, sem alltaf biður um tákn, riðaði til falls. Það var eigi íramar hægt að benda á himnaríki og segja: Sjá, það er hér eða það er þar. Ekki einu sinni smásjáin eða stjörnu- kíkirinn l'eiddi það í ljós. Og á sama tíma leituðu kvikskurðar- mennirnir að sálinni í mönnum — slitu lim frá lim og fundu ekkert. Þá fóru þeir að efast. Og eftir því sem þeir þóttust vita meira, þvarr þeim trú. Ályktun þeirra var á þessa leið: Er ekki hin gamla trú jafnskeikul og hin gamla heims- skoðup? Er jörðin annað en örlít- ið moldarkorn í endalausum geimi alheimsins, sem þyrlast þar áfram endalaust og tilgangslaust um alla eilífð? Fæðist ekki maðurinn og deyr tilgangslaust? Kviknar ekki lífið af dauða efninu án þess að nokkur kveiki það og er nokkur guð til? — Brátt fóru vísinda- mennirnir að slá þessu föstu. Það varð þeirra trú. Og þeir urðu svo rétttrúaðir í vísindum sínum, að þeir þóttust þess fullvissir, að líf- ið væri aðeins framkvæmi afls og efnis. Þeir héldu að það hefði orð- ið til af einhverri skrítinni tilvilj- un. Og maðurinn, sem þannig væri einnig eitt fyrirbrigði efnis- ins, væri líka háður takmörkun- um þess, og því væri í raun og veru ekki mikið á hans skynjun- um að byggja. En það er gaman að veita því athygli, að þegar vísindin eru komin inn á þessa braut, þá fara þau einmitt að komast í mótsögn við sjálf sig. Ef hinar ytri skynjanir fara að verða óábyggilegar, þá er einmitt hætt við að vísindi, sem einkum byggja á þeim, geti eigi verið full- komin eða örugg heimild um hið sannasta eðli lífsins. Og á þennan hátt hafa einmitt hinir djúp- skyggnustu vísindamenn síðustu tíma verið að kippa hverri stoð- inni af annarri undan þeim rétt- trúnaði vísindanna, sem algengur var á nítjándu öld. Sumir vísinda- menn nítjándu aldar höfðu gengið svo langt, að telja, að ekkert, sem ekki yrði svo að segja þreifað á, hefði raunverulega tilveru. Það væru einungis staðreyndir eins og mmmmmmmtmm C \ýh ? 28 Nýtt! Ljósakrónur Forstofuluktir Forstofukúplar Borðlampar Náttlampar Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. áUUUBUMlM«WM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.