Dagur - 23.12.1936, Blaðsíða 3
52. tbl.
DAGUR
215
t. d. rúm og efni, sem væru áreið-
anlega og sannanlega til. En ým-
isleg hugarhrif og skynjanir eins
og til dæmis: litir, hljóð, ilman og
svo framvegis hefðu í raun og
veru enga hlutlæga tilveru, held-
ur væri að miklu leyti hugræn
blekking. Auðvitað byggist þessi
ályktun aðeins á þeirri fyrirfram
skoðun að hugsana- og skynjana-
líf mannsins sé að meira eða
minna leyti blekking. En ef vér
færum mjög langt út á þá braut
að útiloka raunverulega tilvist alls
þess, sem einungis byggist á
skynjunum hugans, þá sæjum vér
fjótt hver afleiðingin yrði: Allir
hlutir hættu að hafa þýðingu.
VI.
Þegar vitringar nútímans lenda
út í þessum öfgum vegna hræðslu
sinnar við trúna, þá eru þeir í
raun og veru orðnir flæktir í nýj-
um trúarbrögðum, þó að þeir geri
sér það ekki ljóst, meira að segja
nýrri kreddu sem engin sönnun er
fyrir, þeirri, að efnið sé raunveru-
legri undirstaða allra fyrirbrigða í
heiminum en hugsunin og vitið.
Að efnisvísindin séu meiri „vís-
indi“ en trúarvísindin, er aðeins
trúaratriði, sem efnishyggjumenn
aðhyllast. Á fjölda mörgum und-
anfarandi öldum hefir guðfræðin
verið talin æðst allra vísinda, og
það er hún, ef hún ber nafn með
rentu. En það er um báðar þessar
vísindagreinar, að ágæti þeirra fer
eftir því, hvernig með þær er far-
ið, og ef rétt er með þær farið eiga
þær hvorki að vera í mótsögn
hver við aðra, óvináttu eða sund-
urþykki, heldur fullkomna hver
aðra. Það ætti að vera sama út á
hverja leið sannrar þekkingar
væri gengið. Þeir sem sannleikans
leita hljóta ávallt að mætast og
komast á sömu krossgötur að lok-
um. Og ef hugurinn er fús á að
leita sannleikans, harmar enginn
það, þó að hann mæti bróður sín-
um á góðum áfangastað, enda þótt
hann hafi gengið eftir öðrum leið-
um. Gleðin ætti að vera gagn-
kvæm og ávinningurinn af mót-
inu. Rétt á litið er trú og vísindi
eins og tvö ljós, sem brugðið er
að sama viðfangsefni, lífinu, frá
tveim hliðum. Annað ljósið: ejnis-
vísindin leitast við að skoða fyrir-
brigðið með því að rannsaka hin
ytri einkenni þess og draga álykt-
anir af því. Hitt ljósið, trúarbrögð-
in, leitast við að sjá markmið og
tilgang í lífinu.
Ályktanir efnisvísindanna einna
geta orðið geysilega skeikular, ef
hvergi er til neitt ímyndunarafl,
til að sjá dýpra en yfirborðið eitt.
Það er eins og þegar blindur mað-
ur, sem aldrei hefir séð dagsins
ljós, þreifar á hlut og þykist síð-
an gerþekkja hann og geta lýst
honum. Trúarbrögðin byggja hins-
vegar á innsæju hugboði um þá
hluti, sem ekki er auðið að sjá
með líkamlegri sýn. Þau byggja á
löngunum og þrám sálnanna engu
síður en skynjunum þeirra og til-
finningum. Þau vita, að lífið er
er ekki síður fólgið í fegurð, góð-
vild og þekkingu og öðrum skynj-
unum, er einkum liggja á sviði
hugsunarinnar, heldur en stokk-
um og steinum, sem hægt er að
þreifa á. Raunverulegast alls er
sjálft lífið og það vitundargildi,
sem það hefir, jafnvel rúm og
efni eru fyrst og fremst til í vit-
und mannsins. Þess vegna opin-
berast sannleikurinn engu síður í
brennandi lífsþorstá mannssáln-
anna, en í dauðanum. Þessvegna
telja trúarbrögðin 'seinna fyrir-
brigðið ekkert sannara en hið
l'yrra. Maðurinn deyr að vísu, það
þýðir ekki að neita því, en hann
deyr til að lifna við aftur í trúar-
samfélagi æðri máttarvalda. Hann
deyr einungis til æðra lífs, ef það
líf hefir á annað borð hrifið hann
og heillað. Engar af dýpstu eðlis-
hvötum vorum blekkja oss eða
táldraga, heldur byggjast á óbif-
andi sannindum. Þetta er trúin á
lífið. Það væri fjarstæða að í-
mynda sér nokkuð í þá átt, að líf-
ið væri marklaus hégómi. Viskan
er svo mikil allt í kringum oss i
náttúrunni, að hið innra traust
segir oss það, að það muni einnig
vera óhætt um vort líf. Sá æðri
máttur, sem stöðuglega gerir alla
hluti nýja, mun endurleysa það
og endurfæða til æðra lífs og æðri
tilveru, þegar nauðsyn krefur,
eins og hinn ytri heimur endur-
nýjast stöðuglega með hverju
vaxandi vori. Þetta öldufall lífs-
ins nær gegn um alla tilveru frá
eilífð til eilífðar.
Það er reyndar örðugt að skilja
af hvaða ástæðu efnishyggju-
mennirnir hafa farið að halda því
fram, að efnið og orkan, sem alla
hluti skapa, hljóti að vera óvit-
andi vits og starfi tilgangslaust.
Ekkert því um líkt þekkjum vér
af vorri eigin reynslu. Allt starf
vort skapast fyrst í huga vorum
af vitanda ráði og þessi regla gild-
ir því meir, sem maðurinn er
þroskaðri. Og oss virðist af því,
sem vér vitum um alheiminn og
niðurröðun hans, að allt vitni þar
um stórfellda sköpun, þar sem
hverjum hlut er haganlega fyrir
komið. Hvernig er þá hægt að í-
mynda sér, að hin óþrjótandi feg-
urð og snilld, sem birtist jafnvel í
smæstu hlutum eins og snjókorn-
inu, hvað þá í sköpun hugsandi og
vitigæddrar veru eins og manns-
ins, hafi fram komið af eintómri
tilviljun þeirrar orku, sem er
blind og ekki vitandi vits?
Hér er ekki hægt að koma nein-
um vísindum við eða rannsókn.
Vér verðum aðeins að trúa því,
sem oss trúlegast þykir. En ein-
ungis með því að afneita öllu viti
jafnt í sjálfum oss sem öðrum, er
hægt að komast í kringum þá á-
lyktun að skynsemi ráði í heimin-
um og þá jafnframt einhver rétt-
lát siðalög, sem allri skynsemi
hljóta að verða samferða.
Það sem því Jesúm greinir á við
ýmsa vitringa nútímans, sem
halda því fram, að hann hafi ein-
ungis verið hjátrúarfullur Gyð-
ingur og barn sinna tíma er að-
eins þetta:
Jesús telur, að sú orka, sem
bæði skapar lífið og viðheldur því,
sé með líku eðli og vér, að því
leyti að hún bæði hugsi og vilji,
hafi tilgang og siðalög. Þennan
æðsta geranda allra hluta nefndi
Jesús því á líkingarfullan hátt:
föðurinn himneska, sem elskaði
oss og hefði skapað oss í sinni
mynd. Þessa skoðun er vitanlega
hvorki hægt að sanna eða afsanna
á venjulegan hátt. Vér verðum
annað hvort að trúa henni eða
trúa á tilgangsleysi lífsins. En um
leið og vér veljum á milli þessara
tveggja lífsskoðana verðum vér
að leitast við að svara þessari
spurningu fyrir oss: Hver lífs-
skoðunin er fegurri og meiri?
Hver trúin er líklegri til að skapa
fagurt og dáðríkt líf, sem á ein-
hvern hátt líkist því er oss dreym-
ir um og vér þráum?
VII.
Vér höfum nú hér á undan
reynt í fám dráttum að gera oss
grein fyrir því, hvað það væri í
aðalatriðum sem bæri á milli efn-
ishyggjuvísindanna og kristin-
dómsins. Það hefir verið bent á,
hvernig öll aðferð þeirra vísinda
er aðeins á takmörkuðu sviði og
hlýtur þessvegna að vera ófull-
nægjandi útskýring alheimslífsins.
Efnisvísindin eru aðeins ein til-
raun af mörgum til að leysa gátur
lífsins, ein skýring af mörgum og
annað ekki. Þessi skýringartilraun
hefir upplýst hitt og annað við-
víkjandi lífinu, en um upphaf, til-
gang og örlög lífsins sjálfs vita
þau þó ennþá sama og ekkert. Enn
á ný er líka heimsmynd efnis-
hyggj uvísindanna í hraðri upp-
lausn og hvað kemur í staðinn
geymir framtíðin í skauti sínu.
Vafalaust eiga kenningar Ein-
steins eftir að gera stórkostlegri
byltingar í öllu hugsanalífi fram-
tíðarinnar, en heimsmynd New-
tons gerði nokkru sinni. Ennþá
eru ekki nema örfáir lærðir menn
að byrja að átta sig á henni. En
það er athyglisvert, að frá þeim
kveður að jafnaði við annan tón
en frá efnishyggjumönnum liðinn-
ar aldar. Þeir segja, öndvert því
sem ýmsir fremstu hugsuðir lið-
innar aldar mundu hafa sagt:
Orka og andi eru einungis tvær
hliðar á sama hlut. Það má eins
■ vel segja, er vér horfum upp í
stjörnuhimininn, að þar birtist
tákn stórfelldrar hugsunar, eins
og að undrast yfir þeim óþrjót-
andi krafti, sem starfar í sólkerf-
unum og veltir himinhvelunum í
hendi sér. Heimurinn er fyrst og
fremst andlegur.
Og mundi það þá vera óhugs-
andi, að eftir allt þetta þekkingar-
fálm, sem reynzt hefir að ná svo
skammt, eftir vonbrigði eða rétt-
ara sagt vonleysi efnishyggjunnar,
komist allir sannir vitringar
heimsins. á þær krossgötur að
nýju, þar sem þeir koma auga á
Betlehemsstjörnuna, sem ennþá
blikar í sinni tindrandi fegurð á
himni trúarinnar og vonarinnar?
Mundi það vera óhugsandi, þegar
himininn heiðir og skýjaflókar
allskonar þröngsýni og hégóm-
legra tilfinninga hverfa burt fyrir
vaxandi sannleiksást og dýpri lífs-
vizku, að þá komi margur vitring-
urinn frá Austurlöndum eða Vest-
urlöndum auga á hina björtu
stjörnu jólabarnsins — Jórsala-
konungsins, sem fyrir mörgum
öldum boðaði mönnum hina dá-
samlegu lausn á lífsgátunni, að
kærleikurinn væri það máttarhjól,
sem hrærði allt sigurverk heims-
ins, og jafnframt sá töfralykill, er
gengi að mannlegum hjörtum.
Hann væri vegurinn, sannleikur-
inn og lífið.
Nú fyrst eru augu manna að
opnast fyrir því, að þessi lífsskoð-
un má eins vel heita vísindi eins
og hin, sem byggð er á trúnni á
tilgangsleysið. Og það er fleira,
sem vitringar nútímans geta lært
við vöggu Jesú Krists en þetta
traust barnsins. Það er undrun
barnsins. Þegar lærisveinarnir
spurðu hver mundi verða mestur
í himnaríki, tók Jesús lítið barn
og setti mitt á meðal þeirra. Ást
hans á börnunum er viðbrugðið.
En hvað sá hann í börnunum, sem
ekki var til staðar í sál hinna full-
orðnu? Það var undrun þeirra yf-
ir lífinu. Undrun er upphaf vizk-
unnar, hefir einhver vitringur
sagt. Barnið horfir stórum spurn-
araugum út í veröldina fyrst er
það fæðist. Það er ekki smitað af
neinum fyrirframskoðunum eða
hleypidómum. Allt slíkt lærist
með tímanum. En það er erfitt að
halda huganum ósnortnum og
fyrr en varir erum vér orðin svo
gagnsýrð af allskonar kenningum
að hvergi er olnbogarúm til óháðr-
ar hugsunar. Það er fágætt dæmi,
sem sagt er af Newton, hinum
mikla speking. Er hann hafði gert
grein fyrir allri sinni stórkostlegu
heimsskoðun mælti hann, að enn
fyndist sér, hann vera eins og lítið
barn, sem léki sér að skrítnum
steinum á sjávarströndu, en allur
reginsær sannleikans lægi ókann-
aður úti fyrir.
Betur að þetta hugarfar barns-
ins mætti varðveitast sem víðast
meðal vísindamanna og trúmanna,
meðal allra, sem elska konung
sannleikans. Hin mesta villa allra
kreddumanna hefir æfinlega ver-
ið sú, er þeir hætta að skilja hve
allri mannlegri þekkingu er áfátt,
hve lífið er stutt og listin er löng,
hve skilningur þeirra nær skammt
í samanburði við vizku guðs, og
þessvegna gerast þeir ofsafengnir
eða drýldnir í trú sinni.
En yfir öllum slíkum kenninga-
þyt blikar stjarna sannleikans í
heiðríkjunni, í eilífri ró fegurðar
sinnar og tignar. Vér komum fyrst
auga á hana, ef oss auðnast það
að líta á tilveruna með undrunar-
augum barnsins, m$ð ákefð og
hógværð í senn, brennandi í and-
anum en hrein í hjarta. Þá mun
veruleikinn birtast oss mikill og
dásamlegur. Þá munum vér eygja
guðs dýrð gegnum efnisþokuna og
friðarboga hans í hverju skýi. Ef
vér látum þessa stjörnu fara fyrir
oss og vísa oss veg, liggur leiðin
þangað sem skynsemi og trú, vís-
indi og kristindómur geta sætzt
og tekið höndum saman gúði til