Dagur - 07.01.1937, Page 1

Dagur - 07.01.1937, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. -m Akureyri 7. janúar 1937. Ártð Um leið og »Dagur« óskar les- endum sínum nær og fjær gleði- legs nýjárs, þykir hlýða að líta um öxl og minnast hins liðna árs með örfáum orðum. Rúm blaðsins leyfir ekki meira. Frá náttúrunnar hendi var liðna árið að ýmsu leyti gott ár. Að vísu var síðastl. vetur óvenjulega harður og snjóamikill norðanlands og aust- an; gengu hey þá svo til þurrðar, að búpeningur varð víða í hættu og óhjákvæmileg fóðurbætiskaup juku á örðugleika landbúskaparins; þó rættist betur úr en á horfðist um tima, því um sumarmál kom góður og hagstæður bati og vorveðráttan, sem svo mikið er undir komið, var ágæt. Grasspretta varð því góð og í framhaldi af þeim gæðum varð hey- skapartíð einkar hagstæð og hey- fengur manna eftir sumarið því yf- irleitt mikill að vöxtum, eftir því sem ástæður heiina fyrir leyfðu, og ágætur að gæðum. Var þessa og full þörf eftir tvö undanfarandi óþurrka- sumur. Sumar afurðir búfjárins hækkuðu og nokkuð í verði áárinuog sala þeirra hefir gengið vel. Má því segja, að öllu samanlögðu hafi frem- ur verið góðæri en hitt til landsins á árinu, þar sem tíðarfar og viðskipti hafa tekið hönduin saman um að bæta hag manna, sem mjög voru orðnir aðþrengdir eftir undanfarandi kreppuár og óhagstæða aðbúð frá hendi náttúrunnar. Til sjávarins hefir árið verið bæði illt og gott. Þorskaflinn brást herfi- lega og varð um helmingi minni en árið áður. Hugðu ýmsir, að þetta þunga áfelli mundi ríða ríkisbú- skapnum á slig, en hér fór þó betur en á horfðist, því síldaraflinn gekk prýðilega í surnar og síldarafurðirn- ar runnu út á markaðinn með hækk- andi verði. Auk þess bætti hin nýja atvinnugrein, karfaveiðarnar, nokk- uð upp hinn afar rýra þorskafla. — í þessu sambandi er þess raunalegt að minnast, að til skyldu vera svo blindir og óþjóðhollir menn, að þeir reyndu að bregða fæti fyrir hið mesta bjargræði á sviði sjávarút- vegsins, síldveiðarnar, með því að stofna til verkfalls á síldveiðaflotan- um. Hefði slíkt »herbragð« tekizt, væri íslenzka þjóðin nú um áramót- in fjárhagslega í rústum. En þessi ógeðslega tilraun misheppnaðist með öllu sem betur fór. Það er ánægjulegt til þess að vita, að í árslokin síðustu stöndum við svo út á við, að verzlunarjöfnuður- 1936. inn er hagstæður um nokkrar millj- ónir króna. Efalaust stafar það að miklu leyti frá þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til takmörk- unar á innflutningi erlendra vara, þó að sumum þyki þungt undir þeim takmörkunum að búa. En engu að síður eru þær nauðsynlegar. Þegar litið er til baka til atburða liðins árs, ber einn dökkan skugga yfir. Það eru hinar tíðu og stórfeildu slysfarir á árinu, jafnvel um hásum- arið. Á margur um sárt að binda í ástvinamissi eftir þá sorglegu við- burði. Þó að hjá slysum og mann- tjóni verði aldrei hægt að komast að fullu, þá hefir síðasta ár fært oss heim sanninn um það, að mikið er enn ógert í öryggismálum þjóðar- innar og að enn er mikið verk að vinna í þeim efnum. Öryggis- og tryggingarmál eru meðal stærstu mála þjóðarinnar. Nýja árið hefir að þessu sinni heilsað okkur hér norðanlands með norðanátt og fannkomu. Það er ekki óeðlilegt á þessum tíma. En því skulum við ekki gleyma, að á bak við hríðardimmuna fer hækkandi sól, sem að lokum verður að vorsól, er hellir geislaflóði sinu yfir hauður og haf og gerir sjálfa nóttina að björtum degi hér úti á hala veraldar. Hvað nýja árið ber í skauti sínu, vitum við ekki, og líklega er það blessunarrík ráðstöfun að okkur er framtíðin hulin. Töpum aðeins aldr- ei voninni um bjartari framtíð og batnandi þjóðlíf og verum allir sam- taka um að vinna að því, að sú von megi rætast. í þessari von og trausti á »guð í alheimsgeimi« og guð í sjálfum okk- ur bjóðum við hver öðrum gleðilegt nýjár. Héraðslmknir í Eyjafh’ði ev settur Arni Guðmundsson læknir hér í bæ. Fram s óhnarfél a <7 Glæsibæjarhreppa hélt fund síðastl. sunnudag. Á fundin- um gengu 11 nýir meðlimir í félagið. Hjónabönd: Ungfrú Jórunn Bjarna- dóttir ljósmcðir hér í bæ og Jón Elías Jónsson vélstjóri. — Ungfrú Ingibjörg •Jónsdóttir og Sverrir Þór vélfræðing-ur. Frú Sigriður Daníelsdóttir frá Mel- gerði í Eyjafirði var meðal farþega hingað á Goðafossi síðast. Hún fluttist ti! Ameríku árið 1922, giftist þar Ein- ari Haraldssyni frá Einarsstöðum í Reykjadal og eru þau búsett í Winnt- peg. Ætlar hún að dvelja hér fram á næsta sumar. BofQarastyrjöldin á Spáni heldur áfram jafnt og þétt og sér ekkert fyrir enda hennar enn. Um jólin tók eitt af herskipum spönsku stjórnarinnar þýzkt flutningaskip, lilaðið hergögnum til uppreistar- manna og neitaði stjórnin að láta af hendi hergagnafarminn. Eftir það náðu þýzk herskip tveimur spönsk- um flutningaskipum og vilja ekki sleppa þeim aftur. Þriðja flutninga- skipið ætlaði þýzkt herskip að hremma, skaut á þaö, en það hleypti til grunns og skildi þar með þeim. Eru úfar mjög teknir að rísa út af þessum atburðum milli stjórnarinnar á Spáni og Þýzkalandi. — Nú síð- ast hafa vopnuð skip uppreista^- manna skotið á brezk kaupför við Spánarstrendur. Hefir brezka stjórn- in mótmælt þessu athæfi, og er ekki ólíklegt, að »brezka ljónið« rumsk- ist betur, ef þessu heldur áfram. Um gervallan Spán halda orrust- ur áfrain af mestu grimmd á báða bóga, einkum þó umhverfis Madrid; veitir ýmsum betur, án þess að úr skeri. Ugglaust er talið, að yfirfor- ingi uppreistarmanna hafi upphaf- lega búizt við að geta leitt innan- landsstyrjöldina til lykta á skömm- um tíma með sigri sín megin, en rtyndin er orðin öll önnur. Og nú er þessí grinnna styrjöld orðin ineira cn borgarastríð á Spáni, því naum- ast verður annað sagt, en Þjóðverj- ?.r og ítalir séu orðnir aðilar í stríð- inu. T. d. er það staðfest fregn, að á 11. þús. ítalir liafi á síðustu tveim- ur vikum verið fluttir til Spánar til liðs við uppreistarmenn. Er slík þátttaka sem þessi talin mjög í- skyggileg fyrir friðinn í Norðurálf- unni og óttast margir að úr verði Evrópubál. Lúðvík Friðriksson sjómaður héðan úr bænum, hvai'f í Reykjavík á að- fangadag jóla; hefir hann ekki fundizt og mun talið vonlaust um að hann sé á lífi. Hann var hátt á sjötugsaldri. Aðalfun/l heldur íþróttafélag'ið »Þór« sunnudaginn 10. jan. n. k., kl. 9 e. h., að Hófel Akureyri (uppi). Venjuleg að- alfundarstörf. — Að fundinum loknum verður dansað á sama stað. — Félagar eru ámintir um að fjölmenna og mæta stundvíslega. Friðgeir H. Berg hefir frá síðustu áramótum verið skipaður fréttaritari útvarpsins hér á Akureyri og nærsveit- unum, að ytri takmörkum Árskógs- hrepps og að Gjögurtá og öllum sveit- um þar inn af, ásamt Hrísey, svo langt sem byggð nær. Fimmtudagskvöld ld. 9: Fröken Dokfor. Föstudagskvöld kl. 9: Laugardagskvöld kl. 9: Fröken Doktor. Sunnudagskvöld kl. 9: Flughetjurnar. KIRKJAN: Messað á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 e. h.. Síra Helgi Sveins- son prédikar. Hjónabönd: Laugardaginn 19. des. sl. voru gefin saman í hjónaband í Reykja- vík ungfrú María Bjarnadóttir, Jóns- sonar fyrrv. bankastjóra, og Arnold Henckell frá Hamborg. Þau sigldu á- leiðis til Þýskalands með Gullfossi 2. janúar sl. Á 2. jóladag sl. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Grund- arþingum ungfrú Laufey Stefánsdóttir bónda á Munkaþverá Jónssonar og Baldur stúdent Eiríksson, starfsmaður K. E. A. Hjónavígslan fór fram í Munkaþverárkirkj u. Eins og auglýst er, á öðr- um stað tiér í blaðinu, heldur »Félag ungra Framsóknar- manna« hér í bæ fund n. k. þriðjudag, 12. janúar. Er áríðandi að sem flestir félagsmenn mæti, þar sem mjög merki- leg mál eru á dagskrá, og kosinn verð- ur fulltrúi á flokksþing Framsóknar- manna, er hefst í Reykjavík 12. febrú- v. ■ næstkomandi. Jarðarför Guðmundar Björns- sonar Hallanda er ákveðin að Svalbarði mánudaginn 11. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 11 f. h. Aðstandendur. Hér með tilkynnist að Sigurjón J. Ósland andaðist í Norðurgötu 7, Akureyri, aðfaranótt 5. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Aðstandendur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.