Dagur - 07.01.1937, Page 2
2
DAGUR
1. tbl.
íhaldiréttlætið
Glæsibæjarhreppi.
1
Það lítur út fyrir að þeim félög-
unum Einari G. Jónassyni og
Stefáni Degi Grímssyni hafi orðið
bumbult af frásögnum „Dags“ um
fundinn í Búnaðarfélagi Glæsi-
bæjarhrepps 28. nóv. síðastl. Einar
birtir langa grein í 51. tbl. „ís-
lendings“, þar sem hann leitast
við að hnekkja frásögn „Dags“ af
fundinum, og Dagur Grímsson
lætur „ísl.“ birta á jólunum nokk-
urskonar áréttingu frá sér á grein
Einars, þar sem hann endurtekur
sumar fullyrðingar hans, en geng-
ur alveg framhjá ýmsu, er snertir
hann sjálfan og honum stóð nær
að upplýsa.
Auðséð er á þessum ritsmíðum
þeirra kumpána, að þeir kveinka
sér við því, þegar satt er sagt frá
því, sem að þeirra dómi má ekki
spyrjast út fyrir takmörk Glæsi-
bæjarhrepps. Það sannast líka hér
sem oftar, „að sannleikanum verð-
ur hver sárreiðastur“. Skal nú i'
nokkrum atriðum athugað hvað
menn þessir hafa að segja.
Einar Jónasson leggur sig mjög
fram með að hnekkja frásögn
„Dags“ af fundinum og ýmsu, sem
sagt er í sambandi við hann, en
Dagur Grímsson lætur sér nægja
að staðhæfa, „að öllu sé snúið öf-
ugt og saman hnoðað hrakyrðum
um saklausa menn“. Ekki reynir
hann að rökstyðja þessi ummæli
sín á nokkurn hátt. „Dagur“ gat
þess um nafna sinn, að hann væri
„sívakandi atkvæðasmali íhalds-
ins“. Kallar Dagur Grímsson þetta
hrakyrði? Það hefir hingað til
ekki verið talinn löstur á hjúi að
vera sívakandi og sístarfandi fyrir
velferð húsbænda sinna. Ef honum
finnst það „hrakyrði“, að skýra
frá dyggðugri þjónustu hans við í-
haldið, þá lítur út fyrir, að sam-
vizka hans sé ekki í sem beztu
lagi. Sé svo, mundi réttast fyrir
hann að segja upp vistinni og létta
á samvizkunni.
Hvorugur þeirra félaga, Einar
eða Dagur, reyna með einu orði
að hnekkja þeirri frásögn „Dags“,
að 14 ára barn hafi greitt atkvæði
á móti jarðræktarlögunum undir
handleiðslu Stefáns Dags. Þeim
hefir fundizt snjallast að minnast
ekki á þetta atvik, en aðeins að
hrópa: „Öllu er snúið öfugt“.
Samkvæmt þessu hrópyrði á það
ekki að hafa verið Stefán Dagur,
sem stjórnaði atkvæði barnsins,
heldur barnið, sem stjórnaði at-
kvæði Stefáns Dags!
Þá eru bændasynirnir búlausu.
Það skal látið eftir Einari Jónas-
syni að nefna þessa menn, sem
honum er þó jafnkunnugt um og
öðrum. Hann segir nú reyndar að
sér sé kunnugt um einn slíkan
mann í félaginu, og mun það vera
Ölver Karlsson á Vöglum. Segir
hann, að þessi sonur standi fyrir
búi föður síns. Enginn mun þó
hafa heyrt það fyrr en nú og er
það talið áreiðanlega rangt, því
faðir hans þarf engan bústjóra,
enda er sonurinn oft í vinnu utan
heimilis. Hinn bóndasonurinn bú-
lausi er Stefán Jóhannesson á
Neðri-Vindheimum. Það breytir
engu 1 því máli, þó bróðir Stefáns
lýsti með miklum hroka yfir því
á fundinum, að Stefán byggi á
þriðjungi jarðarinnar. Það er jafn-
ósatt fyrir því. Að minnsta kosti
hefir Stefán sjálfur neitað því, að
hann hafi hluta af jörðinni. Það
er og vitað, að sveitarstjórnin i
Glæsibæjarhreppi telur þessa
menn búlausa.
Þá er nú komið að bóndanum,
sem strikaður var út af félaga-
skránni.
Einar Jónasson neitar því að hér
sé um bónda að ræða. Stefán Dag-
ur er honum hyggnari í þessu
efni. Hann neitar ekki. Einar seg-
ir, að þetta sé maðurinn, sem
mælir benzín á bílana fyrir K. E.
A. „Full þörf er á því að skýra
þetta mál,« svo orðalag Einars sé
notað, til þess að blekkingum
hans verði ekki trúað.
Maður sá, sem hér um ræðir, er
Sigursteinn Steinþórsson, sem áð-
ur var bóndi á Neðri-Vindheimum
á Þelamörk. Sigursteinn var einn
með allra helztu bændum hrepps-
ins, athafnamaður á bújörð sinni
og bætti hana mjög að húsum og
ræktun. En á árinu 1934 leggst
hann þunga sjúkdómslegu og
verður að segja jörðinni lausri.
Hann lá meira en ár á Landsspít-
alanum.. En á sama ári kaupir
hann býlið Árnes í Glerárþorpi og
flytur fjölskylda hans þangað.
Vorið 1935 kemur Sigursteinn
heim. Á því sama vori er hann
strikaður út af félagaskrá búnað-
arfélagsins, en hann segir sig alls
ekki úr félaginu. Einar Jónasson
segir að íhaldið í Glæsibæjar-
hreppi hafi srikað hann út í
mannúðarskyni, „til að hlífa hon-
um við útgjöldum.“ Þetta mann-
úðarverk íhaldsins var í því fólg-
ið, að létta af Sigursteini tveggja
króna gjaldi, en neita honum
hinsvegar um mælingar á sléttum
á síðastl. vori, sem mundu hafa
gefið honum þá upphæð sexfalda
í styrk. Mikil er Díana Efesus-
manna! Mikil er sú íhaldsmannúð!
Stefán Dagur minnist ekkert á
mannúðarhliðina á útstrikuninni,
en dylgjar um, að Sigursteinn
hafi ekki greitt árstillög sín til
búnaðarfélagsins og því hafi hann
verið strikaður út af félaga-
skránni. Þetta eru rakalaus ósann-
indi. Það getur gjaldkeri Búnaðar-
félags Glæsibæjarhrepps, Grímur
Stefánsson bóndi á Krossastöðum,
vottað, enda hefir hann lofað að
gefa Sigursteini Steinþórssyni vott-
orð um það, að hann hafi verið
skuldlaus við félagið, þegar hann
var strikaður út af félagaskránni.
Sigursteinn Steinþórsson var
bóndi, þegar honum var ýtt úr
búnaðarfélaginu fyrir meira en
iy2 ári síðan, og hann er bóndi
enn. Hann hefir alltaf lifað á bú-
skap og engu öðru fram á síðustu
tíma og býr nú á Árnesi í Glerár-
þorpi. En í byrjun nóvember síð-
astl. hóf hann starf það, sem E. J.
getur um, vegna þess að hann er
fatlaður maður eftir veikindi sín
og þurfti að fá sér aukaatvinnu, er
hann gæti stundað með þeim litla
búskap, sem hann rekur.
Má af þessu glöggt sjá blekk-
ingartilraun E. J., þar sem hann
setur útstrikun bóndans vorið
1935 í samband við aukaatvinnu
sama bónda seint á árinu 1936.
Við framangreinda skýringu
hjaðnar blekking E. J. niður eins
og froða, sem blásið er á, svo að
ekkert verður eftir nema hneisan
af blekkingarviðleitninni.
Þörfina fyrir atkvæði Sigur-
steins á fundinum höfðu þeir
skapað, sem smalað höfðu mönn-
um í búnaðarfélagið dagana á
undan fundinum. í ríki E. J. á
Þelamörk voru þeir 5 alls með
bændasonunum, og þýðir ekkert
fyrir hann að neita því, þar sem
sannanirnar liggja fyrir. Þrátt
fyrir þetta læzt E. J. ekki vita
nema um tvo, sem gengið hafi í
félagið á undan fundinum.
Þá gera þeir fóstbræður mikið
veður út af því, að einhverjir
kommúnistar hafi greitt atkvæði
með andstæðingum þeirra á fund-
inum. Ekki veit blaðið til þess, að
þeir menn, sem í munni E! J. eru
taldir kommúnistar, séu það í
raun og veru, og þótt svo væri,
hafa þeir sama rétt á atkvæðum
sínum og aðrir. En vel á minnzt;
man ekki Einar Jónasson eftir því,
þegar hann fyrir nokkru hrópaði
á hjálp kommúnista í þinghúsi
Glæsibæjarhrepps, til þess að fá
samþykkta tillögu, sem kvað upp
dóm yfir landsstjórninni? Sé E. J.
búinn að gleyma þessu, þá skal
hann nú minntur á það. Þá varð í-
haldinu í Glæsibæjarhreppi ekki
flökurt af því að hafa mök við
bersynduga, og ekki varð því
heldur flökurt af því, þó nokkrir
sósíalistar undir „kommandó" Ste-
fáns Dags greiddu atkvæði í sam-
fylkingu með því á fundinum 28.
nóv. sl.
íhaldinu hryllir ekki eins mikið
við kommúnistum eins og það læt-
ur.
E. J. segir, að Stefán á Blómst-
urvöllum hafi gengið um hrepp-
inn með undirskriftaskjal. Stefán
Dagur segir, að „smalarnir11 með
undirskriftaskjalið hafi verið 3
eða 4. Þeim félögum ber því ekki
saman um þetta atriði. Þeir um
það.
Þá segir E. J., að seinast í frá-
sögn „Dags“ af fundinum sé „far-
ið nokkrum orðum um hegðun og
látæði manna á fundinum með til-
hlýðilegum rangfærslum“.
Hér sér E. J. ofsjónir og fer með
staðlausa stafi. Skýringin er sú,
að E. J. hefir talið víst, að fram-
koma fylgismanna hans í fundar-
lokin hafi verið vítt í „Degi“, þó
að svo væri ekki. Bendir þetta á,
að orðbragð sumra íhaldsmanna
hafi ekki verið sem prúðmannleg-
ast. —
IJmdævnsstúkan nr. 5 hefir ákveðið
íið heiðra 10. janúar — afmælisdag
Góðtemplarareglunnar hér á landi —
með samsæti í Skjaldborg kl. 8.30 e. h.
á sunnudaginn kemur. Allir templarar
eru velkomnir og má hver þeirra hafa
með sér 1 gest. Aðgöngumiðar verða
seldir í stúkustofunni í Skjaldborg kl.
5—7 e. h. á laugardaginn. Nánari upp-
lýsingar gefur framkvæmdanefnd Um-
dæmisstúkunnar.
íþróttahús fyrir alla skóla og félög
bæjarins er í ráði að byggt verði á
næstunni. Allir taka nú höndum saman
°8 hyggjast sameiginlega að leysa þetta
vandamál. — Á sunnudaginn kemur
verða fimleikasýningar, erindi og fleira
í Samkomuhúsinu í því augnamiði að
glæða áhuga fyrir íþróttum og afla
fjár fyrir væntanlegt íþróttahús. Ættu
því allir unnendur íþrótta og þeir sem
áhuga hafa fyrir því að veglegt íþrótta-
hús komist upp, að sækja þá fyrstu
skemmtun, sem haldin er í þessum til-
gangi.
Dánardægur. Á gamalársdag andaðist
að heimili sínu, Hallanda á Svalbarðs-
strönd, Guðmundur Björnsson, sem bú-
ið hafði þar um 40 ára skeið og var
kominn yfir sjötugt.
Þá er og nýlega látinn Ólafur Guð-
mundsson að Torfufelli í Hólasókn, mið-
aldra maður, ókvongaður.
NÆTURVÖRÐUR er í Akureyrar
Apóteki þessa viku. (Frá n. k. mánud.
er næturvörður í Stjörnu Apóteki).
■HHHIWHWHfWWIWg
I Pólsku i
kol i n
m etu komin.
m Kaupfélag Eyfirðinga.
•m
m*
dl§
mimmmmmmmmmmm