Dagur - 07.01.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 07.01.1937, Blaðsíða 3
1. tbl. DAGUR 3 OpiH bréf ui Konráðs Vilhjálmssonar. Herra kennari, kaupmaður, fréttaritari, skáld og hver veit hvaÖ? Konráð Vilhjálmsson, Ak- ureyri! Það má varla minna vera en að eg kvitti fyrir þá miklu athygli, er þér hafið veit viðtali því, er blaðið „Dagur“ birti við mig mig og sem þess varð valdandi, að þér rituðuð all-langt mál um trygging- ar í 33. og 34. tölublað „íslend- ings“ og sem virðist eiga að vera svar við ýmsu því, er eg sagði í nefndu viðtali. Þér álítið víst sjálf- ur að þér ritið af mikilli andagift, setjið yður á háan hest og hyggist að gera heldur lítið úr mér, sunn- lenzkum manninum, er gerist svo djarfur að svara spurningum um málefni, sem eg hefi haft afskipti af um tugi ára. Þér hafið að lík- indum hugsað sem svo, að þarna mættu kennarahæfileikar yðar koma að góðu liði og fréttaritara- hæfnin njóta sín, en nú verðið þér að fyrirgefa, því nú byrjar van- þakklætið hjá mér. Eg læt mér finnast fátt um kennara, sem ekki kann almenna kurteisi, en að yður skorti hana má marka af því, að þér sendið mér ekki eða látið senda mér blöð þau, er þér ritið í um viðtal mitt, þótt þér mættuð vita að án þess bærist mér það ekki í hendur nema þá af tilvilj- un. — Ekki trúi ég heldur á hlutleysi eða nákvæmni í frásögn frá hendi fréttaritara, sem ekki getur ritað um almenn velferðarmál nema með vísvitandi útúrsnúningum, hártogunum og auðsærri löngun til að lítilsvirða ókunnan mann fyrir þá einu sjáanlegu ástæðu, að hann hefir aðra skoðun en þér um tryggingarmál þjóðarinnar. Að svo mæltu skal ég þá athuga það, sem þér segið um það, er blaðið „Dagur“ birti eftir mér. Eiginlega byrjið þér nú vel. Þér teljið að tryggingarlögin hafi ver- ið mjög á dagskrá hjá fólkinu, en blöðin nyrðra hafi verið mjög þög- ul um það, þangað til að „Dagur" leyfir sér að birta þetta viðtal og fremur þá þessa líka litlu goðgá. Talar við mann sunnan úr Reykja- vík, sem ekki kann íslenzku nærri eins vel og þér, og þar með var gleði yðar yfir því, að málið komst á hreyfingu í norðanblaði, búin. Þessi ósköp fara auðsjáanlega „í taugarnar á yður“, og í staðinn fyrir að ræða nú tryggingarmálin blátt áfram frá yðar sjónarmiði og hrekja það, er þér finnið rangt sagt, þá farið þér að glíma við Sunnlendinginn, sem ekki ritar að yðar dómi nógu gott mál, og ofan á allt þetta „ergelsi“ bætist svo það að „Dagur“ birtir mynd af mér með viðtalinu, og verður ekki annað séð en að þetta teljið þér stór ámælisvert, því að aðeins stór blöð megi leyfa sér slíkt. Þetta síðast nefnda angur yðar út af myndinni get ég helzt læknað með því að láta stærsta sunnlenzka blaðið, sem eg get til fengið, birta mynd af yður, og ætti þá afbrýðis- semin að minnka. Þér teljið það lítið koma málinu við, hvað lengi menn hafi starfað að sjúkratrygg- ingum og þá reynslu þeirra lítils virði. Þetta er nú að vísu ný kenn- ing og frumleg svo sem vænta mátti frá yður, og auðvitað eru rökfræðingar eins og þér ekkert að 'fást um það hvað reynslan seg- ir um slíkan dóm, en eftir honum ætti t. d. kennari, sem aldrei hefir komið nærri kennslu, að ver-a eins fær um hana og maður, sem kennt hefði um langt árabil; maður, sem aldrei hefði séð hrossakjöt, eins fær um að verzla með það, eins og þaulæfður hrossakjötskaupmaður o. s. frv. Um þetta skal ég nú ekki ræða frekar, því flestir, nema ef til vill þér, munu hafa séð þessa rökvillu yðar. En til þess nú að sýna örlítinn lit á að fræða yður í staðinn fyrir þá miklu fræðslu, er þér veittuð mér, svo sem um orð, sem ekki fyndust í orðabók Sig- fúsar, ætla ég að gefa yður svo- litla hugmynd um starfsemi S. R., ef vera mætti að þér þá skilduð það, er ég sagði um það í viðtal- inu við „Dag“, án þess að hafa túlk. Síðustu árin hefir S. R. velt um fjórðung milljónar. Sl. ár, þ. e. 1935, greiddi það: Til sjúkrahúsa .... kr. 58.444.00 — lækna ......... — 101.668.00 — lyfjabúða ..... — 56.229.00 — nuddlækna .... — 7.482.00 — heimahjúkrunar og umbúða .... — 3.715.00 — dagpeninga .... — 5.963.00 Samtals kr. 233.501.00 ðgjöld samlagsmanna iámn á sama tíma kr. 148.864.00 Mismunur kr. 84.637.00, sem þeir, er tryggðir voru, hlutu sem sjúkrastyrk, og þó reyndar meira, þvi auðvitað hafa margir af samlagsfélögunum, sem betur fer, lítið eða ekkert þurft að taka úr samlagssjóði, því þeir hafa ver- ið svo lánssamir að vera lausir við sjúkdóma, og það köllum við S. R. menn tryggingarþroskað fólk, sem borgar gjöld sín glaðast, þegar það þarf ekkert að taka til baka, því þá er það heilbrigt. Yður þyk- ir ef til vill fróðlegt að heyra það, að vinnulaun við samlagið voru kr. 7482.00 og að félagatalan var nál. 3500, sem er aðeins fleira en hinir skyldutryggðu í Akureyrar- bæ, en við skulum vona að iðgjöld S. A. verði hlutfallslega minni en i S. R., vegna betra heilsufars, í S. R. var kostnaðurinn sl. ár 73.50 kr. á númer að meðaltali. Það skal tekið fram, að það var slæmt veik- indaár, og þótt að S. A. sleppi töluvert betur, er ekki séð að gjöldin séu sett of há, ef miðað er við þá reynslu, sem hér er að hafa. Ég hefi þegar gefið yður viður- kenningu fyrir því, að þér kunnið móðurmálið betur en ég, en þar fyrir fannst mér það ótrúlegt, að, þér þyrftuð túlk til þess að skilja mál mitt, enda. veit ég, að annað gekk yður til en skilningsleysi. Ég skal ekki _ f jölyrða um orðið ,.lryggingarþroskaður“, en vil þó geta þess, að ég hefi borið það undir sæmilega íslenzkumenn, þar á meðal einn mann, sem tekið hefir próf í norrænu og er talinn afburða íslenzkukennari, og taldi hann ekkert við orðið að athuga. Þetta sannaði mér enn betur það, sem ég lengi hefi þó vitað, að sannmenntaðir menn eru sann- gjarnari og öfgaminni heldur en uppbelgdir veðurvitar, sem vilja láta fólkið halda að þeir viti allt, en vita þó minna en þeir, er hæg- ar fara. Þessi menntahroki af hendi hálfmenntaðra yfirborðs- manna gagnvart óskólagengnum alþýðumönnum er alkunnur, þótt oftast standi svo á, að það, sem þeir hafa numið, hefir verið í þá troðið á kostnað almennings. Yð- ur finnst það fávíslega mælt af mér að heilsan sé öllu dýrmætari, um það er þarflaust að deila, því í því sem öðru mun hvor okkar halda sinni skoðun. Ég álít, að ekki sé þar of djúpt tekið í árinni °£ hygg að flest það, er eftirsókn- arvert þykir í heimi þessum, sé lítilsvert þegar heilsan er farin. Það virðist svo sem yður undri það, að ég tel þörf á að breyta al- þýðutryggingarlögunum í ýmsum atriðum, og mér skilst að þér álít- ið, að með því dæmi ég þau, en svo er ekki. Ég er ekki frá að að- hyllast það, er vitur maður hefir sagt, „að það bezta sé skæðasti ó- vinur hins góða“, þ. e. a. s.: ættu menn að vera öruggir um það að fara ekki á stað með neitt fyrr en það er algjört og engan galla á því að finna, þá er hætt við að margt væri ógert af því, er gert hefir verið í heiminum og til bóta hefir verið. Mér hefir skilizt, að með flest umbótamál hafi menn orðið að fikra sig áfram og gera á þeim ótal breytingar, og samt hafi þau átt á sér fyllsta rétt og orðið til góðs, og sú mun verða raunin með okkar alþýðutrygg- ingarlög. Ekki nenni ég að eltast við „ergelsi" yðar út af því, að þeir, er hafa yfir kr. 4500.00 skattskyld- ar tekjur, skuli vera réttindalaus- ir. Fyrir skoðun minni á því gerði ég grein í viðtalinu sæla, en þér voruð svo heppinn, að á einum stað hafði fallið úr orðið „yfir“, annaðhvort hjá mér eða í prent- un, og það notuðuð þér auðvitað eins og innrætið bauð yður. Eitt af því, sem virðist hneyksla yður, er það, að ég tali um hluti, sem margir eða allir vissu. Sjálfir tak- ið þér upp og undirstrikið það, sem allir vita. En ef til vill er jöfnuðurinn ekki eins fastur í yð- ur og þér látið, þér virðist að minnsta kosti álíta yður heimilt að gera það, sem þér áteljið mig fyrir. Þér virðist ekki skilja það, að tryggingarnar geti veitt fólki hærri upphæðir en það borgar til trygginganna, þér vitið þó, að ríki og bæir leggja nokkuð af mörk- um móti iðgjöldum þeirra tryggðu og svo vitið þér sennilega það líka, að venjulega veikjast ekki allir á sama árinu, þess vegna get- ur það hent, að sumir þurfi lítið að fá og aðrir mikið, og ef til vill vitið þér, að á þessu byggjast all- ar tryggingar, og hefir enginn mér vitanlega talið þær óalandi fyrir því, þó að þér viljið nú hafa það öðruvísi, en hvernig, veit ég ekki hvort yður er ljóst. Þér viðurkennið að ekki beri að telja iðgjöldin skatt, en þó að þéir gerið það ekki, þá er það jafnvíst, að samherjar yðar í mótstöðunni gegn tryggingunum notuðu það sem vopn móti þeim til að byrja með, það er ekki mín sök, þótt þeir séu að yðar dómi fávísir. Ekki viljið þér nú beinlínis mót- mæla því að betur sé fé varið fyr- ir sjúkratryggingu en t. d. fyrir á- fengi, en í staðinn fyrir að viður- kenna það beint, farið þér að fár- ast yfir því, að tryggingarlögin muni enga bindindissemi af sér leiða. Auðvitað sagði ég ekkert um að þau mundu gera það, þar fyrir er ekki útilokað að þau gætu nokkru áorkað í þá átt, ef mexm almennt styddu að því að skapa beilbrigt almenningsálit, svo sem það að óverjandi væri að kaupa flösku af brennivíni í staðinn fyrir að greiða fyrir 1—2 mánuði í sjúkrasamlagið, í stað þess, eins og þér gerið, að slá því föstu að enginn spari sér áfengið, vegna þess að hann þurfi að sjúkra- tryggja sig. Og eitt er þó víst: að það fé, sém fer til trygginganna, fer ekki fyrir áfengi, en gæti í mörgum tilfellum farið það ann- ars. Þá kem ég nú að síðustu hneykslun yðar, sem ég ætla að minnast á, en það er fórnfýsin eða auðmýkt hjartans eins og þér orð- íð það. Þér teljið fórnfýsina góða og eigið sjálfsagt gnægð hennar sjálf- ir. Þér teljið sjúkrasamlög og sjúkrahjálp af frjálsum vilja góðra gjalda vert og hafið því sjálfsagt sjálfir lagt drjúgan skerf til slíkrar starfsemi eftir þeirri kröfu er þér gerið til annarra eða teljið öðrum litla dyggð, svo sem eins og það að hafa vegna áhuga á slíkum málum að þeim unnið tugi ára og fengið þá reynslu að á þeim grundvelli yrði slík starf- semi aldrei nema fáum að liði. En það, sem víst hneykslaði yður sér- staklega, var það, að ég taldi sælla að eiga kröfu á sjúkrastyrk, meðal annars fyrir eigin tilverknað, en þiggja það sem náðarbrauð eða fá það alls ekki. Það var þetta, sem yður finnst ekki bera vott un» „auðmýkt hjartans“. Ég hefi séð dálítið af því, hvernig samskot og guðsþakkar-góðgerðastarfsemi stundum verkar. Ég hefi séð ávöxt þess lýsa sér t. d. hjá börnunum,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.