Dagur - 21.01.1937, Qupperneq 4
12
DAGUE
3. tbl.
Verðlag
ák lcartöfltiifii.
Söluverð Grænmelisverzlunar
ríkisins er ákveðið:
1. janúar—28. febrúar: Kr. 22 00 pr. 100 kg.
1. marz—30. apríl: — 24.00 — 100 —
1. maí—30. júní: — 26 00 — 100 —
Innkaupsverð Grænmetisverzlunarinnar má vera
allt að þrem krónum lægra hver 100 kg.
Verðlagsnefnd
Grænmetisverzlnnar ríkisins.
Skjaldsveinar Ðakkusar.
Hinn illræmdi konungur, Bakk-
us, situr á veldisstóli sínum og
horfir yfir mannkynið. Það blasir
við honum sem taflmenn á skák-
borði, en þar gefur að líta tafl-
mennina standa æði misjafnlega
að vígi. Sumir eru komnir að því
að þeim verði fleygt í taflkassann,
en aðrir standa sem klettur úr
hafinu, og í andlit þeirra er með
skýrum dráttum mótuð viljafesta
og skarpleitni til hins ýtrasta.
Hinir fyrrtöldu eru mennirnir,
sem fallið hafa 'í skaut áfengis-
nautnarinnar og hún haft þá að
leiksoppi. Hlýðnir og undirgefnir
hafa þeir verið henni allt til hins
síðasta að hún hefir leikið þeim á
vonarvöl. Þá er hlutverki hennar
'lokið gagnvart þeim. Þeir síðar-
töldu eru mennirnir, sem reynt
hafa og jafnvel helgað líf sitt því
málefni, að bægja heiminum frá
þeim bikar, sem áfengisnautnin er
ætíð að byrla honum, og einnig
skjaldsveinar hennar, sem eru því
miður of margir. Bikar þennan
mætti kalla bikar dauðans, því
hver sá, sem veitir honum viðtöku
og bergir af, hefir vegið skammar-
víg á mannorði sínu, og er þá orð-
inn æði léttur á metunum á meta-
skálumalmenningsálitsins. Enhvað
er verra en að vera sviftur mann-
orði sínu og trausti? Yfir nöfn
manna þeirra, er reynt hafa að af-
stýra þessu öllu, mun ódauðleik-,
inn lengst af bregða ljósi sínu, til
þess að komandi kynslóðir geymi
nöfn þeirra og veiti þeim heiðurs-
sess.
Hversu örlagarík hlýtur ekki sú
stund að vera fyrir foreldrana, er
þau sjá börn sín hverfa úr föður-
húsunum út í heiminn, út á hið
mikla haf lífsins, þar sem svo
margir brjóta fley sitt? Þá er eins
og skarað sé í glæður þær, er
iengst lifir í af báli minninganna.
Þá rifjast upp fyrir þeim sú stund,
er þau stóðu við vöggu barns síns
Takid eitií!
Saumanámskeið held
eg frá 1. febr. til 1. marz.
Talið við mig fyrir 28. þ. m.
Krisíjana Kristjdnsdóttir.
Brekkugötu 3.
og spurðu sjálfa sig: Hvað liggur
fyrir þessu barni, hvernig mun
framtíð þess verða? Mun það
standast eldhríð hins illa og láta
hvergi sigrast, eða mun það hrasa
á hinum hálu glötunarbrautum og
lenda í tálsnörum, sem svo víða
liggja fyrir hinu unga og veik-
byggða? Framtíðin felur þögul og
storkandi svarið í skauti sér.
(Framhald).
Bcbmastúlcan Sakleysið heldur ' fund í
Skjaldborg n. k. surmud. kl. IV2 e. h.
Kosnir embættismenn fyrir næsta árs-
fjórðung.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins held-
ur aðalfund í Skjaldborg' næstk. sunnu-
dag kl. 4 e. h. — Félagskonur mæti og
taki með sér nýja félaga.
Dánardiegur. Þann 10. þ. m. andaðist
að heimili sínu hér í bæ Jónatan Sig-
tryggsson Snælund, úr afleiðingum
mislingaveikinn ar.
Á sunnudaginn var tefldi L. Engels
skákmeistarinn þýzki, sem dvelur hér
nú, fjölskák við 32 menn í Hótel Akur-
eyri. Kapptefli þessu lauk þannig, að
Engels vann 20 skákir, gerði 4 jafn-
tefli og tapaði 8. í kvöld kl. 8% flytur
«*»
Engels erindi um skák í Skjaldborg, á
vegum Skákfélags Akureyrar. Aðgang-
ur fyrir utanfélagsmenn, meðan hús-
rúm leyfir, seldur á kr. 0.50.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
Tilboð
í húseignina Hafnarstræti 2, tilheyrandi dánarbúi Karls
Sigurjónssonar, og erfðafestuland tilheyrandi sama búi,
sem er 1.5 dagslátta, sendist til undirritaðs.
Upplýsingar allar viðvíkjandi eignunum verða veitt-
ar hér á skrifstofunni.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 8. janúar 1937.
Sig. Eggerz.
H. F. EIMSKIPAFÉLAQ ÍSLANDS.
AÐALFUNDUR.
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður hald-
inn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn
19. júní 1937 og hefst kl. 1 e. h.
Dagskrá:
I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á
liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og
ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur-
skoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1936 og efna-
hagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum
stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu árs-
arðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem
úr ganga samkvæmt félagslögunum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins
varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna
að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. — Að-
göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs-
mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 15.
til 18. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til
þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 5. janúar 1937.
St jórni n.