Dagur - 24.03.1937, Side 3
12. tbl.
DAGUR
47
verandi ríkisstjórn hefir fylgt, frá
því að hún tók við völdum.“
Meginstaðreyndirnar, sem fyrir
liggja í þessu máli og ekki verða
véfengdar, eru þá á þessa leið:
Verzlunarjöfnuðurinn hefir batn-
að um 121/:2 milj. kr. síðan núver-
andi stjórn tók við völdum. Fullur
greiðslujöfnuður hefir náðst á síð-
astliðnu ári þrátt fyrir hrun Spán-
armarkaðarins. Samtals hefir 16
milj. kr. innflutningslœkkun átt
sér stað á árunum 1935 og 1936.
Lögreglueftirlii................
(Framh. af I. síðu).
hvaða opinberri sveitasamkomu
sem er.
Það er hörmulegt til þess að
vita, að nú á tuttugustu öld skuli
viðgangast slíkur samkomubragur,
sem fremur væri hægt að hugsa
sér að verið hefðu siðvenjur
hríinþursa og annarra ókinda í
rammri forneskju, en háttur sið-
aðra nútímamanna. Enn þann dag
í dag eru pústrar og hrindingar
daglegt brauð á samkomum i
nánd við kaupstaði, og blóðnasir
og glóðaraugu venjulegur ábætir.
Nú eru augu manna að opnast
fyrir því siðleysi, sem felst í slíku
framferði, og kröfurnar verða há-
værari með hverjum degi um að
koma í veg fyrir, að slíkt eigi sér
stað. Sumum hefir komið til hug-
ar, að hægt væri að koma í veg
fyrir slíkt framferði á samkomum
í nágrenni Akureyrar með því að
fá lögregluþjóna bæjarins til að
hafa á hendi eftirlitið. En þetta
hefir reynzt óframkvæmanlegt,
þar sem lögreglulið bæjarins má
ekki fámennara vera til eftirlits í
bænum og er jafnvel of fámennt.
Þar að auki er of dýrt að kaupa
lögregluþjóna bæjarins fyrir tíma-
kaup til eftirlits í sveitum. Bezta
lausnin á málinu er vafalaust á
þann veg, sem sumar áfengis-
varnanefndir í Eyjafjarðarsýslu,
héraðsþing U. M. S. E. og nú síð-
ast ílokksþing Framsóknarmanna
hefir bent á, og það er að stofna
lögreglulið í þeim sveitarfélögum,
sem hlutaðeigandi áfengisvarna-
nefndir telja þess þörf. Þyrfti
sennilega að halda einhver náms-
skeið til að kenna mönnum það
nauðsynlegásta viðvíkjandi starf-
inu.
í þessu máli verður ekki hjá því
komizt að gera ákveðnar kröfur
til sýslumanns Eyfjafjarðarsýslu
um að gera sitt ítrasta til góðrar
úrlausnar. í hverri einustu sveit
sýslunnar mun verða fylgzt með
aðgerðum í þessu máli. Ung-
mennafélagar, áfengisvarnanefnd-
ir og yfirleitt allir hugsandi menn
eru á einu máli um nauðsyn þess
að ráða bót á ástandinu í þessum
efnum í nágrenni Akureyrar.
Eyfirzkir ungmennafélagar heita
á sýslumanninn að taka að sér
forgöngu þessa máls og leysa það
á sem heppilegastan hátt í sam-
ráði við áfengisvarnanefndir
hinna ýmsu sveitarfélaga sýslunn-
ar. Með. viðunandi lausn þessa
máls væri stigið stórt spor í menn-
jngarátt. Ungmennafélagar um
Leðuruórur
í miklu úrvali, svo sem:
Kjóla og kápubelti
Kjólkragar
Hanzkar kvenna & karla
Kvenveski
Peningabuddur
Herrabindi og slaufur.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vefnaðarvörudeild.
Bréf til Dags.
Dagur sæll! Á þessari öld vísind-
anna gleypa menn eins og gráðugur
þorskur agnið, hverja þá nýjung, sem
frá hátindi vísindamannsins kemur, og
gæta þess ekki hvernig nýjungin berst
út, hvort hún er tiikynnt í áreiðanlegu
vísindariti, eða er fréttapistill í miður
ábyggilegu dagblaði.
Það þótti því tíðindum sæta, er
blöðin fluttu nýlega þá fregn, að
franskur vísindamaður spáði þeim harð-
asta vetri, er komið hefði í Evrópu
síðan efnhverntíma á 16. öld. Skyldi
vetur þessi standa 68 daga með hörk-
um og grimmd. Heima á íslandi þætti
rúmlega tveggja mánaða vetrarveðrátta
ekki svo viðsjárverð, en hér um slóðir
sló menn ótti, ekki sízt sökum þess,
að fám dögum eftir að menn lásu spá
þessa í blöðunum, setti að með frost-
um og óstillingum um meginhluta
Evrópu. — Fimbulvetur. — Ekki ís-
lenzkur fimbulvetur, en fyrir þá, sem
ekki eiga vetri að venjast, er 4 stiga
frost biturt og mugguveður harðindi.
Á meginlandinu varð að vísu frost-hart,
en hér í Danmörku mest 9 stiga frost,
nú er þíðvindi og sumarveðrátta með
9 stiga hita — veturinn stóð aðeins
8 daga, — lán fyrir þau gamalmenni,
sem máttu gista rúmið á köldum kvist-
herbergjum, sökum þess að eldsneyti
skorti. Vera má að vetur korai á ný,
en langvinnur verður hann naumast,
því hækkandi sól sendir ylríka geisla
og vor og sumar nálgast.
En hvern skal svo ásaka fyrir fals-
spá um hinn mikla fimbulvetur? Vera
má að einhver sérvitringurinn hafi
tilkynnt þessi miklu tíðindi og blöðin,
sem allt hið nýja finna til að fylla
dálkana með, gleypa jafnt það óh'klega
sem líklega, og dreifa þannig út á
meðal almennings. t*ví ber sízt að
neita, að veðurtilkynningarnar og veð-
urspárnar taka stórstígum framförum
til ómetanlegs gagns fyrir sjófarendur
og fiskiveiðarnar fyrst og fremst, en
svo langt sjá menn nú ekki fram í
tímann ennþá, að útlit og veður verði
sagt fyrirfram, fyrir meir en nokkrar
klukkustundir, eða fáa daga þegar bezt
gegnir. En hvað um það. Veðráttan
fer sínu fram, óhindruð af tækni og
snilli mannsandans, það eina, sem vér
megnura, er að brynja oss gegn þeim
dutlungum hennar, sem viðsjárverð-
astir eru, og helst valda heilsu- eða
fjörtjóni.
BLÖÐIN.
Mér er næst skapi að gefa blöðun-
um sök á þeim felmtri, sem sló niður
í hugi auðtrúa einstaklinga, og þeim
hrolli sem nokkrir fylltust við hina
köldu veðurspá.
Landshornaflækingarnir og umrenn-
Eyjafjörð treysta sýslumanni sín-
um til að bregðast fljótt og vel
við til að ráða bót á því ófremd-
arástandi, sem ríkir í þessum efn-
um í nágrenni Akureyrar. Þá
fyrst er að vænta verulegrar
skemmtunar á samkomum, að þær
fari prúðmannlega fram. Hitt er
og verður ómenning, þegar sam-
komum svipar til vígvalla eða
götuupphlaupa.
19. marz 1937.
Eiríkur G. Brynjóljsson.
ingarnir, sem rápuðu bæ frá bæ hérna
á árunum, voru ætíð stútfylltir af nýj-
ungum, sem þuldar voru yfir hausa-
mótum heimilisfólksins hvar sem komið
var. Var þeim gjarnan vel fagnað sem
fjölskrúðug tíðindi höfðu að flytja.
F*að er kunnara en frá þurfi að segja,
að á meðal þeirra nýjunga flutu Gróu
sögur eigi ósjaldan, en á hvern hátt
þær voru til orðnar, var ekki ætíð létt
að dæma, þar eð fæðingarvottorð
sjaldan fylgdi. Vegna nýjunga þeirra,
sem blöðin flytja, er þeim alltaf vel
tekið, og naumast verður því dagblaði
langra lífdaga ‘auðið, sem ekki flytur
nýjungar — fréttir. — Auðvitað er
það hlutverk blaðanna að vera á verði
um það, sem við ber, og tilkynna það
svo hlutdrægnislaust sem unt er, því
þó flest fréttablöð séu líka stjórnmála-
blöð, borin uppi af ákveðnum stjórn-
málaflokkum, verður vísvitandi rangur
fréttaburður aldrei vel séður. Aðrir
dálkar blaðanna, þar sem rætt er um
þjóðroálin, eru og verða auðvitað ætíð
þtaðir af skoðunum og ályktunum þess
flokks, sem málgagnið tilheyrir. F*að
er sjálfsagt og eðlilegt. En á hvern
hátt þeir dálkar eru skrifaðir er ekki
sama.
Eg hefi á undanförnum árum lesið
dagblöðin hér erlendis, þar sem eg
hefi dvalið, og hefi einnig lesið ís-
lenzku dagblöðin og viknblöðin. Eg
geng hér á snið við fréttaburðinn, vil
aðeins geta þess, að eg hygg það
engu íslenzku blaði til skaða, þó meira
flytti af almennum fréttum frá gjör-
völlu svæði lesenda sinna, og fyrst og
fremst er það blaðanna að skýra frá
hverri þeirri nýjung í verklegum fram-
kvæmdum og menningaratriðum, sem
unnin eru í landi voru.
F*egar blöðin hér úti í Evrópu ræða
þjóðmálin eða sveitamátin, þá er venju-
lega dregin upp sú mynd, sem ákveð-
inn flokkur hyllir, og ekki blandað
inn í persónunöfnum, nema sérstakar
ástæður séu fyrir hendi. Og þegar
deilt er um málefni frá sjónarmiðum
tveggja ólíkra þjóðmálafylkinga, þá
eru það fyrst og fremst málin, sem
rædd eru og skoðanir andstæðinganna
rifnar niður á víxl, en aðrir þættir í
fari þeirra persóna, er málin ræða,
látnir hlullausir. F*etta er ekki hægt að
segja um íslenzka blaðamensku — því
miður. — F*að hefir verið — og er
enn — sá svarti blettur á blaðamensk-
unni íslenzku, sem þörf væri að þvo
burt. F’að má segja með sanni, að á
Islandi þekkjum vér hver annan, og
„Boddy“,
með fjaðrasætum, fæst með
tækifærisverði. —- Nánari
upplýsingar gefur Árni
Jóhannsson K. E. A.
í Eyjafirði, sem liggur vel við
samgöngum, fæst til kaups og
ábúðar. Árni Jóhannsson K.E.A.
gefur nánari upplýsingar.
vel má vera, að það ráði nokkru um
að einstaklingshögum og ástsðum er
svo oft blandað inn í mál þau, sem
rædd eru. Réttmætt er, þegar deilt er,
að skoða andstæðinginn í því ljósi,
sem hann birtist í viðkomandi efni, og
eðlilegt _að af honum sé flett ölíum
flfkum að skinni, á þann hátt verður
uppskátt hvort um óheilindi sé að
ræða, en það er stórt glapræði að
blanda heimilis- eða fjölskylduhögum
inn í mál, sem þeim er óviðkomandi,
og það er ekki vanzalaust að bendla
gamalli yfirsjón andstæðings inn í mál,
sem rætt er í dag.
(Framh.).
NÆTURLÆKNAR.
Miðvikudagskvöld: Jón Geirsson.
Fimtudag og kvöldið: y. Steffensen.
Föstudag og kvöldið: Árni Guðm.
Laugardagskvöld: V. Steffensen.
Paskadag og kvöldið: Jón Geirsson.
2. í páskum og kvöldið: Jón Geirsson.
íþróttafélciiíið »Þór« fer i skíðaferð
ruistur í Vaölaheiði á skírdag. Lagt
verður af stað frá K. E. A. kl. 9 f. h.
knattspyrnuæfing á ísnum klukkan
10 f. h. — Allir félagar með.
Dánardægur. Jón Friðfinnsson, faðir
Finns alþingismanns á Isafirði og þeirra
systkina, andaðist að heimili sinu, Þing-
vallastræti 12 hér i bæ, laust fyrir há-
degi 22. þ. m., 79 ára að aldri.
Jón heitinn ól mestan hluta aldurs
síns hér á Akureyri; á unglingsaldri var
hann þó um skeið vinnumaður hjá sira
Daníel Halldórssyni á Hrafnagili og
nam þar góða rithönd, sem koni honurh
að haldi æ siðan. Hann bjó og nokkur
ár austur á Tjörnesi, og um mörg ár
bjó hann á Eyrarlandi við Akureyri. —
Jón heitinn var vel kynntur maður, sí-
vinnandi áhugamaður, hreinn og ör I
lund. Hann tók mikinn þátt í verklýðs-
hreyfingunni og var óhvikull samvinnu-
niaður, eftir að sii hreyfing hófst,