Dagur - 21.04.1937, Side 1

Dagur - 21.04.1937, Side 1
D AGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XX. árg. ^ Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin, við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 21. apríl 1937. 16. tbl. L.A. 20 ára Leikfélag Akureyrar var 20 ára 19. þ. m. Það var stofnað 19. apríl árið 1917. Félagið á sér forsögu í leikstarf- semi hér á Akureyri. Löngu fyrir síðustu aldamót var talsvert leikið í höfuðstað Norðurlands, fóru leik- arnir fyrst fram í vörugeymslu- húsum kaupmanna. Voru þá nokkrir danskir menn búsettir í bænum og áttu þeir mestan þátt í því að koma þessum leiksýningum á stað. Má þar til nefna Jensen verzlunarmann, Steinche verzlun- arstjóra og hjónin Hinrik og Önnu Schiöth. Af því að forgöngumenn- irnir voru danskir, fóru leikarnir í fyrstu mestmegnis fram á dönsku. Laust fyrir aldamótin og nokkur ár þar á eftir var leikið í húsi einu, er svonefnt Gleðileikjafélag átti. Var þar að ýmsu leyti betrl aðstaða en í fyrrnefndum vöru- skemmum kaupmanna, enda var þá farið að vanda betur til leikj- anna. Um langt skeið var Páll Jónsson Ardal kennari og skáld mikil stoð og stytta þeirra, er við leikstarfsemi fengust, lék bæði sjálfur og hafði á hendi leiðbein- ingastörf við undirbúning leiksýn- inga og samdi auk þess allmörg leikrit, er sýnd hafa verið á leik- sviði. — Um aldamótin og um all- langt skeið þar á eftir, var hér á Akureyri sá maður búsettur, er leikstarfseminni var mikill fengur í; það var Vilhelm Knudsen, síðar fulltrúi í verzlunarhúsinu Nathan og Olsen, átti hann mikinn þátt í forgöngu leiksýninga og sýndi dugnað og ágætan smekk í því starfi, enda sjálfur prýðisgóður leikari. Meðal forgöngumanna leiksýninga áður en L. A. var stofnað, má nefna bræðurna Carl og Axel Schiöth og enpfremur Bernharð Laxdal. Á þessu tímabili í leiksögu Ak- ureyrar voru hér einstakir leik- endur ágætum hæfileikum gæddir. Má þar til nefna Guðm. Guðlaugs- son (Guðmundss. bæjarfógeta) og Halldór Gunnlaugsson lækni (síð- ar í Vestm.eyjum). Enn er þó ó- talin sú persóna, er mestan þátt átti í leikstarfsemi bæjarins; það var frú Margrét Valdimarsdóttir. Var það leikmennt Norðlendinga óbætanlegt tjón, er hún, á bezta aldri féll frá 24. jan. 1915. Því miður fékk hún aldrei tækifæri til þess að sjá sig um erlendis og njóta tilsagnar í leiklistinni, þar sem hana er bezta að fá. En þrátt fyrir þetta var hún ekki aðeins snillingur í sínum eigin hlutverk- um á leiksviðinu, heldur var hún einnig óþreytandi við að leiðbeina þeim, er með henni störfuðu, og hafði mikil áhrif á þá til bóta. Munu áhrifin af leikstarfi hennar og minningin um leiklist hennar seint úr minni líða, þeim sem þessa urðu aðnjótandi. Eftir and- lát hennar var stofnaður minning- arsjóður, er ber nafn hennar. Á að verja vöxtum sjóðsins til efl- ingar leiklistinni á Akureyri. Ekki verður gengið fram hjá ein- um manni, er á þessum tíma tók mikinn þátt í leikstarfi hér; það var Guðl. sál Guðmundsson bæj- arfógeti. Gekk starf hans einkum í þá átt að leiðbeina leikendum, og leysti hann það starf af hendi með mikilli röggsemi og fjöri. Um 1906 reistu Góð-Templarar á Akureyri hús eitt mikið og veg- legt. Var í því húsi útbúið leiksvið í sambandi við stóran áhorfenda- sal. Var nú tekið að nota húsrúm þetta til leiksýninga og hefir því farið fram síðan. — Hús þetta er nú í eign bæjarins. Haustið 1915 og 1916 kom frú Stefanía Guðmundsdóttir hingað norður og stofnaði til leiksýninga hér í bæ bæði haustin. Var aðsókn að þeim leikjum afar mikil, því flestum var hugleikið að sjá þessa nafnkenndu leikkonu á sviðinu. Vafalaust hefir starfsemi frú Ste- faníu hér og leiksýningar hennar átt töluverðan þátt í að glæða á- huga manna fyrir leikstarfi og vekja löngun til að hefjast handa og hrinda því fram á leið. Því var það, að á næsta vori var L. A. stofnað, eins og fyrr segir. Stofnendur félagsins voru þess- ir: Gísli Magnússon, Guðbjörn Björnsson, Hallgrímur Sigtryggs- son, Hallgrímur Valdemarsson, Ingimar Eydal, Jóhannes Jónas- son, Jón Steingrímsson, Jónas Jónasson, Júlíus Havsteen, Páll Vatnsdal, Pétur Þorgrímsson, Sig- tryggur Þorsteinsson, Sig. Ein. Hlíðar, Sveinn Bjarman. Menn taki eftir því, að engin kona er meðal stofnendanna. Hélst það fyrstu árin, að félagið var með öllu kvenmannslaust. Seinna lag- aðist þetta. Félagið setti sér strax lög og er tilgangur þess tekinn fram í 2. gr. á þessa leið: „Tilgangur félagsins er að koma á fót góðum leiksýningum í Akur- eyrarbæ, eftir því sem kostur er á og kraftar leyfa, Þess vegna vill félagið leitast við að sameina þ,á leikkrafta, sem hér eru, og ná þeim í sína þjónustu." Fyrsta stjórn félagsins var þann- ig skipuð: Hallgrímur Valdimars- son, Júlíus Havsteen, Sigurður Hlíðar. Á fyrstu starfsárum félagsins var enginn sérstakur formaður kosinn, en stjórnin sjálf skipti með sér verkum, en árið 1926 var samþykkt sú lagabreyting, að kos- inn skyldi sérstakur formaður og með honum 2 meðstjórnendur til 1 árs. Hefir það skipulag haldizt síðan. Hvað er þá orðið okkar starf í þessi 20 ár? Félagið hóf leikstarf sitt árið 1918 með því að sýna tvo útlenda smáleiki. Það voru leikiimir „Grái frakkinn" og „Frúin sefur.“ Síðan hefir félagið komið á fót leiksýningum á hverju ári að einu undanteknu. Skulu hér taldir þeir íslenzkir leikir, er félagið hefir sýnt, og jafnframt getið höfunda þeirra: Fjalla-Eyvindur (Jóh. Sigur- jónsson), með frú Guðrúnu Ind- riðadóttur í aðalhlutverki sem gesti. Vér morðingjar (Guðm. Kamban). Lénharður fógeti (Ein- ar H. Kvaran). Nýjársnóttin (Ind- riði Einarsson). Tárin (Páll J. Ár- dal). Dómar (Andrés Þormar). Skugga-Sveinn (Matth. Jochums- son); leikinn í tvo vetur. Munk- arnir á Möðruvöllum (Davíð Ste- fánsson). Tveir heimar (Jón Björnsson). Maður og kona (Emil Thóroddsen). Dauði Natans Ket- ilssonar (Eline Hoffmann). Hinn síðasttaldi leikur er að vísu eftir útlenda konu, en efni leiksins er íslenzkt og persónurnar íslenzkar. Galdra-Loftur (Jóh. Sigurjónss.). Að lokum Dansinn í Hruna (Indr- iði Einarsson). Útlendir leikir, sem félagið hef- ir sýnt, eru þessir: Skríll (Overskou). Tengdapabbi (Geierstam), sýndur í 2 vetur. Æfintýri á gönguför (Hostrup), sýnt í 4 vetur. Drengurinn minn. Kinnarhvolssystur (Hauch); Heim- koman (Sudermann). Ambrosius (Molbeck), með danska leikarann Adam Poulsen sem gesti í aðal- hlutverkinu. Á útleið (Sutton Vane), sýndur í 2 vetur. Spansk- flugan (Arnold og Bach). Sá sterkasti. Hrekkjabrögð Schapins (Moliere). Húrra krakki (Arnold og Bach). Landafrœði og ást (Björnson), með frú Mörtu Ind- riðadóttur sem gesti í einu hlut- verkinu. Franska œfintýrið. Frök- Sumardaginn fyrsta kl. 9: „19 ára“. Fjörug og skemmtileg ástar- saga, tekin eftir skáldsögu Booth Tarkingtons: »Alíce fldaillS'. Aðalhlutverkið leikur hin fræga ameriska leikkona Katharine Hepburn og segir danska blaðið »Poli- tiken* að þetta sé tvimæla- Iaust bezta hlutverk hennar. Annað aðalhlutverkið leikur hinn bráðskemmtilegi gaman- leikari, kvennagullið Fred Mac Murry. en Júlía (Strindberg). ímyndun- arveikin (Moliere), með Friðfinni Guðjónssyni sem gesti í aðalhlut- verkinu. Draugalestin (A. Ridley). Fyrsta fiðla (Gustav Wied). Eruð þér frímúrari? (Arnold og Bach), með Alfreð Andréssyni sem gesti í einu hlutverkinu. Auk þess, sem hér hefir verið nefnt, hefir félagið sýnt nokkra smærri leiki, sem ekki verða tald- ir hér. Þetta, sem nú hefir verið talið, er að vísu aðeins hinn ytri rammi um starfsemi L. A. í 20 ár. Hann ber það þó með sér, að ekki hefir félagið alltaf haldið að sér hönd- um á þessu tímabili. Leikkvelda- fjöldi hefir verið alls nálægt 300. Þeir, sem eitthvert skyn bera á leikstarf, munu fara nærri um, að allmikið erfiði hafi verið því sam- fara að koma upp þeim leikjum, sem hér hafa taldir verið, þar hafi marga örðugleika orðið að yfir- stíga og margvíslegt andstreymi að þola. Enda er það mála sann- ast, að hið eina, sem haldið hefir félaginu uppi, er trúin á það, að það væri að vinna nýtilegt menn- ingarstarf í bæjarfélaginu. Félagið vill þá heldur ekki á þessu 20 ára afmæli sínu rekja raunir sínar eða festa hugann við hið mótdræga, er orðið hefir á vegi þess, það vill miklu heldur fagna yfir þeim sigr- um, er það telur sig hafa unnið, þó að það hefði óskað, að þeir sigrar væru enn stærri. Það, sem allt veltur á, er hvort félaginu hafi tekizt að ná þeim tilgangi, sem það setti sér í upp- hafi og fyrr er frá greint. Því skal Framh. á 3. síðu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.