Dagur - 21.04.1937, Blaðsíða 3
16. tbl.
D AGUR
63
mynd. Það er hin mesta glæfra-
pólitík, sem Alþýðuflokkurinn
hefir rekið síðan Kveldúlfsmálið
kom til sögunnar. En ef öllu væri
stillt í hóf og skynsamlega á hald-
ið. þá er í lófa lagið að kveða ger-
samlega niður hinar andlegu for-
ynjur afturhaldsins við næstu
kosningar, og þá á það aldrei
framar viðreisnar von. Það þarf
að kengbeygja hið sameinaða aft-
urhald í næstu kosningum og
leggja hausinn við þjóinn, svo að
sá hvimleiði stjórnmáladraugur
gangi ekki framar ljósum logum í
landinu. Við næstu kosningar taka
allir frjálslyndir menn og konur
sér í munn kjörorð Tryggva heit-
ins Þórhallssonar: „Allt er betra
en íhaldið“. En lýðræði þessa
lands og friður með þjóðinni er
bezt tryggður með sterkum Fram-
sóknarflokki á alþingi.
Ungur Framsóknarmaður,.
L. A. 20 ára.
(Framh. af 1. síðu).
hiklaust haldið fram, að þetta hafi
tekizt eftir því sem ástæður hafa
leyft. Félagið hefir vandað meira
til leiksýninga sinna en áður var.
Því hefir tekizt að sameina leik-
krafta þá, er finnast á Akureyri,
þó það hafi stundum orðið að
leita . hjálpar út fyrir þau tak-
mörk, eins og áður er fram tekið.
Það hefir átt mörgum góðum leik-
kröftum á að skipa. Einnig ötulum
forgöngumönnum. Formenn fé-
lagsins frá 1926 hafa verið: Stein-
þór Guðmundsson klæðskeri í tvö
ár, Sigurður Hlíðar í eitt ár, Hall-
giímur Valdimarsson í 9 ár og er
það enn.
Hinn síðast taldi var kjörinn
heiðursfélagi fyrir allmörgum ár-
um; má af því marka hvaða aug-
um félagsmenn líta á starf hans í
þarfir félagsins, enda hefir enginn
annar félagsmaður sýnt jafn mik-
inn áhuga og þol i starfinu sem
hann.
Tjaldamálarar félagsins hafa
verið Freymóður Jóhannsson og
Vigfús Jónsson. Hefir það verið
heppið að fá að njóta hæfileika
þessara manna.
Haraldur Björnsson gekk í fé-
lagið í nóv. 1917. Var hann fljótt
kosinn í stjórn þess. Árið 1925
íluttist hann til Kaupmannahafn-
ar til að stunda nám á leikskóla
Konunglega leikhússins. Að af-
loknu námi þar og aftur heim
kominn: tók hann að sér að standa
fyrir leiksýningum L. A., lék
sjálfur og var jafnframt leiðbein-
andi. Leysti hann allt starf sitt
af hendi með framúrskarandi á-
huga og er auk þess sýnt um allt,
er að leiklist lýtur, sem kunnugt
er.
Ágúst Kvaran hefir verið mikið
við leikstarf riðinn, síðan hann
fluttist hingað til Akureyrar.
Hann hefir að vísu ekki gengið í
L. A., en verið leikstjóri þess í
mörg undanfarin ár og leikið mörg
aðalhlutverk. Hefir félaginu verið
ómetanlegur styrkur að starfi
hans, bæði sem leiðbeinanda og
leikara.
Það tilkynnist hér með að Þorsteinn Jónsson á Bakka í
Öxnadal andaðist 17. april þ. á. — Jarðarförin er ákveðin
8. maí n. k., og hefst á heimili hins látna kl. 1 e. h.
Aðstandendur.
Jón Norðfjörð var í félaginu um
tíma; hefir hann leiðbeint í tveim
leikjum og leikið mörg hlutverk,
stundum aðalhlutverk. Nú stund-
ar hann nám á leikskóla Konung-
lega leikhússins í Kaupmanna-
höfn. Jón er ennþá ungur maður.
Má mikils af honum vænta í fram-
tíðinni fyrir leikstarfsemi hér á
landi.
Eins og nærri má geta hefir
fjöldi fólks leikið í þjónustu fé-
lagsins. En það þýðir ekki að
þylja nöfnin tóm. Þó skulu örfáir
nefndir þeirra, sem getið hafa sér
góðan orðstír:
Af konum má fyrst nefna frú
Svövu Jónsdóttur. Hefir hún leik-
ið flest ár, síðan hún kom í félag-
ið. Enn má nefna frú Þóru Hav-
steen, sem lék allmikið um skeið,
°g yngstu leikkonuna, ungfrú Elsu
Friðfinnsson, sem leikið hefir
mikið á síðustu árum.
Af karlmönnum skulu, auk áð-
ur umgetinna, þessir nefndir:
Gísli Magnússon, Steinþór Guð-
mundsson klæðskeri, Sigtryggur
Þorsteinsson, Páll Vatnsdal, Jón
Steingrímsson, Björn Sigmunds-
son.
Öll leikstarfsemi á að stefna að
því að mennta, fegra og full-
komna þjóðlífið. Að þessu vill L.
A. einnig stefna með starfi sínu.
I. E.
I»ví eru blöð vara-
liðsins að draga dár
að ,móðurskipic þess?
Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra stakk þeim sannindum að
Hannesi frá Hvammstanga, að
hann væri hin eina óveðsetta eign
Kveldúlfs. Var þá hlegið í þing-
salnum.
Hannes svaraði þessu á þá leið,
að ráðherrann sjálfur væri veð-
settur „upp fyrir haus, og að að-
eins eyrun stæðu þar upp úr“!
Samkvæmt þessu heldur Hannes
Jónsson, að eyrun á mönnum
standi upp af höfðinu!
Blöð varaliðsins, „Framsókn“ og
„Bændablaðið“, sem almenningur
hér hefir gefið nafnið „Bónda-
beygjan“, halda á lofti þessu gull-
korni „móðurskipsins“, og „Fram-
sókn“ bætir við: „Þá var hlegið
um allt land“ (að Hannesi).
Menn spyrja: Því eru blöð vara-
liðsins að draga dár að Hannesi
frá Hvammstanga?
V erkaskipting.
Maður, sem er kunnugur stjórn-
málahugarfari á Akureyri, segir
að í bænum séu fjórir „Bænda-
flokks“-menn, og skipti þeir þann-
ig með sér verkum:
Tveir sjá um peningasakir vara-
liðsins, einn leggur til skáldskap-
inn og einn dyttar að reikskapn-
um.
Kirkjan. Messað n. k. sunnudag á Ak-
ureyri kl. 2 e. h. Cand theol. Gísli Bryn-
jólfsson stígur í stólinn.
Zíon. Næstkomandi sunnud. kl. 10%:
Sunnudagaskóli. öli börn velkomin. Kl.
8%: Almenn samkoma. Allir velkomnir.
NÆTURVÖRÐUR er í Stjömu Ap6-
teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er
næturvörður í Akureyrar Apóteki.)
Skrifstofa
Framsóknarflokk§in§
er i Hafnarsfræfi 108.
Vithjálmur Þór kaupfélagsstjóri kom
heim með Goðafossi síðast úr utanför
sinni.
□ . Run . 59374273 —
Frl.‘. Br.‘. Rm.‘.
Alþingi var rofið i gær og fara þing-
kosningar fram 20. júní næstkomandi.
Guðsþjónustur í Grundarþingapresta-
kalli:
Munkaþverá, sunnud. 25. apríl kl. 12 hád.
Möðruvölluin, sunnud. 2. maí kl. 12 hád.
Saurbæ, sama dag kl. 3 e. h.
Hólum, sunnud. 9. maí kl. 12 á hád.
Karlakór Akureyrar syngur í Nýja Bíó
á sunnudaginn kemur kl. 3 e. h.
Dánarjregnir. Siðastl. Iaugardag and-
aðist að heimili sínu, Bakka í Öxnadal,
Þorsteinn Jónsson fyrrverandi bóndi þar,
nær sjötugur að aldri. Þorsteinn sál. var
mesti dugnaðarmaður, bezti drengur og
ágætlega kynntur af öllum, er liann
þekktu. Mun Itans nánar verða getið síð-
ar í þessu blaði. — í gærmorgun andað-
ist að heimili sínu, Lundargötu 9 hér í
bæ, Hallgrímur Pétursson bókbindari,
lítið yfir sextugt að aldri. Hallgrímur sál.
var hinn vinsælasti maður, hugljúfi hvers
nianns, er honum kynntist. Hann lætur
eftir sig konu, Þórunni Valdemarsdóttur
°g þrjú uppkomin börn.
Brynleifur Tobiasson hefir sótt um
lausn frá varafulltrúastarfi í bæjarstjórn
Akureyrar. Bæjarstjórnarfundur veitti
honym Iausnina í gær.
Iðnskóla Akureyrar var slitið 16. þ. m.
I vetur hafa 75 nemendur stundað nám í
skólanum. Þar af 35 iðnnemar; luku 10
þeirra burtfararprófi að þessu sinni, all-
ii úr IV. bekk skólans. Fara einkunnir
þeirra hér á eftir:
1. Bragi Brynjólfsson klæðsk. II. 6.81
2. Björgvin Júlíusson sápug.m. I. 7.69
3. Gísli Magnússon múrsmiður I. 8.50
4. Hjalti Guðmundsson húsg.sm. I. 8.25
5. Jón A. Jónsson málari I. ág. 9.13
6. Jón Oddsson húsgagnasm. I. 8.00
7. Kári Sigurjónsson prentari I. 8.06
8. Maria Isleifsdóttir hárgr.mær I. 8.36
9. !Sig. Guðmundsson klæðsk. III._5.50
10. Stefán Þórarinss. húsg.sm. I.ág. 9.00
Einn nemenda, Leó Árnason húsasmið-
tir, veiktist á miðju prófi, en mun ljúka
því síðar í vor.
Eins og að undanförnu heldur skáta-
félagið »Fálkar« sumardaginn fyrsta há-
tíðlegan. Seinnihluta dagsins verður
skemmtun í samkomuhúsi bæjarins, með
fjölbreyttri skemmtiskrá. Um kvöldið
verður dansleikur á sama stað. Merki
verða seld á götunum allan daginn. Er
liklegt að bæjarbúar fjölmenni á skemmt-
unina og styðji um leið gott málefni.
Trúlofun sína opinberuðu siðastliðinn
sunnudag ungfrú Guðrún Sigurðardóttir
frá Torfufelli og Guðbjartur Snæbjörns-
son frá Patreksfirði.
Kantötuk'ór Björgvins Guðmundssonar
lagði af stað í morgun áleiðis til Reykja-
víkur með varðskipinu Ægir.
Skipuiagsnefnd hefir veitt K. E. A.
leyfi til byggingar mjólkurvinnslustöðvar
á þeim stað, er félagið hafði um sótt til
bæjarstjórnar og áður hefir verið getið
í þessu blaði.
Hannes ]. Magnússon kennari er á
förum til Danmerkur, þar sem hann dvel-
ur fram eftir sumri, til þess að kynna
sér skólamál.
Eldur kom upp á miðvikudagskvöldið í
húsinu nr. 1 við Hjalteyrargötu hér i
bænum. Slökkviliðinu tókst að bjarga
mestum hluta hússins, en innanstokks-
munir íbúanna eyðilögðust mjög af vatni.
Aðalsteinn Tómasson verkamaður, sem
bjó í íbúðinni, þar sem eldsins varð fyrst
vart, missti allt sitt qvátryggt.
Dánardægur. I næstsíðustu viku andað-
isf á Vifilsst. Jónas Stefánsson, efnilegur
unglingur héðan úr bænum, sonur Stef-
áns Jónassonar útgerðarmanns. Likið
var flutt hingað til greftrunar.
heldur AÐALFUND i Skjald-
borg (kaffisalnum) sunnudaginn
25. þ. m., kl. 3,30 e. h.
________STJÓRNIN.
Herbergi til leigu
í Hafnarstræti 103.
BJörgvin Jónsson, málari.
Linustúlkur
Kaupakonur
Ársstúlkur
Ársmenn
Kaupamenn
Unglingsstúlkur.
81 ú 1 k n r
í vistir í bæn-
um vantar. —