Dagur - 18.05.1937, Síða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
XX. árg. |
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
Akureyri 18. maí 1937.
22. tbl.
Ósanniodi og blekkingar íhaldsins.
Blaðkríli litla íhaldsins, sem gef-
ið er út á Akureyri og kennir sig
við bændur, þykist vilja tala með
um landsmál. Skiljanlega hefir
það ekki annað til málanna að
leggja en það, sem það getjir lapið
upp eftir samherjum sínum í stóra
íhaldinu, svo sem slæman rekstur
ríkissjóðs, miklar umframgreiðsl-
ur og stórauknar skuldir ríkis-
sjóðs.
Skal hér, Bændablaðinu til
ánægju, gerður í stuttu máli sam-
anburður á þessum atriðum í tíð
fyrrverandi og núverandi stjórnar.
Rekstur ríkiss/óðs.
Næstu 3 árin áður en núverandi
ríkisstjórn tók við ábyrgð fjármál-
anna, var afkoma ríkissjóðs þessi:
Árið 1932
— 1933
— 1934
rekstrarhalli ca. 1.540 millj.
----- — 0.063 —
----- — 1.420 —*
Á þessum 3 árum jukust skuldir
ríkisins úr ca. 39.4 millj. upp í 41.9
millj. kr., eða um 2.5 millj. kr. á
pappírum, en raunverulega jukust
þær um 4.2 millj kr., með því
gengislækkun dönsku krónunnar
hafði lækkandi áhrif á heildarupp-
hæð skuldanna í íslenzkum krón-
um. Af þessari skuldahækkun fór
ca. 1 millj. til byggingar síldar-
bræðsluverksmiðju og var þá
skuldahækkun vegna ríkisrekstr-
arins sjáfs um 3.2 millj. kr. Þó var
á árunum 1932 og 1933 mjög dreg-
ið úr verklegum framkvæmdum,
frá því sem þingið ætlaðist til, og
það var atvinnumálaráðherrann,
Þorsteinn Briem, sem því réði. Ár-
ið 1932 varði' hann aðeins ca. 570
þús. kr. samtals til nýrra þjóð-
vega, þjóðvegaviðhalds, fjallvega
og sýsluvega, og var það miklu
minna en fjárlögin fyrir það ár á-
kváðu.
Skulu hér tekin nokkur dæmi af
handahófi.
Fjárveiting á Framl. skv.
fjárl. 1932 landsr. 1932
kr. kr.
Viðhald þjóðv. 400000 301641
Kjósarvegur 10000 5506
Vesturlandsv. 30000 14733
Holtavörðuh.v. 30000 19254
Húnavatnss.v. 10000 5566
Öxnadalsvegur 10000 4049
Vaðlaheiðarv. 15000 13593
Úthéraðsvegur 10000 3815
Biskupst.braut 10000 4355
* Þótt núverandi stjórn tæki við síð-
ara hiuta árs 1934, ber fyrrverandi stjórn
ábyrgð á afkomu þess árs að langmestu
leyti. Hún sá um afgreiðslu fjárlaga
þess árs og hafði ráðstafað framkvæmd-
um og rekstri þann veg, að lítið varð að
gert af hálfu þeirra, er við tóku.
Það má nú nærri geta hvað Þ.
Briem og félagar hans myndu
segja nú, ef núverandi stjórn hefði
klipið þannig af framlögum Al-
þingis til framkvæmda í sveitun-
um, eins og sónninn er nú, þegar
fjárveitingar til vega á síðastliðnu
ári námu 1 millj. 334 þús. kr., eða
talsvert meira en helmingi hærri
upphæð en Þorst. Briem greiddi.
Þessi er þá niðurstaðan af ríkis-
sjóðsrekstri fyrrverandi stjórnar,
og kemur þá næst til álita niður-
staða þeirra tveggja ára, sem nú-
verandi stjórn ber ábyrgð á.
Árið 1935.
Tekjuafgangur varð ca. 609 þús.
kr. að meðtöldu óvæntu framlagi
til Fiskimálasjóðs, að upphæð 235
þús. kr.
Heildarútgjöld urðu því sem
næst jöfn meðalútgjöldum síðustu
5 ára þrátt fyrir aukið framlag til
verklegra framkvæmda og allt
það moldviðri, sem stjórnarand-
stæðingar þeyttu upp út af háum
fjárlögum.
Umframgreiðslur (þ. e. umfram
fjárlög) urðu minni en nokkru
sinni fyr undanfarin 10 ár eða að-
eins um 14,55%. Árið 1932 voru
þær um 19,28%. Árið 1933 um
24,08% og árið 1934 um 45%.
Árið 1936.
Á því ári varð að beita inn-
ílutningshÖmlunum .meira en bú-
izt var við og af því leiddi það, að
tekjur ríkissjóðs brugðust tilfinn-
anlega. Þrátt fyrir það er niður-
staðan, eftir því sem bezt verður
séð, þessi: Rekstursafgangur ca. 80
þús. Heildarútgjöld urðu um 700
þús. kr. hærri en árið áður, en þó
lægri en 1934, síðasta ár fyrrv.
stjórnar. Þessi hækkun stafar ein-
göngu af auknum framlögum til
atvinnuveganna og til verklegra
framkvæmda.
Ríkisskuldirnar.
Skuldir ríkisins í árslok 1934
voru eins og áður er getið um 41,9
millj. kr., en í árslok 1936 um 46,6
millj. kr. Skuldaaukning síðustu
tveggja ára því á pappírnum 4,7
millj. kr. Þetta virðist í fljótu
bragði vera í ósamræmi við rekst-
ursniðurstöðuna hér að framan, en
svo er þó ekki. Af hækkuninni
eru 3 millj. 650 þús. greidd skuld
Útvegsbankans, sem ríkið var í á-
byrgð fyrir, en bankinn stendur
sjálfur undir að öllu leyti. Þetta
er því aðeins að formi til skulda-
aukning ríkissjóðs. 566 þús. kr.
eru afföll af enska láninu 1935,
sem tekið var til að greiða óhag-
stæðar lausaskuldir frá tíð fyrrv.
stjórnar. 348 þús. kr. eru yfirtekin
skuld frá Skeiðaáveitunni sam-
kvæmt gamalli ákvörðun Alþing-
is. Er þá hér framtalið móti hækk-
'un skuldanna, án þess að með sé
talið það sem til Fiskimálasjóðs
hefir runnið.
Niðurstaðan er því sú, að á þess-
um 2 árum hafa skuldir ríkisins
vegna ríkisrekstursins ekkert auk-
izt, og hagur ríkissjóðs batnað
verulega, með því að eignir hans
hafa aukizt á þessum tíma. Þrátt
fyrir lækkandi tolltekjur, mjög
erfitt árferði um aflabrögð og við-
skipti og stórauknar verklegar
framkvæmdir hefir rekstursaf-
koma ríkissjóðs verið betri þessi
tvö ár, en nokkur önnur ár síðan
i góðœrinu 1929.
Austur-Skaflafellssýslu.
í Austur-Skaftafellssýslu bjóða
sig fram við Alþingiskosningarnar
í vor: Þorbergur Þorleifsson fyrr-
verandi þingm. kjördæmisins fyr-
ír hönd Framsóknarflokksins, séra
Eiríkur Helgason fyrir Alþýðu-
flokkinn og loks Brynleifur To-
biasson kennari við Menntaskól-
ann á Akureyri af hálfu „Breið-
fylkingar" íhalds og „Bænda-
flokksins“.
í síðustu kosningum hafði fram-
bjóðandi jafnaðarmanna í þessu
kjördæmi aðeins 40 atkv. Sýni-
lega hefir því framboð af þeirra
hendi ekki önnur áhrif en þau að
hlynna fremur að „breiðfylking-
unni“ en hitt. Aftur á móti fékk
Þorbergur meira en helming allra
greiddra atkvæða við síðustu
icosningar.
Miðað við úrslit síðustu kosn-
inga er því framboð Brynleifs
vonlaust. Hann hefir við undan-
farandi kosningar verið í kjöri í
fæðingarsveit sinni, Skagafirði,
sem frambjóðandi Framsóknar-
flokksins og vann þá með heiðri
og sóma fyrir flokkinn og stefnu-
mál hans. Nú býður hann sig
fram fyrir hönd andstæðinganna,
og mundi margur hafa æskt hon-
um betra hlutskiptis.
Telja má víst að meiri hluti
kjósenda í Asutur-Skaftafellssýslu
taki sinn fyrrv. þingmann, sem er
þaulkunnugur og vel metinn inn-
anhéraðsmaður, fram yfir bráð-
ókunnugan utanhéraðsmann, sem
genginn er úr Framsóknarflokkn-
um yfir í hóp andstæðinganna.
Annars er það eftirtektarverð
ráðstöfun foringja þess flokks,
sem mest hefir bændavaldið á
vörunum, að velja embættismann
úr kaupstað til framboðs í bænda-
kjördæmi og leggja jafnframt á-
herzlu á að fella frá kjöri innan-
héraðsbónda, sem vitanlega er
margfalt kunnugri kjörum og
þörfum kjósendanna en bráð-
ókunnugur embættismaður úr
öðrum landsfjórðungi. Þar sýnist
eitthvað annað ráða en umhyggja
fyrir bændunum í Austur-Skafta-
fellssýslu.
t
Móftir okkar
Ólðf M. Þorsteinsdóttlr
andaðl§( 13. þ. m.
Jarðarfttrln fer frmti fttstndatfinn 21. maí ofj Itefsl frá
heimlll hennar, Hafnarslræii Ol, kl. 1 e. h.
Bttrn, fcngdabttrn ug barnabttrn.