Dagur - 18.05.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 18.05.1937, Blaðsíða 2
88 DAGUR 22. tbl. Kosningaboðskapur „Sjálfstæði$“flokksins er hlægilegur hráskinnaleikur og innantóm orð, sem kjósendur láta eins og vind um eyrun þjóta. Hinum svokölluðu stefnumálum íhaldsins er flest- um hnuplað frá núverandi stjórnarflokkum. — Afturhaldið hefir ýmist verið þeim beint andvígt á undanförnum árum, eða það hefir viljað teygja þau og toga til hagsbóta fyrir heildsalana og brasklýðinn. I. sem íhaldið hefir borið á atvinnu- Hinn 7. þ. m. flytur blaðið „ís- lendingur“ af miklum fjálgleik ráðagerðir og loforð Ól. Thors, ef svo ólíklega vildi til að Sjálfst.fl. næði völdum í landinu við næstu alþingiskosningar. Er skemmst frá að segja, að flestum hinum svo- kölluðu stefnumálum flokksins er hnuplað frá núverandi stjórnar- flokkum, en afturhaldið hefir æf- inlega verið ýmsum þeirra beint andvígt, en viljað skrumskæla hin til hagsbóta fyrir sína æðstu- presta, heildsalana og braskarana. Skulu nú viðhorf Sjálfstæðis- flokksins til hans helztu „stefnu- mála“ athuguð að nokkru í ljósi staðreyndanna. II. Um viðhorf Sjálfstæðisflokksins til atvinnuleyáisins stendur þessi klausa í blaðinu (höfð eftir Ólafi Thors): „Flokkurinn (þ. e. Sjálf- stæðisfl.) ætlar og skal ráðast á atvinnuleysið í landinu og bera á það öll þau vopn, sem þurfa muni til að ráða við það. — Einstak- lingsframtakið er þá fyrst og fremst undirstaðan í þessari bar- áttu. Það sem bæri að keppa að, væri það í þessu máli, að létta at- vinnuleysið við sjávarsíðuna án þess að auka fólksekluna til sveit- anna.“ Svo mörg eru þau orð. En þetta eru heldur ekkert annað en inn- antóm orð, því öll starfsemi í- haldsins er í beinni andstöðu við þetta skrum. Hvaða vopn hefir í- haldið og Ó. Th. sérstaklega notað til að létta atvinnuleysinu af þjóð- inni? Jú, Ólafur Thors hefir ó- spart notað þau vopn að binda togara Kveldúlfs við hafnarbakk- ann á sama tíma og ýmsir aðrir togarar voru látnir ganga með sœmilegum árangri. Og meðalút- gerðartími Kveldúlfstogaranna var miklu styttri s. 1. ár en margra annara. Þá hefir íhaldið mætt öllum helztu nýmælum um hagnýtingu sjávarafurða með háði og fyrirlitningu, t. d. karfavinnsl- unni, fiskherðingu o. fl. Og síðast- liðið sumar reyndi Ó. Th. að æsa menn til verkfalls á síldarflotan- um, þótt verð á bræðslusíld væri miklu hærra þá en undanfarin ár. Með því tiltæki var einum aðalat- vinnuvegi landsmanna stefnt í beinan voða. Þetta eru vopnin, leysið að undanförnu. Og svo leggur Ólafur Thors land undir fót, skrumar um þessi mál og þyk- ist ætla að vinna einhverja stór- sigra í framtíðinni með þessum vopnum, sem hafa verið notuð til óþurftar landi og lýð á undan- förnum árum. En að þessu skrumi Ó. Th. verður áreiðanlega hlegið um land allt. III. Um sjálfstæðismálið er það að segja, að um það hefir Framsókn- arflokkurinn haft forustu. En í- haldið var á móti hinum ítarlegu tillögum Jónasar Jónssonar um sérstaka deijd við háskólann til að undirbúa unga menn til starfa fyrir íslenzka ríkið utan lands. Thor Thors kvað þetta með öllu óþarft og treysti hálfmenntun, vanþekkingu og'iðjuleysi brask- lýðsins betur en skipulögðu námi og gagngerðri þekkingu á at- vinnulífi þjóðarinnar og þeim við- fangsefnum, sem heyra undir ut- anríkismál. IV. Þá eru nú ekki litlar ráðagerðir Ó. Th. um sjávarútveg og land- búnað. Gegnir þar sama máli og um úrræðaleysi og dragbítshátt í- haldsins í atvinnuleysismálinu. Er á það bent hér að framan hvernig framkoma afturhaldsins á undanförnum árum steytir hnef- ana framan í kosningaloforðin, sem nú eru gefin. í sjávarútvegs- málum tínir Ó. Th. til ýmsar til- lögur stjórnarflokkanna, t. d. end- urbyggingu veiðiflotans, verk- smiðjur, hraðfrystingu o. fl. Þá kveðst íhaldið leggja sérstakt kapp á smíði varðbáta og hampar þar tillögum Framsóknarflokksins. Er svo að sjá, að íhaldið leggi nú allt kapp á að verja landhelgina fyrir ágangi Jóns Auðuns og ann- ara njósnara sinna og landhelgis- þjófa. Má nærri geta hver hugur fylgir þar máli, því það eru sömu mennirnir, sem gefa nú þessi lof- orð, sem hafa að undanförnu var- ið njósnir flokksmanna sinna um varðskipin og börðust ákaflega á móti öllu eftirliti um dulskeyti togaranna. Um sjávarútvegsmálin klykkir svo spámaður afturhalds- ins út með þeim orðum, að ef sölu sjávarafurða verði skipað með löggjöf, sé framleiðendum fengin í hendur öll yfirstjórn þeirra mála. Með öðrum orðum, það á að tryggja það, að Kveldúlfur fái ó- áreittur að græða á hverju skip- pundi fiskjar og öllum öðrum sjávarafurðum landsmanna. Mun þá ekkert skorta á hagfelld og heiðarleg viðskipti, smbr. Gis- mondimúturnar o. fl. af því tagi. Þetta er líka áreiðanlega eitt af því fáa, sem íhaldið myndi efna af loforðum sínum um skipun sjáv- arútvegsmála. — I nýbýlamálinu er mjög eftir- tektarverð stefnubreyting hjá í- haldinu, að sögn Ó. Th. Þykist hann nú vilja skipta stórjörðunum í margar smáar, en einmitt þetta atriði skömmuðu afturhaldsblöðin niður fyrir allar hellur, . þegar Framsóknarflokkurinn hóf baráttu sína fyrir þessu máli fyrir mörg- um árum. Þá mátti afturhaldið ekki heyra nefnt að skipta stóru jörðunum, það hét að gera alla jafn auma. En nú standa kosning- ar fyrir dyrum og það breytir við- horfinu rétt á meðan verið er að blekkja alþýðuna til fylgis við braskara, heildsalaklíkur, fasista og aðra féndur lýðræðisins. En hvað skyldi sá dagur heita, er Thor Jensen fer ótilkvaddur og ó- neyddur að skipta stórjörðum sín- um í nágrenni Reykjavíkur? Ætli það bíði ekki fram yfir næst- næstu kosningar? Síðar verða at- huguð fleiri svonefnd stefnumál Sjálfstæðisflokksins og sýnt hvernig aðgerðirnar standa í æp- andi mótsögn við loforðin og lýð- skrumið. Hokkrar spumingar til G. J. I 3. tbl. „Bændablaðsins" svo- nefnda birtist greinai’korn eftir G. J., u'm skuldugu bændurna. Af því að í grein þessari er vik- ið að miklu vandamáli — skuld- um bændanna — og að greinin er auðsjáanlega eftir sannleikselsk- andi, stórhuga bónda, langar mig til að fræðast af honum lítið eitt og biðja hann að svara eftirfar- andi spurningum: 1. Er það Framsóknarflokknum að kenna, að ekki var „gengið þannig frá skuldamálunum, að þeir, sem lakast voru farnir, fengu þannig lagaða hjálp, að bú- skapur þeirra gæti gengið án á- framhaldandi skuldasöfnunar“, eins og höf. kemst að orði í upp- hafi greinar sinnar? 2. Er það að kenna „stjórn þeirra manna, sem segjast vera að vinna að velgengni sveitanna" (orð G. J.), að fjöldi bænda skuld- ar og sumir hafa veðsett allar sín- ar eignir? 3. Hverjir eru það, sem „telja það ekki þraut fyrir bændurna að standa í skilum, þar sem afurðirn- ar hafi hækkað svo mjög í verði“? 4. Hver hækkaði krónuna, átti Framsóknarflokkurinn sök á því? 5. G. J. segir: „Það er ólík að- staða, sem skuldugur og skuldlaus bóndi hafa“ — og ennfremur: „Bændurnir eru sundruð hjörð, þó aðstaða þeirra í lífsbaráttunni sé svipuð.“ Hvernig á að skilja þetta? 6. Einriig segir G. J.: „Bændun- um hefir aldrei verið hlíft, þeir hafa verið kúgaðir og sundraðir, og loksins þegar þeir eru vaknað- ir og vilja bæta fyrir deyfð og samtakaleysi liðinna kynslóða og búa í haginn fyrir þá, sem á eftir koma, þá ætla óvitrir valdhafar að stöðva framtak þeirra.“ Nú verður mér að spyrja: Var það til að sameina bændurna, að forkólf- ar „Bændaflokksins“ klufu Fram- sóknarflokkinn og stofnuðu nýjan flokk? Mér hefir skilizt, að við það hafi sundrungin vaxið innan bændastéttarinnar; er það rangt? Og var það til að stöðva framtak bændanna að sett voru: Jarðrækt- arlög, afurðasölulög, lög um ný- býli og samvinnubyggðir og stofn- aður Búnaðarbanki, og ekki má gleyma Kreppulánasjóði? - Svars við þessum spurningum vænti ég við fyrsta tækifæri. G. H. Næturvörður er í Akureyrar Apóteki þessa viku. (Frá nk. mánudegi er nætur- vörður í Stjörnu Apóteki.) NÝTT ÚRVAL Höfum fengið fjölbreytt úrval af kven, karla og barna SkófatnaðLi Kaupfélag Eyfirðínga, Skódeildin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.