Dagur - 18.05.1937, Síða 4
88
DAGUR
22. tbl.
„Breiðfylking Islend-
ingaa er andlegt
fóstur heildsalaklik'
iiiinar I Reykjavík
Húðir og kálfskinn
ha/a hœkkað í verði en leggja þarj dherslu
á að vanda verkun og meðferð þeirra.
Allar upplýsingar þar að lútandi fást í Korn-
vöruhúsi voru, þar sem vörunni er veitt móttaka.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Petta er samfylking til verndunar sérréttindum
og eiginhagsmunum brasklýðsins og heildsal-
anna og stofnuð til höfuðs hagsmunasamtökum
alþýðunnar og Iýðræði landsins.
i.
Fá slagorð hafa verið afturhaldi
þessa lands tungutamari á undan-
förnum árum, en „frjáls sam-
keppni“ og „einstaklingsframtak“.
Ár eftir ár hafa blöð afturhaldsins
feitletrað þessi orð, og málpípur
þess hafa smjattað á þeim og
hrópað þau upp úr öllum vindum.
En hver er þá hin raunverulega
merking þessara slagorða? Er það
heill almennings, sem afturhaldið
ber fyrir brjósti, þegar það leggur
höndina á hjartað og æpir um
frjálsa samkeppni og óheft ein-
staklingsframtak? Það er fullkom-
lega tímabært að athuga málið.
n.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að heildsalaklíkan í Reykja-
vík og nokkrir stórútgerðarmenn
og braskarar, mynda kjarna hins
íslenzka afturhalds. Meðan öll al-
þýða manna var sundruð, þá
græddu heildsalar og stórútgerð-
armenn á hinni svonefndu frjálsu
samkeppni vegna þess, að kaupfé-
iögin skorti í fyrstu bæði veltufé
og önnur skilyrði til að ráða nið-
urlögum kaupmannanna og brask-
lýðsins, sem höfðu mikið fjármagn
og réðu miklu í bönkum þjóðar-
innar. Með öðrum orðum, meðan
um litla eða enga samkeppni var
að ræða af hálfu kaupfélaga og
neytendasamtaka, þá talaði aftur-
haldið digurt um „frjálsa sam-
keppni“ og státaði með skilnings-
sljóvt bankavald að bakhjarli. En
nú, þegar kaupfélögunum vex
fiskur um hrygg með hverju ári,
og augu alls almennings hafa lok-
izt upp fyrir mætti samtaka og
samvinnu, þá bregður svo undar-
lega við að heildsalaklíkan í
Reykjavík og kaupmenn yfirleitt
leggjast á móti frjálsri samkeppni
um verzlun. Heildsalarnir heimta
sem sé, að innflutningsleyfi til
verzlana séu miðuð við innflutn-
ing þeírra árið áður en innflutn-
ingshöftin voru sett á. Þetta þýðir
ekkert annað en það, að kaupfé-
lög og pöntunarfélög, sem hafa
stækkað eða verið stofnuð eftir
árið 1933, fengju ekki að flytja
inn nauðsynjavörur handa svipað
því öllum félagsmönnum sínum,
ef kröfum heildsalanna væri
fylgt. Ef sú klíka fengi að ráða,
þá væri ekki um frjálsa sam-
keppni að ræða um verzlun, held-
ur væri fjöldi landsmanna kúgað-
ur til að kaupa nauðsynjavörur
sínar með „hœfilegri heildsala á-
lagningu,“ sem oft er hreint og
beint okur.
Þetta er þá hin eiginlega merking
í slagorðum afturhaldsins um
„frjálsa samkeppni“. Og til þess
að koma þessum „mannréttinda-
málum“ í framkvæmd, eys heild-
salaklíkan fé í flokksjóði og blaða-
útgáfu allsherjar afturhaldsins.
III.
En stórútgerðarmennirnir og
brasklýðurinn eiga líka sínar
„hugsjónir,“ sem heyra undir ein-
staklingsframtak og frjálsa sam-
keppni, og þeir eru ákveðnir í að
koma þeim í framkvæmd, ef aft-
urhaldið vinnur kosningarnar í
vor. Þessi lýður hefir þegar sölsað
undir sig megnið af sparifé og
veltufé þjóðarinnar og vantar nú
bæði getu og vilja til að skila
miklu af því til baka. Stafar það
bæði af óviðráðanlegum orsökum,
sem allir þekkja, og svo að veru-
legu leyti af óstjórn og óhófi ým-
issa eigenda slíkra fyrirtækja, t. d.
Thorsbræðra, sem lánuðu sjálfum
sér úr Kveldúlfi allt að hálfri
milljón króna, vaxtalaus og trygg-
ingarlaus lán af sparifé lands-
manna, til óhófs um húsakost og
annan lifnað. Og í höndum þess-
ara manna hafa skipin ryðgað og
fúnað, án þess að þeir hefðust
nokkuð að annað en að kýla vömb
sína og reisa skrauthallir fyrir
hin vaxtalausu lán. Og þegar svo
harðnar í ári, þá reka þessar sjálf-
'stæðishetjur upp Ramakvein og
kenna vinstri flokkunum um það,
að þeirra ágæta einstaklingsfram-
tak dugar ekki betur en raun ber
vitni.
IV.
Sannleikurinn er sá, að slagorð
afturhaldsins um frjálsa sam-
keppni og einstaklingsframtak
eru alveg meiningarlausar upp-
hrópanir í munni og málgögnum
afturhaldsins. Heildsalarnir vilja
ekki lengur frjálsa samkeppni um
verzlun, heldur sérréttindi um
verzlun handa sjálfum sér til
tjóns fyrir allan almenning. Og
reynsla undanfarinna ára hefir
sýnt það og sannað, að hið
Hafið þér
ráð á að nota annan kaffibæti en
„F reyj u“-Kaffibætisduft?
það er 15 prc. ódýrara en nokkur
annar kaffibætir í stöngum.
KalfibætisgeröiR „Freyja", Akireyri.
Alltaf er að brenna og alltaf getur
brunnið hjá yður. Gleymið því eigi
að brunatryggja eigur yðar.
Tryggið hjá okkur.
Hjá okkur fáið þér fljóta og góða
afgreiðslu, ef tjón ber að höndum.
\\m
i.
Umboð d Akureyri:
Kaupfélag Eyflrðftnga.
eftirlitslausa einstaklingsfram-
tak brasklýðsins og stórútgerð-
armannanna þýðir ekkert ann-
að en það, að fáei'nir menn
eiga að hafa aðstöðu til að hirða
gróðann af atvinnufyrirtækjun-
um, þegar vel gengur, en skella
töpunum á bök allra landsmanna,
cf illa gengur. Á þessu kviksyndi
vilja svo „sjálfstæðishetjurnar“
láta sjálfstæði þjóðarinnar fljóta
sofandi að feigðarósi. „Breiðfylk-
ingin“ ætlár að sjá um, að heild-
salarnir og brasklýðurinn geti
fleytt rjómann af öllum þeim
verðmætum, sem bóndinn erjar úr
jörðunni og sjómaðurinndregurúr
djúpum hafsins. En hinn vinnandi
lýður á að fá undanrennuna, ugg-
ana og roðin til framfærslu sér og
sinna. — En íslenzk alþýða
mun ekki verða handbendi íhalds-
ins í næstu kosningum. Hún mun
ekki gefa tilberum og nápúkum
allsherjarafturhaldsins tækifæri til
að rífa hálfrar aldar störf sam-
vinnuhreyfingarinnar í landinu í
rústir og grípa fyrir kverkar
hverskonar samtaka alþýðunnar
fyrir bættum hag.
Og þjóðin mun heldur ekki
veita brasklýðnum tækifæri til að
gefa sjálfum sér eftir milljónir
króna af sparifé og lánsfé lands-
Lítftð, ódýrt herbergl
til leigu nú þegar í
Eiðsvallagðtu 7.
manna, því það kostar íþynging og
aukna erfiðleika fyrir alla alþýðu
þessa lands um ófyrirsjáanlega
framtíð. Og það mega allir skilja,
að „Breiðfylking ísl.“ er ekki
stofnuð með hag alþjóðar fyrir
augum, heldur sérhagsmuni heild-
salanna og brasklýðsins á kostnað
allrar alþýðu. Þetta er ekki fylk-
ing þjóðhollra manna, heldur
draugafylking og afturgöngur, sem
hin aumustu afturhaldsöfl hafa
vakið upp og sent til höfuðs sam-
vinnuhreyfingunni og lýðræði
landsins.
S T A K A.
(Aðsend.)
Fram sig býður bændum enn
burgeisinn með launin tvenn,
hyggur sig að hirða þrenn.
Hollir eru slíkir menn.
»Brynjm-fundur verður á morgun,
miðvikudaginn 19. þ. m. í Skjaldborg, á
venjulegum tíma. Innsetning embættis-
manna. Kosning fulltrúa á Stórstúku-
þing.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentverk Odds Björnssonar.