Dagur - 27.05.1937, Blaðsíða 4
102
DAGUR
25. tbl.
Tilhæfulaus uppspuni
er það, sem „Bændablaðið“ segir í
gær, að Bernharð Stefánsson hafi
skrifað greinina um hafnarbætur
á Dalvík, er birtist fyrir nokkru
hér í blaðinu, undirskrifuð „Svarf-
dælingur“. Greinin er eftir Svarf-
dæling, en ekki B. St. „Bændabl.“
segir, að enginn hafi getað skrifað
greinina annar en Bernharð, þar
sem skýrt sé frá því, sem gerðist
á fundi fjárveitinganefndar, sem
enginn hafi haft aðstöðu að vita,
nema B. St. einn.
Þetta er tómt rugl, eins og ná-
lega allt, sem í Bændabl. stendur.
Bernharð var búinn að skýra frá
því á fjölmennum fundi í Svarf-
aðardal, hvað gerzt hafði í fjár-
veitinganefnd, og var því á vitund
fjölmargra Svarfdælinga.
sérstaklega athyglisvert, þegar
sömu menn stofna þannig tvenns-
konar félagsskap, þar sem stefn-
urnar stangast og hagsmunirnir
— frumrök þessara félagsstofn-
ana rekast á. — Það hlýtur að
vekja grun um einhverskonar frá-
villing eða undanvilling, sem er
nokkuð sama. Hvort margir eða
fáir, stórir eða smáir hafa gengið
úr Bændaflokksfélaginu á Mörk-
inni, kemur ekki þessu máli við.
En af hinu mega Þelmerkingar
ekki reiðast, þó þeir væru nefndir
því nafni, sem þeir með breytni
sinni hafa áunnið sér. Það er ekki
uppnefni, heldur réttnefni. Um
stofnun verkamannafélagsins í
Öxnadal er það að segja, að hún
var nauðvörn í því augnamiði að
verjast yfirgangi annara, ef auðið
væri, og efla og viðhalda hlutfalls-
lega réttlátri skipting vegavinn-
unnar. Og eitt er víst: Engum
Öxndæling hefir dottið í hug að
stuðla að því, á einn eða annan
hátt, að vegavinnuverkstjóra, Jóni
M. Benediktssyni, væri vikið frá
vegavinnuverkstjórn í dalnum,
nema full ástæða væri til.
Það skín í gegn hjá „Þelmerk-
ing“, þar sem hann segir: „En þar
eð okkur fannst við þurfa að lifa“
— að þeir telji sig lifa — að ekki
svo litlu leyti á vegavinnunni. Það
er einkennileg kaldhæðni örlag-
anna, að slíkt kemur frá Bænda-
flokksmanni, því flestum mup
enn vera í fersku minni, að það
var á sínum tíma af Bændaflokks-
mönnum notað sem árásar- og
rógsefni á Framsóknarfl., að hann
féllst á ofurlitla kauphækkun til
vegavinnumanna í ríkissjóðsvinnu
— þegar Bændaflokksmenn eru
nú farnir að telja vegavinnuna
lífsspursmál fyrir sig, og slá þann-
ig niður sína eigin flugu.
Það, sem bent hefir verið á hér
að framan, eru staðreyndir, sem
ekki haggast fyrir stóryrðum og
hefði því „Þelmerkingur“ betur
sparað sér að „atast“ í sínum eig-
in illyrðum.
Ekki mun ritstjóri „Dags“ sækja
heilræði til „Þelmerkings“ þessa,
enda væri það hið sama og að
ætla að sækja ull í geitarhús.
Steinn.
i og hálfa miljónin.
„Alþýðumaðurinn“ segir 19. þ.
m. að eignir þær, sem Framsókn-
arflokkurinn hefir knúð Kveld-
úlfsmenn til að veðsetja Lands-
bankanum, séu aðeins hálfrar
milljón króna virði. Er það skilj-
anlegt að sósíalistar vilji gera sem
minnst úr þessum miklu eignum,
sem þeir vildu gefa Kveldúlfs-
mönnum. En til þess að taka af
allan vafa um mat á þessum eign-
um, skal það birt hér. Um það má
auðvitað deila, hvort þær séu
hæfilega metnar, en um hitt verð-
ur ekki deilt, að hér er um stórfé
að ræða á íslenzkan mælikvarða.
1. Allar eignir Thor
Jensens í Mosfellssveit
með húsum, áhöfn og á-
höldum, samkv. mati
Steingríms Steinþórs-
sonar .............. kr. 948.000.00
2. Jarðeignir á Snæ-
fellsnesi, samkv. fast-
eignamati............kr. 29.100.00
3. Lóðir í Reykjavík,
og Hafnarfirði, ásamt
bletti á Seltjarnarnesi,
samkv. fasteignam. kr. 55.900.00
4. Haffjarðará með
húsum, að áliti kunn-
ugra manna ......... kr. 150.000.00
5. Húseignin og lóðin
nr. 11 við Fríkirkjuveg
í Reykjavík, samkvæmt
fasteignamati ...... kr. 149.000.00
Eignir alls kr. 1.377.000.00
Þar frá dragast áhvíl-
andi skuldir ....... kr. 350.000.00
Yrði þá verðmæti
eignanna samkvæmt
þessu til veðs .... kr. 1.027.000.00
Eins og sést af þessu, hafa eign-
ir þessar verið metnar einnar mill-
jón króna virði, en ekki aðeins
á hálfa milljón, eins og „Alþýðu-
maðurinn telur mönnum trú um.
Og þó að ein milljón kr. sé kann-
ske ekki stór upphæð í augum
sumra foringja sósíalista í Reykja-
vík, þá er það þó stórfé fyrir alla
alþýðu manna. Þessvegna hefir
stefna Framsóknarflokksins, að
knýja Kveldúlfsmenn til að skila
aftur þessum eignum, hvarvetna
mælzt vel fyrir. En gjafmildi Al-
þýðuflokksins við þá láta menn
sér fátt um finnast.
Brottför Eiðs Guðmundssonar..
(Framh. af 1. síðu).
haldinu, þá segði hann sig tafar-
laust úr flokknum.
Nú hefir þetta skeð, og Eiður
hefir staðið við orð sín sem góð-
um dreng sæmdi.
En Sv/G. segist harma það, að
Eiður Guðmundsson hefir staðið
við orð sín.
Það var honum líkast.
Kirkjan. Messað á sunnudaginn á Ak-
ureyri, kl. 2 e. h.
Zion. Næstkomandi sunnud. kl. 10%:
Sunnudagaskóli. Öll börn velkomin. KI.
8%: Almenn samkoma. Allir velkomnir.
Næturvöröur er í Akureyrar Apóteki
þessa viku. (Frá nk. mánudegi er nœtur-
vörður í Stjörnu ApótekJ.)
KAUPTAXTI
Múrarafélags Akureyrar, frá 1. júní 1937.
DAGVINNA er 9 klst. og reiknast frá kl. 7 árdegis til kl. 5'h
síðdegs, að frádreginni IV2 klst. til matar og kaffi.
Kaup i dagvinnu er kr. 1.80 á klst.
— - eftirvinnu - » 2.70 - —
VERÐSKRÁRTAXTI hækkar um 8% frá því, sem verið hefir.
Til skýringar skal það tekið fram, að raunveruleg hækkun í dag-
vinnu er aðeins 13'/2 eyrir á klst.
Taxti þessi gengur í gildi 1. júní, og gildir þangað til öðruvísi
verður ákveðið.
Taxtinn þannig samþyktur á fundi félagsins 24. maí 1937.
Múrarafélag Akureyrar.
Bráðapesfarbóluefni og
lungnapestarbóluefni
iást í
Stjörnu-Apóteki
K. E. A.
Samvinnuskóíinn.
í byrjun þessa mánaðar var
Samvinnuskólanum sagt upp og
18 nemendur brautskráðir. Er
þetta 20. starfsárið sem skólinn
hefir starfað, og hefir hann á þess-
um árum útskrifað 400 nemendur.
Jafnan sækja fleiri um inntöku í
skólann, en hann getur veitt mót-
töku.
Aðalhvatamennirnir að stofnun
þessa skóla voru samvinnufrömuð-
irnir Hallgrímur heitinn Kristins-
son og Jónas Jónsson. Þeim var
Ijóst, að ætti samvinnuhugsjónin
að festa hér rætur, þá þurfti að
búa starfsmenn kaupfélaganna
undir starf þeirra í anda sam-
vinnusteínunnar. Skólinn átti að
flytja nemendum fróðleik um
starfsemi samvinnufélaga erlendis,
jafnframt og hann gæfi þeim
þekkingu í hinum hagnýtu grein-
um.
Nú eru í flestum kaupfélögum
landsins starfandi menn, sem hafa
notið menntunar í Samvinnuskól-
anum. Margir af þeim eru nú
þjóðkunnir menn. Einn af þe(im er
hinn glæsilegi stjórnmálamaður,
Eysteinn Jónsson, fjármálaráð-
herra, sem útskrifaðist þaðan fyrir
nokkrum árum. Enginn vafi er á
því, að samvinnuskólinn hefir haft
mjög mikla þýðingu fyrir sam-
vinnustefnuna og þjóðina. Þess-
vegna munu allir samvinnumenn
óska honum allra heilla á þessum
tímamótum.
GuSmundur Friðjónsson:
„Sveitamenningin i skuggsja
skáldsins frá Laxnesi“.
Svo heitir ritlingur nýútkom-
inn, sem er til þess gerður að bera
hönd fyrir höfuð sveitamanna og
kvenna, sem H. K. Laxness gerir í
sögum sínum að ómennum og fífl-
um, eða því sem næst. Höf. ritl-
ingsins flutti þetta efni í Nýja
Bíó í Reykjavík, við góða aðsókn
og ágætar viðtökur. Það er bæði,
að þarna er saumað fast að Hall-
Prjónavél
lítið notuð, til sölu í
Brekkugötn 5 B.
dóri Kiljan, skáldinu, og á hinn
bóginn rökrætt, hvaða kröfur eigi
að gera til höfuðskálda. Tvö blöð
höfuðstaðarins minntust á erindið
mjög lofsamlega, efni þess og orð-
færi og þótti það orð í tíma talað.
Höfundinum þótti rétt að prenta
erindið, þar sem í raun og veru er
um alþjóðar málefni að ræða, sög-
ur, sem mestöll þjóðin les og þar
að auk eru þýddar á erlendar
tungur. Sú auglýsing er verri en
vond. Erindi þetta kemur víða við,
25 bls., þéttprentaðar, í allstóru
brati, kostar 50 aura, fæst í bóka-
búð Gunnl. Tr. Jónssonar á Akur-
eyri og hjá bóksölum víðsvegar.
Líklegt er að fólki sé forvitni á
að sjá og heyra hvernig G. F. ber
því söguna, og svo hitt, hversu
hann ber vopnin á skáldið frá
Laxnesi. Réttara væri, ef til vill,
að kalla þetta hnefaleik, því að
ekki er til þess stofnað, að H. K.
L. blæði, ekki til ólífis a. m. k.,
því að þrátt fyrir allt er sá höf-
undur gæddur hæfileikum, eigi
litlum og það viðurkennir höfund-
ur ritlingsins.
X.
Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Guðrún
Kristjánsdóttir og Áskell Snorrason
kennari í Þingvallastræti 10 hér í bæ.
Ungm.st. Akurlilja nr. 2 hefur fund í
Skjaldborg n. k. sunnudag kl. 8 e. h.
Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing. Rætt
um ferðalög i sumar.
Dánardægur. Síðastl. mánudag andað-
ist að heimili sínu, Lundargötu 17 hér 1
bæ, Anton Eyþór Jóhannesson, eftir
nokkra legu. Hann var um sextugt. Ant-
on var Eyfirðingur og ól allan sinn ald-
ur í Eyjafirði og Akureyri, nema hvað
hann var nokkur ár í Ameríku fyrir
löngu síðan.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentverk Odds Björnssonar,
♦