Dagur - 29.07.1937, Blaðsíða 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÖR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
Akureyri 29. júlí 1937.
i 37. tbl.
i
Tvær tungur íhaldsins.
„Breiðfylkingunni“ brugðust
gjörsamlega sigurvonir hennar í
síðustu kosningum. Flokkar þeir,
er stutt höfðu stjórnina, komu út
úr kosningahríðinni með sterkari
meiri hluta en áður, þrátt fyrir
tap Alþýðuflokksins og þrátt fyrir
hina ófyrirleitnustu og fjárfrek-
ustu kosningabaráttu frá hendi
„Breiðfylkingarinnar", sem háð
hefir verið hér á landi.
Hin eina vonarglæta íhaldsins,
sem það heldur í dauðahaldi, er í
því fólgin, að takast kunni með
þrálátum og sterkum rógburði að
koma í veg fyrir framhaldandi
samstarf milli fulltrúa hinna vinn-
andi stétta, bænda og verka-
manna. Þessa rógburðarstarfsemi
hefir íhaldið skipulagt og skiptir
með sér verkum þannig, að ísa-
fold, sem send er út um sveitir
og ætluð bændum til lesturs, full-
yrðir, að Framsóknarflokkurinn sé
algerlega ánauðugur Alþýðufl., og
að Alþýðuflokkurinn hafi fengið
framgengt hverju því, er hann
taldi til hagsbóta sínum kjósend-
um, en Framsóknarflokkurinn hafi
engu fengið framgengt fyrir sína
kjósendur. Þessu eiga bændur að
trúa.
En íhaldsblaðið Vísir, sem vitað
er að mjög fáir lesa utan Reykja-
víkur, hefir allt annan boðskap að
flytja verkamönnum í höfuðstaðn-
um. Þann 15. þ. m. talar Vísir á
þessa leið til verkamanna:
„Þeir (þ. e. verkamenn) hafa
heldur ekki viljað una því, að
flokkur þeirra væri beinlínis gerð-
ur ánauðugur öðrum flokki. En
reynsla þeirra af samvinnu Al-
þýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins er á þá leið, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi yfirleitt
fengið framgengt hverju því, er
hann taldi að til hagshóta mœtti
verða sínum kjósendum, en Al-
þýðuflokkurinn engu, er að gagni
kæmi hans kjósendum, svo að
hlutskipti þeirra hafi orðið það
eitt að bera byrðirnar, sem á þá
voru lagðar.“
Þessum boðskap Vísis er verka-
mönnum ætlað að trúa.
ísafold hefir tekið það að sér að
halda því að bændum, að Fram-
sóknarflokkurinn væri ánauðugur
Alþýðuflokknum.
Vísir hefir aftur það hlutverk
með höndum að halda því að
verkamönnum, að Alþýðuflokkur-
inn sé ánauðugur Framsóknar-
flokknum.
Hverju trúir svo almenningur,
sem les þessi blöð?
Vitanlega hvorugu. Hann er
ekki svo skyni skroppinn, að hann
trúi þeim flokki, sem ber er að
því að tala með tungum tveim, eft-
ir því við hverja talað er.
En hvað er um „íslending11?
Með hvorri íhaldsrógtungunni
vill hann tala?
Friðný S. Friðriksdóttir
frá Hóli, Sléttu.
Fœdd 12. apríl 1860. Dáin 18. okt. 1936.
Kveðja frá vinum.
Þig hefir fjarlægð falið sínum hjúp.
? fjarska heyrast dánarklukkur óma.
Þú lagðir bjartsýn út á dauðans djúp,
dagsverki þínu lokið er með sóma.
Vinirnir eiga margt að þakka þér;
þakklætið hlýja signir burtför þína.
Svo yfir dapra skugga birtu ber
og bak við myrkrið ljúfar stjörnur skína.
Þ^r stjörnur minna á brosmild augu blíð,
er brostu jafnan hlýtt til vina þinna.
Ástúð þín breiddi ljóma á liðna tíð
og létti hverja þraut, sem átti að vinna.
Og allir þeir, sem áttu með þér leið,
öðluðust styrk og gleði af samfylgd
þinni.
Lengi hjá þínum aldna ættarmeið
í endurminning lifa horfin kynni.
E. K.
Til Þingeyinga.
Þar sem fyrirhugað er að gefa
út á næsta hausti — til ágóða fyrir
Sjúkrahús Húsavíkur — sýnisbók
þingeysks alþýðukveðskapar, er
hér með skorað á alla hagyrðinga
og skáld innan Þingeyjarsýslu að
gefa sig fram við forstöðunefnd
þessa fyrirtækis fyrir 1. september
nk., ef þeir vilja styðja fyrirtækið
og koma að kveðlingum eftir sig.
Húsavík, 24. júlí 1937.
F. h. forstöðunefndarinnar.
Karl Kristjánsson.
Árni Guðmundsson læknir verður fjar-
verandi nú um tíma. Gegnir Guðmundur
Karl Pétursson héraðslæknisstörfum á
meðan.
Heimslrægor vísiRdamaður
lálini.
Þann 20. þ. m. andaðist í Róma-
borg af hjartaslagi hinn frægi vís-
inda- og uppfinningamaður Gugli-
elmo Marconi, sextíu og þriggja
ára að aldri. Faðir hans var ítalsk-
ur en móðir írsk. Tuttugu og eins
árs að aldri, eða árið 1895 byrjaði
hann á að gera tilraunir með að
senda þráðlaus skeyti. Ari síðar
fór hann til Englands, þar sem
hann hélt tilraunum sínum áfram
og tók þar einkaleyfi á uppfinn-
ingu sinni.
Smátt og smátt tókst Marconi að
fullkomna uppfinningu sína og
senda þráðlausu skeýtin lengra og
lengra. Hið fræga Marconifélag
var stofnað í London. Árið 1898
tókst að senda þráðlaus skeyti yfir
Ermarsund, og 12. desember 1901
var í fyrsta skipti sent þráðlaust
skeyti vestur um Atlantshaf. Nú
er svo komið, að allar álfur heims
standa í þráðlausu sambandi hver
við aðra.
Marconi hlaut Nobelsverðlaun
fyrir eðlisfræði árið 1909 og fjölda
annarra viðurkénningarmerkja
fyrir vísindaafrek sín.
Úvarpið er byggt á uppfinningu
Marconis. Marconifélagið hóf út-
sendingar á tónlist 23. febr. 1920,
en reglubundnar útvarpssendingar
hófust ekki fyrr en ári síðar.
Ekki dó Marconi blásnauður.
Hann lét eftir sig 66V2 millj. kr. og
arfleiddi yngstu dóttur sína að
þeirri upphæð.
Kirkjan. Messað nk. sunnudag i Lög-
mannshlíð kl. 12 á hádegi og Akureyri
kl. 5 e. h.
NÝJABÍÓ
Fimmtudaginn 22. þ. m. kl. 9:
Morð um borð.
Spennandi leynilögreglumynd
er gerist um borð í stóru
herskipi.
Bönnuð fyrir börn.
AUKAMYND:
Laxinn og laxveiðar.
Niðursett verð.
Sýnd i síöasta sinn.
Jarðarför Jóhönnu Jakobsdóttur, sem
andaðist 28. júlí, er ákveðin föstudag-
inn 6. ágúst kl. 1 e. h. frá heimili
okkar, Aðalstræti 46.
Foreldrar og syslkini.
□ Rún 5087858- Ht.-.D
Tídarfarið hefir verið mjög stirt lengi
að undanförnu, stöðug norðan- og norð-
austanátt, hlýindi af skornum skammti
og þurrkleysur. Af þessum sökum hafa
töður legið mjög undir skemmdum, og
síldveiði verið fremur rýr, ekki vegna
þess að síldin liafi ekki verið til í sjón-
um, heldur vegna óhagstæðrar veðráttu.
Um síðustu helgi brá loks til sunnan- og
suðvestanáttar og hlýnaði nokkuð í veðri.
Jafnframt hefir verið rigningarlaust hér
uni sveitir síðustu daga og eru menn nú
önnum kafnir við að þurrka töður sínar.
llagstætt veður til sildveiða hefir og ver-
ið síðustu daga, enda mikið veiðzt.
Karlakór Akureyrar. Æfing í kvöld á
venjul. stað og tíma. Mætið allir!
Veriö samtaka!
111
Styrkið hag§munabarát(una
Eflið neytendasamtökin
Gangið í