Dagur - 29.07.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 29.07.1937, Blaðsíða 2
154 DAGUR 37. tbl. ► • ♦ ♦ • • •- « • • • •--< Þjóðnýtingarskraí „í$lendingsu. Síðasti ísl. flytur leiðara, sem hefir að fyrirsögn þessa spurn- ingu: Á þjóðnýtingin að' fram- kvœmast? í grein þessari kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að sameining Alþýðuflokksins og Kommúnista- flokksins sé gerð með það fyrir augum að kúga Framsóknarflokk- inn til að ganga inn á þjóðnýting- arkröfurnar, og segir ísl. allar lík- ur á að svo muni fara. Engin rök færir þó blaðið fyirir þessari stað- hæfingu sinni önnur en þau, „að miðstjórnir flokkanna hafi gefið út yfirlýsinguna um stjórnarsam- vinnu daginn eftir að tillaga Héð- íns er samþykkt í Dagsbrún“. Síð- an slær blaðið því föstu, að Fram- sókn verði að gera málefnasamn- ing við Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason og ísleif Högnason, engu síður en foringja Alþýðu- flokksins. Þessi eru rök blaðsins fyrir því, að Framsóknarfl. muni láta kúgast til hlýðni við þjóðnýtingarstefn- una. En rökin eru harla lítils virði. Fyrst er nú það, að enginn get- ur enn um það sagt, hvort nokkuð verður úr sameiningu Alþýðufl. og kommúnista. Málið er enn ekki komið lengra en það, að samþykkt hefir verið tillaga á félagsfundi um tilraun til sameiningar. Al- þýðuflokkurinn hefir ekki látið í Ijósi álit sitt eða vilja í þessu máli og getur ekki gert fyrr en á flokksþingi, sem ekki mun verða haldið næstu mánuðina. Það er því ekkert annað en rugl úr ísl., að Framsóknarfl. verði að gera málefnasamning við kommúnista. Takist að gera málefnasamning milli Framsóknarfl. og Alþýðufl., þá verður það án trllits til komm- únista. Óg hin fyrirhugaða sam- einingarhugmynd Alþýðufl. og Kommúnistafl. er með öllu óvið- komandi Framsóknarflokknum og hefir engin áhrif á gjörðir hans, þegar til málefnasamnings kemur milli hans og Alþýðuflokksins. En viðvíkjandi þeirri getsök ísl., að Framsóknarfl. muni láta kúgast inn á þjóðnýtingarbrautina, er rétt að benda blaðinu á eftirfarandi yf- irlýsingu, er gerð var á flokks- þingi Framsóknarmanna í febrúar- mánuði í vetur. Sú yfirlýsing er á þessa leið: „Um undanfarin ár hefir Fram- sóknarflokkurinn haft samstarf um ýms löggjafarmálefni við flokk verkamanna í kaupstöðum og kauptúnum, Alþýðuflokkinn.------ Flokksþingið telur, að þetta sam- starf hafi yfirleitt lánazt vel. Þó vill flokksþingið taka skýrt fram, að það telur slíkt samstarf því að- eins geta haldið áfram, að það sé reist á sama grundvelli og hjá lýð- rœðisþjóðum nágrannalandanna, þar sem frjálslyndir milliflokkar standa að ríkisstjórnum með verkamannaflokkunum, þannig, að unnið sé með óskiptum kröftum að almennum framfara- og menn- ingarmálum, en ÞJÓÐNÝTING- ARKRÖFUR EKKI TEKNAR TIL GREINA, og að Alþýðuflokkurinn styðji að því að leysa hin mest að- kallandi vandamál bœndanna og annara framleiðenda.“ Síðan þessi yfirlýsing var sam- þykkt á fiokksþinginu hetir það gerzt, að þingflokkur sósíalista stofnaði til þingrofs út af ágrein- ingi við FramsóknaríL, um þjóð- nýtingu o. fl. Úrslit nýrra kosn- inga urðu þau, að Framsóknarfl. jók fylgi sitt að stórum mun og bætti við sig fjórum þingsætum, en fylgi Alþýðufl. rýrnaði og flokkurinn fékk 8 þingsæti í stað 10 áður. Þessi var dómur þjóðar- innar um ágreininginn milli flokk- anna. Þrátt fyrir þetta gerir ísl. sig svo heimskan að halda því að lesendum sínum, að Framsóknar- ílokkurinn láti kúgast til hlýðm við þjóðnýtingarstefnuna. En þess- ar bollaleggingar blaðsins eru ekki annað en barnaskapur. Framsóknarflokkurinn hvikar ekki frá yfirlýsingu þeirri, er ílokksþignið gerði um samstarf hans við Alþýðuflokkinn í vetur. Þetta hlýtur Alþýðuflokkurinn að vita. í því sambandi er rétt að skýra frá því, að Alþýðublaðið birti fyrir viku síðan viðtal við Jón Baldvinsson, þar sem hann segir meðal annárs, að það sé „vit- urlegt og í samræmi við óskir kjósenda beggja þessara flokka“, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn geri nú með sér stj órnarsamvinnu. ísafjörður er einkennilegur bær. Á gróðurlausri eyri, sem gengur út í Skutulsfjörðinn, hafa safnazt saman hátt á þriðja þús. manns, sem lifa af því að sækja gull í „gullkistu Vestfjarða“. Innan við eyrina er Pollurinn — hin ákjós- anlegasta höfn. En það er fleira einkennilegt við ísafjörð. Flestum, er þangað koma, finnst að þar vera engar áttir. Og ef einhver kunnugur fer að útskýra þær, þá séu þær þó að minnsta kosti rammvitlausar við það, sem ann- arstaðar er. Þá má nefna eitt sérkenni bæj- arins enn. Þar er veidd krabbateg- und ein til matar, sem hvergi annarstaðar er veidd á landinu. Og ef þið hafið aldrei bragðað ís- firzkar rækjur, þá skuluð þið fá ykkur eina dós af þeim, og ég tel víst, að ykkur muni falla þær vel. Þarna er að rísa upp nýr atvinnu- vegur, sem getur haft talsverða þýðingu í framtíðinni. ísfirðingar eru ekkert hræddir við að ganga ótroðnar slóðir. Ég kom til ísafjarðar í fyrsta skipti í vor, og kynntist þar af eigin raun þeim sérkennum bæjar- ins, sem hér hefir verið drepið á. Þetta vil ég taka fram, svo enginn haldi, að ég hafi þetta eftir vafa- sömum heimildum. — Og þá er í'ormálanum lokið, og kem ég þá að því atriðinu, sem ég vil gera að umtalsefni. Innan við Pollinn er Tungudal- ur. Láglendið hefir bærinn ræktað og lagt það undir kúabúið í Tungu. En brekkurnar eru klædd- ar birkikjarri upp á brún. Þangað streyma ísfirðingar á sunnudögum og er það kallað að fara „í skóg- inn“. Þar hafa líka á síðustu árum verið byggðir allmargir sumarbú- staðir. Fylgir dálítill reitur til ræktunar hverju húsi. Allt útlit er fyrir, að þarna sé að rísa upp dálítil sumarborg með trjám, mat- jurtagörðum og blómskrúði. Fólk- ið úti á eyrinni þráir sumargróð- ur og finnur hann þarna. Stærsta húsið í þessari sumar- borg Isfirðinga er skólasetrið „Birkihlíð“, sem er eign gagn- fræðaskólans á ísafirði. Það er heimkynni æskunnar bæði á vetr- um og vorin. Sjálfir hafa nemend- urnir að mestu byggt það og lagað til þar í kring. Tvö undanfarin vor þefir verið tekin upp sú nýj- ung á ísafirði, að haldinn hefir verið vinnuskóli að vorinu fyrir atvinnulausa drengi undir stjórn Lúðvigs Guðmundssonar skólastj. Unnið hefir verið að vegagerð þarna inni í dalnum, trjáplöntum plantað út, grisjaður skógurinn, búnir til matjurtagarðar o. fl. Þá hafa íþróttir verið iðkaðar jafn- framt. Þarna er eflaust stigið spor í rétta átt. Drengjunum gefin tækifæri til að læra nytsöm verk, og prýða þennan skemmtistað bæjarins fyrir framtíðina. Á þann hátt komast þeir í kynni við þann fögnuð, er fylgir allri ræktun. Jafnframt eru unnin nytsöm verk fyrir bæinn, með vegagerð o. fl. Þá læt ég máli mínu lokið. Ég vildi aðeins með þessum línum vekja athygli á því, að rækjuveið- arnar á ísafirði og vinnuskóli ís- firðinga, í sambandi við sumar- borg þeirra, eru nýjungar, sem vert er að taka eftir. Eiríkur Sigurðsson. Varðtími lœkna. 29. júlí, fimmtudag: Árni Guðmimdsson. 30. — föstudag: Jón Geirsson: 31. — laugardag: Pétur Jónsson. Heilifldi Bændaflokksins við bændsir. Bændaflokksmenn héldu því fram fyrir síðustu kosningar, að gengislækkun væri lífsnauðsyn fyrir framleiðendur og að það væri sitt hjartfólgnasta áhugamál að fá henni framgengt. En til þess að svo gæti orðið, þyrfti „Breið- íylkingin“ að sigra. Þorsteinn Briem þóttist ætla að fella gengi krónunnar með aðstoð íhaldsins, til hagsbóta fyrir bænd- ur. En heilindin í þessu máli komu vel í ljós á sjálfan kjördaginn, 20. júní. Þann dag ílutti aðalmálgagn í- haldsins eftirfarandi grein, sem hér er lítið eitt stytt: „Gengislœkkunargrýlan. Allra síðasta hálmstrá sósíalista .... er nú loks sú grýla, að ekki sé óhætt að kjósa Sjálfstæðismenn vegna þess, að þeir muni rjúka i það að lækka gengi íslenzku krón- unnar. Út af þessu er óhætt að segja það hverjum manni, að engum flokki er betur liœgt að trúa fyrir því að vernda gengi íslenzku krón- unnar en einmitt Sjálfstœðis- flokknum. Hann hefir í þeim efn- um svo stórkostlegra hagsmuna að gæta, að óhugsandi er að gengis- lækkunarstefnan geti sigrað þar. Einmitt í Sjálfstæðisflokknum eru þær fjölmennu stéttir, sem eiga allt undir því að krónan haldi gengi sínu eins lengi og unnt er, auk þess sem Sjálfstæðismönnum er sízt allra flokka hægt að trúa til þess að vilja taka á ríki og banka þá gífurlegu örðugleika, sem af gengisfalli mundi leiða.... Þeir, sem vilja tryggja gengi ís- lenzku krónunnar, eiga því enga að kjósa á þing aðra en Sjálfstæð- ismenn.“ Hverjum heiðvirðum manni hlýtur að blöskra það hyldýpi ó- heilinda, er Bændafl.menn þóttust ætla að bjarga atvinnuvegunum með gengisfalli og það með aðstoð Mbl.manna, sem svona tala. NÆTURVÖRÐUR er í Stjömu Apó- teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Akureyrar Apóteki.) iwnninnniBniHi! G a r d í n u- t a u. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. iiiiiiilftiiftftlj A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.