Dagur


Dagur - 19.08.1937, Qupperneq 1

Dagur - 19.08.1937, Qupperneq 1
D AGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. -r* » t w w -m 4» m m + ■ w w w w w w w w ww w w ww w-w-wm w-w w w w w * w w w-w • XX. árg. | Akureyri 19. ágúst 1937. | 40. tbl. Kolastríð í Reykjavík. Kaupfélag Reykjavíkur og náyrennis selur kola- smálestina 6-8 kr. ódýrara en heildsaiamir. Eins og almenningi er kunnugt, hafa kol hækkað í verði erlendis á síðustu tímum og farmgjöld einnig hækkað. Kolakaupmenn höfuð- staðarins aetluðu sér að hagnast svo um munaði í skjóli verðhækk- unarinnar; þeir áttu allmiklar birgðir af kolum, sem þeir vitan- lega gátu selt án hækkunar, en í stað þess hækka þeir kolin í verði um 20%, upp í 60 til 62 kr. smá- lestina. Við þessu var nú ekkert að segja, ef kaupmennirnir hefðu með hækkuninni verið að jafna verðið milli birgðanna og þeirra kola, er þeir síðar fá með hækk- uðu erlendu verði, en þessu var svo sem ekki að heilsa, því gróð- ann af hækkuðu verði kola sinna ætluðu þeir auðvitað að stinga í eigin vasa, en viðskiptamennirnir áttu ekki að fá að njóta neins af honum. Það kom líka brátt í ljós, að verð það, sem kaupmenn höfðu sett á kolin, var okurverð, ekki aðeins að því leyti, sem við kom kolabirgðunum, er þeir gátu selt án hækkunar, heldur og gagnvar.t þeim kolum, sem koma mundu á næstunni. Það var hið nýstöfnaða Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis, sem sannaði þetta með því að auglýsa kol til sölu fyrir félagsmenn sína 6—8 kr. ódýrara tonnið, en kolaverzlanir selja, eða aðeins á 54 kr. tonnið. Þessu gat kaupfélagið, með aðstoð Sam- bands ísl. samvinnufélaga, komið til vegar aðeins þrem dögum ejtir stojnjund sinn. Með þessu var stríðið hafið um kolaverðið milli heildsalanna og kaupfélagsins. Þeir fyrrnefndu vildu fá að selja kolin með okur- verði sér til ávinnings; kaupfélag- ið vildi selja þau sanngjörnu verði og styðja með því að hagsmunum viðskiptamanna sinna. Þannig hafa að jafnaði átökin verið milli kaupmannaverzlana og samvinnu- verzlana. Þær fyrrnefndu hugsa fyrst og fremst um sinn eiginn hag, þær síðarnefndu um hag al- mennings. f'að er reyndar óþarfi að taka það fram, að íhaldsmálgögnin, Morgunblaðið og Vísir, hafa tekið að sér að verja heildsalaokrið á kolunum. Að því mátti ganga vísu. Og þó sýnist sú vörn ekki á- rennileg með þá staðreynd fyrir augum, að verðið á kaupfélagskol- unum er 54 kr., en á heildsalakol- unum 60—62 kr. En þá gripu heildsalarnir og málgögn þeirra til þess ráðs að halda því fram, að kol þau, er kaupfélagið seldi, væru skipakol, er væru óhentug til húsnotkunar, en þeir seldu aft- ur á móti eingöngu ágæt húskol. En þetta ráð kom heildsölunum ekki að notum, því Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis gerði þeim þá þann grikk að auglýsa, að félagsmenn þess gætu fengið hvort sem þeir vildu heldur skipa- kol eða húskol fyrir sama verð, kr. 54 tonnið. Þar með er ekki annað sjáan- legt en að heildsalarnir hafi beðið fullkominn ósigur í þessu kola- ■ stríði og verði neyddir til að færa kol sín niður í sanngjarnara verð en þeir ætluðu. Sannast hér sem endranær að það eru kaupfélögin, sem halda niðri verði á erlendri nauðsynja- vöru. Á þeim sannindum hafa menn meðal annars fengið að þreifa hér á Akureyri og það einmitt á þeirri vörutegund, sem hér um ræðir. Brezkur íslandsvinur sjölugur. Þann 13. þ. m. varð brezki fræði- og vísindamaðurinn Sir William A. Craigie sjötugur að aldri. Er hann af öllum, er til þekkja og kunna að meta vísinda- leg afrek, talinn einhver mesti andans skörungur brezku þjóðar- irrnar, sem . eflaust hefir hyllt þenna ágæta son sinn á viðeigandi hátt á þessum tímamótum æfi hans. En við íslendingar höfum (Frh. á 4. síðu). Kaupfélag Eyfirðinga selur kolin nú á 53 kr. smálestina eða 1 kr. ó- dýrara en Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. En því kyndugra er það, að blöð verkalýðsins hér í bæ, „Al- þýðumaðui'inn" og „Verkamaðui'- inn“, hafa bæði horn í síðu K. E. A. og hreyta ónotum að félaginu fyrir ofhátt verð á þessari nauð- synjavöru — «kolunum. Það er eins og einhver ónáttúra ráði penna þeii’ra manna, sem rita í þessi blöð um starfsemi K. E. A. NÝJA-BÍÓ sýnir fimtudaginn 19. þ. m. kl. 9: Niðursett verð. Sýnd í síðasta sinn. Enskt stórblað - biftir viðtal við Jónas Jónsson. Enska stórblaðið „MancheSter Guardian", sem út kom 6. þ. m., birtir viðtal við Jónas Jónsson, formann Framsóknarflokksins, er um þær mundir dvaldi í Englandi. í sambandi við þetta viðtal birtir blaðið einnig smágrein um horfur og ástand á íslandi, og telur ís- lendinga standa í fremstu röð menningarþjóða heims. Jónas Jónsson leggur áherzlu á í þessu viðtali, að Íslendingar skipti meir við Breta en nokkra aðra þjóð, en að Ottawa-samningarnir» hafi vald- ið Islendingum nokkrum ei'fiðleik- um, þar sem þá hafi verið sett höft og lagðir tollar á innfluttar vörur til Bretlands. Aðspurður af fréttaritara blaðs- ins um stjói'nmálahorfur á íslandi, segir Jónas Jónsson, að hann telji líklegast, að núverandi stjórnar- samvinna muni haldast. Blaðið vekur athygli á þeim framförum, sem átt hafa sér stað á íslandi á seinni árum, og eru öll skrif blaðsins hin vinsamlegustu í garð íslands og íslendinga. Stinga þessi skrif mjög í stúf við íregnina, sem Morgunblaðið birti eitt sinn um ástandið á Is- landi og sagði að stórblaðið „Tim- es“ hefði flutt. „Times“ flutti aldr- ei greinina, enda var hún lítt vin- samleg í garð íslands og íslenzkra stjórnarvalda. Um uppruna þeirr- ar greinar hafa verið margar get- gátur og sumar allsennilegar. Er það vel farið er stórblöð er- lendra þjóða og mikilsmetin flytja vinsamlegar og sannar hugvekjur um land vort, eins og „Manchester Guardian“ gerir að þessu sinni, og stingi undir stól skrifum pólitískra ofstækismanna, sem meta hag lands síns minna en fjandskap sinn gegn stjórninni. Stefán Guðmundsson óperusöngvari syngnr í IVjja-Bíó annað kvöld. Fyrir nokkru gaf Stefán Guð- mundsson óperusöngvari Reykvík- ingum kost á að hlýða á söng sinn þrívegis, og var aðsókn geysimikil í öll skiptin og dómarnir um söng hans hinir ágætustu. Seldust að- göngumiðarnir að söhgskemmtun- um þessum á skemmri tíma en dæmi eru til áður. Er þettá tal- andi vottur þess, hversu fólk er sólgið í að heyra þenna orðlagða söngvara. Síðan hefir Stefán ferðast um og sungið á Seyðisfirði og Húsa- vík við bezta orðstír, og sem dæmi upp á aðsóknina má geta þess, að i hinni rúmgóðu Húsavíkurkirkju voru um 700 áheyrendur, víðs- vegar úr báðum Þingeyjarsýslum. Nú er Stefán kominn til höfuð- staðar Norðurlands og syngur í Nýja Bíó annað kvöld, með aðstoð Páls ísólfssonar. Þarf víst ekki að efa að bæjarbúar noti tækifærið og íylli húsið. Vilhjálmur Þór framkvæmdastjóri og frú lians tóku sér far meö Goðafossi nú í vikunni til Svíþjóðar. jakob Frimannsson fulltrúi K. E. A. og frú hans eru nýlega heim komin úr utan- landsför.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.