Dagur - 19.08.1937, Side 2

Dagur - 19.08.1937, Side 2
166 DAGUR 40. tbl. Tvítungutal ,Yerkam.‘ um samvinnumál „Verkamaðurinn“, sem telur sig vera málsvara fátækrar alþýðu og framvörð í hagsmunabaráttu al- mennings hér í bænum, hefir und- anfarið aðallega beint skeytum sínum að Kaupfélagi Eyfirðinga, starfi þess og fyrirkomulagi. Er svo að sjá, sem blaðið telji það sitt aðalverkefni um þessar mund- ir. í skrifum sínum hefir ritstjór- inn sett á sig mikla vandlætingar- grímu, þótzt mæla af mikilli ein- lægni og reynt að læða því inn hjá lesendum, að þessi skrif séu ein- göngu til orðin vegna þessa hlut- verks Vm. og að hér hafi verið nauðsynlegt að hefja upp raustina. Fyrir skemmstu gerði Vm. pönt- unar- og kaupfélagsstarfsemi að umtalsefni. Fannst honum það helzt til foráttu kaupfélögunum, og þá sérstaklega K. E. A., að þau legðu í sjóði til eflingar starfsem- inni og til þess að auka útfærslu- möguleika sína. í 38. tbl. Dags voru leidd rök að því, að K. E. A. hefði fylgt Roch- dale stefnunni um verðlagspólitík enda er þessi stefna viðurkennd alls staðar um heim. Var þar bent á kosti þessarar stefnu fram yfir pöntunarfyrirkomulagið, sem Vm. ber sérstaklega fyrir brjósti, og sýnt fram á, að í raun þá er þessi stefna hagkvæmari neytendum, enda sannar reynsla undanfarinna áratuga það bezt. Var þar einnig bent á þýðingu þess að neytenda- félögin væru fjárhagslega sterk og gætu þess vegna lagt út í baráttu við hringa og auðvald, sem Vm. ætti sérstaklega að vera kærkom- ið, og bent á nokkur dæmi þessa og á það, að neytendur hefðu hagnazt á þessu, þótt þessi hagn- aður hafi ekki allur komið sam- stundis. Þá voru einnig bornar til baka ýmsar missagnir Vm. um K. E. A. og villandi dæmi um verðlag og bent á, hvern þátt K. E. A. ætti í því að halda verðlagi í bænum í skefjum. Engu að síður endurtekur Vm. svo þennan áróður sinn óbreyttan nú í síðasta tbl. og virðist furða sig á því, að allir skuli ekki hafa getað melt hinn fyrri boðskap. Er tal blaðsins nú enn sakleysislegra og vandlætingartónn ritstjórans enn meir áberandi. Þeir munu margir, sem renna grun í, af hvaða hvötum þessi „réttláta gagnrýni“ ritstjórans muni runnin. En hinir, sem í vafa hafa verið, geta auðveldlega sannfærzt með því að athuga þetta merkilega plagg, síðasta Vm. Þar eru tvö fé- lög gerð að umtalsefni, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis og K. E. A. Notar Vm. þar tungur tvær, enda þótt að efni það, sem um er rætt, sé svipaðs eðlis. Hann segir, að almenningur muni gleðjast yfir hinum glæsilega árangri hins ný- stofnaða neytendafélags í Reykja- vík, þar sem því hafi þegar tekizt að lækka kolaverðið um 8 kr. smá- lestina og selji þau nú á kr. 54.00. Þess er skammt að minnast, að Vm. réðist á K. E. A. fyrir að selja kolin á kr. 50.00 smálestina, og honum láist alveg að geta um kolaverð K. E. A. nú, sem selur kolin einni kr. ódýrari smálestina en félagið í Reykjavík, sem svo glæsilegum árangri hefir náð. Vm. fárast um það, að helming- urinn af arði félagsmanna K. E. A. komi í flestum tilfellum erfingjun- um til góða, en honum láist alveg að geta þess sama um K. R. O. N. þegar hann segir frá fyrirkomu- lagi þess, þar sem helmingur arðs fer einnig í stofnsjóð. Ritstjórinn segir ennfremur í þessu sama bl., að allir samvinnumenn muni gleðjast yfir sameiningu neytenda- félaganna í Reykjavík og gefur í skyn, að hann álíti að þessi sam- eining hafi verið skynsamleg og gagnleg. En á sömu síðu reynir þessi sami maður að ala á ósam- komulagi og sundrung meðal neytenda á Akureyri og heldur því blákalt fram, að hér henti bezt að hafa að minnsta kosti 2 neyt- endafélög! Þetta tvítungutal ber þess Ijósan vott, af hvaða hvötum „hin réttláta gagnrýni“ er runnin, og þessi tilfærðu dæmi ættu að vera nóg til þess, að menn efuðust um einlægni Vm. í þessu máli, svo að ekki sé sagt meira. Neytendur í Reykjavík hafa réttilega skilið, hvert skaðræði það er að hafa tvö neytendafélög eða fleiri starfandi á sama stað. Þeir hafa einnig skilið þýðingu þess, að félögin leggi í sjóði, og þeir hafa sömuleiðis sýnt í verkinu, að þeir skildu hagkvæmni Rochdale-stefn- unnar í viðskipta- og verðlagspóli- tík. Vm. hælir K. R. O. N. á hvert reipi fyrir að hafa snúið inn á þessa braut, en ræðst á K. E. A., sem fylgt hefir þessari stefnu. Dagur minntist eitt sinn hógvær- lega á það, að rétt væri fyrir neyt- endur á Akureyri að athuga, hvort ekki væri skynsamlegt að félögin á Akureyri gengju öll inn í eitt fé- lag. Þetta kom svo við kaun Vm. og hans nánustu, að þeir ruku upp til handa og fóta með villandi og röngum frásögnum um K. E. A., sem þegar hafa verið hraktar. Ef jressum mönnum hefði verið nokkur alvara, er þeir þykjast bera hag almennings fyrir brjósti, þá hefðu þeir átt að taka þetta lil skynsamlegrar íhugunar og gera upp með sér, hvort mundi betra fyrir neytendur, og er lítt skiljan- legt á hvern hátt Vm. kemst að þeirri niðurstöðu, að eitt félag sé bezt í Reykjavík, en tvö eða þrjú hér. Þessi samvinnuleiðarstjarna Vm. segir í þessum síðasta boðskap sínum, að með þeim verzlunar- hætti, sem yfirgnæfandi sé hjá K. E. A.( „skuldaverzluninni“, njóti félagsmenn ekki þess afsláttar, sem gefinn sé við staðgreiðslu. Samt veit Vm. vel, að stað- greiðsluviðskipti K. E. A. eru eins mikil og föng eru á, og hverjum einum frjálst að verzla eingöngu gegn peningum og njóta bæði af- sláttar og arðs. Hinsvegar er gildi lánsverzlunar viðurkennt fyrir þá viðskiptamenn, t. d. bændur, sem fá andvirði afurða sinna greitt einu sinni á ári, eða hafa ekki daglega beinar peningatekjur. ís- lenzku kaupfélögin hafa auk ann- ars unnið það starf, sem Raffaisen félögin á meginlandi Evrópu hafa unnið fyrir bændur þar, sem sé að útvega þeim fé og föng á milli þess, sem þeir hafa ekki handbæra peninga fyrir vörur sínar. Þessi félög hafa unnið stórvirki þar, og hér heima hafa kaupfélögin og ekki sízt K. E. A. fetað í fótspor þeirra, bæði á þennan framan- greinda hátt, og einnig með því að útvega bændum jarðyrkjuverk- færi með hagkvæmum afborgun- arkjörum. Þess væri óskandi að Vm. tæki til íhugunar, hvar helzt væri þörf endurbóta, og beindi skeytum sín- um þangað, og verður það að telj- ast koma úr hörðustu átt, að blað verkamanna skuli standa fyrir hnútukasti í garð stærsta neyt- endafélags bæjarins, sem blaðið veit vel að hefir undanfarið og ennþá unnið stórvirki fyrir al- menning til sjávar og sveita hér norðanlands. Ef Vm. vildi raunverulega vinna neytendum í bænum og landinu vel, ætti hann að hvetja fólk til þess að fylkja sér um K. E. A., og koma þá fram með sín sjónarmið á fundum félagsmanna, sem æðsta úrslitavald hefir í málefnum fé- lagsins, og yrðu þau þá þar rædd, og það ofaná, sem neytendurnir sjálfir teldu hagkvæmast og bezt. Vm. og hans nánustu hafa valið hina leiðina, að reyna að. koma á klofningi innan samtakanna, og sem meira að segja hafa gengið svo langt í áróðri sínum að ganga á eftir s.tarfsmönnum K. E. A. með grasið í skónum, til þess að fá þá til að skipta við sig og svíkja sitt eigið félag. Þetta hefir þó auðvitað ekki tekizt, en sýnir vel riddaralegan hugsunarhátt þessa fólks. K. E. A. hefir nú um meir en 50 ára skeið unnið farsællega að hagsmunamálum neytenda hér í bænum og annarstaðar, og verið styrkur framleiðenda héraðsins. Þessari starfsemi mun áreiðanlega haldið áfram í fullu trausti fólks- ins, sem byggir bæinn og sveitina umhverfis. Hjáróma raddir eins og' þessi Vm.rödd hafa alltaf gosið upp allstaðar, þar sem menningar- og framfarastörf hafa verið unn- in, því það er sjúkleiki sumra manna að hafa sem flest á horn- um sér. Væntanlega þagnar þessi rödd brátt, og enda þótt hún héldi áfram um sinn, þá er eflaust að neytendur bæru gæfu til þess að heyra hennar sanna hljóm, og halda áfram að efla samvinnuna í landinu ótrauðari en áður. fuHdur binftindismanoa á MÉIum. Umdæmisstúkan nr. 1 boðaði til almenns fundar um bindindismál, er haldinn var á Þingvöllum síð- astl. laugardag og sunnudag. Mik- ill mannfjöldi sótti fund þenna og voru þar samankomnir á 3. hundr- að fulltrúar frá ýmsum félagasam- böndum. Voru þar rædd löggjaf- armál, fræðslumál, fjármál, sið- ferðismál og skipulagsmál og sam- þykktar tillögur í þeim. Síðari fundardagurinn hófst með því að lúðrasveit lék sálmalög á Al- mannagjárbakka hinum syðri og síðan fór fram guðsþjónusta í gjánni og steig biskup landsins í stólinn. Er ætlazt til að fundarhald þetta sé byrjun að almennri sókn bind- indissinnaðra manna gegn því ein- staklinga- og þjóðarböli, er nötkun áfengis leiðir af sér í landinu. Væri óskandi að fundarhald þetta markaði tímamót til umbóta í þessu efni. Síldaraflinn. Um síðustu helgi var bræðslu- síldaraflinn orðinn full IV2 miljón hektólítra og saltsíldaraflinn um 145 þús. tunnur. Er það að verð- mæti talið nema YIV2. milj. kr. með áætluðu útflutningsverði, eða um 3 milj. kr. meira en verðmæti alls síldaraflans nam í fyrra. ■WWHWWWWHIHWM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.