Dagur - 19.08.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 19.08.1937, Blaðsíða 3
40. tbl. DAGUR 167 UmYondnn „Morgnn- blaðsinsu út af land- helgisgæzlunni. Til athugunar. Arnór Sigurjónsson, fyrverandi skóla- stjóri á Laugum, hefir í vetur og vor sent hingað norður í Pingeyjarsýslu bréf í tugatali til ýmsra manna eldri og yngri, karla og kvenna, giftra og ógiftra. Bréf þessi hafa inni að halda meiri og minni hrakyrði um Jónas Jónsson alþm. og fleiri mæta menn. Við Ljósvetningar teljum þessar bréfaskriftir Arnórs ekki sæmilegar og ekki drengilegar af hans hálfu, eins og nánar er tekið fram í yfirlýsing okkar er birtist f »Degi« 17. f. m. — En það er að heyra að allir líti ekki eins á þessar bréfaskriftir Arnórs. í 33. tbl. »Dags«, frá 1. þ. m., birtist »Yfirlýsing« frá hreppaskilaþingi Reykdæla, þar sem þeir »mótmæla harð- lega lastyrðum um Arnór Sigurjóns- son«, er þeir segja að birst hafi í »Degi 17. júní þ. á.......og telja þau óréttmæt og ósæmileg á allan hátt«. — Ef Reykdælir eiga hér við áður- nefnda yfirlýsingu okkar Ljósvetninga, þá er það undarlegt. Pað er undarlegt vegna þess, að eg hefi enn ekki hitt nokkurn mann, sem hefir viljað taka málstað Arnórs í bréfum hans, heldur hið gagnstæða. — í öðru lagi hafði eg hugsað, að Reykdælir gerðu svip- aðar kröfur til velsæmis og drengi- legrar framkomu, hvort sem væri í ræðu eða riti, og annað sæmilegt fólk. Það er langt frá því að eg hafi nokkra löngun til að fara að rita langt mál um hin einstæðu bréf Arnórs. En vegna yfirlýsingar Reykdæla, sem fram er komin, og áður er minnst, vil eg taka fram eftirfarandi: Arnór kemst að þeirri niðurstöðu í bréfi 21. jan. s.l., að Framsóknar- flokknum væri ekki »gert annað betra en að komið sé í veg fyrir að J. J. hafi áhrifavald í flokknum«. Og enn- fremur að hann hafi svo »á ykkar trúnaði níðst* (þ. e. Ringeyinga) að þessvegna sé órétt að kjósa hann á þing. Er nú svona umsögn, af Arnórs hálfu, réttmæt og sæmileg — >á allan hátt« ? Pá kemst og Arnór að þeirri niður- stöðu í sama bréfi, að ef J. J. eigi að »þolast það að leggja ýmsa af vösk- ustu mönnum héraðsins í einelti með rógburði* og »ef honum tekst að níða af þeim tiltrú og vinsæld og reisa frændur gegn frændum, þá á héraðið niðurlæginguna eina framundanc. Og lokasetning málsgreinarinnar í bréfi Arnórs er þetta: »Er hart ef slíkum rægikarli á að takast að Ieika svo heilt hérað, að allt liggi við rúst«. Eru nú svona ummæli sannleikanum samkvæm — »á allan hátt« ? Hverja af »vöskustu mönnum héraðs- ins« hefir J. 'J. lagt í »einelti með rógburði*? — Af hverjum hefir hann reynt að níða »tiltrú og vinsæld< ? — Hvaða »frændum« hefir hann reynt að siga saman til ófarnaðar? — Hefir framkoma Jónasar Jónssonar verið sú í verkinu gagnvart Þingeyskum menn- ingarmálum, að ráða megi þar af að hann vilji leggja þar »allt í rústir* ? Væri ekki Reykdælum hollt að at- huga það í einrúmi, með hæfilegri gætni og án hlutdrægni, ef þess væri kostur, hvað J. J. hefir gert og hver afskifti hans hafa verið gagnvart ýms- um hagsbóta- og menningarmálum sýslunnar, í þeim efnum gæti ef til vill reynslan talað, en hún er jafnan talin ólýgnust. Mætti þá nefna ýmis- legt til að minna á t. d. þetta: Hefir Jónas Jónsson ekki haft neinn áhuga íyrir samgöngumálum héraðsins? — Hefir hann látið sig engu skifta brúa- gerðir og aukna þjóðvegi innan sýslunn- ar? Hefir hann verið öndverður Ringeyingum í símamálum? Hefir hann verið fjandsamlegur í skólamál- um héraðsins, t. d. að því er snertir alþýðuskólann á Laugum og húsmæðra- skólann þar? Hefir hann beitt sér á móti hafnargerðinni í Húsavík og komið fram málefnum hennar til tjóns? Hefir hann staðið á móti bygging síldarverkstniðjunnar í Húsavík og taf- ið fyrir henni? — Og hversu hefir J. J. reynst þeim mörgu einstaklingum, er leitað hafa persónulega til hans, um ýmiskonar stærri eða smærri erindi ? Hefir hann verið þeim úrhendis og andstæður? Hefir hann reynst þeim >rægikarl< og »hrakmenni« eins og Arnór »álítur« hann vera? Vill hann koma öllu í auðn, sein þingeyskt er, koma »öllu í rúst«? — — I öðru bréfi, sem Arnór hefir sent Þingeyingum og dagsett er 23. maí s.l., kemst hann meðal annars svo að orði um J. J. og tvo skólaráðsmenn Laugaskóla: »Eg varð þess var að Jónas sætti mörgu færi til að grafa undan þeirri tiltrú, er ég hafði, og mér var kunnugt um að hann hafði tvo skólaráðsmennina, Jón í Feili og Pórólf, í sínum taumi, hvenær sem honum sýndist og jafnt til rangra mála sem réttra*. Eg vil nú spyrja Reykdæli í fullri alvöru- Vilja þeir standa við fullyrðingar Arnórs Sigurjónssonar og bera ábyrgð á orðum hans, eins og hann mælir í bréfum sínum til Ringeyinga 21. jan. og 23. maí s.I.? Eða, vilja þeir það ekki? Eg skil það að vísu, þó Reykdælir vilji reynast Arnóri vel, það fer æfin- lega mannlegt að sýna ræktarhug og drengskap til gamalla sveitunga, frænda og vina og fylgja þeim að öllum góðum málefnum. En það er enginn drengskapur að fylgja þeim að málum, þegar hlaupið er á hundavaði út í sví- virðileg brigslyrði um nafnkenda menn. Og því verra er það þegar þeir, sem brigslað er, hafa meira gert fyrir allan almenning en flestir eða allir aðrir. Halda Reykdælir, að J. J. nyti þess almenna trausts í sínum flokki, sem hann hefir notið og nýtur enn, og halda þeir, að flokknum ykist fylgi út um sveitir landsins undir forustu J.J., ef allar svívirðingar Arnórs, er hann ber J. J. á brýn, væru sannar? Og halda þeir ennfremur að þeim Jóni í Ystafelli og Pórólfi í Baldurs- heimi væru falin þýðingarmikil trún- aðarstörf, æ ofaní æ, ef þeir væru slfkir að fá mætti þá til að vinna »jafnt til ranora mála sem réltra«. — En þó ég spyrji, er ég ekki að knýja fram svör við spurningum mín- um, af því ég veit fyrirfram að þeim er ekki hægt að mótmæla nema með blekkingum. Og hversvegna? Vegna þess að meira en tíu hundruð þing- eyskra kjósenda, sem gáfu Jónasi Jóns- syni atkvæði sitt við kosningar til Al- þingis 20. júní s.i. vottuðu honum, par með, fyllsta traust sitt, og vitna peir Þann 10 þ. m. tók varðbáturinn Gautur enskan togara, Visenda frá Grimsby, að landhelgisveiðum austan við Ingólfshöfða. Fór Ei- ííkur Kristófersson skipstjóri Gauts, ásamt Svafari Steindórs- syni háseta, um borð í Visenda, að ósk togaraskipstjórans, er sagð- ist vera veikur. Viðurkenndi hann brolt sitt, og var Svafar síðan skil- inn eftir um borð í togaranum, en Eiríkur fór aftur í Gaut. Allt í einu gaus svo mikill reyk- ur upp frá togaranum, að skipið huldist alveg, og sigldi það brott, hulið reykjarmekkinum. Þorði skipstjórinn á Gaut ekki að skjóta á togarann vegna slysahættu, en togarinn hinsvegar mjög hrað- skreiður og bar fljótt undan. Tel- ur Eiríkur Kristófersson, að reyk- urinn hafi verið myndaður með reykbombum. Pálmi Loftsson framkvæmda- stjóri skipaútgerðar ríkisins sneri sér þegar til Haralds Guðmunds- sonar atvinnumálaráðherra og til- kynnti honum hátterni togarans. Var þess krafizt af brezkum yfir- völdum, að skipstjórinn á Visenda yrði látinn sæta þyngstu ábyrgð, sem lög heimila, og Svafari Stein- dórssyni veitt öll sú aðstoð, er hann þarfnast. skjallega á móti flrnóri og oflrum peim, sem honum kunna að fylgja. - Af því sem að framan er sagt, fá menn skiiið af hvaða ástæðum yfir- lýsing okkar Ljósvetninga hafi verið samþykkt og birt. — Hinsvegar verður ekki litið öðruvísi á »yfir!ýsing« Reyk- dæla en svo, að þeir séu samþykkir málflutningi Arnórs, útí ystu æsar, og taki það sárt að hann skuli vera víttur. En sannast að segja hefði eg gjarnan getað unnt þeim betra hlutskiftis. Ró hér hafi ekki verið vikið nema að fáum atriðum í bréfum Arnórs, og fljótt yfir sögu farið, þá læt eg hér við sitjaað þessu sinni, —En að lokum vil ég fela þeim til athugunar, sem heilbrigða hugsun hafa, að dæma um það og gera upp á milli þeirra skoð'- ana, er þeim kann að virðast liggja til grundvallar fyrir yfirlýsing Ljósvetn- inga, annarsveger, og »yfirlýsing« Reykdæla hinsvegar. 18. júlí 1937. Ljósvetningur. Eftir að framanrituð grein var skrif- uð, fréttist að ný yfirlýsing væri í að- sigi úr Reykjadah Vildi ég ekki senda greinina fyr en ég sæi hverju þar væri lýst yfir.— Af yfirlýsing Reykdælings, sem birst hefir í Degi, sést, að aðeins um 20 fundarmenn hafi samþykkt hina fyrri »yfirlýsing« Reykdæla, og að hún er ekki látin koma fram, fyr en sumir eru farnir af fundi og aðrir á förum. Munu til þess geta legið skiljanlegar ástæður. — Lítur út fyrir að hin oft- nefnda »yfirlýsing« hafi verið samþykkt og afgreidd í einskonar »eftirvinnu«, sem eigi er ótítt nú á síðari tímum. 6. ágúst 1937. Ljósvetningur. Er þetta í annaS skipti, sem er- lendir veiðiþjófar ræna Svafari með stuttu millibili. í fyrra skipt- ið fóru veiðiþjófarnir með hann til Englands. Út af þessum mannránum út- lendra togara ræðst Morgunblað- ið á- stjórnarflokkana og níðir þá fyrir stjórn landhelgisgæzlunnar. í því sambandi segir blaðið meðal annars: „Við eigum að kenna útlending- um að virða íslenzka landhelgi. Til þess verðum við að sýna að við virðum hana sjálfir.“ (!!) Mikla bíræfni og brjóstheilindi sýnir málgagn íhaldsins með því að geta talað svona eftir allt, sem á undan er gengið. Voru þeir sam- herjar Morgunbl., sem sannir eru að sök um aðstoð og þjónustu til handa útlendra veiðiþjófa, að kenna útlendingum að virða ís- lenzka landhelgi? Virtu íhalds- menn sjálfir landhelgina, þegar Jón Auðunn sendi togurumun dulskeyti um ferðir varðskip- anna, eða þegar Kveldúlfstogar- inn Egill Skallagrímsson var að fiska í Garðsjó með breitt yfir nafn og númer, og Ólafur Thors neitaði að reka skipstjórann, af því hann væri svo aflasæll? Eða voru íhaldsmenn að sýna virðingu sína fyrir íslenzkri land- helgisgæzlu með útbúnaði varð- bátsins Trausta, sem þeir báru alla ábyrgð á. Einn af þáverandi eigendum Morgunblaðsins, lög- fræðingurinn Lárus Jóhannesson, lýsti þessum útbúnaði varðbáts í- haldsins á þessa leið: „Um útbúnað skipsins get ég verið fáorður, því hann var þann- ig, að varla verður orðum að kom- ið. Engin mæliltæki voru þar, eng- in dagbók, engin vélabók, enginn kíkir, líklega klukka, en þó svo úr garði gerð, að vitnið Þórður vildi ekki ábyrgjast, að hún væri rétt, enda bar henni ekki saman við klukku „Júpíters“, enginn pappír, enginn penni, ekkert blek, enginn blýantur. Vitnin þykjast í stað þess hafa notað nagla og hníf, til þess að riita nöfn og númer skip- anna á gamalt dagblað og stýris- húsið.“ Lýsing þessa . eiganda Mbl. á skipshöfninni á Trausta var í góðu samræmi við lýsing hans á útbúnaði bátsins, því hann gefur stýrimanninum á þessu varðskipi íhaldsins þann vitnisburð, að hann, vegna vantandi hæfileika, bæði líkamlegra og andlegra, hafi verið alls ófær til að standa í stöðu sinni. Það situr því illa á aðalmálgagni íhaldsflokksins að vera með árásir út af landhelgisgæzlunni, jafn aum og frammistaða þess flokks hefir verið í því máli. Sú eymdar- saga er þjóðinni of kunn til þess, að hyggilegt sé af málgögnum flokksins að gefa tilefni til þess, að hún sé rifjuð upp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.