Dagur - 14.10.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 14.10.1937, Blaðsíða 2
198 DAGUR 48. tbl. Jónas Krisffánsson: Mjólkurmálið. i. í greinum þeim, sem ég hefi skrifað um mjólkurlögin og birtar hafa verið í þessu blaði, hefi ég reynt að skýra tilgang mjólkur- laganna, lögin sjálf eins og þau eru nú, og hvernig þau hafa verið framkvæmd sunnanlands síðast- liðin 2V2 ár. Ennfremur hefi ég gert að umtalsefni viðhorf manna á Akureyri og í Eyjafirði gagn- vart þessum lögum. Blöðin „Alþýðumaðurinn“ og „Verkamaðurinn“, sem gefin eru út hér í bæ, telja sig vera í and- stöðu við þessi lög, og láta meðal annars svo um mælt, að nefndin, sem • hefir með höndum fram- kvæmd mjólkurlaganan hér á Ak- ureyri, fari fram, gagnvart mjólk- urframleiðendum hér, með kúg- un, lögbrotum og illgirni. — Sér- staklega hafa þó blöð þessi ráðizt á mig persónulega fyrir þær greinar, sem eg hefi skrifað um mjólkurlögin, og sömuleiðis fyrir það, að eg gegni formannsstörfum í framkvæmdarnefnd mjólkurlag- anna á Akureyri. Eins og eg hefi tekið fram áður, hefi eg enga tilhneyingu til þess að ræða þetta mál á þann hátt, að skammast við menn, sem ritað hafa í áðurnefnd blöð og kastað hafa til mín skætingi. — Og mun eg halda mér við ákvörð- un mína í þessu efni. En þar sem þessi blöð hafa haldið því fram, að undanförnu, að framkvæmdarnefnd mjólkur- laganna hér hafi beitt mjólkur- framleiðendur mikilli hörku og heimtað af fátæklingum verðjöfn- unargjald af mjólk, þvert ofan í lög og rétt, þá get ég ekki látið hjá líða að mótmæla slíkum ásök- unum á nefndina, sem algerlega röngum. Fyrir hönd þessarar nefndar leyfi ég mér að taka það fram að ennþá hefir ekki verið krafizt verðjöfnunargjalds af einum ein- asta mjólkurframleiðanda á Akur- eyri, og er því ekki um neina harðneskju að ræða af hálfu nefndarinnar í þessu efni. Hinsvegar mun nefndin ekki hafa í hyggju að fella niður inn- heimtu þessa gjalds, sem mjólkur- lögin fyrirskipa að skuli innheimt, enda væri þar um að ræða brot á landslögum. II. Framkvæmdanefndin hefir þvert á móti sýnt mjólkurframleiðend- um í bænum fullan skilning á málefnum þeirra og tilhliðrunar- semi við framkvæmdina, eins og henni ber að gera, því jafnvel þótt núverandi framkvæmdar- nefnd sé skipuð af mjólkurfram- leiðendum sveitanna, þá telur nefndin sig einnig hafa skyldur að rækja gagnvart mjólkurfram- leiðendum á Akureyri, þar sem framkvæmd laganna snertjr þá _eigi síður en framleiðendur utan Akureyrar. Framkvæmdarnefndin hefir það hinsvegar ekki á valdi sínu, að breyta núverandi lögum og getur heldur ekki framkvæmt þau eftir fyrirskipunum eða hótunum ein- stakra manna, heldur eftir þeim höfuðreglum, sem landslög ákveða á hverjum tíma. En sem dæmi þess, að fram- kvæmdarnefndin hefir einnig litið á málefni mjólkurframleiðenda á Akureyri, þá skal þess getið, að fundur mjólkurframleiðenda, sem haldinn var hér í síðastliðnum mánuði, óskaði eftir að þeir mjólkurframleiðendur, sem fengju leyfi til beinnar sölu á mjólk til neytenda á Akureyri, þyrftu ekki að greiða verðjöfnunargjald af hverri kú, heldur aðeins af þeirri mjólk, sem þeir seldu. Framkvæmdarnefndin var þeirrar skoðunar, að mjókurlögin heimiluðu þetta ekki, en hún samþykkti, eigi að síður, að koma þessari ósk mjólkurframleiðenda á Akureyri á framfæri við Mjólk- ursölunefnd landsins til umræðu og ákvörðunar. Á fundi Mjólkursölunefndar, sem haldinn var í Rvík fyrir nokkrum dögum, bar eg fram hin- ar umtöluðu óskir mjólkurfram- leiðenda á Akureyri, og útdráttur úr gerðabók Mjólkursölunefndar út af þessu erindi mínu hljóðaði svo: „I. Jónas Kristjánsson ber fram fyrir hönd mjólkurframleiðenda innan lögsagnarumdæmis Akur- eyrar, að þeir, sem fá undanþágu til beinnar mjólkursölu á Akur- eyri, verði undanþegnir greiðslu verðjöfnunargjalds af þeirri mjólk, sem þeir taka til notkunar á heimilum sínum. Ennfremur gerir framkvæmdar- nefndin á Akureyri þá fyrirspurn til Mjólkursölunefndar, hvort henni sé leyfilegt að innheimta verðjöfnunargjald hjá undanþágu- mönnum á Akureyri og miða það gjald við 2800 ltr. ársnyt úr hverri kú, sem er meðal mjólkurmagn allra nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði". „Svofelld ályktun var gerð með tilvísun til framanskráðra erinda: „Viðkomandi ósk mjólkurfram- leiðenda á Akureyri um lægra verðjöfnunargjald á undanþágu- mjólk, en lögin ákveða, annað- hvort með því að færa ársnytina, sem miðast við, niður í 2800 ltr., eða greiða aðeins af seldri mjólk, en ekki þeirri, er fer til eigin neyzlu, þá lítur nefndin svo á, að ákvæði laganna um þessi efni séu svo skýr og ákveðin, að það sé ekki á valdi hennar að breyta á þenna hátt, sem óskað er“. Ályktunin samþ. með 5 sam- hljóða atkvæðum“. Af ofangreindum fundargerJðar- útdrætti urðu úrslitin hjá Mjólk- ursölunefpd landsins ekki í vil þeim mönnum á Akureyri, sem fá undanþágu mjólkurlaganna til beinnar sölu, og sú eina leið, sem þessum mönnum er fær,‘ til þess að komast hjá þessu gjaldi, er að vinna að því, að fá þessu ákvæðí laganna breytt, t. d. á þingi því, sem nú situr. Framkvæmdarnefndin hefir gert það fyrir undanþágumennina á Akureyri, sem í hennar valdi stóð í þessu máli, hvað sem blöðin „Alþm.“ og „Verkam.“ kunna að telja sér hagkvæmt að segja um störf nefndarinnar, enda verður ekki um það fengist. í 40. tbl. „Dags,“ 19. ág. s.l. birt- ist grein eftir einhvern, sem kall- ar sig „Ljósvetning.“ Þessi grein „Ljósvetnings" er skrifuð vegna yfirlýsingar frá Reykdælum í 33. tbl. „Dags,“ en sú yfirlýsing var birt að tilefni yfirlýsingar, sem Kinnungar létu birta í „Degi“ 17. júní s.l. „Ljósvetningur" spyr Reykdæli margs í þessari grein sinni, eink- um viðvíkjandi ummælum Arnórs Sigurjónssonar um Jónas Jónsson í bréfum Arnórs til Þingeyinga. Hinsvegar þegir „Ljósvetningur“ vandlega um, að bréf Arnórs voru svar við áður framkomnum bréf- um J. J. Einnig spyr „Ljósvetningur“: Vilja þeir (þ. e. Reykdælir) standa við fullyrðingar Arnórs og bera ábyrgð á orðum hans, eins og hann mælir í bréfum sínum til Þingeyinga 21. jan, og 23. maí s.l.? Eða vilja þeir það ekki?“ En svo bætir hann við spurn- ingarnar: „En þó eg spyrji, er eg ekki að knýja fram svör við spurningum mínum, af því eg veit fyrirfram, að þeim er ekki hægt að mótmæla nema með blekkingum.“ Virðist greinarhöf. varpa spurningunum fram, til þess að Reykdælir athugi þær í „einrúmi.“ Eg ætla mér ekki að svara eða „mótmæla11 spurningum „Ljós- vetnings,“ en eg vil benda á það, að yfirlýsing okkar Reykdæla gaf ekki tilefni til slíkra spurninga, sem „Ljósvetningur“ varpar fram í grein sinni. Það er aðeins hans eigin flónska, sem gefið hefir honum tilefnið. Yfirlýsing okkar Reykdæla var aðeins mótmæli gegn lastyrðum um Arnór í yfir- lýsingu Kinnunga. Á J. J var ekki mirínst, eða ummæli Kinnunga um hann í sömu yfirlýsingu þeirra. Eg hygg, að allir, sem lesið hafa áðurnefnt bréf Arnórs, skilji, að álit það á J. J. sem fram kemur í bréfunum, er persónulegt álit Arnórs. Álit, sem hann hefir fengið á J. J. af kynningu sinni og viðskiftum sínum við hann. Yfirlýsing okkar Reykdæla er þessu óviðkomandi. Eg veit, að álit Reykdæla á J. J. skiftist nokkuð í tvö horn, og skoðanir þeirra á réttmæti sumra ummæla Arnórs um hann eru skiftar, en eg býst ekki við, að Reykdælir fari til og samþykki nokkra yfir- lýsingu þessu viðkomandi, bæði vegna skiftra skoðana, og eins vegna þess, að þeir munu telja slíkt óviðeigandi. Eg tel það að ástæðulausu, að Ljósvetningar hafa gert þessar bréfaskriftir þeirra Arnórs og J. J. að blaðamáli, fyrst með yfir- lýsingu sinni og nú aftur með grein „Ljósvetnings.“ En fyrst á þetta er minnst, var og er rétt að geta þess, að J. J. gaf tilefni til þessara deilu þeirra Arnórs, með því hvernig hann veik að raf- stöðvarmáli Laugaskóla og „fyr- verandi trúnaðarmanni“ skólans í sambandi við það, einkum í bréfi sínu til „kærra samherja“ 26. ág. f. á. Bréf Arnórs voru svar við þeirri árás, sem í ummælum J. J. voru falin, og Arnór gat ekki tek- ið þegjandi. Um drengskap í bar- dagaaðferðum geta Ljósvetningar ekki gilt úr flokki talað fyrir hönd síns skjólstæðings í þeirri deilu, og sat illa á þeim, að vera með umvandanir og ákúrur til Arnórs í því sambandi og birta þær í blaði, sem hafði fjölda les- anda, sem voru þeirri deilu alveg ókunnugir. Að dómi okkar Reyk- dæla var þetta tiltæki Kinnunga og lastmæli þeirra um Arnór í því sambandi óréttmæt og ósæmi- leg á allan hátt. „Ljósvetningi11 þykir yfirlýsing okkar Reykdæla undarleg vegna þess, að hann segist „ekki hafa hitt nokkurn mann, sem hefir vilj- Káputauin | eru komin. § Kaupfélag Eyfirðinga. JS Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.