Dagur - 14.10.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 14.10.1937, Blaðsíða 3
48. tbl. DAGUR 199 Innilega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- uð og hluttekningu við andlát og jarðarför ólafar Rósu Manases- dóttur frá Grjótgarði. Aðstandendur. að taka málstað Arnórs í bréfum hans, heldur hið gagnstæða.“ Það má vel vera, að svo sé þetta í ná- grenni „Ljósvetnings,“ það er, ef til vill, flest þar á eina bókina lesið. En þessu er ekki þannig varið hér í Reykjadal og þarf ekki að vera, vegna þess, að Reykdælir geri minni „kröfur til velsæmis og drengilegrar framkomu,“ hvort sem er í ræðu eða riti, en annað „sæmilegt fólk“ t. d. Ljós- vetningar. Þá virðist að lokum, að „Ljós- vetningi" verði nokkur raunabót að yfirlýsingu „Reykdælings“ í „Degi“ um að yfirlýsing' Reyk- dæla hafi komið seint fram á fundi, og að aðeins um 20 manns hafi samþykkt hana. Ekki veit eg hver hann er þessi „Reykdælingur,“ sem hefir viljað gera Kinnungum þægð með þess- ari yfirlýsingu sinni, en annað- hvort hefir hann ekki verið á fundinum, sem hafði með yfirlýs- ingu okkar að gera, eða hann gef- ur yfirlýsinguna til að blekkja. Það er að vísu rétt, að yfirlýs- ingin kom seint fram á fundi og var samþykkt aðeins af um 20 fundarmönnum, en hitt hygg eg, að hverjum, sem á fundinum var, hafi verið ljóst, að yfirlýsingin hefði jafnt verið samþykkt, þó að fyr hefði komið fram, en þá sennilega með fleiri atkvæðum. Sveitarfundurinn var fámennur frá upphafi, en margir sveitar- menn, sem ekki voru á fundi, mundu hafa samþykkt yfirlýsing- una, ef til þeirra atkvæða hefði komið. Um það er mér kunnugt. Hinsvegar má geta þess, að það var gerð tilraun af sveitunga „Ljósvetnings“ að fá yfirlýsingu þeirra Kinnunga flutta á sveitar- fundi okkar Reykdæla. En eg hygg, að enginn málsmetandi Reykdælingur hafi fengist til að flytja yfirlýsingu þeirra á fundi hér í Reykjadal, og í öðru lagi þori eg að fullyrða, að slík yfir- lýsing hefði aldrei verið sam- þykkt á sveitarfundi hér. Sann- leikurinn er sá, að viðhorf okkar Reykdæla er nokkuð annað en Kinnunga, og kemur það af ýmsu, sem hér er þarflaust að ræða um. 8. september 1937. Áskell Sigurjónsson. Basar og kaffisölu hafa Zíonkonurnar í samkomuhúsi sínu Zíon á föstudaginn ktmur kl. 3. Merki verða einnig sela a götunum. Ágóðinn rennur í hússjóðinn. harf ekki að efa að fjölmennt verði hjá kri.uiium þenna dag, svo vel þeklct <r þessi og önnur starfsemi þeirra fyrr og siðarf Þarna verða líka á boðstólum á- gænr ínunir fyrir gott verð að ógle/mA kaífinu p/'óa. Alþiiigl. Þingið var sett á laugardaginn. Hófst athöfnin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Síra Björn Magn- ússon dósent prédikaði Að lok- inni guðsþjónustu komu þingmenn saman í neðri deildar sal Alþing- is. Forsætisráðherra las upp boð- skap konungs um að Alþingi væri stefnt saman og setti þingið í um- boði konungs. Síðan minntust þingmenn ættjarðarinnar og kon- ungs með ferföldu húrra. Sósíal- istar (að undanteknum Ásgeir) og kommúnistar tóku ekki þátt í því. En kommúnistar hrópuðu viðbót- arhúrra fyrir frelsisbaráttu ís- lenzku þjóðarinnar. Að þessu loknu bað forsætis- ráðherra aldursforseta þingsins Ingvar Pálmason, að stýra fundi, unz kosinn væri forseti sameinaðs þings. Minntist aldursforseti fyrst þriggja fyrrv. þingmanna, er lát- izt höfðu, eftir að síðasta þingi lauk. Voru það Guðm. Björnson, fyrrv. landlæknir, síra Sigfús Jónsson og Jón Ólafsson banka- stjóri. Risu þingmenn úr sætum sínum til virðingar hinum látnu. Þá skiptust þingmenn í deildir, til þess að prófa kjörbréf og kosn- ingu þingmanna. Voru kjör þeirra allra samþykkt. Þá fór fram kosning forseta sameinaðs þings, og var Jón Bdld- vinsson kjörinn forseti með 25 at- kvæðum, 18 seðlar voru auðir. Fleira var ekki aðhafzt þann dag. Á mánudaginn skiþtust þing- menn í deildir. Forseti efri deild- ar er Einar Árnason, en forseti neðri deildar Jörundur Brynjólfs- son. í efri deild eru 7 Framsókn- armenn, 2 sósíalistar, 6 Sjálfstæð- ismenn og 1 kommúnisti. Kosning í fastar nefndir fór fram í fyrradag. Engir þingfundir voru í gær. 50 ára hjúskaparaHi eiga í dag, hjónin Sesselja Jóna- tansdóttir og Benedikt Jónsson, á Breiðabóli á Svalbarðsströnd. í tilefni af þessum merkisdegi í lífi þeirra, sem svo fáum hjónum auðnast að lifa, ætla eg að bregða mér sem snöggvast meira en hálfa öld aftur í tímann, og minnast nokkurra æfiatriða þessara góð- kunningja minna. Sesselja Jónatansdóttir er fædd að Þórisstöðum á Svalbarðsströnd 10. ágúst 1867. Foreldrar hennar voru þau Sesselja Eiríksdóttir og Jónatan Jónsson, sem bjuggu þar mest allan sinn aldur. Ólst hún upp í foreldrahúsum til 16 ára aldurs, en fór þá í vinnumennsku til Jóns Halldórssonar í Fagranesi í Aðaldal og var þar í 2 ár. Þaðan flutti hún að Garði í Fnjóskadal og árið eftir, 1887, aftur austur í Aðaldalinn, að Grímshúsum. Sesselj a hafði kynnst Benedikt, áður en hún fór í Garð, og voru þau þá trúlofuð. Giftu þau sig um haustið, 14. október, og voru að Grímshúsum yfir veturinn hjá foredrum Benedikts, sem þar bjuggu. Hún var þá 20 ára og hann 23 ára. — Benedikt er fædd- ur að Hólmavaði í Aðaldal 22. júní 1864. Foreldrar hans voru Guðfinna Jónsdóttir og Jón Jóns- son. Fluttist Benedikt með for- eldrum sínum að Garði í sömu sveit er hann var tveggja ára, og þaðan eftir 1 ár að Flatey á Skjálfanda. Var hann í 9 ár að Neðribæ. Um vorið 1876 fluttu foreldrar hans sig enn búferlum, og nú að Grímshúsum í Aðaldal. Fór Benedikt með þeim þangað, og var ýmist þar, eða í Flatey við sjóróðra, næstu 12 árin, unz hann gifti sig 1887, eins og fyrr segir. Vorið eftir, 1888, fluttu þau hjón- in að Ytra-Hóli í Kaupangssveit, og byi’juðu þar búskap með lítil efni á helmingi jarðarinnar, sem verið hafði í eyði og orðin mjög niðurnídd. Eftir 5 ára dvöl á Ytra- Hóli fluttust þau að Breiðabóli á Svalbarðsströnd. Höfðu þau jörð- ina leigða fyrstu búskaparár sín þar, en keyptu síðan. Túnið var næstum því allt þýft og gaf af sér 65 hesta og bæjarhús mjög hrör- leg. Benedikt stækkaði og sléttaði túnið mikið og girti. Var töðufall orðið 200 hestar, þegar hann lét af búskap, 1925. Einnig lagfærði hanrt öll hús mikið, sem ekki veitti af. Á veturna stundaði hann smíðar og vefnað, því hann var mjög laghentur. Óf Benedikt suma 'veturna, með þeim mörgu störfum er hann hafði á hendi fyrir heimilið, 500 álna vef. Á sumrin stundaði hann sjóinn,-þeg- ar nokkur tími var afgangs frá heyskapnum. Voru þau Sesselja og Benedikt mjög samhent í því, að byggja upp heimilið, og tókst því, með framúrskarandi dugnaði og sparsemi að ala upp stóran og mannvænlegan barnahóp. Átti Sesselja ekki hvað minnstan þátt í því, enda er hún einstök kona fyrir dugnað og myndarskap. Alls eignuðust þau 15 börn, og eru 10 á lífi. Af þeim eru 7 heima, 2 í Keflavík og 1 á Akureyri. Fyrir 12 árum hættu þau búskap, og tók elzti sonur þeirra við. Hafa þau dvalið hjá honum síðan. Sesselja og Benedikt hafa alla æfi verið fátæk, en heilsugóð og hamingjusöm. Gengur Sesselja ennþá að flestum verkum, en Benedikt missti sjónina fyrir 3 ár- um síðan, og hefir það vafalaust skyggt mikið á gleði þeirra á elli- árunum, þó hann beri það með mikilli stillingu og þolinmæði. Þrátt fýrir sjónleysið fylgist Benedikt manna bezt með því sem gerist í umheiminum, og er mjög íróður um liðna atburði. Lætur hann lesa fyrir sig blöðin og hlustar á útvarpið á hverjum degi og mun fáu sleppa, sem þar er sagt. Hann er einlægur samvinnu- maður. Gekk hann í Pöntunarfé- lag Þingeyinga þegar það var stofnað, og hefir trúlega fylgt samvinnustefnunni síðan. Fram- sóknarmaður hefir hann verið síð- an sá flokkur var stofnaður, og á s. 1. ári gekk hann í Framsóknar- félag Svalbarðsstrandar, á stofn- fundi þess. Bindindismaður er hann ákveðinn, og hefir tekið allmikinn þátt í starfsemi bind- indisfélaga, bæði hér í sveit og víðar. Eg hefi nú hér að framan að- ems dregið upp fáeinar myndir úr æfi þessara mætu hjóna, sem lögðu hugrökk og bjartsýn saman út í lífið fyrir 50 árum síðan, og hafa nú siglt skipi sínu gegnum brim og brotsjóa lífsbaráttunnar heilu í höfn. Árni Bjarnarson. Merkileg bókaútgáfa. íslenzkar bókmenntir eru tald- ar all fjölskrúðugar að tiltölu við fámenni þjóðarinnar og aðrar að- stæður. A. m. k. getum við stært okkur af því að eiga í íslenzkum þýðingum og tiltölulega vönduð- um útgáfum góðan skerf af léleg- asta reyfararusli nágrannaþjóð- anna. Hitt skyggir á dýrðina, að ýmsar beztu bækur kunnustu skálda okkar og rithöfunda hafa enn ekki verið þýddar á íslenzku, hafi þær upphaflega verið ritaðar á erlendu máli. Svo er t. d. ástatt um ýms verk Jóhanns heitins Sigurjónssonar, Jónasar Guðlaugs- sonar, Gunnars Gunnarssonar, og öll helztu ritverk Vilhjálms Stef- ánssonar, frægasta íslendingsins — að margra dómi — sem nú er uppi. Ber það menningu þjóðar- innar raunalegt vitni, ef það er gróðavænlegra að fást við þýð- ingu og útgáfur erlendra úrkasts- bókmennta en túlkun höfuðverka þessara manna á móðurmáli þeirra. En nú eru þau merkilegu tíð- indi að gerast í bókmenntaheimi okkar, að Ársæll Árnason bókaút- gefandi í Reykjavík er byrjaður að gefa út heildarútgáfu ferða- bóka Vilhjálms Stefánssonar, vandlða að pappír og prentun og prýdda fjölda mynda. Er þetta mikill fengur öllum bókamönnum, því að Vilhjálmur er ekki síður kunnur fyrir frábæra ritsnilld sína en vísindaafrek og ferðalög um norðurheimskautslöndin. Það eru þrjár bækur, Veiði- menn á hjara heims, Meðal Eski- móa og Heimskautalöndin unaðs- legu, er þýddar verða, og eru þær samtals um 1600 síður. Koma bækurnar út í heftum, 5 arkir eða 80 bls. hvert, og kostar hvert hefti kr. 2.50 til áskrifenda. Er það furðu lítið verð, þegar alls er gætt. Eiga heftin að koma út með mánaðarmillibili eða svo, og ætti útgáfunni því að vera að mestu lokið þegar á næsta ári. Málverkasýning. Karen Agnete og Sveinn Þórarinsson opna málverkasýningu i verzlnnarhúsi K. E. A., uppi, föstud. 15. okt. n. k. — Sýningin er daglega opin kl. 11 f. h. tll kl. O e. h. til 20. október.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.