Dagur - 06.11.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 06.11.1937, Blaðsíða 1
D AQUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddági fyrir 1. júlí. XX. árg •í Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 8. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 6. nóvember 1937. 1 52. tbl. KauiideiSan á Akureyri og rök foringja vevkafélk§ins. Foringjarnir ráðast með ofsa og ofbelcii á mikilsverðan nýgræðing í atvinnumálum, verk- smiðjuiðnaðinn, og gera kröfur, sem geta riðið honum að fuliu. Par með væri fjöldi fólks á Akureyri rekinn út á gadd atvinnuleysisins. staO raka nota foringjar pessir slagorð og upptirópanir Verkafólkið §jálft verður að gripa til §inna róða, afsegfa leiðsögu þessara foringja og hrista þá með öllu af §ér. Það hefir fram undir síðustu tíma verið talið svo, að aðalat- vinnuvegir íslendinga væru aðeins tveir: landbúnaður og fiskiveiðar. Fábreytni atvinnuvega vorra hef- ir verið talið mikið þjóðarmein, einkum síðan kaupstaðir og kaup- tún risu upp í landinu og tóku ör- um vexti. Það, sem mest hefir þjakað kaupstaða- og kauptúna- lýðnum, hefir verið skortur á at- vinnu. Til þess að draga úr þess- um mikla skorti hefir á síðari ár- um verið gripið til þess ráðs, að stofna til svonefndrar atvinnu- bótavinnu, sem bæjarfélög hafa haldið uppi með aðstoð og styrk frá ríkinu. Þetta er að vísu vand- ræðaleið, sem farin hefir verið af illri nauðsyn. Þegar svona er á- statt, er það hið mesta þjóðþrifa- verk að færa út kvíarnar og stofná til nýrra atvinnufyrirtækja, skapa nýja atvinnuvegi, hvort sem það er gert fyrir framtak ein- stakra manna eða félagsstofnana. Allt slíkt, sem byggt er á heil- brigðum grundvelli, miðar að aukinni velferð almennings í h'ndinu. Til mikillar gleði öllum sönnum framfaravinum hefir nú á síðari árum myndazt efnilegur vísir að þriðja aðalatvinnuvegi íslendinga, en það er verksmiðjuiðnaður. Sá atvinnuvegur er að vísu í bemsku enn, aðeins nýgræðingur, sem þessar verksmiðjur veita til sam- ans um 200 verkamönnum, konum og körlum, fasta atvinnu árið um kring til lífsviðurværis sér og sínum. III. Nú víkur sögunni að Jóni nokkrum Sigurðssyni, sem kallast erindreki Alþýðusambands íslands og hefir á vegum Alþýðusam- bandsins haft það fyrir atvinnu- bótavinnu fyrir sjálfan sig að reka fátæka, vinnufúsa verkamenn frá atvinnu sinni með þeirri túlk- un, að kaup þeirra við fyrgreind- ar verksmiðjur væri svo smánar- lega lágt, að hans viðkvæma hjarta þyldi það ekki. Undir þetta tekur svo „Alþýðumaðurinn“. Verkafólkinu er sagt að verk- smiðjurnar, sérstaklega Gefjun, safni óhæfilega miklum gróða, en greiði því smánarkaup. Þetta prédikar Jón Sigurðsson og liðsmenn hans hvar sem þeir komast höndum undir. Þeir við- hafa slagorð og upphrópanir en engin rök. Þeir hrópa um „kaup- kúgun“ og „smánarblett“ í sam- bandi við kaup það, er S. í. S. greiðir verkafólkinu sínu. Það er því ekki úr vegi að gera grein fyr- ir í hverju þessi „kúgun og smán“ er fólgin. Skal því hér í aðalatrið- (Framh. á 2. síðu). nauðsyn er á að fái að vaxa í skjóli friðar og réttsýni, til þess að hann geti orðið öflug lyftistöng þjóðmegunar vorrar og þjóðar- menningar. II. Eins og kunngt er hefir fé- lagsmálahreyfing samvinnunnar hrundið í fratmkvæmd allveruleg- um verksmiðjuiðnaði hér á Akur- eyri. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga rekur hér tvær all- stórar verksmiðjur sem sína eign. Aðra þeirra keypti það fyrir nokkrum árum og hefir síðan bætt hana og eflt að stórum mun og fært út starfsemi hennar og af- lcöst. Á þeim 6 árum, sem S. í. S. hefir starfrækt Gefjuni sem sína eign, hefir það nær 5-faldað starfs- mannaliðið þar. Um skógerðar- verksmiðjuna „Iðunni“ verður lít- ið sagt að svo komnu, því hún má heita ný af nálinni, en framsýnir menn líta svo á, að hún muni mik- ið og þarft verk inna af höndum í framtíðinni, ef hún fær að vera í friði fyrir óróaseggjum og of- stopamönnum. Auk þess, sem hér hefir verið talið, eru svo þær verksmiðjur, sem S. í. S. og Kt E. A. hafa í sameiningu reist og reka, en það er sápuverksmiðjan Sjöfn og kaffibætisverksmiðjan Freyja. Enn má svo nefna smjör- líkisgerðina Flóru, sem K. E. A. er eitt eigandi að og rekur. Allar Því er ekki samið í yfirstandandi vinnudeilu? Þessi spurning er á vörum marga hér í bæ nú þessa dagana og það er í alla staði eðlilegt að um þetta sé spurt, og það er líka jafn sjálfsagt að almenningur fái skýr og vafningalaus svör, en þau eru í stuttu máli þessi. Alþýðusambandið hefir ekki enn tjáð sig reiðubúið að hefja umræður um lausn deilunnar. í bréfi S. í. S. til Alþýðusam- bandsins frá 3. þ. m. segir svo: „í sambandi við væntanleg- ar samningaumleitanir skal það tekið fram, að skilyrði fyrir því að samningar geti hafizt og hald- ið áfram, er, að vinnustöðvun verði ekki víðtækari en það, er snertir störf í verksmiðjunum og flutninga á vörum til þeirra og frá, meðan samningaumleitanir standa yfir“. Hér er skýrt fram tekið að S. í. S. vill, eins og sjálfsagt var, binda vinnustöðvunina aðeins við þau fyrirtæki, sem um er deilt, en blanda ekki inn í málið öðrum starfsgreinum, sem engin deila er um og ekki á að geta orðið deilt um á þeim grundvelli sem þessi vinnustöðvun á að hvíla á og op- inberlega hefir verið látin fram koma til þessa. Allir menn með óbrjálaðri dóm- greind hljóta að viðurkenna að þetta skilyrði af hálfu S. í. S. er aðeins sjálfsögð réttlætiskrafa, sem hver gagnaðili, með þó ekki væri nema snefil af sanngirni, hlaut að viðurkenna og taka til greina. En hvað gerir Alþýðusam- bandið? í stað þess að svara beint og blátt áfram gefur það svo loðin svör, að sama er og ekkert svar, eins og sjá má af þeim kafla úr bréfi Alþýðusambandsins, sem um þetta ræðir og birtur var í síðasta tölublaði Dags. Eftir að hafa móttekið þetta bréf Alþýðusambandsins skrifar S. í. S. því enn á ný þann 4. þ. m. og leggur þá sérstaklega áherzlu á að skýr svör verði gefin við fyrra bréfinu, til þess að samningaum- leitanir gætu hafizt tafarlaust, en Alþýðusambandið hefir enn ekki svarað’ því bréfi. Hér er því ekki um að spyrja. Það er sttk Alþýðusam* bandsins að samnÍDga> unaleilanir geta ekki haf- ist. Þegar blaðið fer í pressuna, er enn ekkert svar komið frá Aiþýðusambandinu við bréfi Sís4. þ. m. Pað stendur því á Alþýðusambandinu, að ekki er hægt að hefja samningaumræður og allar sögusagnir Jóns Sig. og Co., um að það standi á Sís, eru með öliu tilhæfuiausar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.