Dagur - 06.11.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 06.11.1937, Blaðsíða 2
214 DAQUR 52. tbl. Kaupdeilan á Akureyri. (Framh. af 1. síðu). um skýrt frá því, við hvaða launa- kjör verkafólk, sem vinnur í Gefjunni, sem einkum er höfð að skotspæni, á við að búa. Tekjur fullvinnandi karlmanns verða 281 kr., og kvenmanns 184 kr. Auk þessa kaups fyrir unnið verk er verkafólkinu greitt í sjúk- dómstilfellum fullt kaup allt að 3 mánuðum og hálft kaup næstu 3 mánuði. Þar að auki er viku sumarleyfi með fullu kaupi. Kaupgreiðslur eru þrennskonar: fastakaup, premía og ágóðahlut- deild. Föstu launin fara hækkandi þannig: Fyrsta árið er talið 1. námsár. Á því hækkar kaup karl- manna, fyrst eftir einn mánuð og síðan eftir 6 mánuði, þannig að seinni hluta ársins er mánaðar- kaupið 170 kr., annað árið 180 kr. 3. árið 200 kr. og 4. árið 220 kr. Premía fyrir afköst er alltaf sú sama á einingu. Ágóðahlutdeildin kemur fyrst til eftir tveggja ára starf, hækkar síðan á tveggja ára fresti, þar til 8 starfsárum er náð. Kaup kvenna er í lok 1. starfs- árs, sem er 1. námsár, komið upp í 105 kr. á mán., annað árið er það 120 kr. á mánuði, 3. árið 125 kr., 4. árið 130 kr. og auk þess premía við ýmis störf og ágóðahlutdeild eins og áður er frá skýrt. Samkvæmt þessu hafa tekjur karlmanns, sem búinn er að vinna meir en átta ár, orðið á fyrstu 10 mánuðum þessa árs að meðaltali 281 króna á mánuði, meðtalin aukavinna og útborguð ágóða- hlutdeild. Og til er hærra mánað- armeðallag en þetta. Á sama hátt hefir kaup kven- manns, sem búin er að starfa í 8 ár, orðið samtals 184 kr. að með- altali á mánuði á þessu ári. Hér hefir nú verið gerð grein fyrri „kúgun“ þeirri og „smán“, er verkafólk, sem vinnur á Gefj- unni, er beitt af S. í. S., eftir því sem Jóni Sigurðssyni og „Alþýðu- manninum" segist frá. Gamalt máltæki segir, að hver vilji „sitja við þann eldinn, sem bezt brenn- ur“. Hvers vegna sækist verka- fólkið eftir að vinna á Gefjunni? Það er auðsætt, eingöngu af því, að þar finnst því eldur þess brenna bezt. Ef svo væri ekki myndi það sæta atvinnu annar- staðar. Það skal fúslega viðurkennt, að starfsfólkinu kæmi vel hærra kaup en nú er greitt, enda mun ekki standa á kauphækkun þegar atvinnufyrirtækið þolir það, en að þessu hefir það ekki þolað það, því hvað sem Jón Sigurðsson & Co. segir um óhæfilegan gróða Gefjunnar, þá liggja fyrir skjalleg- ai sannanir um það, að árið 1936 var gróði aðeins rúmlega 30 þús. kr., en hallinn af rekstri stofnun- arinnar árið 1935 var miklu meiri en þeirri upphæð nemur. Að með- altali hefir því gróði Gefjunnar á síðustu tveimur árum minni en enginn verið. Um afkomu Iðunnar um næstu áramót jjetur ekkert orðið fullyrt • ••••■» • • m » • * * að svo stöddu. En við lauslegt yf- irlit fyrir nokkru síðan kom í ljós að halli var á rekstri þeirrar stofnunar. Það er því ekki annað en fleip- ur ábyrgðarlausra manna að tala um óhæfilegan gróða þessara stofnana, hvort sem þeir heita Jón Sigurðsson eða Erlingur Friðjóns- son eða eitthvað annað. Stórfelldar breytingar hafa orð- ið á atvinnulífi Akureyrarbæjar á undanförnum árum. Bærinn hefir á tiltölulega skömmum tíma skipt um ham, horfið að miklu leyti af braut einnar atvinnugreinar, og lagt inn á aðrar. Áður fyrr var hér allt fullt af síld og þorski. Björgin var svo að segja við hvers manns dyr. í skjóli þessara náttúrugæða hófst hið fyrra þróunartímabil bæjarins. Síld- og þorskveiði stóðu með miklum blóma, og vegna legu sinnar og hagstæðs tíðarfars er á Akureyri hafin fiskverkun 1 all- stórum stíl fyrir fiskframleiðend- ur út með sjó og annarstaðar. Ýmsir þóttust þá sjá glæsta fram- tíð bæjarins, sem fiskveiða og fisk- verkunarmiðstöð fyrir Norður- iand. Bærinn óx ört á þessum ár- um, enda var bjartsýni og fram- sóknarhugur ríkjandi meðal fólks- ins. En enginn má sköpum renna. Nýir tímar hefjast með ný við- horf og ný verkefni. Síldveiðin nær smámsaman yfirhöndinni sem einn þýðingarmesti atvinnu- vegur þjóðarinnar, atvinnugrein, sem öll þjóðin keppist við að hag- nýta sér á sem bestan hátt. Síld- arverksmiðjur eru reistar víðs- vegar, sem næst sjálfum síldar- miðunum og ný síldarver rísa upp hér út með sjó og á næstu slóðum. Útvegsbændur hefja verkun á fiski sínum sjálfir, en Akureyri dregst inn í skugga þessara stór- felldu athafna, bæði vegna fjar- lægðar sinnar frá síldarmiðunum og vegna breyttrar göngu síldar- innar, og vegna þess að sjálfstæðir fiskimenn vilja sjálfir vinna að verkun þeirrar vöru, er þeir fram- leiða. Skip Akureyringa eru seld burtu og önnur fúna hér niður. Yfir Akureyri legst drungi at- hafnaleysis og bjargarleysis og fátækraframfæri bæjarins eykst hröðum skrefum. Þannig var við- horfið nú ekki fyrir löngu síðan. Það var, eins og eðlilegt var, eitt mesta umræðuefni hugsandi bæj- arbúa í hvert óefni væri hér kom- ið og hverjar leiðir væru til að hefja bæinn upp úr því feni deyfðar og athafnaleysis, er hann var sokkinn í. Ýmsir vildu hefja hér togaraútgerð í stórum stíl. Þau mál voru rædd af bæjarstjórn og öðrum, en ekkert gert. Hér var stofnað til útgerðar línuveiða- skipa með þeim árangri að allt var keyrt á kaf í skuldadíki og ó- reiðu. En jafnframt þessu höfðu gerzd hér aðrjr vjðburðjr qv einnig - #--#•■•#-#■-#-#■-#-#-#-# ■# # » » Nú sem stendur er verkafólkinu bannað að vinna við þessar stofn- anir og aðrar fleiri. Þeir, sem slíku banni halda uppi, eru að vega að nýgræðingi í atvinnumál- um þjóðarinnar og lífsafkomu al- mennings hér í bæ. Verkafólkið verður að hrinda þeim óþurftarmönnum af stóli, sem vinna það glæfraverk. höfðu vakið athygli alþjóðar á Akureyri. Hér var risið upp öfl- ugt kaupfélag sem hafði haft stór- felld áhrif á verðlag hér í bænum. Það var orðið viðurkennt að Ak- ureyri var einn ódýrasti staður landsins og þar af leiðandi eðli- legt, að kaupgreiðslur hér mörk- uðust nokkuð af þeirri staðreynd. Þetta atriði var auðvitað mjög þýðingarmikið til þess að gera Akureyri að ákjósanlegum iðnað- arbæ, og jók mjög horfur um að hér væri líklegt að iðnrekstur, er keppa átti við erlendar fram- leiðsluvörur, í'ramleiddar við á- kjósanlegri skilyrði, — gæti borið sig, frekar en á öðrum stöðum á landinu. Sjáandi hvað hér er að gerast um þessar mundir og vitandi að samvinnuhugsjónin á hér ört íjölgandi áhangendur, ræðst svo Samband ísl. samvinnufélaga í að stofna hér til iðnreksturs í stórum stíl. Árið 1931 kaupir það hér vís- ir til klæðaverksmiðju, lætur stækka hana og auka á margan veg. Fjöldi bæjarbúa fá af þessu lífsviðurværi sitt og á árinu 1935 ræðst svo S. í. S. í að verja hundr- uðum þúsunda króna til að auka og bæta þetta fyrirtæki enn. Það eykur starfsmannalið sitt stórkost- lega og skömmu síðar ræðst það í að setja hér á stofn skóverksmiðju í sambandi við gærurotunarverk- smiðju sína, er þá strax veitir fjölda manns atvinnu. Kaupfélag Eyfirðinga ræðst einnig í framleiðslu í stórum stíl og hér rísa upp á skömmum tíma hver verksmiðjan af annarri, er þessi fyrirtæki stofna til, ýmist í sameiningu, eða hvort í sínu lagi. Með þessum stórfelldu fram- kvæmdum tekur bæinn að rétta við. Það færist fjör í bæjarlífið með því fé, sem þessi stóru fyrir- tæki veita bæjarbúum. Og eftir í'árra ára framkvæmdir þá blasir við okkur Akureyri í dag, sem á stórkostlegra hagsmuna að gæta sem iðnaðarbær, og fjöldi Akur- eyVinga sjálfra og hollvina bæjar- ins að fornu og nýju óska og vona að þessar framkvæmdir megi dafna sem lengst og þeirri stefnu verði haldið, er tekin var, er allt virtist vera að sökkva í kalda kol. Þessi mynd af Akureyri á síð- ustu árum nær ekki að gefa okk- ur þann skilning á viðhorfunum í dag, sem hún gæti ef við litum út fyrir endimörk okkar bæjarfé- lags og athuguðum þær myndir, sem annarstaðar blasa við sjónum okkar. Staður er nefndur Seyðisfjörð- ur á Austurlandi. Fyrr á árum svipaði honum að ýmsu leyti til Akureyrar. Þar bjuggu þá at- hafnamenn, er hagnýttu sér þau náttúrugæði, er þeim voru færð svo að segja upp að fjörusteinun- um. En einnig þar hafa nýir tím- ar fært ný viðhorf. Fiskverkunin dregst úr hðndum Seyðfirðinga til nærliggjandi verstöðva og þar við bætist, að síldin hverfur af nær- iiggjandi miðum Seyðfirðinga. Eins og á Akureyri á sinni tíð iegst allt athafnalíf þar í dá, og alskyns vandræði knýja á hvers manns dyr. En ógæfa Seyðfirð- inga var, að þeir áttu ekkert sterkt samvinnufélag, né sterka samvinnufúsa menn. Bærinn dregst lengra og lengra niður í fen atvinnuleysis og vandræða. Þar er ekkert gert, og loks verð- ur ríkið að hlaupa undir bagga og reyna að koma bæjarfélaginu á réttan kjöl. Ríkissjóður tekur á sig skuldbindingar fyrir hundruð- um þúsunda króna og í skjóli þeirra er komið þar upp síldar- verksmiðju og hraðfrystihúsi og virðist um hríð sem birta muni yfir athafnalífi bæjarins. En Þegar allt er tilbúlð og fyrirtœkin eiga að f ara að taka tll starfa, þá risa upp „Jónar Signrðs- synir & Co.“ Seyðfirðinga og ' lieinifa og heimta hcerra kaup fyrir fólkið, sem mest hafði haft af atvinnuleysinu að seg)a, heldur en upphaflega hafði verið ákveðlð. Það er deilt og þráttað og síðan látið undan og kaupið hækkað að vilja „foringjanna“. En hver verð- ur svo útkoman? Hraðfrystisúsið tapar og tapar svo að því verður að loka svo að segja undir eins. Síldarverk- smiðjan er rekin í eina vertíð með störkostlegu tapi og þegar allt er gert upp nemur tapið, þessafyrstuvertfð.um 70 þús.kr. Vonir þeirra, er væntu að sjá nýj- an og betri Seyðisfjörð rísa upp, hrynja til grunna og allt kemst í sama horfið og áður var. Seyð- firðingar horfa enn vonaraugum á ríkið, avinnutækin standa auð, en atvinnuleysið sverfur að. Hér hefir verið brugðið upp myndum af tveimur bæjum og tveimur viðhorfum. Þau tíðindi hafa gerzt hér nú undanfama daga, er vekja sannarlega ugg margra um, að hörmungasaga Seyðfirðinga eigi eftir að endur- taka sig hér. Vill fólkið láta að- komna ábyrgðarlausa „foringja“ steypa öllu á barm þeirrar glötun- ar, er þeir gerðu á Seyðisfirði, eða vill fólkið að skynsamleg og eðli- leg þróun avinnuveganna nái fram að ganga. Úr því verður reynslan að skera. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds BJömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.