Dagur - 18.11.1937, Síða 1

Dagur - 18.11.1937, Síða 1
D AOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XX • árg. | Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞóR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin vi'ð áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. • » * « « » « « • . ♦ • * •-• « Akureyri 18. nóvember 1937. 55. tbl. Frá því var skýrt í síðasta tölu- blaði, að Iðjufundur, haldinn síð- asta laugardagskvöld, hefði strá- fellt samningsgrundvöll þann í kaupdeilumálinu, er samningsaðil- ar höfðu komið sér saman um. Á öðrum fundi í félaginu Iðju, sem haldinn var síðastl. mánu- dagskvöld, fór samninganefnd hennar þess á leit, að fundurinn veitti henni fullt umboð til að ganga frá samningum um verk- smiðjur þær, er K. E. A. ætti eitt eða að hálfu leyti móti S. í. S., en það eru „Sjöfn“, „Freyja“, „Flóra“ og Mjólkursamlagið. Reis þá enn upp Steingrímur Aðalsteinsson, kommúnistaleiðtogi, sem slettir sér fram í mál félags, sem hann stendur utan við, og vildi að fundurinn neitaði að gera sér- samninga við K. E. A. á grund- velli þeirra launakjara, sem áður hafði orðið samkomulag um og birt voru í síðasta tölubl. Dags. Aftur á móti vildi Steingrímur óð- ur og uppvægur að gerðar yrðu „tafarlaust nauðsynlegar ráðstaf- anir til að framkvæmt verði full- komið vöruflutningabann á K. E. A. og S. í. S.“ En svo brá við að þessu sinni, að fundurinn hafði þenna bægsla- gang Steingríms að engu og sam- þykkti með 60 atkv. gegn 1 að veita fulltrúum sínum fullt um- boð til að gera samninga um áð- urgreindar verksmiðjur. Eitthvað hafði Halldór Friðjóns- son verið að læðast um á fundin- um, en steinþagði að þessu sinni, enda hefir því verið fleygt, að hann hafi fengið þokkalega ofan- ígjöf frá pólitískum húsbændum sínum fyrir framferði sitt á fyrri Iðjufundinum. Strax næstu nótt eftir fund þenna var síðan gengið á ný til samninga um fyrrgreindar verk- smiðjur og voru samningar undir- ritaðir af báðum samningsaðilum nær óbreytt frá því, sem aðilar höfðu áður komið sér saman um eins og sjá má á fregnmiða Dags, sem birtur er á öðrum stað hér í ólaðinu. Kaupgjaldið helzt svo að segja óbreytt frá því sem það hef- ir áður verið birt. í heild hefir það þó fremur lækkað en hækkað, sem liggur í því, að á tveim stöð- um var mánaðarkaupið hækkað, á öðrum um 10 kr. en 5 kr. á hinum, Annar Idjufundur samþykkir einróma ótakmarkad umbod til handa jnlltrúa sinna til að semja um kaup og kjör verkajólks í iðnfyrirtækjum KEA og í þeim iðnfyrirtœkj- um, er KEA á að hdlfu leyti á móti SIS. Samningar síðan undirritaðir næstu nótt af báðum samningsað- ilum og samkomulag fengið um iðnfyrirtækin »Sjöfn«, »Freyju«, Mjólkursamlag og smjörlíkisgerð KEA. Kaupgjald nálega óbreytt frá því sem áður hafði orðið sam- komulag um, en vinnutíminn styttur um '/2 st. Áróðursstarf Steingríms Aðalsteinssonar að engu haft. Halldór Friðjónsson opnar ekki sinn munn á síðara Iðjufundinum. en aftur á móti lækkað á öðrum tveim stöðum, um 10 kr. á hvor- um. Auk þessarar smávægilegu breytingar varð það að samkomu- lagi, að vinnutíminn var styttur um y2 klst. og er nú 8 stundir á dag, nema í Mjólkursamlaginu er hann 9 stundir. Áður var búið að ganga inn á V2 stundar vinnutíma lækkun við verksmiðjurnar Gefj- un og Iðunn og var þessi lækkun Fregnmiði »Dags« 16. nóvember 1Q37. Samningar undirritaðir í nótt um kaup og kjor starfsfólks í verksmiðjunum »Sjöfn«, »Freyju«, Mjólkursamlagi og Smjör- líkisgerð K. E. A. Fólkið hefir sjálfdæmi um, hvort það gengur í »lðju« eða ekki. — Kaupgjaldið helst svo að segja óbreytt eins og það var birt í síðasta tbl. »Dags« (kr. 5 00 lægra í heild). Vinna hófst í morgi Fólkið, sem nú vinnur í þessum verksmiðjum, skal algerlega sjálf- rátt um það hvort það gengur í „lðju“ eða ekki, en nýir starfs- menn skulu gerast félagsmenn. Vinnutíminn var styttur um V2 klst. og er nú 8 stundir á dag, neipa í Mjólkursamlaginu, 9 stundir. Þetta var gert til sam- ræmis við það, sem áður var búið ið ganga inn á um verksmiðjurnar Gefjun og Iðunn. Eftirvinna greiðist með 35% álagi eða fyrir 2 stundir unnar komi þriggja stunda frí í almenn- n. um dagvinnutíma. Helgidagavinna greiðist með 50% álagi. Sjúkrahlunnindi og sumarleyfi séu samkvæmt þeim reglum, sem gilt hafa og gilda hjá K. E. A. Samningurinn gildir til 31. des. 1938, og síðan um eitt ár í senn, nema a^ honum sé sagt upp af öðrum hvorum aðila innan 30. sept. Er þannig loksins orðið sam- komulag um verksmiðjur þessar. En pefjun og Iðunn eru ennþá í banni, og haldinn um þær vörður. Málefnasamning um sffórnarsamvinnu hafa Framsókn- arflokkuriian og Alþýðuflokkurinn á Alþingi nýskeð komið sér saman um fil bráðabirgða. Verður ndnar frá honum skýrt siðar. NÝJA-BÍÓ Sýnir fimmtudaginn 18. þ. m., kl. 9: Kvennaklúbbyíinn. Niðursett verð. Sýnd í síðasta sinn. I. O. O. F. = 11911199 = við hinar verksmiðjurnar gerð til samræmis við það. Vinna í þeim verksmiðjum, sem samningur var gerður um, hófst þegar næsta morgun, þriðjudag- inn 16. nóvember. Hafði þávinnu- stöðvunin staðið yfir hálfan mánuð. Þegar þetta er ritað, standa yfir samningar um verksmiðjur Samb. ísl. samvinnufélaga, Gefjuni og Iðunni, sem enn eru í vinnubanni og haldinn um þær vörður. Karlakórinn »Geysir« fimmtán ára. „Geysir“ mun í næstu viku, eða fyrir næstu mánaðamót, minnast 15 ára starfs með hátíða-konsert í Nýja Bíó, undir stjórn Ingimund- ar Árnasonar, sem starfað hefir næstum óslitið sem söngstjóri kórsins öll þessi ár, enda hlotið viðurkenningu fjöldans og söng- menntaðra manna fyrir ágæta söngstjórn. Á söngskrá eru meðal annars þessi úrvalslög frá liðnum árum: Um sumardag (Fr. Abt), Naar Fjordene blaaner (A. Paulsen), Vaaren er kommen (Diirner), Sof í ró (F. Möhring), Landkjenning (E. Grieg), Hermannasöngur (Ch. Gounod). Tvö síðasttöldu lögin verða sungin með flygil-undirleik frú Jórunnar Geirsson. Þrír gam- alkunnir einsöngvarar láta til sín heyra. Kórinn var upphaflega stofnað- ur af 18—20 mönnum, og fyrstu stjóm hans skipuðu: Éinar Reynis (form.), Þorst. Thorlacius (ritari) og Þorst. Þorsteinsson (gjaldkeri). Nú eru í stjórn: Þorst. Þorsteins- son (form.), Stefán Ág. Kristjáns- son (ritari), Gísli R. Magnússon (Frh. á 4. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.