Dagur


Dagur - 18.11.1937, Qupperneq 3

Dagur - 18.11.1937, Qupperneq 3
55. tbl. D A G U R 257 Iðjufundinum á laugardagskvöld- ið. Það er þá bezt að lofa mönnum að heyra, hvað haft er eftir hon- um þar. Hann kvað meðal annars hafa mælt á þá leið, að ekki væri von á góðu fyrir verkafólkið, þar sem Þorsteinn M. Jónsson hefði verið skipaður sáttasemjari í deil- unni, því hann væri ekki annað en verkfæri í höndum K. E. A. og S. í. S. Þetta er svívirðing að heyra um Þ. M. J. í þessu sambandi. Honum er falið mikið trúnaðar- starf sem sáttasemjara í við- kvæmu deilumáli, og það er skylda hans að líta með jafnri réttsýni á hlut beggja deiluaðila. Finnst mönnum það ekki nokkuð æsingakennt að bera á hann á mannfundi, að hann hafi svo herfilega brugðizt trausti að vera verkfæri í hendi annars deiluað- ila? Það er og mælt, að erindreki Alþýðusambandsins hafi sett ofan í við H. F. út af þessu með öllu ó- verðskuldaða æsinga-álasi í garð sáttasemjarans. Gefst nú H. F. tækifæri til að leiðrétta, ef rangt er frá skýrt, en gæta verður hann þess, að nokkr- ir tugir manna hlustuðu á hann, svo að það er varasamt fyrir hann að ætla að smokra sér undan sannleikanum. Osannlndi iim f iinil i Eram- sóknacfélagi Aknreyrar. Þá tekur H. F. sér fyrir hendur að skýra frá fundi, sem Framsókn- arfélag Akureyrar hélt í síðustu viku. Segir hann að á fundinum hafi orðið „harðar deilur“ um verkfalismálið, tillögur hafi kom- ið fram um að skora á forráða- menn K. E. A. og S. í. S. að ganga þegar til samninga og einnig um það, að fundurinn tæki enga af- stöðu til málsins. Ennfremur að forstjóri K. E. A. hafi krafið fund- inn um traust sér til handa. Allt er þetta annað tveggja málum blandað eða hreinn upp- spuni. Engar deilur áttu sér stað um málið og tillaga sú, er vítti vörubannið á K. E. A. var sam- þykkt nær einróma. Tillaga, en ekki „tillögur“, kom að vísu fram um að ganga þegar til samninga, eins og áður hefir verið frá skýrt í þessu blaði, en engin tillaga kom fram um, að fundurinn tæki enga afstöðu til málsins. Forstjóri K. E. A. krafðist einkis trausts sér til handa. Það getur ef til vill kallast list út af fyrir sig að koma jafnmörg- um ósannindum að í ekki lengra máli en frásögn „Alþm.“ er af þessum fundi. En af þeirri list- hæfni er „Alþm.“ lítt öfundsverð- ur. Og ekki hefir blaðið annað upp úr þessu en að gera sig bert að margföldum ósannindum frammi fyrir þeim 120 mönnum, er fundinn sátu. hVíuuc" veckafólksins. Halldór Friðjónsson segir, að „yfirlýður“ K. E. A. hafi „afhjúp- að sig sem fjandmenn verkafólks- ins.“ Sjálfur þykist hann auðvitað vera hinn sanni vinur þessa sama verkafólks. Ekki ætlar Dagur að deila við H. F. um þetta. Bezt að láta verkafólkið sjálft dæma um það, hvort hafi orðið því að meira liði í lífsbaráttunni verklegar fram- kvœmdir K. E. A. á verzlunar- og atvinnusviðinu, eða innantómt kjaftœði Halldórs Friðjónssonar um bætt kjör verkafólksins. Sést hafa þess merki, að verkafólkið hefir þegar að nokkru kveðið upp sinn dóm um það hversu gagnlegt „verkfæri“ það telur sig eiga í Halldóri Friðjónssyni. „Æfisaga" okkar Erlings. Erlingur Friðjónsson ábyrgðar- maður „Alþýðumannsins“ tekur sér fyrir hendur að skrifa æfisögu okkar, er birtist í blaði hans í fyrradag. Æfisagan er stutt, að- eins rúmur dálkur í þessu litla blaði. Höfundur hennar vill minna mig á, að hann hafi stutt að bættum launakjörum mínum við barnaskólann hér, þegar við áttum sæti saman í bæjarstjórn- inni. Er helzt á honum að skilja, að fyrir þetta eigi hann þá hönk upp í bakið á mér, að eg sé reynd- ar siðferðislega skyldugur að fylgja honum í kaupdeilu þeirri, sem nú hefir staðið yfir hér á Ak- ureyri. Er þetta aðalþátturinn í æfisögunni, en við hann vil ég gefa þessar skýringar: Eg réðist sem fastur kennari að barnaskóla Akureyrar haustið 1908 með 600 kr. árslaunum, sem nokkru seinna hækkuðu þó upp í 700 kr. Haustið 1918, eftir 10 ára starf, bar þáverandi oddviti bæj- arstjórnar, Páll Einarsson, síðar hæstaréttardómari, fram tillögu um það í bæjarstjórn, að laun mín yrðu hækkuð úr 700 kr. upp í 1200 kr., eða þriðjung þess, sem verkamönnum er ætlað eftir sama þjónustutíma samkv. hinum nýja samkomulags-kauptaxta. Bæjarstjórn þótti tillagan sann- gjörn og samþykkti hana nær um- ræðulaust. Eg átti engan hlut að framkomu þessarar tillögu og greiddi ekki atkvæði um hana. Um atkvæðagreiðsluna að öðru leyti man eg ekki, en hygg að til- lagan hafi verið samþykkt í einu hljóði, og eg trúi því mæta vel, að Erlingur hafi greitt henni at- kvæði sitt. Fyrir það er eg honum þakklátur, en eg get þó ekki fall- izt á, að það þakklæti eigi að ná svo langt, að mér beri að fylgja Erlingi út í hvaða öfgar og vit- leysu, sem vera skal. Þetta eru þær einu launabætur mér til handa frá bæjarins hálfu, sem eg man eftir frá samverutím- um okkar Erlings í bæjarstjórn- inni. í öðru lagi vill Erlingur minna mig á, að eitt sinn hafi pólitískir andstæðingar mínir í bæjarstjórn Akureyrar flutt tillögu um það, að mér yrði sagt upp starfi við barnaskólann, af því að eg væri ritstjóri að pólitísku blaði, og að hann hafi fyrstur manna mótmælt Trygovi í Víðikeri. í fyrstu viku vetrar andaðist Tryggvi Guðnason, bóndi í Víði- keri, liðlega sextugur að aldri. Hann veiktist hastarlega, og varð þegar lækni og öllum ljóst að al- vara var á ferðum, og eina vonin að uppskurður hjálpaði. En þeirra bjargráða var helzt að leita til Húsavíkur eins og sakir stóðu. Omjúkur vetur var genginn í garð, snjónum hlóð niður og ekki öðrum farartækjum við komið, norður Bárðardalinn, en hestum og sleða. Leiðin er löng til Húsa- víkur, nál. 20.stunda lestagangur, eftir gömlu máli, eða jafngildir vegalengdinni yfir Sprengisand. Hér var að tefla um lífið og dauð- ann, en Tryggvi var ákveðinn, eins og jafnan fyrr. En ferðin varð styttri en ætlað var, tvær bæjar- leiðir. Þegar kirkjan í Lundar- brekku blasti við, var hann liðið lík, en þangað var haldið til hinsta náttstaðarins. En því get ég þessa, að það sannar mér, að til síðustu stundar hélt hann sínum sterku sérkenn- um í einbeittri skaphörku, karl- mannslund og óhlífninni við sjálf- an sig. þeirri tillögu, er hún kom fram. Við þessa frásögn E. F. verð ég að gera þá athugasemd, að mér er alveg ókunnugt um þessa upp- sagnartillögu mér til handa og rekur alls ekki minni til, að hún kæmi nokkurntíma fram í bæjar- stjórn öll þau ár, sem ég átti þar sæti. Mér er því nær að halda, að hér sé um sögulega villu að ræða í þeSsari stuttu æfisögu okkar Er- lings. Yfirleitt hefi ég aldrei orðið þess var, að ég hafi orðið fyrir að- kasti frá pólitískum andstæðing- um mínum í sambandi við starf mitt við barnaskólann, enda þyk- ist ég ekki hafa til þess unnið. En hvað sem þessu líður, þá fæ ég með engu móti skilið, að þetta síð- ara atriði í æfisögunni geti á nokkurn hátt snert kaupdeilu þá, sem hér hefir staðið yfir. Það tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að maðurinn minn og faðir okkar, Björn ólafsson, lézt á sjúkrahúsinu hér í bænum þann 16. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Akureyri 16. nóv. 1937. Kristtn Baldvinsdóttir og börn. Spor, sem hann hafði stigið til hálfs, hlaut hann að stíga að fullu, frá áformum sínum gat hann trauðlega snúið, áfram, áfram, helzt hvað sem það kost- aði, svo var hann kappsfullur og kjarkurinn mikill. En ekki var hann vorkunnlátur og kröfufrekur var hann um afköst manna og náði það einnig til hans sjálfs. En um slíka menn verður alltaf meiningamunur, þeirra er dag- dómana fella um það, hvað er hóf og gætni. Tryggvi var höfðingi í lund og stórbrotinn í ýmsum háttum, en laus við alla yfirborðsmennsku, opinskár og hreinn í lund, og sneyddur öllum sora. Glöggskyggn á marga hluti, en fór allrar mennt- unar á mis í æsku. Ólst upp við fjárgeymslu og harða vinnu, hafði mikið yndi af fé og fjármaður góður. Um öræfin fram og aftur af Bárðardal fór hann oft og víða og var þrásinnis leiðsögumaður, er- lendra og innlendra, um þær hrikalegu auðnir. í Víðikeri bjó hann 35 ár, eða kannske vel það, stórum búskap cg athafnamiklum. Öll þau ár stóð við hlið hans eftirlifandi ekkja, Sigrún Þorvaldsdóttir, æít- uð úr Eyjafirði, börn þeirra eru mörg og mannvænleg. Sumir eru mestir og beztir við fyrstu sýn og fyrstu kynni, en smækka og falla saman við að kynnast þeim. Þessu var öfugt farið með Tryggva, hann vann við viðkynningu, var vinur í raun, og beztur þegar mest reyndi á. 8. nóvember 1937. Ingimar Eydal. Þ. M. Beddar Vaitteppi Svefnpokar Bakpokar Skiðablússur Branns-Veczlun Páll Sigurgeirsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.