Dagur - 18.11.1937, Blaðsíða 4

Dagur - 18.11.1937, Blaðsíða 4
228 DAGUR 55. tbl. Framsóknarfélag Akureyrar. Fundur í SKJALDBORG á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 20. nóvember kl. 8,30 e. h. FUNDAREFNI: Skýrsla frá nefndum. Frá vinnudeilunni. Þingfréttir. Allir Framsóknarmenn á fund. STJÓRNIN. EG NOTA PERIiTJ HÚN ER BEZT. „6eysir“ 15 ára. (Framh. af 1. síðu). (gjaldkeri) og meðstjórnendur: Sigurður O. Björnsson og Gunnar Magnússon. Átta stofnendur syngja ennþá í kórnum og munu minnast þess sérsíaklega í tvöföldum kvartett, er kemur upp á pallinn í byrjun samsöngs. Nú teiur kórinn 38 félaga. Ættu bæjarbúar og nærsveita- menn að sýna það, — meðal ann- ars með ágætri aðsókn að vænt- anlegum samsöngvum, í tilefni af- mælisins, — að þeir kunni að meta það óeigingjarna menning- arstarf, sem kórinn hefir á liðn- um árum unnið að, því þrátt fyrir margskonar erfiðleika, sem ýms önnur félög hafa ekki yfirstigið, hefir „Geysir“ borið gæfu til að halda uppi hróðri Akureyrar, með þátttöku í söngmótum á Þingvöll- um 1930 og í Reykjavík tvisvar sinnum, auk söngferða um Norð- urland, og með stöðugri söngstarf- semi í bænum. Kirkjan: Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 minntist 4 ára afmælis síns í Skjaldborg laugardaginn 13. nóv. s.l. Mættir voru um 90 manns, félagar stúkunnar og gest- ir þeirra. Þar var sameiginleg kaffi- drykkja, ræðuhöld, upplestur og söngur. Á eftir vaA stiginn dans. Stúkan heldur fund í Skjaldborg n.k. sunnudag kl. 8 e. h. Haukur Snorrason flytur erindi. Smáleikur o. fl. NÆTURVÖRÐUR er í Stjömu Ap6- teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er weturvörður í Akureyrar Apóteki.) Kennslumálaráðherra, Haraldur Ouð- mundsson, hefir vikið síra Birni Magn- ússyni úr dósentsembættinu við guð- fræðideild háskólans, er hann var settur til að gegna samkv. úrskurði dómnefnd- ar eftir samkeppnisraun um embættið, og veitt það síra Sigurði Einarssyni. Vekur þessi atburður undrun og umtal hvar sem til hefir spurzt. Leikurinn »Sundgarpurinn« verður sýndur um næstk. helgi (laugardags- og sunnudagskvöld) með niðursettu verði. Fara nú að verða síðustu forvöð fyrir þá, sem enn hafa ekki séð leik þenna, að fara í leikhúsið. Fólk skemmtir sér á- gætlega við Ieikinn og meðferð leikend- anna á hlutverkunum fær góða dóma, einkum er rómuð meðferð leikstjórans, Jóns Norðfjörð, svo og Arnar Snorra- sonar, á hlutverkuni þeirra, Elsa Frið- finnsson sýnir gamla konu og ferst það mjög vel. Hefir hún aldrei áður haft slíkt hlutverk með höndum. Fleiri dæmi mætti nefna um góða frammistöðu leik- endanna, þó að hér sé þeim sleppt. Bezt fyrir ahnenning, sem enn hefir ekki far- ið í leikhúsið, að láta sjón verða sögu ríkari, notfæra sér hið niðursetta verð og fylla húsið bæði kvöldin. Slys á Húsavík. Á mánudaginn var vildi það slys til á Húsavík, að bóndinn í Saltvík í Aðaldal, Logi Helgason, féll út af bryggju í sjóinn og drukknaði. Starfaði hann ásamt fleirum að því að hlaða flutningabil fiski á bryggjunni, er slysið vildi til. Er álitið að kaðall, er I.ogi var að binda fiskinn með, hafi slitnað, og hann við það hrokkði í sjó- inn. Náðist líkið eftir nokkra stund og voru af lækni reyndar lífgunartilraunir, en árangurslaust. Logi sál. var 27 ára, kvongaður mað- ur, sonur Helga Jóhannessonar, er lengi bjó í Múla, L0GTAK. Að undangengnum úrskurði kveðnum upp í fógetarétti Akureyrar í dag verða ógreidd þinggjöld í Akureyrarkaupstað frá árinu 1937 tekin lögtaki innan viku frá birtingu auglýsingar þessarar. Lögtökin fara fram án frekari fyrirvara. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 9. nóvember 1937. S I G. E e G E R Z. Silkinærfatnaður kvenna í miklu úrvali, mjög ódýr. Undirkjólar aðeins kr. 4.90 Buxur — — 2.10 Skyrtur — — 2 50 Sokkar — — 2 25 Kaupfclag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. Hraðritun er skemmtilegtog i mörgum tilfellum mjög gagnlegt að kunna. Tilsögn geta menn fengið hjá Kristni Sigmunds- syni Oddagötu 11. Velour í glugga og gtuggaljöld. Fieiri litir. Vefnaðarvörudeild. ¥ STÚLKU vantar til innanhússtarfa fyrri hluta dags fram að nýári. — Upplýsingar á skrifstofu KEA. Corn Flakes er komið. Sömuleiðis X E, nýjar teguudir. Nýlenduvörudeild. í drengjaföt á aðeins kr. 5,50 meterinn. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild Varðtími lækna. 18. nóv. — Árni Quðmundsson. 19. nóv. — Jóhann Þorkelsson. 20. nóv. — Jón Geirsson. 21. nóv. — Sunnud. og kvöldið: Jón G. 22. nóv. — Pétur Jónsson. 23. nóv. — Árni Guðmundsson. 24. nóv. — Jóhann Þorkelsson. Ritstjóri: Ingimar Eydal. beztu kaupin gerið þið á pappír og rit- föngum í Járn- og glervörudeild. Kjólatau, mikið úrval. Verð aðeins kr. 2,70 meter. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. Prentverk Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.